Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 35 LISTIR Stundvísi og hrynskerpa TOJVLIST S a I ii r i n n Kammertónleikar Trio Parlando flutti verk eftir Andrew Ford, Oliver Kentish, El- ínu Gunnlaugsdóttur, Piazzolla, Kjartan Olafsson, Robert Muczynski og Paolo Perezzani. Þriðjudaginn 9. nóvember. TRIO Parlando nefnist samspils- hópur sem samanstendur af flautuleikaranum Héléne Navas- se, píanóleikaranum Sandra de Bruin og klarinettuleikaranum Rúnari Oskarssyni og hélt tríóið tónleika á vegum Tíbrár í Salnum sl. þriðjudagskvöld. Tónleikarnir hófust á verki sem ber nafnið Ringing the Changes og á að minna á klukknahringingar. Það hefst á djúpum og afar sterkum bassatóni, þannig að yflrtónar komu mjög skýrlega fram, svo sjálfur grunntónninn varð á köfl- um óviss í heyrn. Verkið var mjög skýrlega kaflaskipt, fyrst stakt- ónaleikur, þá spunakenndur sam- leikur, þar næst langir tónar með klasahljómum í píanóinu, þá hrað- ur þrástefjaleikur og verkið end- aði svo með tilvitnun í upphafið. Tónmál verksins var skýrt og sér- lega vel flutt. Bergmál nefnist verk sem fi’umflutt var og er eftir Oliver Kentish, skemmtilega gert verk, þar sem flautan og klarin- ettið voru oft í áttundum, á móti píanóinu, og einnig mátti heyra tekið í rímnalag og rithátt er minnir á Jón Leifs, eins og til- greint er í efnisskrá. Þetta er ág- ætt verk og ekki sakaði snjall flutningurinn hjá Trio Parlando. Rún heitir verk eftir Elínu Gunn- laugsdóttur sem samið er á þessu ári. Þetta er fyrir einleik á bas- saklarinett, þar sem fléttaðar eru saman tvær tónhumyndir, er í raun minna oft á gagnort samtal. Vel gert verk og það fyrsta sem undirritaður heyrir eftir þessa ungu listakonu, sem er nýútskrif- uð í tónsmíðum frá tónlistarhá- skólanum í-Haag. Astor Piazzolla er eins og aðrir Suður-Ameríkanar undarlega heillaður af meistara J.S. Bach, enda hóf hann verk sitt, Muerte del Angel, á hrynfastri fúgufra- msögu en slær svo fljótlega á létt- ari strengi með skemmtilegum tangótiltektum. Sporðdrekadans nefnist verk eftir Kjartan Ólafs- son frá 1986, þar sem heyra má að á ferðinni er efnilegt tónskáld og á þessum árum að hefja starf sitt sem tónskáld. Þetta er vel samið verk og var það hressilega flutt. Eftir bandaríska tónskáldið Robert Muczynski var flutt flautusónata í fjóram köflum, hefðbundið verk og að mestu í eins konar skersó-stíl, leikglatt verk, er gerir nokki’ar kröfur til flytjenda. Tónleikunum lauk með verki eftir Paolo Perezzani (1955), sem í tónmáli sínu reynir að sætta gamalt og nýtt og tekst það oft nokkuð vel. Trio Parlando er skipað frá- bæra tónlistarfólki og var leikur tríósins sérlega stundvís og skarpur í hryn en á móti kom oft fallega mótuð slökun, þar sem tónmálið varð líðandi. Flautuleik- arinn Navasse lék sérlega vel í sónötunni eftir Muczynski og einnig í verki Piazzolla. Píanóleik- arinn Sandra de Bruin lék af glæsibrag, en henni lætur sérlega vel að magna upp hrynræna spennu og var leikur hennar í sónötu Muczynski, verki Piazzolla og lokaviðfangsefninu eftir Per- ezzani hreint frábær. Rúnar Ósk- arsson er snilldarklarinettuleik- ari, er lék verk Elínar Gunnlaugsdóttur og Kjartans Ól- afssonar á einstaklega sannfær- andi máta og átti sinn þátt í hinu stundvísa og hrynskarpa sam- spili, er var aðal þessara skemmtilegu tónleika. Jón Ásgeirsson Sólarmeg’in á ísafirði SÖNGHÓPURINN Sólarmegin heldur tónleika í Hömrum, tón- leikasal Tónlistarfélags Isafjarðar, á morgun, laugardag, kl. 17. Sönghópurinn Sólarmegin var stofnaður snemma árs árið 1990 af nokkrum áhugasöngvurum á Akra- nesi og hefur nánast eingöngu fengist við söng án undirleiks. Sönghópinn skipa Ragna Krist- mundsdóttir, sópran, Þórgunnur Stefánsdóttir, sópran, Gyða Bents- dóttir, alt, Jensína Valdimarsdóttir, alt, Tómas Kárason, tenór, Sigurs- teinn Hákonarson, tenór, Lars H. Andersen, bassi, og Guðmundur Jóhannsson, bassi og söngstjóri. Á efnisskránni eru m.a. íslensk og erlend þjóðlög, lög í útsetningu Grayston Ives, sem hefur útsett fyrir Kings Singers, og m.a. lög eft- ir Billy Joel, Lennon og McCartney og Albert Hammond. Sönghópurinn hefur haldið fjölda tónleika og komið víða fram, bæði innanlands og utan. Sönghópurinn gaf út geislaplöt- una Sólarmegin árið 1996. Miðaverð á tónleikana er kr. 1.200 og eru þeir seldir við innganginn. Ókeypis aðgangur er fyrir skólafólk. Súrefnisvörur Karin Herzog m Vita-A-Konibi Píanótónleikar Jónasar Ingimundarsonar í Salnum Fyrsta og síðasta sónata Beethovens og valsar Chopins JÓNAS Ingimundar- son píanóleikari held- ur sína fyrstu einleik- stónleika í Salnum, Tónlistarhúsi Kópa- vogs, á morgun, laug- ardag, kl. 16. Tón- leikarnir era þeir þriðju í Tíbrá, röð 3, og er verð aðgöng; umiða kr. 1.500. Á efnisskránni eru fyrsta píanósónata Beethovens og sú síðasta og valsamir fjórtán eftir Chopin. „Beethoven samdi alls 32 píanó- sónötur og var sjálfur mikill pían- isti. Píanóið var hans hljóðfæri og hann trúði því íyrir sínum dýpstu tilfinningum. Þetta er eins og ævis- aga hans í tónum og það er hægt að rekja allan ferilinn í gegnum sónöt- urnar,“ segir Jónas og bætir við að )ess vegna hafi honum einmitt þótt forvitnilegt að stilla fyrstu og síðustu sónötunni upp hlið við hlið. Eftir hlé gerir Jónas sér lítið fyrir og spilar fjórtán valsa Chopins, í til- efni af 150 ára ártíð tónskáldsins. „Þeir era eins fjölbreyti- legir og þeir eru margir - og persóna tónskáldsins er yfír og allt um kring,“ segir Jónas, sem kveðst allt í einu hafa uppgötvað að hann kunni alla valsana fjórtán. „Chopin hefur ábyggilega ekki ætlast til þess að þeir væra spilaðir allir í einu en mér fannst það forvitnilegt og svol- ítið gaman - og það kom mér satt að segja á óvart hve fjölbreytilegir þeir era.“ A Þrfleikur Olafs gef- inn út í Bretlandi VETRARFERÐIN eftir Ólaf Gunnarsson er sjálfstæður loka- hluti þríleiksins sem hófst með Tröllakirkju, en strax við út- komu hennar var útgáfuréttur á öllum þríleiknum seldur brezka útgáfufyrirtækinu Mare’s Nest. Tröllakirkja er komin út á ensku og Blóðakur, önnur bók þríleiksins, hefur verið prentuð í Bretlandi og er að koma út. Líkt og tveir fyrri hlutarnir, fjallar Vetrarferðin um líf ís- lendinga á ofanverðri tuttugustu öld. Tröllakirkja var tilnefnd til Is- lensku bókmenntaverðlaunanna 1992 og Impac-bókmenntaverð- launanna. Utgefandi Vetrarferðavinnar er Forlagið. Bókin er 486 bls., prentuðí Prentsmiðjunni Odda. Kápuhönnun er eftir Finn Malmquist. Verð: 4.480 kr. %viéy^(\fy\V- - Gœðavara Gjaíavara — matar otj kaífislell. Allir verðflokkar. . Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Yersace. VERSLUNIN Laugnvegi 52, s. 562 4244. Glæsilegui sanikvæniis- fatnaðui Kynnum nýjan 7manna bíl frá Opels
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.