Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samkeppnisráð bannar ákvæði í samningi Félags kjúklingabænda við tvo framleiðendur Samning’urinn brýtur í bága við samkeppnislög SAMKVÆMT ákvörðun samkeppn- isráðs (nr. 27/1999), sem tekin var á fundi hinn 8. nóvember sl. brýtur málsgr. 4 í samningi Félags kjúkl- ingabænda við tvo kjúklingabændur um tímabundna rekstrarstöðvun í bága við samkeppnislög. Af þessum sökum bannar samkeppnisráð við- komandi ákvæði sem eru, að mati ráðsins, „skaðleg samkeppni og andstæð 10. gr. sbr. 12. gr. og 17. gr. samkeppnislaga. Skal ákvæðið fellt út úr greindum samningi. Forsaga málsins er sú að Neyt- endasamtökin kærðu téðan samn- ing sem Félag kjúklingabænda gerði við kjúklingabænduma tvo, Asgeú’ Eiríksson ehf. og Fjöregg hf., um að hætta kjúklingarækt. Fé- lag kjúklingabænda sagði samning- inn aðgerð í því að útrýma salmon- ellu í kjúklingarækt. Samkvæmt samningnum fengu ofangreindir kjúklingaræktendur 25 milljóna króna bætur hvor fyrir að hætta rekstri búa sinna. Af þeirri upphæð lagði landbúnaðarráðuneytið til 40 milljónir en Félag kjúklingabænda 10 milljónir. Tekið var fram í samingnum að þeir einstaklingar sem ættu þátt í rekstri búanna, m.a. með setu í stjóm, kæmu ekki nálægt kjúklinga- rekstri í sjö ár og þinglýst yrði sér- stakri kvöð á þau hús sem notuð hefðu verið til rekstrarins um að þau mætti ekki nota til kjúklingaeldis í sjö ár frá undirritun samningsins. Niðurstaða samkeppnisráðs er sú að aðgerðir Félags kjúklingabænda væm „í eðli sínu til þess fallnar að stuðla að markaðsskiptingu í kjúkl- ingaframleiðslu og á samkeppni í skilningi 17. gr. samkeppnislaga". Aðgerðirnar hefðu „skaðleg áhrif á samkeppni í skilningi 17. gr. sam- keppnislaga“ þar sem þær hefðu í för með sér að keppinautum væri fækkað. Þá taldi samkeppnisráð ekki að persónulegt bann til margi-a ára þjónaði yfii’lýstum markmiðum Félags kjúklingabænda um útrým- ingu á salmonellu. Samningurinn ólöglegnr og ýtir undir fákeppni Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist sam- mála niðurstöðum samkeppnisráðs í þeim tveimur ákvörðunum sem það hafi látið frá sér fara um málið. Ráðið hafí fyrst í stað úrskurðað að það væri ekki hægt að banna kjúklingabændunum tveimur að stunda kjúklingarækt, samningur- inn væri ólöglegur hvað það bann varðaði. Síðan hafi samkepnnisráð úrskurðað, eftir að leitað var eftir frekari skýringum, að banna ákvæði sem lýtur að kjúklingarækt í til- teknum húsum. Hann telur að með ákvörðuninni hafi samkeppnisráð staðfest ólög- mæti samningsins sem hafi fyrst og fremst verið til þess fallinn að skapa meiri fákeppni á viðkomandi mark- aði og það hafi gengið eftir. „Þess vegna kom kampýlóbakter-málið verulega við okkur. Vegna þess að ráðandi aðili á markaði var ekki með sína vöru í lagi. Þess vegna varð þetta mál svona stórt,“ segir Jóhannes. Afskipti landbúnaðarráðuneytis- ins að málinu voru frá byrjun óeðli- leg, að sögn Jóhannesar. „Mér Minkapelsar - síðir Verð frá 255 þúsund ( !?■ ) W Ný sendinq Vi*a ra0gr*fðsiur f allt að 36 mánuði. 1 PEISINN rftl Kirkjuhvoli - simi 5520160 I J M I finnst mjög dapurlegt að heyra eftir kokhraustum starfsmanni landbún- aðarráðuneytisins, þegar búið að að dæma þetta allt ólöglegt, að þetta breyti ekki nokkru. En kjúklinga- bændur fengu 40 milljónir í ríkis- styrk, frá skattgreiðendum, til þess að koma á meiri fákeppni á markaði og kaupa tvo bændur út úr kjúkl- ingaframleiðslu,“ segir Jóhannes og spyr: „Getur stjórnvald eins og landbúnaðarráðuneytið hunsað nið- urstöðu samkeppnisráðs?" Aðgerðin hefur heppnast Aðspurður kvaðst Bjami Ásgeir Jónsson, formaður Félags kjúkl- ingabænda, undrandi á niðurstöðu samkeppnisráðs. „Það var farið í þetta mál á sínum tíma og allt sem þar var gert hefur staðist. Við gerð- um samning við landbúnaðarráðu- neytið og yfirdýralækni um að fara í útrýmingu á salmonellu í kjúklinga- ræktinni. Samningurinn var þáttur í þeim aðgerðum því þarna voru tvö bú sem höfðu ekki náð tökum á vandamálinu. Síðan hefur ekki kom- ið upp salmonella í kjúklingarækt og aðgerðin hefur því heppnast full- komlega," segir hann. Bjami hafnar því algerlega að að- gerðimar hafi verið til þess fallnar að koma á fákeppni á markaði. Töl- ur sýni að það sé ekki rétt enda hafi kjúklingar lækkað í verði. „Og það er náttúrlega vegna þess að það er bullandi samkeppni á markaðnum. Urskurðurinn er á skjön við þann árangur sem hefur náðst af þessum aðgerðum.“ Bjami segir að ekki sé ástæða af hálfu Félags kjúklingabænda til að bregðast við. „Samkeppnisráð óskar eftir því að við göngum þannig frá að þessi árafjöldi sé tekinn út úr samningi." Að öðra leyti segir Bjami ekki ástæðu til viðbragða enda hafi viðkomandi aðilar verið sáttir við aðgerðirnar og samning- inn. „Þetta var unnið í sátt og sam- lyndi á milli aðila á þeim tíma og samkvæmt þeim kröfum sem voru gerðar þá. Við höfum náð þeim ár- angri sem til var ætlast og hefur gengið mjög vel.“ Ljósakrónur N. Bókahillur Borðstofusett / //T \ íkonar [JZlnm ' \ ' -laiofnnö lliuntt * Nýkomnar vörur Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977. GRACE TISKUVERSLUN Kvenfataverslun í Bláu húsunum við Fákafen Kápur og jakkar frá Aquascutum, Cinzia Rocca, Dannimac, Goidix og Rosner Ullarpeysur frá Hirsch Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsunum við Fákafen.) Sími 553-0100 / Opið virka daga 10-18, lauqardaqa 10-16 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 9 PAPPÍRSSTANS í BÚÐINNE ÓKEYPIS AFNOT MEÐ PAPPÍR FRÁ OKKUR ucóðinsgötu 7 Upfflfi® Sími 562 8448i* Afmælistilboð________________ 20% afsláttur Neðst við Dunhaga Opið virka daga 9-18 * —.—..sími 562 2230 laugardaga 10-14 Ný sending af samkvæmisdrögtu m og síðum kjólum með bolero-jökkum marion F teykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 565 1141 r Skólavörðustíg 8, sími 551 3469. OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ 10-16 :LASKAN OG iTAUPIN ERU KOMIN ROYALCOPENHAGEN Flaska og staup fyrir jólin 1999 í fallegri gjafaöskju. Flaskan kostar 2.370- og staup (2 stk.) kosta 1.475- XS KÚNfeÚND Glpsilegur samkviHtiis- fatnaðui'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.