Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bókavefur á mbl.is Einn aðili fær byggða- kvóta Vesturbyggðar OPNAÐUR hefur verið bókavefur í Morgunblaðinu á Netinu, mbl.is, þar sem eru upplýsingar um nýjar bækur sem eru að koma út. A bókavefnum eru upplýsingar um 476 bókartitla frá 85 útgefend- um. Upplýsingar um bækurnar eru fengnar frá Félagi íslenskra bóka- útgefenda. Hægt er að leita eftir bókum með því að slá inn nafn höf- undar eða bókartitil. Þar er einnig hægt að skoða sölulista sem er sam- antekt Félagsvísindastofnunar Há- skóla Islands fyrh- Morgunblaðið, Félag íslenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Að auki er tenging við Amazon.com, stærstu bókaverslun á Netinu. STJÓRN Byggðastofnunai- úthlut- aði í gær byggðakvóta Vesturbyggð- ar og Breiðdalsvíkur. I báðum til- fellum vai- aðeins einum aðila úthlut- að öllum byggðakvóta sveitarfélag- anna. Saltfiskverkandinn Jón Þórðar- son á Bíldudal fékk úthlutað öllum byggðakvóta Vesturbyggðar, alls 205 tonnum. Fyrir liggur vilyrði um að lagður verði á móti að minnsta kosti jafn mikill kvóti til vinnslu í byggðinni. Uthlutað var samkvæmt umsögn sérstaks ráðgjafa Byggða- stofnunar, en áður hafði stjóm hennar hafnað tillögu sveitarstjóm- ar Vesturbyggðar þess efnis að byggðakvótinn yrði leigður hæst- bjóðanda. Að sögn Egils Jónssonar, stjómarformanns Byggðastofnunar, samrýmist slíkt ekki þeim vinnu- reglum sem stjómin setti sér í upp- hafi, auk þess sem vafi leiki á að slík úthlutun standist lög. Utgerðarfélag Breiðdælinga fékk úthlutað öllum byggðakvóta Breið- dalsvíkur, eða 181 tonni og mun fé- lagið leggja jafn mikinn kvóta á móti til vinnslu í sveitarfélaginu. Nú hefur verið úthlutað til allra þeiiTa sveitarfélaga og byggða sem fengu byggðakvóta til ráðstöfunar í júlí nema kvóta Drangsness og Grímseyjar. EgOl segir að á Drangs- nesi hafi verið óskað eftir frestun uns ýmis mál innan byggðarinnar skýrist. Hann á ekki von á að úthlut- un á þessum stöðum dragist, enda eigi hún að vera tiltölulega auðveld. „Óll erfið mál hafa nú verið afgreidd og ég tel að í öllum tilvikum hafi vel tekist til,“ segir Egill. I land eftir róður Morgunblaðið/RAX Notendur Netsins heimsækja mbl.is Færri sækja um leikskóla- kennara- nám TALSVERT brottfall nemenda hefur orðið á leikskólaskor í Kennaraháskóla íslands. 65 nemendur innrituðust í námið sl. vor í þremur bekkjum, þar af einum bekk í fjamámi. Jó- hanna Einarsdóttir skorar- stjóri segir að rætt sé innan Kennaraháskólans að bjóða upp á tveggja ára námsbraut fyrir starfsfólk leikskóla. Það yrði tveggja ára hagnýt starfsnámsbraut sem lyki með diplómu. Inntökuskilyrði yrðu miðuð við aldur og störf jafnt sem menntun. Þeim sem lykju þessu námi yrði síðan gefinn kostur á að setjast í leikskóla- kennaranám sem yrði tveggja ára viðbótamám. Með þessum hætti væri unnt að gefa starfs- fólki á leikskólum, sem að óbreyttu uppfyllir ekki almenn skilyi'ði til leikskólakennara- náms, tækifæri til að ljúka slíku námi á fjómm árum. Umtalsvert færri umsækj- endur vom um nám fyrir þetta skólaár en áður. Námið tekur þrjú ár og er krafist stúdents- prófs, annarrar menntunar eða starfsreynslu sem talin er sam- bærileg. Kennaraháskólinn hefur fengið að taka 90 nemendur í leikskólakennaranám annað hvert ár og 70 nemendur hin árin. „Það er alveg ljóst að það em færri sem sækjast eftir því að fara í þetta nám en áður. Fyrir u.þ.b. fimm ámm tókum við ekki inn í skólann nema þriðjung af umsækjendum. Menn horfa náttúrlega til þess að leikskólakennarar em mjög illa launaðir og við hljótum að leita skýringa í því,“ segir Jó- hanna. GAMALL trébátur sem hefur endað ævi sína í húsagarði á Stokkseyri er fyrirtaks leik- munur yngstu kynslóðarinnar. Þessir hressu krakkar eru greinilega að flýta sér í land eftir vel heppnaðan róður. Það skemmir ekki að vera vel klæddur því útlit er fyrir áframhaldandi kulda á næst- unni. Veðurstofan spáir norðan og norðaustanáttum í dag um mest allt landið og éljum um norðaustanvert landið og með austurströndinni en björtu veðri annars staðar. Afram verður frost og ekki útlit fyrr en að þiðni fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudaginn kemur. að jafnaði 2,4 sinnum í viku UM 70% þeirra sem nota Netið heimsækja net- miðlana tvo, Morgunblaðið á Netinu og Vísi.is. Rúm 33% heimsækja mbl.is 3-5 sinnum eða oftar í viku en mm 26% heimsækja Vísi.is 3-5 sinnum eða oftar í viku. Að meðaltali heimsækja netnot- endur mbl.is 2,4 sinnum á viku en Vísi.is 1,9 sinn- um. Þá heimsækja þeir textavarp Ríkisútvarpsins á Netinu að jafnaði 0,4 sinnum í viku. Þetta er meðal niðurstaðna fjölmiðlakönnunar Gallups, sem gerð var í október á notkun netmiðla og textavarpsins. Af þeim sem tóku þátt í könnuninni hafa 63,8% aðgang að Netinu. 29,7% hafa aðgang að Netinu á heimili eða vinnustað, 18,1% hafa aðeins aðgang að Netinu á heimili en 16% hafa aðeins aðgang að Netinu á vinnustað. Að meðaltali nota þeir Netið 3,7 sinnum á viku, karlar oftar en konur, eða 4,4 sinnum á móti 2,9 sinnum. Þá nota íbúar höfuð- borgarsvæðisins Netið að jafnaði 4,1 sinni á viku en íbúar landsbyggðarinnar 2,8 sinnum á viku. Sömu hlutföll koma fram þegar heimsóknir á netmiðlana cra mældar. Þannig heimsækja karlar mbl.is að jafnaði 3,2 sinnum á viku en Vísi.is 2,4 sinnum á viku. Konur heimsækja mbl.is að jafnaði 1,5 sinnum á viku en Vísi.is 1,2 sinnum. Ibúar Reykjavíkur og Reykjaness heimsækja mbl.is 2,6 sinnum að jafnaði á viku en Vísi.is 2 sinnum og íbúar landsbyggðarinnar heimsækja mbl.is 1,9 sinnum á viku að jafnaði en Vísi.is 1,6 sinnum. Notendur netmiðlanna voru spurðii' hversu vel eða illa þeir höfðuðu til þeirra og var gefin ein- kunn á kvarðanum 1-5. Að jafnaði fékk mbl.is ein- kunnina 3,9 en Vísir.is 3,8. Textavarpið fékk með- aleinkunnina 3,4. Þegar þeir sem nota Netið voru spurðir hversu oft þeir heimsæktu netmiðlana sögðust 4,1% heimsækja mbl.is oft á dag og 1,9% heimsóttu Vísi.is oft á dag. 7% sögðust heimsækja mbl.is daglega, 6,1% heimsóttu Vísi.is daglega og 0,8% textavarpið. 22% sögðust heimsækja mbl.is 3-5 sinnum í viku, 19,5% heimsóttu Vísi.is 3-5 sinnum í viku og 8,3% textavarpið. 18,7% sögðust heimsækja mbl.is 1-2 sinnum í viku, 24,1% sögðust heim- sækja Vísi.is 1-2 í viku og 11% heimsóttu texta- varpið 1-2 sinnum. 18,8% sögðust heimsækja mbl.is sjaldnar, 20,1% sögðust heimsækja Vísi.is sjaldnar og 19,9% sögðust heimsækja textavarpið sjaldnar. Þá sögðust 29,4% aldrei heimsækja mbl.is, 29,5% heimsóttu Vísi.is aldrei og 59,3% heimsóttu textavai-pið aldrei. m sSmm Á LAUGARDÖGUM I JjOlHm ©[LÆ\©^ # GS D ;' Jólamatur, gjafir og föndur Morgunblaðinu í dag fylgir 64 síðna blaðauki, Jóla- matur, gjafir og föndur. I blaðaukanum er að finna gnótt uppskrifta að réttum, drykkjum, kökum og konfekti, auk þess sem leiðbeiningar eru veittar um matseld, föndurgerð og skreytingar. Litríkar myndir fanga hátíðarstemmningu á heimilum fjölmargi-a við- mælenda sem lýsa amstri aðventunnar og ýmsum til- brigðum við jólahald. Nærri 30 milljónir til undir- búnings ÓL í Sydney / B1 Utrecht í Hollandi býður Vikt- ori þriggja ára samning / B1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.