Morgunblaðið - 27.11.1999, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.11.1999, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Rætt um framtíðarskipan golfvallar Golfklúbbsins Kjalar Yilja stækka golfvöllinn IVIosfellsbær SAMKVÆMT aðalskipulagi Mosfellsbæjar, sem nú er til endurskoðunar, er gert ráð fyrir að Hlíðarvöllur, níu holna golíVöllur Golfklúbbsins Kjalar (GKJ), verði stækkað- ur í átján holur og muni teygja sig til vesturs inn á Blikastaðalandið. Stjórn GKJ var boðuð á fund hjá skipu- lagsnefnd bæjarins vegna þessa í síðustu viku, en stjórnin hafði sent bæjaryfír- völdum bréf þar sem hug- myndir um stækkun golfvall- arins voru reifaðar. „Goifið er í mikilli upp- sveiflu um þessar mundir og allir golfklúbbarnir á höfuð- borgarsvæðinu eru að fyli- ast,“ sagði Haraldur Sverris- son, formaður GKJ. „Iðkend- um fjölgar um 800 á ári, sem samsvarar einum átján holna golfvelli, því átján holna golf- völlur rúmar um 800 félags- menn.“ í Goifklúbbnum Kili eru um 300 félagsmenn og getur klúbburinn aðeins tekið við um 50 í viðbót. Haraldur sagðist gera ráð fyrir því að klúbburinn myndi fyllast á næsta ári. „Ef golfvöllurinn verður stækkaður tvöfaldast afkasta- getan og klúbburinn gæti þá tekið við um 800 félagsmönn- um,“ sagði Haraldur. Islenskir aðalverktakar eiga Blikastaðalandið og sagði Haraldur að þar sem ekki væri til deiliskipulag fyrir svæðið þyrfti bærinn að kom- ast að samkomulagi við verk- takann um skipulagið. Samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir um 2.000 manna byggð í Blikastaðalandinu og sagði Haraldur að stefna Mosfellsbæjar væri að hafa strandlengjuna frá Köldukvísl að Korpu, sem útivistarsvæði. Hann sagði að bygging golf- vallar á svæðinu tengdist þeim áformum mjög vel. Haraldur sagðist ekki bú- ast við því að verktakinn yrði mótfallinn stækkun golfvall- arins þar sem það yki mjög verðmæti lóðanna á svæðinu, vegna þeirrar miklu eftir- spurnar sem væri eftir hús- næði við golfvelli. Haraldur sagðist ekki vita hversu mikið stækkun vallar- ins myndi kosta, en sagði að landið væri mjög hentugt fyi'- ir golfvöll og að nýta mætti uppgröft úr byggingarlandinu við golívallargerðina. „Við viljum að völlurinn verði byggður í samhengi við aðrar framkvæmdir á svæð- inu. Hann þarf ekki endilega að verða átján holur í einu vetvangi, það væri vel hægt að byggja hann í skrefum, t.d. taka þrjár holur í notkun til að byrja með og svo koll af kolli.“ Að sögn Haralds hefur stjórn GKJ engar fastmótað- ar hugmyndir um stækkun golfvallarins en hefur samt viðrað þá hugmynd að hann verði stækkaður meðft-am Leiruvogsströndinni og út á Blikastaðanesið. Þá sagði hann að stjórnin hefði einnig rætt um að stækka völlinn að hluta austur fyrir núverandi völl, þar sem pláss væri fyrir þrjár holur, hinar sex gætu þá Golklúbburinn Kjölur Hlíðarvöllur, skáli —\ Leirvogur Stækkun golfvallar- Blikastaða Á nes Nýr skáli VESTURLANDSVEGUt Reykjavík, Staðahverfi Framtíðar íbúðabyggð byggja nýjan skála á öðrum stað, enda gerði aðalskipulag bæjarins ráð fyrir skálanum á öðrum stað. A þvi svæði sem skálinn stæði nú væri gert ráð fyrir um 20 byggingarlóðum, samkvæmt framtíðarskipu- lagi. Samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir skálanum við svokallaðan Hrossaskjóls- klett, við endann á Hrafns- höfða og Spóahöfða. Fyrir þá sem þekkja völlinn er Hrossa- skjólsklettur þar sem nú er þriðji teigur. Öll bílaumferð að núverandi skála fer í gegnum íbúðar- hverfíð og sagði Haraldur að það væri nokkuð bagalegt fyr- ir íbúana, en byggðin er sífellt að nálgast vallarmörkin. Hann sagði að þetta myndi lagast mikið ef golfskálinn yrði fluttur þangað, sem gert væri ráð fyrir honum. Félagsstarf golfklúbba er mest á sumrin og sagði Har- aldur að vel kæmi til greina að samnýta golfskálann annarri starfsemi, tengdi-i skóla eða æskulýðsstarfsemi, en nýr grunnskóli rís bráðlega norð- an við Hrossaskjólsklett við Lækjarhlíð. teygt sig vestur út í Blika- staðalandið. Haraldur sagði hins vegar mikilvægast að stækkunin yrði gerð í fullu samkomulagi við íbúana og í sátt við bæjarfélagið og land- eigendur. Samkvæmt aðalskipulagi er, eins og áður sagði, gert ráð fyrir stækkun vallarins út á Blikastaðalandið, en ekki meðfram ströndinni og út á nesið, því þar er gert ráð fyrir almennu útivistarsvæði. Nýr golfskáli á Hrossa- skjólskletti Haraldur sagði að núver- andi golfskáli væri á bygging- arsvæði og því þyrfti í raun að Morgunblaðið/GKJ UTSYNIÐ frá Hrossaskjólskletti þar sem gert er ráð fyrir að nýr golfskáli Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ rísi. Frá klettinum er gott útsýni í allar áttir en hér er horft yfir Leiruvoginn og í fjarska sjást Esjan og Akrafjallið. Yatnsveitan fær vottað gæðakerfi Reykjavík VATNSVEITA Reykjavík- ur, sem á 90 ára afmæli í ár, hefur fengið vottað gæða- kerfi samkvæmt ISO 9001- staðlinum, en afhending vottorðsins fór fram í Gvendarbrunnahúsi í Heið- mörk í gær. I fréttatilkynningu segir að Vatnsveita Reykjavíkur sé fyrsta og eina borgarfyr- irtækið með vottað gæða- kerfi og eina vatnsveitan á Norðurlöndum með vottun samkvæmt ISO 9001-staðl- inum. Þá segir að vatnið í Gvendarbrunnum hafi á sín- um tíma verið vígt af Guð- mundi hinum góða og því sé það nú bæði vígt og vottað. Vatnsveitan réðst í upp- byggingu á gæðakerfi sam- kvæmt ISO 9001-staðlinum til að tryggja viðskiptavin- um góða þjónustu og til þess að skerpa á skipulagi og verkferlum, en stjórn- endur vilja hafa agað verk- lag t.d. á innra eftirliti, hreinlæti og þrifum. Þá var það einnig gert til að styðja við bakið á íslenskum fyrir- tækjum, sem standa í út- flutningi á matvælum, en þau geta nú vísað í vottað gæðakerfi Vatnsveitu Reykjavíkur, þaðan sem þau fá vatnið við framleiðsl- una. Brugðið á leik á Tjörninni VETUR konungur hefur minnt landsmenn á tilveru sína undanfarna daga og hefur víða verið kalt og jörðin hvít af snjó. Þessir krakkar virtust kunna að meta vetrarkuld- ann og skemmtu sér hið besta við leik á Tjörninni þegar Ijósmyndari kom auga á þau. Krakkarnir eru líka vel búnir og það því góð skemmtun að renna sér fót- skriðu á Tjörninni á björtum og sólríkum degi. Þeir eru líka ófáir sem eiga minning- ar um skautaferðir á Tjörn- ina á degi eins og þessum. Morgunblaðið/Golli Bæjarstjórn Kópavogsbæjar skipar starfshóp um framhaldsskólamál Nemendum fjölgar ört Kópavogur BÆJARSTJÓRN Kópavogs- bæjar hefur samþykkt tillögu um að skipa þriggja manna starfshóp sem mun hafa það hlutverk að fjalla um framtíð- aruppbyggingu iramhaldsskóla í Kópavogi. Enn hefúr ekki verið skipað í hópinn en lagt er til að það verði gert sem fyrst. í greinargerð með tillög- unni segir: „Á undanförnum árum hafa oft orðið umræður í bæjarstjórn Kópavogs um framhaldsskólamál. I þeim umræðum hefur komið fram að nauðsynlegt sé að ávarða um staðsetningu á nýjum framhaldsskóla í Kópavogi sem allra fyrst. Bæjarbúum hefur fjölgað mikið nú síðustu árin og þar með fjölgar mjög ört framhaldsskólanemendum í bænum. Mikilvægt er að bæjar- stjórn móti stefnu um það hvers konar skóla hún vill sjá í bæjarfélaginu og kanni möguleika á heppilegri stað- setningu skólans. Nú liggja fyrir óskir um viðbyggingu við MK en efa- semdir hafa komið fram um réttmæti þess að auka enn við nemendafjölda þess skóla og á það bent að bílastæða- og um- ferðarvandamál við skólann eru ærin nú þegar. Með stofnun þessa starfs- hóps má yfirfara þesi mál og gera tillögur til yfirstjórnar menntamála og bæjarstjórnar um framtíðarstefnu í upp- byggingu framhaldsskóla í Kópavogi." Hlutverk hópsins verður m.a. að ræða við stjórnvöld menntamála um hlutverk næsta framhaldsskóla í Kópa- vogi, þ.e. hvort hann verði bóknáms- og/eða verknáms- skóli. Hópurinn mun kanna möguleika á heppilegri stað- setningu að höfðu samráði við bæjarskipulag Kópavogs og stjórnvöld og skoða valkosti varðandi húsnæðismál skól- ans, m.a. leiguhúsnæði og nýja valkosti í verktöku, samningum, fjármögnun o.s.frv. Nýr barna- skóli við Lækjar- hlíð Mosfellsbær UNNIÐ er að hönnun og undirbúningi nýs barna- skóla sem rísa á við Lækj- arhlíð, vestast í Mosfells- bæ. Utboð fer fram nú í vor og er gert ráð fyrir að fyrsta hluta byggingarinn- ar verði lokið 1. september 2001. Hönnuðir skólans eni arkitektarnir Baldur O. Svavarsson og Jón Þór Þorvaldsson hjá arkitekta- stofunni títi og inni. Björn Þráinn Þórðarson, for- stöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Mosfells- bæjar, segir þessa stundina vera gert ráð fyrir að skól- inn vaxi með nemendum sinum og koma þeir fyrstu frá útbúi Varmárskóla í leikskólanum Huldubergi. Björn Þráinn segir teikningar af skólanum vera þess eðlis að breyta megi skólabyggingnnni. Hann segir þetta m.a. stafa af því að taka þurfi tillit til fólksfjölgunar / hverfinu og þá hafi enn ekki verið ákveðið hvort skólinn hýsi bara nemendur á fyrsta hluta grunnskólastigs, eða hvort þar verði einnig nemendur efra stigs. Björn Þráinn segir foreldra al- mennt hlynntari samein- ingu efra og neðra stigs og telur hann því líklegra að sú lausn verði ofan á. Ný gjald- skrá fyrir Sundlaug Kópavogs Kópavogur NÝ gjaldskrá fyrir Sundlaug Kópavogs tek- ur gildi um áramótin, en þá hækkar bamagjald úr 65 krónum í 80 krón- ur og fullorðinsgjald úr 165 krónum í 190 krón- ur. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Guðmund Harðar- son, forstöðumann Sundlaugarinnar. „Þetta þýðir að við er- um komin í sama verð og sundlaugamar í Reykjavík hafa verið með undanfarin sumur,“ sagði Guðmundur. „Helsta ástæðan fyrir þessari hækkun er auk- inn rekstrarkostnaður." Tíu miða barnakort mun hækka úr 400 í 500 krónur og fullorðinskort úr 1.300 í 1.500 krónur. Arskort hækkar úr 10 þúsund krónum í 12 þúsund krónur. Að sögn Guðmundar hækkaði bærinn gjald- skrána síðast fyrir rúm- um tveimur árum eða þann 1. ágúst árið 1997, en þá hafði hún ekki hækkað síðan 1. október 1993.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.