Morgunblaðið - 27.11.1999, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Martinj sýn-
ir á Karólínu
MARTINJ Meier opnar sýn-
ingu á Kaffi Karólínu í dag,
laugardaginn 27. nóvember, kl.
15. Hann hefur verið gestur í
Gestavinnustofu Gilfélagsins
frá því um miðjan október og
dvelur á Akureyri til 15. des-
ember næstkomandi. Hann er
34 ára gamall málari, menntað-
ur við listaháskóla á Ítalíu en
er nú búsettur í Basel í Sviss.
Verkin á sýningunni eru
unnin með kolum og akríllitum
á striga. Þau eru af bátum, en
bátar Martinjs eru saman-
dregnir og standa sem tákn um
báta og skilja þannig eftir há-
mark rýmis til túlkunar að því
er segir í frétt um sýninguna.
Einnig verður á sýningunni
eitt verk sem Martinj hefur
unnið í samstarfi við annan
málara, Heike Muller. Sendi
hann teikningu til Sviss með
myndsendi en þar málaði
Heike ofan í teikninguna og
sendi til baka til íslands með
pósti.
Sýningin stendur til 10. des-
ember næstkomandi.
Morgunblaðið/Kristján
Flóttafólk frá Kosovo
á Dalvík
Þrír ungir
menn
komu í gær
TEKIÐ var á móti þremur ung-
um mönnum frá Kosovo á
Akureyrarílugvelli í gær, en
þeir munu setjast að hjá fjöl-
skyldum sínum sem voru í hópi
flóttafólks sem kom til Dalvíkur
síðasta vor.
Tveir þeirra eru 19 ára gaml-
ir og einn 24 ára. Annar yngri
mannanna á móður og fjögur
systkin á Dalvík en hinir, sem
eru bræður, eiga einnig ætt-
ingja þar.
Aður en tekið var á móti
ungu mönnunum settist flótta-
fólkið niður í húsakynnum
Byggðastofnunar á Akureyri og
ræddi við samlanda sína syðra
með aðstoð fjarfundabúnaðar
og var myndin tekin við það
tækifæri.
Fulltrúar eyfirskra fyrirtækja í heimsókn til Færeyja
_
Arangursrík markaðs-
og kynningarferð
FULLTRÚAR 12 eyfirskra fyrir-
tækja tóku þátt í fimm daga mark-
aðs- og kynningarferð til Færeyja á
dögunum. Atvinnuþróunarfélag
Eyjafjarðar stóð fyrir heimsókninni
í samstarfi við Útflutningsráð Is-
lands og Menningarstovuna í
Færeyjum.
Samkvæmt upplýsingum frá At-
vinnuþróunarfélaginu er ljóst að fel-
stir þátttakendanna í verkefninu
hyggja á frekara markaðsstarf í
Færeyjum á næstu mánuðum og
munu fýrirtækin njóta liðsinnis áð-
urnefndra aðila til þess. Áhugi á
Færeyjamarkaði er þó ekki ein-
skorðaður við þau 12 fyrirtæki sem
sendu fulltrúa til Færeyja. Nokkur
önnur fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæð-
inu hafa lýst yfir áhuga á að slást í
hópinn og njóta þeirrar aðstoðar
sem veitt verður í markaðsmálum.
Sýning í apríl á næsta ári
Bjami Þórólfsson forstöðumaður
nýsköpunar- og markaðssviðs At-
vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar
sagði að fram hafi komið mikill
áhugi hjá Færeyingum á því sem ís-
lensku fyrirtækin hafi að bjóða í
vörum og þjónustu. Þann áhuga eigi
að nýta í fi’amhaldinu en árangri
verði ekki náð nema með skipulegri
og markvissri vinnu. Bjami telur
engan vafa leika á að ferðin hafi
verið árangursrík en ljóst sé að eft-
irfylgnin sé afar mikilvæg.
A næstu dögum verður kannaður
Slökkvilið Akureyrar kallað að íbúðarhúsi
Litlu munaði
að illa færi
LITLU mátti muna að illa færi þeg-
ar eldur varð laus í íbúðarhúsi við
Norðurgötu um kl. 10.40 í gær-
morgun. Slökkvilið Akureyrar var
kallað á staðinn og sagði Sigurður
L. Sigurðsson varðstjóri að engu
hefði mátt muna, því þá var farið að
loga í innréttingu í eldhúsi íbúðar-
innar og náði hann upp í loft. Húsið
er úr steinsteypu en allt klætt að
innan með timbri og í því mikill
eldsmatur.
Reykkafarar fóra inn í húsið þar
sem ekki var vitað hvort fólk væri
innandyra en svo reyndist ekki
vera. Greiðlega gekk að slökkva
eldinn og þegar því var lokið var
hafist handa um reyklosun.
*
Bogi Pétursson hættir á sumarheimilinu Asljörn eftir 53 ára starf
Þakklátur Guði
og monnum
BOGI Pétursson sem verið hefur
forstöðumaður á sumarheimilinu
Ástjörn hefur ákveðið að láta af
starfínu, en hann hefur verið for-
stöðumaður í 40 ár og unnið á
heimilinu í alls 53 ár.
„Þetta hefur verið yndislegur
tími og hann hefur gefíð mér
mikið. Ég hef fengið tækifæri til
að starfa með börnum, en þau
skipta örugglega þúsundum
börnin sem dvalið hafa á Ástjörn
þessa rúmu hálfu öld sem ég hef
unnið þar og ég vona að þeim
haií líkað vel og ég hafí getað
gefíð þeim eitthvað til baka, því
þau hafa gefíð mér svo mikið,“
sagði Bogi.
Bogi sagðist þakklátur þeirri
velvild sem hann hefði hvarvetna
fundið vegna starfsins við Ás-
tjörn, margir hafí fært heimilinu
gjafír, fé eða lagt fram vinnu til
uppbyggingar þar. „Það er sama
Akureyrarbær
auglýsir
Um skil á raflagnateikningum
Frá 1. janúar nk. skulu húsbyggjendur á Akureyri
skila raflagnateikningum af leyfisskyldum hús-
byggingum, sbr. byggingarreglugerð. Teikning-
um skal skila í Upplýsingaanddyri á bæjarskrif-
stofum Akureyrar á Geislagötu 9.
Skilafrestur teikninga af raflögnum, sem skal
koma fyrir í steinsteypu, er eigi síðar en 14 dög-
um áður en undirstöður eru steyptar. Heildar raf-
lagnateikningum skal skila áður en bygging er
tekin út sem fokheld.
Byggingafulltrúi Akurewar
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Bogi Pétursson á Ástjörn sumarið 1996 þeg-
ar haldið var upp á 50 ára afmæli sumar-
heimilisins, en Bogi hefur nú ákveðið að
hætta störfum sem forstöðumaður heimilis-
ins þar sem hann hefur starfað frá upphafi.
hvert ég hef leitað aðstoðar, allir
hafa verið boðnir og búnir að
rétta fram hjálparhönd," sagði
hann.
Fann konuna
á Ástjörn
Bogi sagðist þakklátur Guði og
mönnum fyrir þann tíma sem
hann hefði verið á Ásljörn, en sín
mesta hamingja hefði verið að
fínna eiginkonuna, Margréti
Magnúsdóttur, þar, en hún starf-
aði á Ástjörn um það leyti sem
Bogi hóf þar störf. Hún vann þar
við hlið hans öll sumur á meðan
heilsan leyfði. Þá sagði Bogi að
systkin sín, en þau voru 15 systk-
inin, hefðu einnig lagt fram
vinnu sína og m.a. hefði María
systir hans sem nú er látin verið
þar ráðskona i rúman áratug.
Við starfi Boga taka bræðumir
Árni og Magnús
Hilmarssynir á Akur-
eyri og sagði hann
heimilið í góðum
höndum hjá þeim.
„Við höfúm gert heið-
ursmannasamkomu-
lag um að ég fái að
halda herberginu
mínu á Ástjörn eins
lengi og mér sýnist
og ég mun heimsækja
Astirninga þegar ég
hef tök á. Mig langar
að hitta börnin áfram,
þau eru mitt Iíf og
yndi,“ sagði Bogi og
benti á að best færi
við uppeldi þeirra að
sýna ákveðni en jafn-
framt kærleika.
„Ég hef reynt að
kenna börnunum svo-
lítið um Guð og ég
vona að það hafi orð-
ið þeim til góðs úti í
lifínu, því vissulega er það margt
misjafnt sem mætir manni þar,“
sagði Bogi. „Ég hef fengið mörg
bréf frá börnum sem hafa verið á
Ástjörn og þau ylja mi'nu gamla
hjartahrói mjög.“
Næstbesti mandólín-
leikari í heimi
Bogi sagðist hafa hægt um sig,
heilsan væri ekki alltaf sem best,
en hann heldur þó áfram að
gleðja samborgara sína, því hann
fer reglulega í heimsóknir á
dvalarheimili aldraðra í bænum
og leikur á mandólín fyrir fólkið.
„Eg er kannski ekki besti mand-
ólfnleikari í heimi, en segist vera
sá næstbesti. Ég hef afskaplega
gaman af þessu og finn að áheyr-
endurnir hafa það líka svo ég
held áfram á meðan ég get,“
sagði Bogi.
áhugi fyrirtækja á að sameinast um
markaðsfræðinga í Færeyjum sem
taki að sér áframhaldandi kynning-
arstarf í kjölfar heimsóknarinnar.
Föst laun markaðsfræðinganna
greiðir Útflutningsráð Islands en
ráðið kemur einnig að undirbúningi
sýningarinnar TorRek 2000, sem
haldin verður í apríl á næsta ári og
er einnig ætlunin að kanna áhuga
eyfirsku fyrirtækjanna á þátttöku í
sýningunni.
Fyrirtækin sem þátt tóku í
Færeyjaheimsókninni era; Akopla-
stos, Ásprent, Endurvinnslan, GÍófi,
Efnaverksmiðjan Sjöfn, Laxá, MT-
bflar, Sandblástur og málmhúðun,
Slippstöðin, Sportferðir, Teikn á
lofti og Sæstál.
Morgunblaðið/Kristján
Jón Knudsen varðstjóri reyk-
ræstir eldhúsið, en fyrir aftan
má sjá í sótsvarta innréttinguna.
Tfldrög vora þau að íbúi hafði
verið að steikja soðbrauð, en bragð-
ið sér frá um stund og gleymt að
slökkva undir feitinni í pottinum.
Töluvert tjón varð af völdum elds
og reyks en engar vatnsskemmdir.
Kirkjustarf
AKUREYRARKIRKJA: Fjöl-
skylduguðsþjónusta í kirkj-
unni kl. 11 á morgun, fyrsta
sunnudag í aðventu. Strengja-
sveit úr Tónlistarskólanum á
Akureyri leikur. Hlaðborð í
Safnaðarheimilinu eftir guðs-
þjónustu þar sem hver leggur
sitt til á borðið. Drykkir í boði
safnaðarins. Fundur í Æsku-
lýðsfélagi Akureyrarkirkju kl.
17 í kapellu. Biblíulestur í
Safnaðarheimfli kl. 20 á mánu-
dag í umsjá sr. Guðmundar
Guðmundssonar. Morgunsöng-
ur í Akureyrarkirkju kl. 9 á
þriðjudagsmorgun.
Mömmumorgunn í Safnaðar-
heimili kl. 10 til 12 á miðviku-
dag, jólaföndur.
GLE RÁRKIRK JA: Fjöl-
skylduguðsþjónusta verður í
kirkjunni á morgun, fyrsta
sunnudag í aðventu, og hefst
hún kl. 11, fyrsta aðventuljósið
verður tendrað, barnakór
kirkjunnar syngur undir
stjórn Björns Þórarinssonar.
Foreldrar, afar og ömmur eru
hvött til að fylgja bömunum.
Kyrrðar- og tilbeiðslustund
verður í kirkjunni kl. 18.10 á
þriðjudag. Hádegissamvera
frá kl. 12 tfl 13 á miðvikudag,
orgelleikur, fyrirbænir, altar-
issakramenti og léttur máls-
verður í safnaðarsal á vægu
verði. Opið hús fyrir mæður og
böm alla fimmtudaga frá kl. 10
tfl 12.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Sunnudagaskóli kl. 11 á morg-
un, bænastund kl. 16.30, al-
menn samkoma kl. 17 og ung-
lingasamkoma kl. 20. Heimfla-
samband kl. 20 á mánudag,
hjálparflokkur fyrir konur á
miðvikudagskvöld kl. 20.
Krakkaklúbbur fyrir 6-10 ára
börn kl. 17.30 á fimmtudag og
ellefu plús mínus fyrir 11 til 12
ára böm á fóstudag kl. 17.30.
Flóamarkaður á föstudag frá
kl. 10 tfl 18.
HRÍSEYJARPRESTAKALL:
Sunnudagaskóli kl. 11 á morg-
un í Hríseyjarkirkju. Aðventu-
kvöld verður í kirkjunni kl. 20
um kvöldið. Sunnudagaskóli
verður á Stærri-Árskógssandi
kl. 11 á morgun, sunnudag, og
barnakórsæfing verður kl.
11.50.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Messa í dag, laugardag, kl. 18
og á morgun, sunnudag, kl. 11
í kirkjunni við Eyrarlandsveg
26.
SJÓNARHÆÐ: Sunnudaga-
skóli í Lundarskóla kl. 13.30 á
morgun, sunnudag, og almenn
samkoma á Sjónarhæð kl. 17.
Bamafundur verður kl. 18 á
mánudag, allir krakkar vel-
komnir, sérstaklega Ástirning-
ar.