Morgunblaðið - 27.11.1999, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.11.1999, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 27 ÚRVERINU NEAFC skerðir úthafskarfakvóta Islands á Reykjaneshrygg um 11 þúsund tonn Tekjutap Islendinga um 1 milljarður króna Úthafskarfi: Kvóti og afli 1998 til 2000 Kvótinn 1998 og 1999 tonn Afli 1998 tonn Nýting kvótans Afli 1999 tonn Nýting kvótans Kvótinn 2000 tonn Hlutfall ÍSLAND 45.000 45.024 100,1% 43.094 95,8% 34.159 28,5% Grænland/Færeyjar 40.000 9.120 22,8% 8.566 21,4% 30.573 25,5% Rússland 36.000 25.787 71,6% 13.796 38,9% 30.573 25,5% ESB 23.000 15.234 66,2% 17.839 77,6% 17.580 14,7% Noregur 6.000 758 12,6% 4.171 69,5% 4.586 3,8% Pólland 1.000 0 0,0% 0 0,0% 1.000 0,8% Aðrir 2.000 683 34,2% 0 0,0% 1.529 1,3% SAMTALS 153.000 96.606 63,1% 87.466 57,2% 120.000 100,0% KARFAKVÓTI íslendinga á Reykjaneshrygg skerðist um 11.000 tonn samkvæmt ákvörðun um heild- arkvóta sem tekin var á fundi Norð- ur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnai- (NEAFC) sem lauk í London í fyrrakvöld. Islendingar mótmæltu ákvörðuninni harðlega, enda gangi hún gegn niðurstöðum vísindarann- sókna á svæðinu. Ætla má að tekju- tap íslendinga vegna kvótaskerð- ingarinnar nemi um 1 milljarði ki’óna. NEAFC hefur stjómað karfa- veiðum á Reykjaneshrygg undan- farin þrjú ár og var heildarkvóti þessa árs 153.000 tonn. Þar af var hlutur Islands mestur eða 45.000 tonn sem eru 29,4% af heildarkvóta ársins. Island er eina þjóðin sem nýtir karfakvóta sinn á Reykjanes- hrvgg til fulls en á þessu ári hafa að- eins verið veidd 57,2% af heilarkvóta allra þjóðanna. A fundinum var m.a. kynnt ráð- gjöf ICES, Alþjóðahafrannsóknai-- áðsins, um stjómun veiða á úthaf; skarfa á Reykjaneshrygg. I ráðgjöfinni fólst að haga ætti stjórn veiðanna með þeim hætti að tekið væri tillit til þess að á svæðinu væra í raun tveir karfastofnai-. Var gert ráð fyrir að veiðar úr þeim skyldu takmarkaðar við 60 þúsund tonn úr hinum hefðbundna úthafskai’fa- stofni og 25 þúsund tonn úr djúpk- arfastofninum, sem úthafskarfa- veiðar Islands hafa að mestu leyti beinst að undanfarin ár. Island, Grænland og Færeyjar lögðu á fundinum fram tillögu um stjórn veiða er byggðist á þessari ráðgjöf en tillagan hlaut ekki stuðning ann- ama aðildarríkja NEAFC. Þess í stað kom fram tillaga um einn heild- arkvóta úr báðum stofnum upp á 120 þúsund tonn, en það þýðir um 40% meiri veiði en vísindaráðgjöfin hljóð- ar um. Var tillaga þessi samþykkt á fundinum gegn andmælum íslands, sem taldi ófært að fallast á tillöguna þar sem hún gengi þvert á tillögur Alþjóðahafrannsóknaráðsins um ábyrgar veiðar úr úthafskarfastofn- unum. Island lét bóka mótmæli sín við samþykktinni. Samkvæmt sam- þykktinni ætla aðrar þjóðir en Isl- and sér samtals 85.841 tonna karfa- kvóta á Reykjaneshrygg á næsta ári. Heildarhlutur Islands er ekki tilgreindur sérstaklega í tillögunni en miðað við þann kvóta sem aðar þjóðir ætla sér er Islendingum ætl- aðui- 34.159 tonna kvóti á svæðinu. Það er um 11 þúsund tonnum minna en kvóti Islendinga á yfirstandandi ári. Afli Islendinga á þessu ári varð rúm 43.000 tonn og má áætla að verðmæti aflans hafi numið tæpum 3,8 milljörðum króna miðað við að um 90 krónur fáist fyrir kOóið af karfa upp úr sjó. Ut frá því má áætla að tekjutap Islendinga vegna niður- skurðarins sé um 1 milljarður króna. Skerðingin bitnar aðeins á íslendingum Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, átti sæti í sendinefnd Islands á fundinum í London. Hann segir ákvörðunina ganga gegn hagsmunum aðalstran- dríkis samtakanna, Islands. Skerð- ing á heildarkvóta úr 153.000 tonn- um í 120.000 komi ekki niður á neinum nema Islendingum því þeir hafi einir þjóða nýtt kvóta sinn á Reykjaneshrygg. „Þessi niðurstaða breytir því engu um veiði annarra þjóða sé miðað við tvö síðustu ár. Okkur finnst því fráleitt að þessar þjóðir samþykki með hvaða hætti hvernig þessir stofnar séu nýttir án samráðs við íslendinga sem eiga mestra hagmuna að gæta. Það er ekkert tillit tekið til þeirra vísinda- legu ráðgjafar sem lögð var fyrir fundinn, það er að veiðunum verði stjómað með hliðsjón af þvi að um tvo stofna sé að ræða. Það þykir fullsannað með erfðarannsóknum sem íslenskir aðilar hafa staðið að með aðstoð erlendra aðila. Það er ót- ækt að verið sé að veiða úr tveimur stofnum eins og um einn stofn sé að ræða. A þetta var hinsvegar ekki fallist og aðildarþjóðimar komu sér saman um þess niðurstöðu sem er að okkar mati mjög óábyrg í þessu samhengi." Kristján bendir á að hendur Is- lendinga séu ekki bundnar þessari ákvörðun. Þeir eigi mótmælarétt og einnig rétt til að ákvarða hvað þeir veiða innan eigin lögsögu. „Við höf- um haft hólf innan okkar lögsögu þar sem aflinn hefur talist til úthaf- skarfa. Þar hafa veiðst 30-40.000 þúsund tonn af heilarafla okkar á Reykjaneshrygg undanfarin ár. Is- lensk stjómvöld gætu því bætt þá minnkun sem verður með þessari ákvörðun NEAFC með því að auka kvótann innan íslensku lögsögunn- ar,“ segir Kristján. Samheiji hf. á Akureyri hafði um 6.000 tonna karfakvóta á Reykjan- eshrygg á þessu ári en dótturfélög Samherja í Þýskalandi, MHF og DFFU, hafa einnig gert út skipa á þessi mið. Þorsteinn Már Baldvins- son, forstjóri Samherja hf., segir ljóst að kvótasamdráttur á Reykjan- eshrygg þýði samdrátt fyrir Sam- herja en breyti engu fyrir skip þýsku félaganna. Hann segir miður að NEAFC hafi ekki tekið tillit til tillögu fiskifræðinga. Hann bendir hinsvegar á að tillögur um heilda- rafla hafi reyndar verið taldar byggðar á gallaðri stofnmælingu. Ákvörðun um stjórn kolmunnaveida frestað Á fundinum í London var auk þess fjallað um stjórn veiða á makrfl, kolmunna og norsk-íslenskri sfld. Aðeins náðist á fundinum samhljóða samkomulag um stjóm veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum. Þá ákváðu samningsaðilar að halda aukafund á fymhluta næsta árs til að fjalla um stjórnun kolmunna- veiða. Þá var einnig samþykkt tillaga um stjóm veiða á makrfl sem ísland og Rússland mótmæltu. Byggjast mótmæli Islands á því að ekki er í samkomulaginu tekið tillit til stöðu Islands sem strandiíkis. msa skafmicli sem endis tiljóla Jóladagatal Happaþrennunnar. Vinningur á ödru hverju dagatali. i»ad eru spennandi moixrnar fromundon!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.