Morgunblaðið - 27.11.1999, Side 28
28 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Júgóslavar segjast hafa handtekið hóp hryðjuverkamanna
„Franskt samsæri“ um
að myrða Milosevic
Eru sakaðir um þjóðernishreinsanir í
Kosovo, fjöldamorðin í Srebrenica og
jafnvel banatilræðið við Draskovic
Reuters
Einn fímmmenninganna í Júgóslavíu, sem voru handteknir fyrir að hafa
lagt á ráðin um að myrða Slobodan Milosevic forseta.
Belgrad, París. Reuters, AP, AFP.
STJÓRNVÖLD í Júgóslavíu sögðu
í fyrradag, að þau hefðu handtekið
hóp „hryðjuverkamanna" á snærum
frönsku leyniþjónustunnar og hefði
hann verið búinn að leggja á ráðin
um myrða Slobodan Milosevic, for-
seta Júgóslavíu. Franska stjórnin
vísaði þessum ásökunum á bug í
gær og sagði þær hreinan tilbúning.
Goran Matic, upplýsingaráðherra
Júgóslavíu, sagði í gær, að menn-
irnir, fimm að tölu, hefðu verið
handteknir í síðustu viku. Væru
þeir félagar í samtökum, sem köll-
uðust Kóngulóin, og tækju við fyrir-
skipunum frá París.
Sakaðir um helstu glæpaverk-
in á Balkanskaga síðustu árin
Matic sagði, að mennimir hefðu
ætlað að beita ýmsum aðferðum við
að ráða Milosevic af dögum. Meðal
annars að skjóta hann úr launsátri,
að koma sprengiefni fyrir í bíl við
veg, sem hann færi um, og einnig,
að 10 þrautþjálfaðir menn ryddust
inn á heimili hans. Sagði Matic, að
franska leyniþjónustan hefði verið
umsvifamikil í ríkjunum, sem áður
tilheyrðu gömlu Júgóslavíu, og
meðal annars átt þátt í að drepa
„óæskilega menn“.
Að því er Matic sagði var til-
gangur Frakka sá að valda glundr-
oða í landinu með því að koma á fót
vopnuðum sveitum glæpamanna.
Sakaði hann þá einnig um að hafa
staðið að baki þjóðernishreinsunum
og öðrum glæpum. Nú væri ljósara
en áður hvaða þátt Frakkar hefðu
átt í upplausn gamla sambandsrík-
isins.
Franska stjórnin neitaði því í
gær, að hún hefði átt nokkurn þátt í
áætlunum um að myrða Milosevic
og sagði, að ásakanirnar væru til-
hæfulausar.
Matic sagði, að í Kosovostríðinu
hefðu mennirnir komið sér fyrir í
júgóslavneska hernum í héraðinu
þar sem þeir hefðu rænt og ruplað
og drepið fólk af albönskum ættum.
Væri nú verið að rannsaka þessi
morð. Það voru einmitt fjöldamorð
á óbreyttum borgurum, sem voru
ein meginástæðan fyrir árásum
NATO-ríkjanna á júgóslavneska
herinn í Kosovo.
Viðurkenndi 50 morð?
Matic sagði, að leiðtogi hópsins
héti Jugoslav Petrusic og hefði
hann júgóslavnesk og frönsk borg-
ararréttindi. Hefði hann starfað
fyrir frönsku leyniþjónustuna í 10
ár, áður í Bosníu en að undanförnu í
Júgóslavíu. Sagði hann, að Petrusic
hefði viðurkennt að hafa drepið um
50 manns fyrir frönsku leyniþjón-
ustuna og Matic sakaði hann einnig
um að hafa átt þátt í fjöldamorðum
á múslimum í Srebrenica í Bosníu
1995.
„Flokki hans var stjórnað af
frönsku leyniþjónustunni en ekki af
ráðamönnum í Serbneska lýðveld-
inu," sagði Matic. Kvað hann
frönsku leyniþjónustuna hafa samið
um það við mennina, að þeir yrðu
ekki dregnir fyrir stríðsglæpadóm-
stólinn í Haag svo lengi sem þeir
störfuðu fyrir hana.
Matic sagði, að einn mannanna
væri sérfræðingur í banatilræðum
þar sem vopnið væri vörubifreið
hlaðin sandi. Það minnir á tilræðið
við Vuk Draskovic, leiðtoga
Serbnesku endurnýjunarhreyfing-
arinnar, í október sl. Hann slapp lif-
andi en fjórir félagar hans biðu
bana. Síðar kom í ljós, að bíllinn var
í eigu serbnesku leyniþjónustunnar.
Jólaann-
irnar
hafnar
HÓPUR jólasveina geng-
ur yfir Fimmta breið-
stræti á Manhattan í New
York-borg í gær, á síð-
asta fostudeginum í
nóvember.
Hefð er fyrir því í
Bandaríkjunum að undir-
búningur jólanna hefjist
þennan dag og hefur
þetta lengi verið mesti
verslunardagur ársins í
landinu.
Jólasveinarnir hringja
þá bjöllum á götuhomum
Manhattan og safna fé
handa fátækum.
1 > rj ví'jk¥• i * f jj Sllpj
Xr f i 1 ‘HesSafthlW
Reuters
Ohófleg
kaffí-
drykkja
eykur líkur
á fósturláti
AP.
NIÐURSTÖÐUR nýrrar
rannsóknar benda til þess að
óhófleg kaffidrykkja móður
á meðgöngu auki likurnar á
fósturláti. Hins vegar virðist
hófleg kaffineysla ekki hafa
skaðleg áhrif á fóstur.
Rannsóknin var gerð af
læknum sem starfa við Nat-
ional Institute of Child
Health and Human Develop-
ement og við Utah-háskóla í
Bandarfkjunum, og eru nið-
urstöður hennar birtar í nýj-
asta hefti læknisfræðitíma-
ritsins New England Journal
of Medicine.
Niðurstöðurnar gefa til
kynna að hætta á fósturláti
aukist ekki hjá þeim konum
sem drekka allt að tvo kaffi-
bolla á dag, en að hættan
tvöfaldist hjá konum sem
drekka sex eða fleiri bolla.
Vísindamennirnir rannsök-
uðu geymd blóðsýni úr þús-
undum kvenna sem urðu
þungaðar á árunum 1959-
1966, en á þeim tfma náði
kaffineysla í Bandarfkjunum
hámarki. Mældu þeir magn
paraxantfns í blóðinu, en það
er efni sem verður til við
það að lifrin brýtur niður
koffein. í ljós kom að magn
paraxantíns var að jafnaði
30% hærra í blóði þeirra
kvenna sem urðu fyrir fóst-
urláti.
Niðurstöður rannsókna á
áhrifum koffeins á fóstur
hafa hingað til verið misvís-
andi, en barnshafandi kon-
um er þó yfirleitt ráðlagt að
minnka kaffidrykkju.
Nokkrar rannsóknir hafa
bent til þess að það sé jafn-
vel skaðlegt fyrir fóstur að
móðir drekki einn til tvo
kaffibolla á dag, aðrar rann-
sóknir sýna aðeins aukna
hættu hjá konum sem þjást
af morgunógleði, og í enn
öðrum fundust engin tengsl
milli kaffidrykkju og fóstur-
láts.
Dr. Mark Klebanoff, einn
bandarfsku læknanna sem
stóðu að nýju rannsókninni,
telur að í sumum eldri rann-
sóknum hafi úrtakið verið of
Iftið til að leiða til gildrar
niðurstöðu.
Gaullistaflokkur Chiracs Frakklandsforseta
Kona líklega kos-
in formaður RPR
Flokksráðsfundur UUP1 dag
Stefnir í tvísýna at-
kvæðagreiðslu
860 MANNA ráð stærsta flokks
sambandssinna á Norður-írlandi,
UUP, kemur saman í Belfast í dag
til að ákveða hvort flokkurinn eigi að
mynda heimastjórn með Sinn Fein,
stjómmálaflokki Irska lýðveldis-
hersins (IRA). Atkvæðagreiðsla
flokksráðsins gæti ráðið úrslitum
um hvort hægt verði að bjarga frið-
arsamningi norður-írsku flokkanna
frá síðasta ári sem kveður á um að
írski lýðveldisherinn afvopnist eftir
að heimastjórnin verður mynduð.
Ef marka má könnun, sem birt
var í breska dagblaðinu The Daily
Telegraph í gær, getur brugðið til
beggja vona. 50% flokksráðsmann-
anna sögðust hlynntir því að friðar-
samningnum yrði komið í fram-
kvæmd og jafnmargir voru andvígir
því.
David Trimble, leiðtogi UUP,
hyggst reyna að fá flokksráðið til að
falla frá þeirri stefnu flokksins að
mynda ekki heimastjórn með Sinn
Fein fyrr en IRA hefji afvopnunina.
Samkvæmt málamiðlunarsamkomu-
lagi, sem náðist eftir tíu vikna við-
ræður til að bjarga friðarsamningn-
um, á IRA að tilnefna fulltrúa í
nefnd undir stjórn kanadíska hers-
höfðingjans Johns De Chasteleins
sem á að hefja samningaviðræður
um afvopnun IRA um leið og heima-
stjórnin verður mynduð.
Margir félagar í UUP eru efins
um að írski lýðveldisherinn láti
vopn sín af hendi en Trimble reyndi
í gær að sefa efasemdarmennina og
sagði að heimastjórnin yrði leyst
upp ef herinn stæði ekki við loforð
sín.
Pólitísk framtíð
Trimbles í veði
Verði samkomulagið samþykkt í
atkvæðagreiðslunni í dag verður
mynduð heimastjórn undir forsæti
Trimbles á fimmtudaginn kemur.
Hafni flokksráðið samkomulaginu
er nánast útséð um að friðarsamn-
ingurinn komist í framkvæmd, auk
þess sem líklegt er að Trimble neyð-
ist til að segja af sér.
París. AFP, The Daily Telegpraph.
LÍKLEGT er að kona verði í fyrsta
sinn kjörin formaður Gaullistaf-
lokks Chaqcues Chiracs Frakk-
landsforseta, RPR, í annarri um-
ferð formannskjörsins í næstu viku.
Michéle Ailiot-Marie varð í öðru
sæti í fyrstu umferð, en hún mun nú
njóta fulltingis hinna frambjóðend-
anna í slagnum gegn Jean-Paul
Delevoye, sem varð í fyrsta sæti í
fyrri umferðinni og nýtur stuðnings
Chiracs.
Nær öruggt er talið að AJliot-
Marie fari með sigur af hólmi, en
það yrði álitið mikið áfall fyrir Chir-
ac. Forsetinn hefur raunar verið
tregur til að koma opinberlega
fram til stuðnings Delevoye eftir að
úrslit fyrri umferðarinnar lágu fyr-
ir, en frönsk dagblöð segja að kosn-
ingavél Chiracs sé ennþánotuð
óspart í þágu hans.
Stjórnmálaskýrendur telja að
Alliot-Marie gæti hleypt nýju blóði
í RPR, en flokkurinn er sundraður
og hefur tapað miklu fylgi á síðustu
árum. Hún gegndi embætti æsku-
og íþróttamálaráðherra á árunum
1993-95 og hefur komist til metorða
í franska embættismannakerfinu.
Jean-Paul Delevoye er hins vegar
lítt þekktur, en hann er bæjarstjóri
í Bapaume í norðurhluta Frakk-
lands.
Nái AIliot-Marie kjöri, verður
hún fyrsta konan til að gegna for-
mannsembætti í einum af stóru
stjómmálaflokkunum í Frakklandi.