Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 31 LISTIR Stórbrotin synd, mikil fyrirgefning Morgunblaðið/Kristinn Leikstjórinn Hrafn Gunnlaugsson og framleiðandinn Friðrik Þór Friðriksson við frumsýningu Myrkrahöfðingjans í gærkvöldi. KVIKMYIVDIR lláskólabíti MYRKRAHÖFÐINGINN ★ ★★ Leikendur: Hilmir Snær Guðnason, Sara Dögg Asgeirsdóttir, Hallgrímur H. Helgason, Alexandra Rapaport, Guðrún Kristín Magn- úsdóttir, Gunnar Jónsson, Sveinn M. Eiðssoii, Atli Rafn Sigurðsson, Jón Sigurbjörnsson, Jón Tryggvason, Benedikt Árnason, Kjartan Gunnarsson, Emil Gunnar Guðmundsson, Höskuldur Skagíjörð, Sveinn M. Eiðsson, Marta Hauksdóttir, Guðmundur Bogason, Kristján Jónsson. Leikstjóri: Hrafn Gunnlaugsson. Framleiðandi: Friðrik Þór Friðriksson. Kvikmyndahandrit: Bo Jonsson, Hrafn Gunn- laugsson og Þórarinn Eldjárn. Kvikmyndatökumaður: Ari Kristinsson. Listræn ráðgjöf: Odd Nerdrum. Framleiðslustjórn: Ari Kristinsson. Framkvæmdastjóri: Hrönn Kristinsdóttir. Höfundur tónlistar: Hrafn Gunnlaugsson. Utsetning og hljómsveitarstjórn: Olafur Gaukur. Hljóðhönnun: Kjartan Kjartansson. Klipping: Hrafn Gunnlaugsson. Heildarútlit Ieikmyndar: Hrafn Gunnlaugsson. Altaristöflur og teikningar: Odd Nerdrum, Natalie Holland og Per Lundgren. Búningahönnuður: Ólafur Egijl Ölafsson. Förðun og hár: Christina Öhlund. LOKSINS, loksins, voru orðin sem hljóm- uðu í huganum að lokinni frumsýningu á kvikmyndinni Myrkrahöfðingjanum í gær- kvöldi. Stórbrotin kvikmynd, sjónrænt þrek- virki; myndhugsun kvikmyndahöfundarins Hrafns Gunnlaugssonar hefur loksins fundið sér þann farveg sem hún hefur leitað í með misjöfnum árangri undanfarna tvo áratugi eða svo. Ef einhvern tíma á við að nota orðið höf- undur um þá hugsun er að baki býr einni kvikmynd þá er það hér; Hrafn Gunnlaugs- son virðist eiga stærstan hlut á flestum list- rænum póstum myndarinnar og hefur sjálfur sagt í viðtölum að efni myndarinnar hafí hann gengið með og brætt með sér í ríflega 30 ár. Píslarsaga Jóns Magnússonar er innblást- urinn og söguþráður myndarinnar víkur ekki langt frá þeirri atburðarás sem Píslarsagan lýsir en forsendur eru allt aðrar; byggðar á innsæi Hrafns sjálfs í þá myrku kima mann- sálarinnar sem sefjun og trúarofstæki í bland við ófullnægða kynhvöt geta lýst upp. Jón Magnússon kvikmyndarinnar er ung- ur og ofstækisfullur prestur, í honum logar trúin og brennur upp í bland við bullandi kynhvöt sem hvergi fær útrás og verður til þess að hann túlkar löngun sína til stúlkunn- ar Þuríðar sem klæki djöfulsins. Honum er í upphafi gert að taka við brauði á Vestfjörðum og fylgir sá böggull skammrifi að hann verður að kvænast prestsekkjunni, kominni vel á miðjan aldur, kvenmanni sem honum býður við að sænga hjá. Vinnukonan Þuríður vekur hins vegar löngun hans en hún er heitin Sveini, sjálf er hún systir Páls Páls- sonar er haldið hefur við prestsekkjuna frá því presturinn gamli dó og jafnvel lengur. Páll eldri er þekktur fyrir lækningakunnáttu sína og hefur kennt Þuríði ýmislegt í þeim efnum. Fáfróður almúginn er fljótur að telja vel heppnaða lækningu galdur og er stutt á milli guðdómsins og djöfulsins þegar barn lif- ir óvænt eða skepna deyr. Þegar Páll yngri af strákskap skrifar klámvísu til níðs um prestsfrúna í sálmabók hennar blossar ofstækið upp i séra Jóni og fær hann sínu framgengt þegar feðgarnir eru brenndir fyrir galdur að dóttur og aldraðri móðurinni ásjáandi. Séra Jón lætur þó ekki staðar numið og ætlar sér að koma Þuríði á bálið líka þar sem löngun hans til hennar hef- ur ekki minnkað en geðheilsu hans hins veg- ar hrakað. Sýslumaðurinn hefur hins vegar húmanískari afstöðu til málanna og reynir að draga úr ofsa Jóns en honum er einnig um- hugað um að fá ekki á sig galdrastimpilinn, verða ekki sakaður um að hlífa galdrakind- um, vera jafnvel genginn þeim á hönd. Hilmir Snær Guðnason sýnir enn einu sinni að hann er einn okkar besti leikari af sinni kynslóð. Hann ber myndina uppi. I upp- hafi myndarinnar er hann eins og af öðram heimi; ásjóna hans er engilfögur en allir aðrir bólugrafnir, skítugir og spilltir í útliti. Hann er hinn sanni guðsmaður, „stríðsmaður Guðs“ sem hyggur á stórvirki en þegar slær saman kynferðislegri löngun hans til Þuríð- ar, líkamlegum viðbjóði hans á ektakvinn- unni, heitri trá og brothættu geði verður hann smám saman að geðsjúkum ofstækis- manni sem beitir trúnni til að fá bældum fýsnum útrás. Hilmir sýnir þessa þróun pers- ónunnar af listrænu innsæi og giíðarlegum krafti sem ólgar undir frá upphafi til enda. Veikleiki þessarar myndar og hennar stærsta synd er hins vegar fólgin í leikaraval- inu að öðru leyti. Hrafn Gunnlaugsson hefur greinilega farið þá leið - og ekki í fyrsta skipti - að láta myndhugsun sína ráða vali leikaranna, útlit þeirra virðist skipta meira máli en leikhæfíleikarnir. Sara Dögg Ás- geirsdóttir leikur Þuríði, hún birtist sem sak- laus og falleg stúlka en skortir dramatíska dýpt og verður fyrir vikið ekki það mótvægi við persónu Jóns sem handritið virðist fylli- lega bjóða uppá. Hallgrímur H. Helgason leikur sýslumanninn og nær að sýna grunn- hugsun persónunnar en persónusköpunin er sviplítil. Eiginkonu hans leikur Alexandra Rapaport. Hún er falleg kona og nýtur sín vel í mynd en leikurinn bætir litlu við. Pál yngri leikur Jón Tryggvason og Pál eldri leikur Jón Sigurbjörnsson. Þeir eiga eftirminnileg atriði þó texti þeirra sé lítill, enda segir það ekki alla söguna. Atli Rafn Sigurðarson leikur Svein unnusta Þuríðar. Hann á fá tækifæri til leikrænna tilþrifa en skilar sínu ágætlega. Prestsfrúna leikur Guðrún Kristín Magnús- dóttir. Hún hefur útlitið í hlutverkið en leik- hæfileikunum er ábótavant. Snorra son hennar leikur Gunnar Jónsson. Hann hefur útlitið en veldur vonbrigðum sem leikari. Furðuleg ráðstöfun er það að setja Kjartan Gunnarsson í hlutverk biskupsins. Hann er ekki réttur maður á réttum stað í þessu hlut- verki. Benedikt Árnason leikur Jón aldraðan. Hann á stutta innkomu og lokaatriðið er stór- brotið. Myrkrahöfðinginn er myndrænt afrek og hvert myndskeiðið á fætur öðru er snilldar- lega samsett, litir myndarinnar og andráms- loft, hljóðmyndin: allt hjálpast þetta að við að gera myndina að stórfenglegri myndrænni frásögn þar sem fordómar, fátækt og ein- angrun eru undirstrikuð með magnaðri svið- setningu atriða. Sum atriðin eru með því áhrifameira sem sést hefur í langan tíma og þótt leitað væri útfyrir landsteinana. Ari Kristinsson á þar ekki lítinn þátt með magn- aðri kvikmyndatöku. Sífelldur kuldi, myrkur, þrengsli, skítur og líkamleg nálægð illa lykt- andi búka er sú mynd sem Hrafn dregur upp af þeim myi'ka tíma sem myndin lýsir. Hvort höfundurinn Hrafn Gunnlaugsson fyrirgefur leikstjóranum Hrafni Gunnlaugs- syni leikaravalið er önnur saga og spurning hvort myndskáldið Hrafn Gunnlaugsson verður þá ekki að ganga á milli til sætta. Hávar Sigurjónsson Mikið urval al Ijosasenum. aðventuljósum og perum í ýmsum gerðum HÚSASMIDJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Handskornu „2000" kristalsglösin komin! Útsölustaðir: Akranes Akureyri Bíldudalur Blönduós Bolungarvík Borgarnes Búðardalur Egilsstaðir Eskifjörður Grindavík Grundarfj. Hella, Húsavík Hólmavík Hveragerði Höfn ísafjörður Keflavík Kópavogur Ólafsfjörður Ólafsvík Patreksfj. Raufarhöfn Verslunin Model Kristalbúðin, Blómabúð Akureyrar Vegamót, Bæjarblómið Laufið Blómabúð Dóru Versl. Einars Stef. Raftækjav. Steins Guðm. Versl. Sjómann Blómabúð Sólveigar Verslunin María Vörufell Versl. Tamara Kf. Steingrímsfj. Blómaborg K.A.S.K. bókab. Versl. Axels Eiríks Stapafell Kristall og postulín Versl. Valberg Verslunin Vík Geirseyjarbúð Verslunin Urð Reykjavík Borð fyrir 2, Heimsljós, Antikb. Aðalstræti, Gull & Silfursm. Mj., Blómastofa Dóra Sauðárkrók. Blóma & gjafavörub. Selfoss Úrav. Karl R. Guðm. Siglufjörður Blóm & föndur Stykkishólm. Heimahomið Tálknafj. Pokahomið Vestmannae. Gullsm. Steingr. Ben Vík Klakkur Þorlákshöfn Hjá Jóhönnu Þórshöfn Verslunin Lónið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.