Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ VIKU LM LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 37 fylgdi ekki máli ykkar við kirkjugöngur. Draumurinn virðist því vera að ýta við þér að taka af skarið og opna hjarta þitt. I draumnum felst einnig viðvörun því bróðir þinn mun taka málið óstinnt upp og bregð- ast illa við. Draumur „Dulrúnar Draumlands“ Dóttir mín tvítug og vinkona hennar sem er barnshafandi voru að fara til Bandaríkj- anna og ég ákvað að fara með jDeim. Við fór- um með flugvél yfir stórt gil. A leiðinni horfðum við á mörg slys gerast. Þyrla kom svífandi og fórst í gilinu, stór krani fór á hliðina og eitthvað var meira af óhöppum og slysum. Þegar við komum til Bandaríkjanna örkuðum við strax um verslunargötur fullar af fólki. Við týndum fljótlega vinkonunni. Það var kalt. Mér fannst dóttir mín vera illa búin, berfætt í skónum og flakandi ber í hálsinn. Ég uppgötvaði að ég var með tvo trefla um hálsinn, annan þykkan ullartrefil sem ég vafði um háls og brjóst að dóttur minni. Hinn trefillinn var þunnur, gisinn og ég setti hann líka um hálsinn á henni til skrauts. Mér fannst dóttir mín vera með plastbala í annarri hendi og í honum var barn hennar. Ekkert sást í það fyrir tuskum sem voru ofan á því. Nú mættum við götubörnum sem hún þekkti vel. Foringinn var ungur piltur sem mér fannst vera henni náinn. Við fórum með börnunum inn í tóma verslun. Fyrir ofan dyrnar var ljósaskilti með rós. Við héldum áfram göngunni og vorum skyndi- lega á flótta undan hópi af svertingjum sem vildi okkur feig. Við flúðum inn í hús, þar bjó íslensk kona. Hún átti tvo syni, sá yngri var 6-7 ára, mjög skýr og spjallaði ég við hann. Þá kom sá eldri en hann var jafn lítill og hinn og virtist eitthvað þroskaheftur. Erfitt var að skilja hann og heyrðist mér hann segja Rögnvaldur en nafnið var Hrafnkell. Þá kom pabbinn askvaðandi og var mjög reiður, bólugrafinn og mjög dökk- ur yfirlitum. Hann sagði mig „agressiva" og endurtók það. Mér tókst að róa han nið- ur smátt og smátt. Nú var kominn tími til að taka upp barnið í balanum. Dóttir mín tók tauið upp sem var rennandi blautt, vatn Opinberun. Mynd/Kristján Kristjánsson var í balanum sem flaut yfir bamið sem var pínulítið sveinbarn í plastpoka sem var bundið fyrir. Ég leysti hnútinn og var barnið kalt viðkomu og virtist dáið. Ég reyndi í örvæntingu að blása lífi í það en árángurslaust, þá lokaði ég munninum á því, bar það upp að brjósti mér og brast í grát. Ráðning Draumurinn lýsir erfiðleikum en jafn- framt staðfastri trú þinni á að erfiðleikun- um megi snúa til betri vegar. Fyrri hluti draumsins sýnir þá erfiðleika sem þú hefur gengið í gegnum, táknin eru í formi slysa, flugvélar sem ferst (sálrænt) og krana sem fellur á hliðina (orkutap). Sú reynsla hefur gert þig sterkari en áður (þú hafðir tvo trefla) og víðsýnni (Bandaríkin). Ferðin er eins konar sálför gegnum þessa erfiðleika og þú virðist leita þar lausna (Bandaríkin, búðarápið og götubörnin). Seinni hlutinn er svo mynd af sjálfum erfiðleikunum (dóttir þín og barn hennar) og hvernig þú berst við þessa erfiðleika (Rögnvaldur), en þrátt fyrir góðan vilja eru þeir staðreynd. • Þeir lesendur sem vilja fá drauma sma birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingar- degi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaði Kringlunni 1 103 Reykjavík ...með lífstíðarábyrgð Útsölustaöir: Útilíf Veiðibúð Lalla Vesturröst E-vítamín eflir varnir líkamans Úheilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi Gjöf náttúrunnar til þín Betri líðan! PHYTO SOYA JURTA ÖSTROGEN AZINC Menopause Sérstök blanda bætiefna: • Þorskalýsi • Kvöldvorrósarolía • Soja lecitin • Kalk • Betakarotín • E-vítamín • Zink Green Tea Til grenningar Fæst í apótekum Alfalfa ■ Sulvía Jurta östrogen Dæmi um gæði SKREYTIIM FYRIR J@LIN Glísilegt gólfefnaúrval á frábæru verði. Jólatílboð og góð greiðslukjör ...og að sjálfsögðu teppi í tírvali. Suðurlandsbraut 26 s:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.