Morgunblaðið - 27.11.1999, Síða 39

Morgunblaðið - 27.11.1999, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ THflll LAUGARDAGUR27. NÓVEMBER 1999 39 m Meiri líkamsæfinga þörf til að bæta ekki aftur á sig eftir þyngdartap , Morgunblaðið/Jóra I sparkboxtíma er hægt að eyða vænum skammti af kaloríum. Brenna þarf tvöfalt fleiri hitaeiningum New York. Reuters. TIL þess að bæta ekki á sig aft- ur kílóunum sem maður hefur losnað við þarf að líkindum að brenna tvöfalt fleiri hitaeining- um en hingað til hefur verið mælt með til að léttast, að því er niðurstöður rannsókna benda til. I þrem nýlegum rann- sóknum hefur komið í ljós að fólk sem léttist en bætir ekki á sig aftur brennir að meðaltali 2.800 hitaeiningum á viku með líkamsæfíngum. Þetta jafngildir því að maður gangi í um eina klukkustund á dag, sagði dr. Rena Wing, við læknadeiid Brown-háskóla í Providence í Bandaríkjunum. Niðurstöður rannsóknanna voru kynntar á ársfundi banda- rískra samtaka um rannsóknir á offítu. „Við höfum vanmetið þörfina fyrir líkamsæfingar sem stunda þarf til þess að bæta ekki aftur á sig,“ sagði dr. Wing. Hingað til hefur verið mælt með því að fólk brenni þúsund hitaeiningum á viku. Þegar fólk er að reyna að léttast mæla þjálfarar yfírleitt með því að það fylgist með mataræði sínu og stundi meiri líkams- rækt. Nýlegar rannsóknir hafa aftur á móti leitt í ljós að sam- spil mataræðis og líkamsrækt- ar skilar ekki jafn góðum árangri til lengdar og breytt mataræði gerir eitt og sér. Dr. Wing segir þetta benda til þess að sumu fólki sé nauðsynlegt að stunda meiri líkainsrækt til að léttast. Ein rannsóknanna, sem dr. Wing og samstarfsmenn hennar gerðu, leiddi í ljós að fólk sem stundaði líkamsrækt í meira en 200 mínútur á viku léttist meira en fólk sem æfði í 150 mínútur eða minna á viku. Fólk í fyrr- nefnda hópnum brenndi 2.630 hitaeiningum en fólkið í hinum hópnum einungis 1.318. Wing sagði að rannsóknirnar hefðu ennfremur leitt í Ijós að fólk sem tóks að léttast og bæta ekki á sig aftur stundaði fjöl- breytta líkamsrækt, m.a. eró- bikk og lyftingar. Morgunblaðið/Kristinn Sund er tilvalið til heilsubótar. Heilsusamlegt líferni gæti komið í veg fyrir 80% hj artasj úkdóma það bil helmingi tilfella var um að ræða reykingafólk. Hóf er best í öllu Þær konur sem lifðu heilsu- samlega og var síst hætt við hjarta- sjúkdómum voru þær sem reyktu ekki, voru ekki of þungar, neyttu um það bil eins áfengs drykkjar á dag, stunduðu líkamsrækt í um það bil hálfa klukkustund á dag, og neyttu matar sem var trefjaríkur og innihélt omega 3 fitusýrur, sem eru meðal annars í fískmeti. Heilsusam- legt mataræði fól ennfremur í sér litla neyslu mettaðrar fitu og tak- markaðs magns af sykri. Þegar vísindamennii-nir höfðu tekið með i reikninginn aðra áhættuþætti hjartasjúkdóma, þ.ám. aldur, ættgengi, háan blóðþrýsting og tíðalok, reyndist heilsusamlegt líferni draga úr hættu á hjartasjúk- dómum um 82 af hundraði. Hu sagði áhrif lífernis á hjartasjúk- dóma „verulegt", og kvaðst telja líklegt að áhrifin væru jafnvel meiri en niðurstöður rannsóknarinnar bentu til. HEILSUSAMLEGT lífemi, þ.ám. fitulítið og trefjaríkt fæði, líkams- rækt og hófleg áfengisneysla, getur dregið verulega úr hættunni á hjartasjúkdómum, að því er banda- rískir vísindamenn greina frá. Um- fangsmikil rannsókn á hjúkrunar- fræðingum bendir til þess að heilsu- samlegt lífemi geti dregið úr hættu á hjartasjúkdómum um allt að átta- tíu prósent. Dr. Frank B. Hu, við Har- vardháskóla í Boston, greindi frá nýjustu niðurstöðum rannsóknar- innar 8. þessa mánaðar. Rúmlega 84 þúsund konur taka þátt í rannsókn- inni. Hu og samstarfsmerin hans könnuðu matarvenjur og lífemi þátttakendanna á 14 ára tímabili. Síðan voru konumar, sem em á aldrinum 34-59 ára og höfðu enga hjartasjúkdóma við upphaf rann- sóknarinnar, flokkaðar eftir því hversu hætt þeim var við hjarta- sjúkdómum. Tilfelli hjartasjúkdóma meðal þátttakenda á tímabilinu vora 1.129. Banvæn hjartaáföll voru 296, og 833 áföll sem ekki leiddu til dauða. I um Vid^kiptiiþjonusiD §23 7700 FUjtninp&élMr 7730 EIMSKIP vidskiptathjonusta@eimskip.is www.eimskip.is Jólatími i Sundahöfn! Opið til kl. 18.00 virka daga frá 15. til 22. desember Viðskiptaþjónusta, vöruafhending og akstursdeild Eimskips í Sundahöfn verða opin til kl. 18.00 virka daga frá 15. til 22. desember. í Sundakletti, þjónustumiðstöð Eimskips í Sundahöfn, er boðið upp á alla þá þjónustu sem þörf er á við tollafgreiðslu, greiðslu á aðflutningsgjöldum, afhendingu á vöru, almenna viðskiptaþjónustu, auk þjónustu vegna tollskjalagerðar og farmbréfa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.