Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 41 dsins, um 8% og hefur lækkað um 4 prósentustig á síðustu 10% árum. Hlutur sjóða RannsóknaiTáðs hef- ur lækkað úr 8% árið 1985 í 4,5% árið 1997“ (bls. 18). „Það hefur gengið verr síðustu ár að fá styrki til verkefna Líffræð- istofnunar HÍ og umsvif hennar minnkað," segir Guðmundur Egg- ertsson prófessor, „stjórnvöld taka rannsóknarvinnu ekki alvarlega." Hann fagnar 580 milljónum sem eiga á næstu árum að fara í rann- sóknir í upplýsingatækni og um- hverfismál, en spyr hvers vegna það þurfti að eymamerkja pening- ana þessu sviðum? Ef til vill sýni það enn á ný að stjómvöld horfi fyrst og fremst til nytjarannsókna. Grunnrannsóknir eru hinsvegar ær og kýr háskólastofnana, og því þurfi að efla Vísindasjóð, eða auka fé til stofnana og til nemenda. Eðli- legt heimili gmnnrannsókna er í háskólum, að mati Guðmundar. Sambandið milli grunnvísinda og velmegunar Ef til vill er starf og hlutverk Há- skóla Islands og annarra háskólast- ofnana stórlega vanmetið. Ef til vill má rekja flestallar framfarir í ís- lensku þjóðlífi undanfarinna ára til HI og þeirra gmnnrannsókna sem þar eru stundaðar. Eða er ekki lík- legt að sterkt samband sé á milli tölvunarfræði, sen var komið á fót í HI fyrir rúmlega tveimur áratug- um sem rannsókna- og kennslu- greinar, og blómstrandi hugbúnað- ariðnaðar í landinu? Er samband milli þess að áðurnefndur Guð- mundur Eggertsson kynnti erfða- tæknina hér fyrir 30 áram og kenndi nemendum sínum, og hversu margir Islendingar lærðu hina gróskumiklu sameindalíf- fræði? Hægt er að spyrja um sam- band milli sérhverrar háskólag- reinar og stöðu mála í samfélaginu í dag. A hinn bóginn hefur samband- ið tilhneigingu til að vera óljóst vegna þess hversu langan tíma það tekur að byggja upp gagnlega þekkingu í t.d. sameindalíffræði, tölvufræði og skyldum greinum. Enginn veit fyrirfram hvaða vís- indi verða gagnleg í framtíðinni. En uppspretta þeirra uppgötvana sem hafa hin síðari ár haft mest áhrif á efnahagslíf vestrænna þjóða er í grunnvísindum. Bæði erfðatæknin og Netið urðu til við grunnrann- sóknir í háskóla. Þær urðu til vegna áhuga og þarfa þeirra sem stund- uðu rannsóknirnar en ekki vegna þess að vísindamennimir ætluðu að græða eða breyta heiminum. Gmnnrannsóknir virðast því vera góð framtíðarfjárfesting. Stór hóp- ur ungra vísindamanna er reiðu- búinn að sökkva sér í rannsóknirn- ar. Fjármögnun vísindastarfsins er hinsvegar ábótavant. Ef til vill verður hún endurskoðuð eftir ráð- stefnu Rannís á þriðjudaginn? Ef til vill væri heillavænlegt að feta í fótspor Finna og Svía sem hafa fjárfest af krafti í grunnrannsókn- um? R áðstöfunarfé Vísinda- sjóðs hefur staðið í stað frá árinu 1990. A sama tíma hefur fjármagn sem sótt er um aukist úr 277 m.kr. árið 1990 í 692 m.kr. árið 1998. Rann- sóknarstyrkir Vísindasjóðs til heil- brigðis- og lífsvísinda hafa ekki aukist en fjármagnið sem sótt er um hefur aftur á móti aukist úr 113 m.kr. árið 1990 í 247 m.kr. árið 1998. Umsóknum á sviði líf- og læknisfræði hefur ekki fjölgað mik- ið, en upphæð umsókna hefur gert það og er það í samræmi við stór- aukinn kostnað við rannsóknir í líf- og læknisfræði á síðustu áram. Dr. Ingibjörg Harðardóttir og dr. Eiríkur Steingrímsson eru með- al þeirra sem fengu framhaldsstyrk úr Vísindasjóði 1999 undir flokkn- um heilbrigðis- og lífvísindi. Ingi- björg fékk 1 milljón fyrir rannsókn á áhrifum lýsis á sýkingu, og Eirík- ur 1.400 þúsund fyrir einangran og greiningu samstarfspróteina Mitf. Ingibjörg Harðardóttir er dós- ent í lífefna- og sameindalíffræði við læknadeild Háskóla Islands og kennslustjóri rannsóknatengds framhaldsnáms þar. Hún lauk doktorsnámi frá Comell-háskóla í Bandaríkjunum árið 1991 og hlaut árið 1998 hvatningarverðlaun Rannís fyrir framúrskarandi rann- sóknarstörf eins og dómnefndin orðaði það. Eiríkur Steingrímsson er rann- sóknaprófessor í lífefna- og sam- eindalíffræði við læknadeild Há- skóla íslands, og stundar rannsóknir á sviði erfðafræði og þroskunarfræði. Hann er með doktorspróf frá University of Calif- ornia í Los Angeles 1992, vann síð- an í rúm fjögur ár við National Cancer Institute í USA. Ingibjörg er verkefnisstjóri fyrir samstarfsverkefni vísindamanna við Háskóla íslands, Manneldisráð Islands og Rrabbameinsfélagið um tengsl fæðu og brjóstakrabba- meinsáhættu en verkefnið var styrkt af markáætlun um upplýs- ingatækni og umhverfísmál. Eii-ík- ur er einnig verkefnisstjóri fyrir verkefni sem var styrkt úr þessari markáætlun. Bæði era þau með reynslu af vís- indastörfum á góðum rannsókna- stofum í Bandaríkjunum og hafa birt fjölda vísindagreina í virt vís- indarit. Þau hafa fengið góða um- sögn um umsóknir í Vísindasjóð, einkunn A eða A+ og fengið styrki sem eru með því hæsta sem gerist hjá Vísindasjóði. „Samkeppnin í vísindum er mjög hörð“ „Einangrun og greining sam- starfspróteina Mitf er eitt af verk- efnunum sem ég hóf þegar ég byrj- aði við HI og er í raun framhald þess sem ég vann við erlendis," segir Eíríkur, „verkefnið snýst um stjórnprótein sem kallast Mitf og er nauðsynlegt fyrir myndun augna, litfrumna og beinátsframna í músum auk þess sem það er nauð- „Kostnaður okkar er tvöfaldur, skatta,“ segir Eiríkur. „Tímabært er að endurskipu- leggja sig,“ segir Ingibjörg. Skiptir öllu að vera á undan ✓ Islenskir vísindamenn hafa unnið fram- úrskarandi verk á undanförnum árum. En samkeppnin í vísindum er mjög hörð og miklu skiptir að geta gert tilraunir hratt og örugglega. Hér er rætt við tvo metnaðar- fulla vísindamenn í grunnrannsóknum. synlegt fyrir eðlilega heyrn. Það virðist gegna svipuðu hlutverki í mönnum og hefur þar verið tengt við litar- og heyrnarleysissjúkdóm sem nefnist Waardenburg Syndr- ome. Verkefnið snýst um að reyna að greina með hvaða öðram prót- einum Mitf- próteinið starfar í frumunni og hafa fyrstu hlutar verkefnisins gengið framar vonum og erum við nú með fjölda áhuga- verðra mögulegra samstarfsprót- eina í höndunum sem við þurfum að kanna frekar, fljótt og öragglega." En hversu miklu máli skiptir hraðinn? „Samkeppnin í vísindum er mjög hörð. Bæði er samkeppni um að verða á undan öðrum að gera ákveðnar tilraunir og birta greinar. Það skiptir öllu máli að gera til- raunirnar hratt og örugglega og vera á undan öðrum og því er nauð- synlegt að geta keypt nýjustu efni og aðföng til að framkvæma til- raunirnar," segir hann. Kostnaður við sameindalíffræðirannsóknir er mikill og fer vaxandi með auknum framförum. „Búið er að leggja mik- ið í uppbyggingu rannsóknarstofu í lífefna- og sameindalíffræði í Læknagarði og er þar í raun kom- inn vísir að öndvegissetri. Mikið vantar þó á til að rekstrarfé sé nægjanlegt. (öndvegissetur/ráðst.). En hvað kostar þetta með skött- um, VSK? Björn Bjarnason menntamálaráðherra Leið til að efla grunnvísindi I ávarpi Bjöms Bjamasonar menntamálaráðherra á ársfundi RANNÍS 1999 sagði hann að ef til vill væri of miklu af takmörkuðu rannsóknarfé varið í stjórnun og yfírbyggingu, mat og eftirlit. Hann sagði að leita bæri allra leiða til að stækka þá sjóði, sem standa við bakið á rannsóknum og þróun. Hann sagði „Við viljum standa í fremstu röð þeirra þjóða, sem lengst hafa náð f krafti þekkingar. Höldum því áfram að auka hlut menntunar, rannsókna og vísinda og Island verður land sífellt fleiri og betri tækifæra." Blaðamaður Iagði fyrir menntamálaráðherra eftirfarandi spurningar. 1. Borgar sig að reka Vísinda- sjóð með aðeins 160 milljónir til að styrkja verkefni? Hvers vegna er upphæðin ekki 400-600 milljónir í samræmi við þörfina eftir umsókn- um að dæma? Hvað er til ráða og hvemig vonast þú til að fjármögn- un verkefna í gmnnvfsindum verði háttað undir lok kjörtímabilsins? „Ákvörðun var tekin um það að auka Qárveitingar um 580 m.kr. til Rannfs í samræmi við sérstaka markáætlun ráðsins til nokkurra ára og setja upplýsingatækni og umhverfismál í forgang. Ríkis- sljómin samþykkti þessa áætlun," segir Bjöm Bjarnason menntamál- aráðherra. „Jafnframt ákvað ég að gerð yrði úttekt á stöðu grannr- annsókna og verður hún kynnt í næstu viku. Þá verða hinar ýmsu hliðar þess máls kynntar og þar fæst einnig efniviður í stefnum- örkun. Ég tel þetta skynsamlega leið til að móta haldgóða stefnu. Þú nefnir ákveðnar tölur, aðrir mundu vafalaust nefna hærri töl- ur. Mér finnst of mikil einföldun að ræða þetta mál í milljónum eða hundrað milijóna króna og gera það að aðalatriði, á hinn bóginn er ljóst, að skýrslan sem nú hefur verið samin sýnir, að full ástæða er til að auka stuðning við íslenskar grannrannsóknir, þar er margt merkilegt að gerast." 2. Verða þá þessi mál skoðuð betur í framhaldi af ráðstefnunni á þriðjudaginn, og af skýrslunni, stefna mörkuð og ákvarðanir teknar varðandi bættan hlut grannrannsókna á Islandi? „Skýrslugerðin og ferlið er liður í því að unnt sé að rökstyðja bestu aðgerðir til að efla grunnrann- sóknir í landinu," segir Bjöm. „Ég hef jafnan lagt á það áherslu að leggja ekki verðmiða á þessa þætti en á sama tíma leitað eftir því að styrkja forsendur rannsókna- starfs. Þá má ekki gleymast, að enn á eftir að semja við Háskóla fs- lands um fjárveitingar til rann- sóknaþáttarins í starfi hans.“ „Reyndar er VSK á rannsóknar- vöram og almennri starfsemi há- skóla verulegt vandamál hér og sennilega einsdæmi. Að því er ég best veit þekkist það hvergi annars staðar í hinum vestræna heimi að háskólar og „non-profit“ rannsókn- astofnanir greiði virðisaukaskatt; slíkar stofnanir eru undanþegnar. Hér á iandi er VSK einungis endur- greiddur af tækjum ef þau eru fjár- mögnuð af styrkjum utanaðkom- andi aðila. Ég tel því að samkeppnisaðstaða okkar hér heima á íslandi sé afar slæm þegar kostnaður okkar er tvöfaldur, að stórum hluta vegna skattlagningar á aðföng," segir Eiríkur. Margfalda heildarkostnað með þremur? Er Vísindasjóður meginsjóður- inn fyrir þig? „Þeir sjóðir sem styrkja grunnvísindþá Islandi eru Rannsóknasjóður HÍ og Vísinda- sjóður Rannis auk minni sjóða t.d. minningarsjóða. Það eru því ekki margir sjóðir sem grunnvísinda- menn geta leitað til hér á landi. Is- lendingar hafa verið duglegir að sækja styrki til Evrópusamban- dsins en þeir styrkir koma að sjálf- sögðu ekki í stað innlendra styrkja. Styrkir Evrópusambandsins eru styrkir um sérstök samstarfsverk- efni og eru ætlaðir sem viðbót við þær rannsóknir sem þegar fara fram í löndum Evrópu. Þeir eru ekki ætlaðir til að koma í stað styrkja í löndunum sjálfum og því er nauðsynlegt að bæta verulega úr hérlendis." Eiríkur staðfestir að menn sæki ekki lengur um fjárhæðir sem duga til verkefna, þannig að þær upp- hæðir sem sótt er um til Vísinda- sjóðs gefa ekki rétta mynd af því sem verkefnin kosta. „Ég get tekið dæmi af sjálfum mér: Fyrsta árið sótti ég um upphæðir sem voru nærri raunkostnaði verkefnisins. Hin síðari ár hef ég hins vegar hætt því enda engin von til þess að fá slíkar upphæðir frá Vísindasjóði. Nú sæki ég um upphæðir sem eru einhvers staðar ofan við þá hámar- ksupphæð sem veitt er. Ég held að þetta sé almennt stundað enda lík- legt að sjóðurinn ákveði að ef sótt er um raunkostnað sé verkefnið alltof dýrt og engin ástæða fyrir sjóðinn að styrkja það. Ég held að til að til að fá raunhæfari tölu um heildarkostnað verkefna sem sótt er um til Vísindasjóðs megi marg- falda upphæðir í líf- og læknisfræði með a.m.k. þremur," segir hann. Ingibjörg Harðardóttir hefur í rannsóknum sínum verið að kanna áhrif lýsis á sýkingar og viðbrögð við þeim og þá sérstaklega á mynd- un bráðfasapróteina og svokallaðra cýtókína. Það er vitað að lýsi hefur áhrif á ónæmiskerfið og jafnvel á lifun tilraunadýra eftir sýkingar en mikilvægt að rannsaka frekar í hverju þessi áhrif felast. „Bráðfa- saprótein era mjög mikilvæg við að halda neikvæðum áhrifum sýkinga í skefjum og benda niðurstöður rannsókna minna til að lýsisríkt fóður auki myndun ákveðinna bráðfasapróteina eftir sýkingu," segir hún „cýtókínin eru prótein í líkamanum sem miðla sýkingunni og hef ég í fyrri rannsóknum mín- um sýnt að lýsisríkt fóður auki verulega staðbundna myndun eins cýtókíns en mikilvægt er að ranns- aka frekar áhrif lýsis á cýtókína- viðtaka sem geta hamlað cýtókínin við miðlun sýkingarinnar og þannig hindrað sýkingarferlið." Við kjöraðstæður væru a.m.k. þrír starfsmenn að vinna að rann- sókninni og tæki hún þá líklega tvö til þrjú ár, að mati hennar. „Eg hef verið með áhugasamt og duglegt starfsfólk hluta úr árinu en styrk- veitingar úr Vísindasjóði RANNIS og Rannsóknasjóði Háskólans gera vísindamönnum ekki kleift að vera með aðstoðarfólk á launum allt ár- ið. Rannsóknin gengur því hægar en ella, mikill tími fer í að þjálfa nýtt aðstoðarfólk og aðstaða og laun nýtast illa.“ Þeir vísindamenn sem Ingibjörg og Eiríkur eru í samkeppni við búa við töluvert annað umhverfi styrk- veitinga. Sem dæmi má nefna að meðalstyrkur Bandarísku heil- brigðisstofnunarinnar (NIH) til einstakra vísindamanna var árið 1999 um 20 milljónir og er skemmst að minnast styrkveitingar þeirrar stofnunar til Hákons Hákonarson- ar læknis sem nemur um 70 mil- ljónum króna til fjögurra ára. Með- alstyrkur úr Vísindasjóði var árið 1999, tæplega 800 þús. fyrir ný verkefni og tæp milljón fyrir fram- haldsverkefni. „Við eigum mikið af frábæram vísindamönnum á Islandi sem standast alþjóðlegan samanburð en til að fullnýta krafta þeirra þarf að vera mótuð metnaðarfull stefna sem gerir þeim kleift að vinna að vísindalegum rannsóknum af stór- hug.,“ segir Ingibjörg. Opinberir aðilar í Bandaríkjun- um, Finnlandi og fleiri löndum hafa á undanförnum árum unnið mark- visst að því að stórauka framlög til grannvísinda en þeir gera sér grein fyrir mikilvægi grunnrannsókna í framförum í tækni- og þekkingarið- naði. Finnar hafa uppskorið ríku- lega vegna þessarar stefnu sinnar og hefur hlutur þekkingariðnaðar í hagkerfi þeirra stóraukist á undan- förnum árum. En grannrannsóknir eru nauðsynlegar til uppbyggingar þekkingar og fæmi og er hætt við að skortur á þeim verði helsta- hindranin í nýsköpun á Islandi á komandi áram. Vaxandi skilningur á grunnvísindum „Á nýirí öld er tímabært að ís- lendingar endurskilgreini sig og hugi að því hvað þeir vilji á næstu áram og áratugum," segir Ingi- björg. „Það þarf að huga að fram- tíðaratvinnutækifæram, nýsköpun í þjóðfélaginu og menntunarstigi þjóðarinnar. Vaxandi skilningur er á því að rannsóknir eru uppspretta hugmynda og mikilvæg undirstaða nýrra tækifæra til uppbyggingar fjölbreyttara atvinnulífs og til að tryggja áframhaldandi velmegun í þjóðfélaginu. Því þurfum við á að halda markvissri opinberri stefn- umörkun," segir hún. Ingibjörg og Eiríkur era sam- mála um að aðstaða og laun nýtist þeim ekki sem skyldi. Þau eru sam- mála orðunum í greinargerð úthlut- unamefndar Vísindasjóðs um að ungir vísindamenn komi heim til starfa fullir af hugmyndum, metn- aði og áhuga, en við þær aðstæður sem era fyrir hendi er þessi kraftur ekki virkjaður sem skyldi og hætta á að tækifærin til nýtingar hug- myndaauðgi og framsýni þeirra, glatist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.