Morgunblaðið - 27.11.1999, Síða 48
48 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SIGMAR
MAGNÚSSON
+ Sigmar Magnús-
son fæddist í
Dölum í Fáskrúðs-
firði 27. janúar 1922.
Hann lést á Egils-
stöðum 15. nóvem-
ber 1999. Foreldrar
hans voru Magnús
Stefánsson, f. 17. júlí
1883 í Tungu í Fá-
skrúðsfirði, d. 8. júlí
1963 í Dölum í Fá-
skrúðsfirði, og kona
hans Björg Sigríður
Steinsdóttir, f. 25.
júlí 1889 í Byggðar-
holti (síðar Barði) í
Hólmasókn, d. 1. mars 1968 í
Reykjavík. Systkini Sigmars eru:
Guðfinna Magnúsdóttir, f. 2. júní
1909 í Dölum, d. 16. desember
1983 á Akureyri; Guðbjörg Huld
Magnúsdóttir, f. 2. júlí 1910 í
Dölum; Valgerður Magnúsdótt-
ir, f. 8.11. 1912 í Dölum, d. 5.5.
1996 á Akranesi, Steinunn Magn-
úsdóttir, f. 13. nóvember 1916, d.
5. október 1999; Herborg Magn-
úsdóttir, f. 8. apríl 1924.
Sigmar stundaði nám við
Bændaskólann á Hvanneyri
1942-1944 og útskrifaðist þaðan
sem búfræðingur. Hann var
bóndi í Dölum II í Fáskrúðsfirði
frá 1949 frá því að
hann tók við búinu
af foreldrum sínum
og til æviloka.
Sigmar var virkur í
félagsmálum og sat
m.a. í stjórn kaupfé-
lagsins og var for-
maður hennar um
skeið. Einnig sat
hann um tíma í
sveitarstjórn Fá-
skníðsfjarðar-
hrepps og gegndi
ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir hana.
Hann var virkur í
Bændasamtökunum á landsvisu.
Sigmar var alþýðufræðimaður
og sinnti ættfræðirannsóknum
með Fáskrúðsfjörð og nærsveitir
sem sérsvið. Til hans var gjaman
leitað vegna þekkingar hans á
byggðum og fólki á fjörðunum.
Sat hann m.a. í ritnefnd Sveita
og jarða í Múiaþingi, V. bindi.
Eftir hann liggja m.a. greinar
um fjallvegi og fornar slóðir í ná-
grenni Fáskrúðsfjarðar sem
birtar vom í riti um foraar léiðir
á Austurlandi.
Útför Sigmars fer fram frá Fá-
skrúðsfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Senn fer í hönd sá árstími er sólin
sendir síðustu geisla ársins á hlaðið
í Dölum II í Fáskrúðsfirði. I rúma
tvo mánuði ná þeir ekki að teygja
sig nema rétt niður á Grundina fyrir
ofan húsið. Snemma í febrúar ná svo
fyrstu geislarnir að gæjast upp yfir
Suðurfjallið og teygja langa arma
sína alveg niður á hlað. Með hækk-
andi sól er vorið á næsta leiti, en í
þetta skipti verður vorið í Dölum
öðruvísi. Sigmar í Dölum er horfinn
á braut.
Ég var ekki hár í loftinu þegar ég
kom fyi-st í Dali til Sigmars. Eg var
þá á öðru eða þriðja ári og var þar í
heimsókn ásamt móður minni.
Sigmar sagði mér einhverju sinni
frá litlu atviki sem átti sér stað í
þeirri heimsókn. Heimafólk sat í
eldhúskróknum í Dölum og var að
drekka eftirmiðdagskaffið. A borð-
um voru m.a. pönnukökur. Eftir að
borðhaldi lauk dró Sigmar upp
vasaklút og snýtti sér hraustlega í
hann. Lítill snáði horfði forviða á að-
farimar og fannst mikið til koma.
Taldi hann sig endilega þurfa að
gera svona líka, teygði sig því í
næstu pönnuköku og snýtti sér eins
hraustlega í hana og hann gat. Ekki
fylgdi sögunni hvort þessar aðfarir
hefðu mælst vel fyrir, en Sigmari
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
AUan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
var skemmt þegar hann sagði mér
frá þessu þrjátíu árum síðar.
Alla tíð, alveg frá því að ég var
smá patti, var alltaf einhver spenna
og eftirvænting því fylgjandi að
hitta Sigmar í Dölum. Hvort heldur
sem ferðinni væri heitið í Dali með
foreldrum mínum eða von væri á
Sigmari í heimsókn hingað suður.
Kannski er það minningin um
manninn með mikla skeggið við eld-
húsborðið í Dölum sem hefur gert
hann svona spennandi í augum lítils
patta.
Þó svo að ég hafi alltaf vitað hver
Sigmar í Dölum væri, fór ég raunar
ekki að kynnast manninum á bak
við nafnið fyrr en fyrir röskum átta
árum. Sigmar hafði einhvem tím-
ann stungið því að mér að koma í
heimsókn til sín þegar ég ætti leið
um Austfirðina og sumarið 1991 var
loks eitthvað gert í málinu. Aust-
fírðimir heimsóttir og farið í Dali til
Sigmars. Þó svo að ég væri kominn
vel á þrítugsaldurinn fann ég enn
fyrir þeirri spennu og eftirvæntingu
sem var því fylgjandi að hitta Sigm-
ar í Dölum. Loksins þegar ég renndi
í hlað tók Sigmar á móti mér þar,
heilsaði mér með þéttu, hlýju og
kröftugu handtaki. Ég fékk það
strax á tilfinninguna að í Dali væri
maður ávallt velkominn.
Sigmar í Dölum var víðlesinn
maður og fróður um menn og mál-
efni, séstaklega þau sem tengdust
Austurlandi. Skipti þar engu hvort
um var að ræða staðhætti, atburði
eða fólk, aldrei var komið að tómum
kofunum hjá honum. Fróður var
hann um ættir manna og var það
hans stærsta áhugamál. Hann var
duglegur að afla sér heimilda og
upplýsinga því tengdu og í gegnum
ÚA£\iAOs\\om
^ v/ Fossvogskiúkjwgaúð j
V Símii 554 0500
Setjum upp
lýsingar á leiði
7 Possvogskirkjugarði
Raflýsin^arjjjónustan í
FossvogskirUjugarði
Sími: 869 1608 - 867 1896
í'ax: 557 8485 • E-mail: acg(« vortcx.i*
4’
* *
’i
,-!*
tíðina hafði hann komið sér upp
stóru safni um ættir Austfirðinga,
þá sérstaklega um ættir Fáskrúðs-
firðinga og nærsveitunga.
Fyrir nokkrum árum bað ég
Sigmar um að koma með mér í
sunnudagsbíltúr, því ég átti eftir að
klára Hringveginn, þ.e. spottann
neðan úr Breiðdal og til Egilsstaða.
Var það hið auðsóttasta mál. Lögð-
um við því af stað fyrir hádegið og
héldum sem leið lá suður í Breiðdal,
yfir Breiðdalsheiðina, niður Skrið-
dalinn, upp Fljótsdalinn og niður í
Fellin, yfir á Egilsstaði og komum
við á Seyðisfirði á leiðinni niður á
Fáskrúðsfjörð. Betri og skemmti-
legri leiðsögn um Austurland held
ég að ég eigi aldrei eftir að fá. Þarna
var Sigmar í Dölum í essinu sínu,
ömefni, bæjarnöfn og sögur af fólki
komu frá honum á færibandi eftir
því sem ferðinni miðaði. Helst vildi
hann stoppa á hverjum bæ sem varð
á leið okkar. Að klára Hringveginn
mátti bíða betri tíma.
Fleiri ferðir um Austurland og
firðina fórum við saman, út á Borg-
arfjörð, niður í Mjóafjörð og út á
Dalatanga, yfir á Norðfjörð, Eski-
fjörð og Reyðarfjörð. Síðasta ferðin
sem við fórum saman var í Vöðlavík,
á slóðir forfeðranna. Þar kom í ljós
að það var ekki einu sinni hægt að
fara með Sigmari í eyðifírði án þess
að hann hitti ekki einhvem sem
hann þekkti eða vissi deili á.
Nú er komið að ferðalokum. Með
Sigmari er fallinn frá mikill og góð-
ur vinur, en eftir standa minning-
amar. Minningamar um alla góðu
og skemmtilegu stundimar sem við
áttum saman í Dölum, minningarn-
ar um alla bfltúrana um Austurland-
ið og síðast en ekki síst minningin
um manninn með mikla skeggið við
eldhúsborðið í Dölum sem hefur
grafið sig svo djúpt í huga mér.
Bjarki Sverrisson.
Elsku frændi. Þá er komið að
kveðjustundinni, þessu augnabliki
sem er svo fyrirkvíðanlegt en verð-
ur víst ekki umflúið. Það var mjög af
þér dregið og þú greinilega mikið
veikur þegar við hittumst síðast en
ég hélt samt að ég fengi að sjá þig
aftur áður en kallið kæmi.
Heimsóknimar til þín hafa alltaf
verið fastur liður, þegar við Elsa
vomm litlar skrapp ég oft með
henni á innri bæinn. Það varð fljót-
lega eftirsóknarvert að fá að brasa
með þér í fjárhúsunum eða kíkja á
hestana og mikið gladdirðu litla
manneskju þegar þú gafst henni fol-
ald. Markmið hesteigandans vom
háleit og væntingarnar miklar þótt
hestsefnið yrði kannski aldrei mikið
meira en það sem þú kallaðir „flóka-
tryppi". Þú hafðir gaman af hestum
og gott vit á þeim, ég naut góðs af
því og fékk lánaða gömlu verðlauna-
hryssuna þína hana Jörp, sem
fyrsta reiðhestinn. Mér var sagt að
þegar þú keyptir Jörp norður í
Skagafirði hefði hryssan verið skoð-
uð vel og lengi áður en þú afréðst
kaupin, enda aldrei þinn stíll að taka
einhverjar skyndiákvarðanir.
Þú hafðir þessa rólegu og þægi-
legu framkomu sem laðar gjaman
að sér böm. Það var sama hvemig
aðstæður vora, allt var unnið af yfir-
vegun og stillingu. Þú talaðir líka
eins við alla og skipti þá aldur við-
mælandans engu. Margar góðar
minningar era tengdar því að sitja
við gamla eldhúsborðið þitt og
spjalla, borða eina af stóra góðu
kleinunum hennar Boggu systur
þinnar og drekka kaffi með. Ég
drakk kaffi hjá þér í mörg ár áður
en ég bragðaði það annars staðar,
það tilheyrði bara einhvemveginn -
þar sem allt annað var á janfréttis-
grunni.
Það var alltaf mikið mál að fá við-
urkenningu þína á hlutunum, sér-
staklega varðandi hestana. Hvort
sem það vora reiðtygi eða lærdóm-
ur af námskeiðum, allt var borið
undir þig, stundum hristir þú bara
höfuðið, ég held að þér hafi oft þótt
nóg um útbúnaðinn. Og þótt þú gæf-
ir ekki stórar yfirlýsingar um hesta-
mennskuna frekar en annað þá vora
hrósin því meira vii’ði þegar þau
komu.
Mörgum finnst synd að þú hafir
ekki farið í langskólanám þar sem
þú varst mjög vel lesinn og sígrúsk-
andi og víst er að í það hefðir þú átt
fullt erindi. En það er svo misjafnt
hverju menn sækjast eftir og þú
með próf úr Bændaskólanum á
Hvanneyri varst víðlesnari og fram-
sýnni en margir þeir sem útski-ifast
með stórar gráður úr háskólum.
Það var merki um framsýni þína
þegar þú fékkst þér tölvu fyrir
nokkram áram og nýttir þér tækn-
ina til að sinna einu aðaláhugamála
þinna - ættfræðinni. Það gekk
kannski ekki hratt fyrir sig að slá
inn upplýsingar enda stóra hend-
urnar vanari annarri vinnu en tölvu-
innslætti, en heimildaröflunin,
grúsk í gömlum kirkjubókum,
manntölum og æviskrám, þar varst
þú í essinu þínu.
Þú hafðir gaman af náttúraskoð-
un og safnaðir fallegum steinum
sem þú svo sagaðir niður og var oft
spennandi að skoða afraksturinn.
Ég efast um að nokkur hafi verið
jafn vel að sér varðandi kennileiti og
örnefni heima enda lagðir þú þig
fram um að halda þeirri þekkingu til
haga.
Þú kunnir mörg dæmi um hnyttin
tilsvör og áttir það til að koma með
lúmskar athugasemdir en ég heyrði
þig aldrei tala illa um nokkurn
mann, nokkuð sem ekki er algengt.
Það verður skrýtið að koma inn
að Dölum og vita að þú ert ekld
lengur þar tfl að heilsa upp á, finna
hlýtt handtakið og vera boðin í
bæinn, en minningamar era marg-
ar og góðar. Hafðu þökk fyrir allt.
Esther Hermannsdóttir.
í dag er til moldar borinn frá Fá-
skrúðsfjarðarkirkju Sigmar Magn-
ússon, bóndi og fyrrverandi stjórn-
arformaður Kaupfélags
Fáskrúðsfirðinga, Dölum II, Fá-
skrúðsfirði. Hann var fæddur og
uppalinn í Dölum og dvaldi þar alla
sína tíð að undanskildum námstíma
sínum á Hvanneyri, en hann út-
skrifaðist þaðan sem búfræðingur
lýðveldisárið 1944. Hann varð ung-
ur fyrirvinna fjölskyldu sinnar og
tók við ábúð í Dölum 1949. Hann bjó
með foreldram sínum meðan þau
lifðu, en einn eftir það tfl æviloka. I
Dölum var félagsbú til 1936, að jörð-
inni var skipt í Dali I og II. Sigmar
byggði íbúðarhús í Dölum á árunum
1951-1955 og útihús á áranum eftir
1960.
Sigmar var mjög góður félags-
málamaður. Hann gekk ungur til
liðs við Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga
og era störf hans í þágu félagsins
orðin veraleg um dagana og öll unn-
in af mikilli samviskusemi og dreng-
lyndi. Hann var kosinn í stjórn
Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga árið
1949 og var stjómarformaður fé-
lagsins frá 1953-1968. Á áranum
1971-1991 var hann annar aðalend-
urskoðandi félagsins. Auk þess sem
að framan greinir stjómaði Sigmar
mjög oft aðalfundum félagsins og
gerði það af einstakri smekkvísi, yf-
+
Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar,
VALGERÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR,
Dalseli 33,
Reykjavík,
lést á sjúkrahúsi í Stokkhólmi föstudaginn 26. nóvember.
Sigmundur Felixson
og börn.
irvegaður og öfgalaus. Hann tók
þátt í að leysa ýmis erfið mál sem
steðjuðu að félaginu og leysti þau á
þann máta að hann uppskar traust
og virðingu manna. Hann átti sæti í
hreppsnefnd Fáskrúðsfjarðar-
hrepps og var oddviti um skeið.
Mörg síðustu árin lagði hann
stund á ættfræði og liggja eftir
hann miklar heimildir í því sam-
bandi, m.a. heimildir um fyrstu íbúa
Búðakauptúns. Hann notaði tölvu-
tæknina sér til hægðarauka og er
mikflsvert að þessari vinnu hans sé
haldið til haga. Sigmar var mynda-
rlegur á velli og prúðmenni mikið,
og í góðra vina hópi gat hann verið
hrókur alls fagnaðar, fimur í rök-
ræðunni og glettinn í tilsvöram.
Hann var víðlesinn og fróður um
margskonar hluti og vinsæll af sam-
tíðarmönnum sínum og er óhætt að
segja að hann hafi verið góður full-
trúi sveitar sinnar hvar sem hann
fór.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Sigmari fyrir samstarf og vináttu í
gegnum tíðina og sérstaklega mikil-
væg störf hans fyrir Kaupfélag Fá-
skrúðsfirðinga.
Systram hans og öðram ástvinum
sendi ég samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Sigmars
Magnússonar.
Gísli Jónatansson
Fyrsta kynning ræður oft miklu
um á hvem hátt samskiptin verða
við frekari samvera. Kynni okkar
Sigmars Magnússonar í Dölum hóf-
ust á Héraðsskjalasafni Austfirð-
inga. Ég hafði komið við hjá Sigurði
Óskari eins og oft bar til þegar ég
átti leið um á Egilsstöðum. Þar var
þá staddur fullorðinn maður þétt-
vaxinn með kímilegan glampa í aug-
um. Hann lét okkur Sigurð af-
skiptalausa þar til við fóram að
ræða Bréfabækur Brynjólfs bisk-
ups Sveinssonar, sem ég var þá að
fletta á Þjóðskjalasafninu og ljósrita
úr austfirskt efni. „Blessaður taktu
eftir ef eitthvert efni er þama tengt
Fáskrúðsfirði," sagði hann þá. Við
tókum tal saman og hófum með því
áratugssamskipti, sem urðu meiri
og nánari eftir því sem lengra leið.
Eg fullyrði að Sigmar í Dölum var
einhver vandvirkasti fræðimaður
sem ég hef haft kynni af. Þekking
hans á ættfræði og sögu sérstaklega
þó á Fjörðum var geysimikil. Hann
gekk síðan að því af vandvirkni og
alúð að afla sér viðbótar gagna og til
að sannreyna það sem hann var að
vinna hverju sinni.
Eftir að starfsvettvangur minn
fluttist á Héraðsskjalasafn Aust-
firðinga átti ég mikil samskipti við
Sigmar. Þau vora flest á þann veg
að ég leitaði til hans í smiðju ef mig
vantaði upplýsingar um upprana
fólks af Suðurfjörðum. Sigmar birt-
ist þá oftast að nokkram dögum
liðnum og dró upp úr skjalatöskunni
sinni tölvuhandrit þar sem hann var
búinn að rekja ættir viðkomandi
fólks.
Sigmar tók ungur við föðurleifð
sinni í Dölum í Fáskrúðsfirði, eftir
að hann hafði lokið námi á Hvann-
eyri. Hann bjó þar alla ævi og þar
var hann þegar hann tók banamein
sitt. Það varð ekki af því að ég heim-
sækti Sigmar á meðan hann gat tek-
ið á móti mér, þrátt fyrir allnokkrar
brýningar af hans hendi. Ég kom
þangað með frændfólki hans á
björtum haustdegi, daginn áður en
hann dó, ég held að ég hafi skynjað
hversvegna hann vildi eyða ævinni
þami inni í dalnum með tignarleg
(jöllin á báðar hliðar og ævistarfið
fyrir augunum í vel ræktaðri jörð
sem hann gerði sér vonir um að yrði
áfram vettvangur frændfólks síns
sem vildi halda áfram glímunni við
að erja jörðina. Ég vil með þessum
fáu orðum þakka Sigmari í Dölum
einstök kynni og vináttu, um leið
færi ég honum þakkir fyrir velvild
hans í garð Héraðsskjalasafns
Austfirðinga og þann metnað hans
að safnið gæti sem best sinnt því
hlutverki að vera fræðamiðstöð fyr-
ir þá sem unna austfirskum fræð-
um;
Ég færi systram Sigmars og
frændfólki öllu samúðarkveðjur.
Hrafnkell A. Jónsson, héraðs-
skjalavörður, Egilsstöðum.