Morgunblaðið - 27.11.1999, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 49 ■
+ Jón Kristjáns-
son fæddist á
Isafirði 1. janúar
1904. Hann lést á
Sjúkrahúsi Kefla-
víkur hinn 17. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Kristján Hans
Jónsson prent-
smiðjustjóri, f. 21.5.
1875, d. 27.9. 1913,
og Guðbjörg
Bjarnadóttir, f.
21.1. 1877, d. 6.6.
1967. Systur Jóns
eru: Solveig, f.
1905, d. 1998; Soffía, f. 1907, d.
1976; Kristjana, f. 1909, d. 1977,
og eftirlifandi er Eva, f. 1913,
búsett í Reykjavík.
Jón kvæntist Elísabetu Boga-
dóttur 21.5. 1938 og eignuðust
þau þrjú börn. Þau eru: Gréta,
Elsku pabbi. Aðeins örfá orð að
skilnaði til að þakka þér allt sem
þú hefur gert fyrir okkur og börn-
in okkar. Við þökkum góðum guði
fyrir að fá að hafa þig svona lengi,
alltaf kátan og hressan. Heimili
ykkar mömmu var alltaf miðpun-
kturinn í tilvena okkar. Þar komu
allir saman nánast á hverjum degi,
mikið spilað og mikið ort, alltaf
glens og gaman. Innan okkar fjöl-
skyldu þekktist ekki kynslóðabil.
Árlega fór öll fjölskyldan í sumar-
bústaðaferð, þá voru þið mamma
hrókar alls fagnaðar enda hefði
engum dottið í hug að fara án ykk-
ar þessar ferðir ásamt mörgu
fleira sem við gerðum saman er
okkur ógleymanlegt. Við tölum nú
ekki um allar vísumar og kvæðin
sem þú ortir því það er efni í heila
ljóðabók og meira til. Margar þín-
ar vísur voru hreinustu periur sem
aldrei gleymast.
Elsku pabbi, það er sárt að sjá
sætið þitt autt en við vitum að þér
líður vel enda búinn að skila þínu
ævistarfí.
Vertu sæll, elsku vinur.
Gréta, Guðbjörg og Bogi
Brynjar.
Hann afí er dáinn. Mér er sökn-
uður efst í huga en þegar lengra
er hugsað er ég þakklátur fyrir
þau mörgu og góðu ár sem við átt-
um saman. Mér em margir at-
burðir minnisstæðir frá því í æsku.
Þegar við vorum að veiða saman
við Steingrímsstöð og maðkurinn
var búinn þá beittir þú lakkrís á
krókinn. Mér þótti þetta snjallræði
því lakkrís var góður og silungur-
inn hlyti að taka hann. Viti menn,
silungurinn tók agnið og ánægja
skein út úr augun drengs sem var
ekki eldri sjö ára. Þegar þú tókst
síðan leifarnar af lakkrísnum og
borðaðir hann sagðirðu „svona, nú
fer ekkert til spillis". Síðar er við
bjuggum í Krýsuvík fómm við
margoft niður að Gestsstaðavatni
til þess að vitja um silunganet. Það
voru stórar stundir í huga upp-
rennandi veiðimanns og ógleyman-
legar. Mér fannst þú alltaf hafa
verið jafnmikill vinur minn eins og
þú varst afí minn. Þú varst svo
fróður um alla hluti og með því að
vinna hjá þér á uppvaxtarárunum
kynntist ég þér enn betur en ella.
Þú varst orðvar, rólegur og ég
man ekki eftir að þú hafir skipt
skapi allan þann tíma sem leiðir
okkar lágu saman. Allar þær
stundir sem við áttum í stofunni
bæði á Austurveginum og á Heið-
arhrauninu eru mér ómetanlegar.
Sérstaklega þegar þú varst búinn
að fá þér aðeins úr pelanum, þá
gat ég hlustað á þig fara með vísur
og segja sögur frá því sem þú
hafðir upplifað. Það var auðvelt að
gleyma sér við þessar sögustundir
því húmorinn þinn var einstakur
og einhvern veginn hafðir þú lag á
því að sjá broslegu hliðina á öllum
málum. Þessar sögur voru margar
enda hafðir þú farið um langan
veg. Mér er minnisstætt að ekki
f. 3.9. 1938, Guð-
björg, f. 19.3.1940,
og Bogi Brynjar, f.
13.3. 1943. Fyrir
átti Elísabet dótt-
ur, Jónínu Guð-
nýju, sem Jón gekk
í föðurstað. Barna-
börn Jóns og Elísa-
betar eru tíu,
barnabarnabörn 16
og eitt barnabarna-
barnabarn.
Jón og Elísabet
bjuggu á Akureyri
til 1952 er þau
fluttust til Reykja-
víkur og síðan til Grindavíkur
árið 1980.
Jón starfaði við ýmis garð-
yrkjustörf seinni hluta ævinnar.
Utför Jóns fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
fyrir löngu síðan sagðist þú vera
ánægður með þitt ferðalag á þess-
ari jörð. Þú hafðir alla tíð verið
heilsuhraustur og ánægður með
Elísabetu þína og þið hefðuð eign-
ast mannvænleg böm og það væri
ekki hægt að biðja um meira.
Árið 1974 dreymdi afa að hann
væri við sína eigin jarðarför. Það
eina sem hann mundi úr sálminum
sem sunginn var yfír honum var
talan 84. Afi réð sjálfur drauminn
þannig að hann myndi yfirgefa
þennan heim árið 1984 og orti þá
þessa vísu:
Er hann fæddur út við sjó
af því herma sögur.
Að hann lifði uns hann dó
áttatíu og fjögur.
Eftir að hann flutti til Grinda-
víkur bætti hann þessu erindi við:
Ævi hans var reynslurík
reyndi allan fjandann.
Á grjótinu í Grindavík
gaf hann loks upp andann.
Á gamlárskvöld 1984 sat hann
með glas í hönd og var þá tilkynnt
að árið 1984 væri liðið og árið 1985
gengið í garð. „Þar missti ég af
strætisvagninum," hrökk út úr
karlinum og orti hann þá þessar
vísur:
Mig dreymdi það, mig þryti fjör í ár.
Það er liðið, ég er ekki nár.
Við óbreytanleg örlög, hef ég sæst
aldrei geta sumir draumar ræst.
En þó ég eftir yrði í þetta sinn,
einhvem tíma kemur vagninn minn.
Allt vill breytast, allt mun geta skeð,
en eitt er víst, ég kemst að lokum með.
Mér verður hugsað til aldamót-
anna sem verða tómleg án þín. Að
sjá þig ekki í stólnum þínum með
glas í hendi og skála fyrir nýju ári
og afmælisdegi þínum. Það hafa
alltaf verið sérstakar stundir fjöl-
skyldunnar allrar að hittast hjá
afa og ömmu á nýju ári. Eg, konan
mín og okkar þörn lítum á það
sem forréttindi að hafa notið þín
svo, lengi sem raun ber vitni.
Eg kveð þig, elsku besti afi
minn, með þessum orðum. Guð
taki vel á móti þér og gefi ömmu
og okkur hinum styrk við brotthv-
arf þitt.
Þinn vinur,
Hjálmar Hallgrímsson.
Elsku afi. Mig langar til þess að
kveðja þig með örfáum línum.
Hugurinn reikar til baka og þú
samtvinnast öllum mínum bernsk-
uminningum. Fyrsta minningin
eru stundirnar sem við áttum í
bílnum á morgnana þegar þú
keyrðir mig á Hagaborg og við
sungum endalaust um plokkfisk og
rabbarbaragraut. Alltaf var jafn-
gaman að hlusta á þig fara með
vísur og kvæði sem þú ortir, sér-
staklega þegar þú varst að yrkja
um ömmu og okkur hin í fjölskyld-
unni. Húmorinn var alltaf í góðu
lagi hjá þér. Eg man líka að í skól-
anum vorum við eitt sinn beðin að
nefna frægt skáld á íslandi. Ég
rétti fyrst upp höndina og nefndi
þig Jón Kristjánsson því það varst
þú sem varst alltaf í mínum huga
og ert það enn. I framhaldi af
þessu dettur mér í hug þegar við
Emma læstum okkur inni á klós-
etti á Heiði og gerðum ljóð um
ykkur ömmu. Okkur langaði að
verða skáld eins og þú. Við birt-
umst síðan inni í stofunni sem var
full af fólki eins og vanalega og
fluttum ljóðið við mikinn fögnuð
áheyrenda. En vísan um óhreina-
tauskörfuna féll ekki í kramið hjá
ömmu eins og þú eflaust manst.
En alltaf var gaman, mikið spilað
og farið í leiki. Alltaf fengum við
krakkarnir að vera með í öllu.
Þegar ég lít til baka finnst mér
þetta standa uppúr og á eflaust
sinn þátt í því hversu samhent fjöl-
skyldan hefur alltaf verið. Afi
minn, þú varst svo mikill pers-
ónuleiki og þótt þú sért dáinn
gleymum við þér aldrei. Missir
okkar er mikill en mestur hjá
ömmu því þið hafið staðið saman i
gegnum súrt og sætt. I yfir 60 ár
hafið þið aldrei verið aðskilin fyrr
en nú. En amma verður ekki ein.
Við munum öll halda utan um hana
og hjálpast að við að gera henni
ævikvöldið eins ánægjulegt og
unnt er.
Guð haldi sinni verndarhendi yf-
ir þér, elsku hjartans afi minn.
Þess óskar þín Dottý.
Elísabet Kristjánsdóttir.
Mig langar til að kveðja elsku
afa með örfáum línum og þakka
honum fyrir allar góðu stundirnar
sem ég og fjölskyldan mín áttum
með honum. Margar minningar
sækja að og allar skemmtilegar.
Afi var sérstaklega skapgóður
maður. Aðeins einu sinni sá ég
hann skipta skapi og var það þeg-
ar mamma var að klæða bróður
minn í peysu með frekar þröngu
hálsmáli svo að sá litli fór að orga.
Þá varð afi reiður og tók peysuna
klippti upp í hálsmálið á henni og
rétti mömmu síðan peysuna og
sagði „svona, nú getur þú klætt
strákinn í hana“. Afi var mjög
mikill spilamaður, svo að ef tveir
eða fleiri komu saman voru spilin
alltaf tekin upp. Mjög gaman var
að spila við afa, hann var svo þol-
inmóður við okkur nýgræðingana.
Brids er mikið spilað hjá ömmu og
afa og spilaði hann alveg fram til
þess dags sem hann fór á spíta-
lann fyrir 3 mánuðum. Afi var
mjög gáfaður og hagmæltur. Við
sem yngri og bóklærðari erum
komumst ekki í hálfkvisti við hann
í spurningaleikjum hvort sem
spurt var um landafræði, sögu eða
bókmenntir. Þá vissi hann svörin
við öllu. Eftir afa liggja ógrynni af
vísum og ljóðum sem myndu fylla
fleiri en eina bók ef tekið væri
saman. Mitt uppáhaldskvæði eftir
afa orti hann við steypuhrærivél-
ina þegar hann var kominn á ní-
ræðisaldur og fann að þrek hans
var ekki það sama og fyrr. Vísan
er svona.
Hún er farin að hröma vélin
höktir, lemur, ber.
Mín er orðin skorpin skelin
skúmað augans gler.
Yndisstundir æviélin
allt sem kemur fer.
Bleikur hestur bryður mélin
bíður eftir mér.
Afi hefur alla tíð verið mjög
heilsuhraustur og með óbilandi
minni allt til síðustu stundar. Sagt
er að þeir deyi ungir sem guðirnir
elska, en ég veit að góður guð lét
afa lifa svona langa ævi svo að við
afabörnin og langafabörnin fengj-
um að kynnast þessum dýrmæta
fjársjóði sem afi var og mun alltaf
vera í hjarta okkar allra.
Ég þakka góðum guði fyrir afa
og bið hann um að styrkja elsku
ömmu í sorg hennar.
Emilía Ágústsdóttir.
Ég var nýlega að virða fyrir
mér gamla ljósmynd. Hún var tek-
in vestur á Isafirði fyrir 86 árum
og á henni er amma mín, Guðbjörg
Bjarnadóttir, með börnin sín
fimm. Amma situr fyrir miðju, al-
varieg og raunaleg á svipinn. Hún
heldur á yngsta barninu sínu,
stúlku á fyrsta ári, í fanginu. Hin
börnin, einn drengur og þrjár
stúlkur, raða sér í kring. Öll eru
þau fallega klædd eftir þeirra tíma
tísku, brosandi og hamingjusöm að
sjá. Þau vissu ekki þegar myndin
var tekin að sorgin var á næsta
leiti. Það vissi móðir þeirra. Hún
lét taka myndina til að senda afa
mínum sem þá lá banaleguna á
sjúkrahúsi í Reykjavík aðeins 37
ára gamall. Tveimur vikum síðar
var hann látinn og alvara lífsins
blasti við systkinunum ungu.
Drengurinn á myndinni, elstur í
systkinahópnum, er Jón Kristjáns-
son móðurbróðir minn, sem nú er
látinn tæplega 96 ára gamall.
Hann var níu ára þegar faðir hans
lést, og móðir hans varð að leysa
upp heimili þeirra á Isafirði. Sjálf
fór hún í vinnumennsku með næs-
tyngsta barnið, hinar systurnar
voru teknar í fóstur af frændfólki
og vinum. Það kom í hlut Nonna
(en það var hann oftast kallaður í
fjölskyldunni) að fara í annan
landsfjórðung, alla leið að Möðru-
dal á Fjöllum. Þar bjó vinafólk
ömmu minnar sem bauð yngstu
systurinni fóstur, og Nonna að
gerast smali og matvinnungur.
Viðbrigðin voru mikil fyrir ungan
dreng úr kaupstað að fara á svo
einangraðan stað langt frá móður
og eldri systrunum. En Nonna var
ekki fisjað saman. Hann var
hraustur og ekki gefinn fyrir að
kvarta. Á yfirborðinu var hann
glettinn, en hann var dulur á við-
kvæmar tilfinningar sínar.
Snemma bar á hæfileika hans til
að setja saman vísur. Nokkrar fer-
skeytlur sem hann orti innan við
fermingaraldur lifa enn meðal fjöl-
skyldunnar, vel ortar og smellnar,
sumar býsna stríðnislegar. Eftir
tveggja ára dvöl í Möðrudal var
Nonni eitt ár á Húsavík, þaðan fór
hann upp í Mývatnssveit þar sem
hann vistaðist hjá frændfólki sínu
bæði á Gautlöndum og Arnarvatni.
Þar var hann kominn í nági’enni
við móður sína og tvær systur og
undi hag sínum vel.
En útþráin blundaði í honum og
með aðstoð Óla Vilhjálmssonar
(sem Nonni hafði kynnst á Húsa-
vík og lengi var búsettur í Kaup-
mannahöfn) komst Nonni til Dan-
merkur innan við tvítugt.
í Danmörku fékk hann vinnu á
bóndabæjum, en þar var atlætið
misjafnt og vinnuharka mikil.
Nonni þraukaði þó og gat önglað
sér saman fyrir skólavist í lýðhá-
skóla í Kerteminde á Fjóni. Þegar
Nonni kom aftur heim eftir nokk-
urra ára dvöl í Danmörku og Sví-
þjóð settist hann að á Akureyri og
bjó þar ásamt ömmu minni og
tveimur yngstu systrunum í Odd-
eyrargötu 14. Þar man ég hann
fyrst þegar ég var þriggja til fjög-
urra ára gömul. Þó hann bæri það
ekki utan á sér að hann væri
bamagæla, hændist ég mjög að
honum. Hann var líka Nonni
frændi. Hann sagði mér fyrir
nokkrum árum þegar við rifjuðum
upp þessi fyrstu kynni okkar að ég
hefði sóst eftir að sitja í fanginu á
honum „því það væri svo góð
sunnudagalykt af hárinu á hon-
um“. Nonni var fremur hár vexti,
gi’annur, ljós yfirlitum og fríður.
Hann gekk í augun á konum, sagði
amma mín, og henni fannst hann
vera seinn að festa ráð sitt. Nonni
var heppinn að bíða um sinn. Á
Akureyri kynntist hann Elísabetu
Bogadóttur, þau giftust árið 1938
og Ella, eins og við kölluðum hana,
varð gæfusól hans í lífinu.
Nonni og móðir mín Solveig,
elsta systir hans, voru um langt
skeið þau einu af systkinunum
sem búsett voru fyrir norðan og
samgangur því mikill á milli fjöl-
skyldnanna. Þá komu þau oft í
heimsókn til okkar að Munka-
þverá, Nonni og Ella, með börnin
sín fjögur og varla fórum við svo í
kaupstaðarferð til Akureyrar að
ekki væri komið við í Munkaþver-
árstræti hjá Nonna og Ellu og
þegnar góðar veitingar. Þau hjón-
in fluttust til Reykjavíkur ásamt
börnum sínum um miðjan sjötta
áratuginn, en síðustu árin hafa þau
JÓN
KRIS TJÁNSS ON
verið búsett í Grindavík. Þá kom
Nonni stundum í kaupstaðarferðir
til Reykjavíkur. Eftir að Kringlan
kom til sögunnar fannst Nonna —
gaman að koma þar og sitja á
bekk og virða fyrir sér mannlífið,
skildi ekkert í okkur sem vorum
að kvarta um hávaða og mann-
þröng þar. Hann var líka alltaf dá-
lítill heimsborgari í sér, hann
Nonni. Stundum kom hann gang-
andi langleiðina innan úr Kringlu
vestur í bæ, lagði jafnvel lykkju á
leið sína og kom við hjá Sigurði
Breiðfjörð og fleiri skáldum í
gamla kirkjugarðinum við Suður-
götu, fékk kannski innblástur á
göngunni í þrjár eða fjórar stökur
sem við hjónin fengum að heyra *
þegar hann var sestur með kaffi-
bolla inni í stofu hjá okkur á Ljós-
vallagötu. Alla ævi hélt hann
áfram að kasta fram stöku og
yrkja bráðskemmtilega gaman-
bragi, en ef ég ætlaði að fara að
skrifa á blað eitthvað af skáld-
skapnum fór hann mjög að ókyrr-
ast.
í þessum heimsóknum Nonna
finnst mér að ég hafi kynnst hon-
um best og eftir því sem aldurinn
færðist yfir hann komu oftar og
oftar upp á yfirborðið ýmsar
bernskuminningar hans, sumar
sárar, en langflestar ljúfar og
skemmtilegar, enda var Nonni
glaðsinna og kíminn að eðlisfari,
og orðheppinn. Hann bar háan al-
dur ótrúlega vel, var skýr í hugsun
og stálminnugur fram undir það
síðasta.
Ég sá Nonna í síðasta sinn fyrir
rúmum mánuði, þegar ég kom til
hans þar sem hann var rúmlig-
gjandi á sjúkrahúsinu í Keflavík.
Með mér var Eva, yngsta systir
hans, sú eina sem nú er á lífi af
systkinunum fimm, sú sem var
send með honum í fóstur í Möðru-
dal á Fjöllum þegar þau voru
börn. Þau fóru að rifja upp*
bernskuminningar sínar og Eva
sagði hlæjandi að fyrsta minning
sín væri um það þegar Nonni var
að stríða henni i bæjargöngunum.
„Manstu ekki eftir því?“ spurði
hún. „Jú, jú“ sagði Nonni, og svo
bætti hann við: „En ég verndaði
þig líka fyrir grimma hananum á
bænum.“ Hann þagði um stund og
sagði svo á lægri nótunum: „Mað-
ur varð auðvitað að vernda litla
barnið." Þessi frásögn finnst mér
eftir á að sé táknræn fyrir líf
Nonna og þá tvo þætti sem voru
ríkastir í skapgerð hans; annars
vegar glettni og stríðni, og hins
vegar viðkvæmni og umhyggja
fyrir þeim sem minna máttu sín.
Með þessa mynd í huga kveð ég
Nonna frænda með þakklæti fyrir
löng og góð kynni.
Kristín Jónsdóttir.
Mig langar að minnast vinar
míns Jóns Kristjánssonar í fáein-
um orðum. Ég kynntist Jóni fyrir
allnokkrum árum þegar ég kom á
heimili hans og Elísabetar í Þór-
kötlustaðahverfinu í Grindavík, ás-
amt Hjalla vini mínum.
Mér líkaði strax vel við þennan
hressa mann og kunni vel að meta
kímni hans. Jón var mjög fróður
maður og hafði frá mörgu
skemmtilegu að segja frá fyrri tíð. .
Hann var hagyrðingur góður og
snaraði oft fram skemmtilegum
vísum.
Ég hafði mjög gaman af að
koma á heimili hans og oftast tók-
um við í spil. Þau hjónin höfðu
yndi af spilamennsku og var það
ekki síst þess vegna ásamt ljúf-
mennsku þeirra beggja sem ég
laðaðist að þeim. Þau tóku alltaf
innilega á móti mer og gestrisni
var í fyrirrúmi. Ég hafði mikla
ánægju af að færa Jóni súrmat
sem hann kunni vel að meta.
Aldrei varð maður var við kyns-*?
lóðabil í samskiptum við þau hjón
og voru þau ung í anda og oft var
spilað lengi frameftir.
Ég mun sakna þessara góðu
stunda og kveð minn gamla vin.
Guð blessi minningu hans.
Elsku Elísabet, Grétar, Hjalli
og aðrir ástvinir, megi Guð styi’kja
ykkur í sorginni.
Bjarni Ólason.