Morgunblaðið - 27.11.1999, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 51
hafði kvöldið áður verið við
kistulagningu hennar og kvatt þar
eiginkonu sína og vin um sextíu ára
skeið.
Þau Elli Gústa, en undir því nafni
gekk hann oftast, og Sigrún eignuð-
ust ellefu börn, sem öll eru mikið
mannkostafólk svo og afkomend-
umir allir. Ég tek undir með Ester
tengdadóttur þeirra þar sem hún
segir í minningargrein um Sigrúnu:
„Og hvílíkt uppeldi sem þessi böm
hafa fengið.“
Elli og Sigrún bjuggu í þriggja
herbergja íbúð mestallan sinn bú-
skap og mætti ætla að oft hefði verið
þröngt á þingi, því einhver fyrir-
gangui- hlýtur að hafa verið í öllum
þessum hraustu og tápmiklu krökk-
um og er ég hræddur um að félags-
málafulltrúar nútímans væm famir
að gera athugasemdir við þrengsli
og þessháttar. En þar var nú öðra
nær, allt var hreint, nægur matur á
borðum, allt vel skipulagt á allan
hátt og þetta uppeldi hefur komið
krökkunum öllum til góða á lífsleið-
inni.
Elli vann lengst af hjá Siglufjarð-
arkaupstað, í Rauðku sfldarverk-
smiðju bæjarins og síðar áhaldahús-
inu þar sem hann annaðist viðgerðir
á vatnslögnum, sem víða vora illa
famar. Hann sinnti og eftirliti með
vatnsdælustöðinni sem staðsett er
innarlega í firðinum. Hann þurfti þá
gjaman að ganga þangað bæði
kvölds og morgna og jafnvel oftar ef
tilefni var til vegna bilana. Þetta var
góður spotti að ganga í kafaldssnjó
og misjöfnum veðram. Nú er þessi
leið alltaf radd til að bæjarbúar og
aðrir komist á skíði. Þessu starfi
gegndi hann af samviskusemi eins
og öðram þeim störfum sem hann
tók sér fyrir hendur á lífsleiðinni.
En samt var það nú þannig að ein-
hverjir öfunduðu hann af yfirvinn-
unni sem því fylgdi að fylgjast með
dælunum á kvöldin, því ég minnist
þess vel að þegar ég var að byrja að
starfa að bæjarmálum einhvern-
tímann fyrir 1970, að fundarmenn á
fundi í flokknum mínum spurði þá-
verandi bæjarstjóra um það, hvem-
ig á þvi stæði að Elli sæti einn að
þessari vinnu. Svar bæjarstjórans
þáverandi er mér mjög minnisstætt
og sagði allt sem segja þarf um þann
mannkostamann: „Þetta er starfíð
hans Ella og sinnir hann því vel, ég
sé ekki ástæðu til að skipta því
neitt.“ Meiri umræður urðu ekki um
málið. Þarna veit ég að bæjarstjór-
anum var hugsað til dugnaðar
þeirra Sigrúnar og Ella við að koma
á legg svo stórum bamahópi og
aldrei nema á eigin verðleikum.
Síðustu starfsárin vann hann við
eftirlit með brennsluþrónni á
ströndinni, þar hittumst við oft og
áttum gjarnan gott samtal um
landsins gagn og nauðsynjar. A
gamlársdag kom ég gjaman með
vindil og bjór þau ár sem hann starf-
aði þama og þótti honum hvort-
tveggja gott við hátíðleg tækifæri,
þó ávallt hafi hann gengið mjög
hægt um þá hluti. Eftir að Elli hætti
störfum hittumst við helst í spari-
sjóðnum þar sem hann kom, allt til
hins síðasta, tii að sinna sínum mál-
um í þeim efnum, og aldrei setti ég
mig úr færi um að fá hans þétta
handtak og eiga við hann nokkur
orð.
Kæra vinir. Við Ásdís vottum
ykkur í fjölskyldunni innilega sam-
úð á erfiðum tímamótum, en sam-
gleðjumst ykkur jafnframt yfir að
eiga jafn góðar minningar um kær-
leiksríka foreldra.
Björn Jónasson.
Formáli minn-
ingargreina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði uppl.
um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, er fæddur, hvar
og hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og böm,
skólagöngu og störf og loks
hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingai- komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
FRIÐRIK SIGURÐUR
ÁRNASON SIGURÐSSON
+ Friðrik Árnason
var fæddur á
Kjarvalsstöðum í
Hjaltadal 23. apríl
1922. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 16. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Ámi Sveinsson, f.
30. október 1892, d.
23. október 1965, og
Sigurveig Friðriks-
dóttir, f. 21. október
1896, d. 5. ágúst
1990, búandi hjón á
Kálfsstöðum í
Hjaltadal. Systkini Friðriks vom
Una Þorbjörg Ámadóttir, f. 28.
maí 1919, d. 5. febrúar 1982, og
Ámi Hólmsteinn, f. 18. septem-
ber 1923, búsettur á Sauðár-
króki.
Friðrik fluttist ársgamall að
Áin fellur langan veg frá upp-
tökum til ósa, sums staðar bratt
og með galsa, annars staðar hæg
og lygn, stundum með þungum
síganda og sums staðar hættu-
lega í flúðum og fossum. Loks
hverfur hún til hafsins og er ekki
meir. Aldrei er hún kyrr, jafnvel
þótt hún sýnist svo, en rennur án
afláts að ósi sínum. Allt sem á sér
upptök á líka sinn endi. Þannig
fer um ævi mannsins, sem á sér
upptök við fæðingu, en hverfur
að síðustu til moldarinnar. Ævi-
brautin er misjöfn eins og farveg-
ur árinnar, stundum brött, stund-
um lygn og slétt, stundum liggur
leiðin um háskalegar flúðir, en
endar alltaf við skaut jarðar og
sameinast gengnum kynslóðum
sem líkja má við hafið.
Þeim fækkar jafnt og þétt
Hjaltdælingunum sem voru í
blóma lífsins þegar ég var að al-
ast upp í dalnum á árunum milli
1950 og 1960. Það er óbreytilegur
gangur tilverunnar og sá dómur
sem allir verða að lúta.
Aðfaranótt þriðjudagsins 16.
nóvember sl. lést á sjúkrahúsi
Reykjavíkur Friðrik Árnason frá
Kálfsstöðum, einn þeirra manna
sem mörkuðu umhverfið á upp-
vaxtarárum mínum.
Kálfsstaðaheimilið hafði í mín-
um augum nokkra sérstöðu í
Hjaltadal á þeim árum. Þar
bjuggu þá roskin hjón með börn-
um sínum þremur, sem öll voru
uppkomin, en ógift. Heimilið var
menningarheimili, þar voru bæk-
ur lestrarfélagsins geymdar og
lánaðar út, heimilisfólkið víðsýnt,
gestrisið og viðræðugott og þar
léku menningarlegir straumar,
sumir komnir utan úr stóra heim-
inum eða ^a.m.k. að sunnan.
Bræðurnir Árni og Friðrik unnu
á búi foreldra sinna á sumrin, en
á veturna skiptust þeir á að fara
suður á vertíð eða á Völlinn, sem
þá var kallað. Friðrik vann
marga vetur á Keflavíkurflugvelli
og komst þar í snertingu við ann-
an heim og veruleika en þekktist
heima í Hjaltadal. Af sjálfsnámi
komst hann allvel niður í enskri
tungu og kunni að mörgu leyti
vel við sig í þessu umhverfi.
Friðrik var 25 árum eldri en ég
og sem krakka og unglingi þótti
mér alltaf nokkuð meiri heims-
mannsbragur á honum en flestum
öðrum nágrönnum. Hann þekkti
Ameríkana og reykti sígarettur
þegar gamlir sveitamenn nöguðu
pípu sína. Þeir bræður áttu jeppa
og höfðu kynnst ýmsu í heimin-
um, sem sveitadrengurinn hafði
aðeins óljósa hugmynd um að
væri til einhvers staðar langt í
burtu. Og norður í Hjaltadal bár-
ust merkilegir hlutir sem aldrei
höfðu sést þar áður, komnir úr
Sölunefnd varnarliðseigna.
Búskapurinn höfðaði ekki sér-
staklega til Friðriks og hann vildi
víkka sinn sjóndeildarhring.
Hann var mjög músíkalskur og
lærði að spila á orgel hjá Páli Er-
lendssyni á Þrastarstöðum og
Kálfsstöðum og átti
þar heima til 42 ára
aldurs, fluttist þá
ásamt fjölskyldunni
til Sauðárkróks, en
hélt árið 1966 til
Reykjavíkur. Þar
rak hann bílasölu
um nokkurra ára
skeið, var síðan
lengi leigubifreið-
arstjóri á Hreyfli,
en síðustu mánuð-
ina fram að sjötugu
vann hann í þvotta-
húsi Landakotsspít-
ala.
Friðrik var ókvæntur og barn-
laus, en var um 17 ára skeið í
sambúð með Svövu Guðjónsdótt-
ur._
Utför Friðriks verður gerð frá
Sauðárkrókskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Eyþóri Stefánssyni á Sauðár-
króki. Var hann um tíma organ-
isti í Viðvíkur- og Hofstaðakirkju
og æfði þá kirkjukór og einnig
lítinn karlakór í Hjaltadal vetur-
inn 1949-1950.
I Friðriki mun hafa blundað
nokkur tilhneiging til viðskipta
og jafnvel brasks og þegar hann
fluttist suður 1966 komst hann í
vinnu á Vellinum, en 1968 mun
hann hafa farið til Reykjavíkur,
keypti sér þá íbúð að Vífilsgötu
12, sem hann átti um tíu ára
skeið, og fór þá fljótlega að vinna
á bílasölunni í Borgartúni 1, sem
hann keypti síðan sumarið 1969
og rak þá starfsemi einn síns liðs
að mestu næstu þrjú árin. Hafði
hann allgóða peningalega afkomu
með mikilli vinnu, en einn maður
sem rekur fyrirtæki verður sjálfs
sín þræll og Friðrik fann að þetta
gat ekki gengið til lengdar svo að
hann seldi bílasöluna og fór að
starfa sem sölumaður á bílasölu
Guðmundar á Bergþórugötu 1,
þar sem hann vann á árunum
1972-1976. Þá byrjaði hann að
aka leigubíl á Hreyfli, lengi fyrst
hjá öðrum, en fékk sjálfur at-
vinnuleyfi árið 1982 og ók leigubíl
alfarið fram til 1981. Þá um
haustið fór hann að vinna í
þvottahúsi Landakotsspítala. Þar
var hann þó einungis nokkra
mánuði og hætti störfum í jan-
úarlok 1992, skilaði þá jafnframt
inn atvinnuleyfi sínu sem leigu-
bílstjóri og settist í helgan stein.
Á seinni árum lifði Friðrik
löngum kyrrlátu lífi og hafði ekki
mikið um sig. Bakkus hafði um
skeið orðið honum erfiður í sam-
búð, en hann hafði fyrir löngu
sagt skilið við hann að fullu,
gerðist heimakær og vildi þá lítið
ferðast. Síðasta eitt og hálfa árið
bjó Friðrik einn í lítilli íbúð í
Furugerði 1 í Reykjavík.
Vinum og aðstandendum Frið-
riks votta ég samúð mína og
þakka þá dýrmætu kynningu sem
ég fékk af honum og fjölskyldu
hans.
Hjalti Pálsson frá Hofí.
+ Sigurður Sig-
urðsson fæddist
31. ágúst 1934.
Hann lést 21. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Sigurður
Bjarnason og Anna
Sigurðardóttir er
þjuggu í Brekku-
koti í Þingi. Sigurð-
ur var næstyngstur
af sjö börnum
þeirra. Systkini
hans voru: Bjarni,
Sigþór, Hulda,
Baldur, Svavar og
Þorbjörn. Bjarni, Hulda og
Baldur eru öll látin.
Sigurður var tvíkvæntur.
Hann Daddi er dáinn. Okkur
setti hljóð.
Við vissum sem var að hann gekk
ekki heill til skógar, en að kallið
kæmi núna, því áttum við ekki von
á. Við vinnufélagar í Sölufélagi
Austur-Húnvetninga kvöddumst
að venju og óskuðum hver öðrum
góðrar helgar föstudaginn síðast-
liðinn en síðastliðinn sunnudags-
morgun kvaddi hann þetta jarðlíf á
sinn hljóðláta hátt er hann gekk til
hrossa sinna.
Daddi var í hjarta sínu bóndi og
stundaði hann búskap mestan hluta
starfsævi sinnar. Hann unni sveit-
Fyrri kona hans
var Ragnheiður
Pétursdóttir. Hún
lést árið 1962. Sig-
urður og Ragnheið-
ur eignuðuðust
fjögur börn: Bjarn-
hildi, Önnu Huldu,
Ingibjörgu og Sig-
urð Pétur. Seinni
kona Sigurðar var
Jóhanna Blöndal.
Þau slitu samvist-
um. Dætur Sigurð-
ar og Jóhönnu eru
Kristín og Bryndís.
títför Sigurðar
fer fram frá Blönduóskirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
14.
inni og fénaði og var góður skepnu-
hirðir og hestamaður, átti alltaf
góða hesta.
I rúman áratug vai- Daddi starfs-
maður Sölufélags Austur-Húnvetn-
inga. Hann var góður vinnufélagi,
lipur í verki og alltaf tilbúinn að
rétta hjálparhöbnd þar sem þurfti.
Glaðlyndur var hann og jafnlyndur
og sá oft broslegu hliðarnar á til-
veranni. Daddi hafði góða söng- . *
rödd og mikið yndi af söng.
Kæri vinur, við þökkum þér sam-
fylgdina og biðjum guð að blessa
allt þitt fólk.
Samstarfsfólk SAH.
+
Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
BERTA JAKOBSDÓTTIR,
Melbraut 19,
Garði,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn 25.
nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ólafur Tryggvason,
Aðalbjörg Valentínusdóttir,
Guðríður S. Brynjarsdóttir, Pálmi Steinar Guðmundsson,
Sigríður Brynjarsdóttir,
Borgar Brynjarsson,
Brynjar Ólafsson, Birgitta B. Bjarnadóttir
og barnabörn.
t
Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
KRISTBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR,
frá Breiðabólstað, Vestmannaeyjum,
Lundarbrekku 8, Kópavogí,
sem lést á Landakoti miðvikudaginn 24. nóv-
ember, verður jarðsungin frá Digraneskirkju
fimmtudaginn 2. desember kl. 15.00.
Leó Ingvarsson,
Elín G. Leósdóttir, Konráð Guðmundsson,
Fjóla Leósdóttir, Guðjón Þorvaldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
r
1
Jólaljós
Gufuneskirkjugarði
Kveikt verður á leiðaljósum í garðinum
kl. 17.00 fyrsta sunnudag í aðventu sem nú
er 28. nóvember.
Upplýsingar, varðandi lýsingu á leiðum,
verða veittar í garðinum í dag og á morgun.
Starfsmenn
Rafþjónustunnar Ljóss.