Morgunblaðið - 27.11.1999, Side 52
52 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999
MINNINGAR
MOR.GUNBLAÐIÐ
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓN JÚLÍUS SIGURÐSSON,
fyrrv. útibússtjóri
Landsbanka l'slands,
Hæðargarði 29,
Reykjavík,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 25. nóvem-
ber. Jarðarförin verður 7. desember nk. Nánar auglýst síðar.
Halldóra Bergljót Jónsdóttir,
Guðrún Júlía Jónsdóttir,
Þórður Jónsson,
Ólafía Hrönn Jónsdóttir,
Sigríður Ragna Jónsdóttir,
Ágúst Þorbjörnsson,
Sigurður Grétar Ragnarsson,
Stefanía G. Jónsdóttir,
Örn Johnson,
Auðunn Atlason,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JAKOB H. RICHTER,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 29. nóvember kl. 10.30.
Stefán J. Richter,
Kristjana Richter, Vilhelm H. Lúðvíksson,
Guðmundur Richter, Jóhanna Richter,
Sigrún Richter, Ólafur Örn Haraldsson,
Jakob H. Richter
Helga Jóhannesdóttir
og önnur barnabörn.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
ERLA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Flatey,
Safamýri 45,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum föstudaginn
26. nóvember.
Gunnlaugur B. Óskarsson,
Guðmundur Gunnlaugsson, Greta S. Svavarsdóttir,
Óskar Bragi og Ingvar Geir Guðmundssynir
+
Eiginmaður minn,
PÉTUR B. GEORGSSON,
Búlandi 2,
lést fimmtudaginn 25. nóvember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún S. Gunnarsdóttir.
+
Bróðir okkar,
EINAR JÓNSSON,
frá Suðureyri í Tálknafirði,
er látinn.
Útför hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð.
Fyrir hönd vandamanna,
Steinunn Jónsdóttir,
Margrét Möller.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
bróður okkar og mágs,
JÓHANNESAR ÓLAFSSONAR,
Norðurbrún 34,
Reykjavík.
Oddný Ólafsdóttir Frederiksen, Jens Frederiksen,
Gestur Ólafsson,
Elín Þorgerður Ólafsdóttir,
Jóna Ólafsdóttir,
Yngvi Ólafsson,
Óttar Ólafsson,
Monika Kuss,
Grétar Ottó Róbertsson,
Helgi Valdimarsson,
Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir,
Sigríður G. Valdimarsdóttir.
ÞÓRARINN
GUÐLA UGSSON
+ Þórarinn Guð-
laugsson fæddist
í Fellskoti í Biskups-
tungum 11. nóv.
1909. Hann lést á
Sjúkrahúsi Suður-
lands 17. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Guðlaugur
Eirfksson, bóndi í
Fellskoti, f. 17.8.
1867, d. 27.5. 1940,
og Katrín Þorláks-
dóttir, húsmóðir frá
Mýrarhúsum við
Hafnarfjörð, f.
11.12. 1870, d. 7.10. 1945. Syst-
kini Þórarins voru níu talsins,
öll látin: Þóra f. 8.7. 1896, Eirík-
ur, f. 20.7. 1898, Eyþór, f. 29.11.
1899, Margrét, f. 6.5. 1901, Þor-
lákur, f. 1.2. 1903, Eyrný, f. 4.9.
1905, Guðrún, f. 30.10. 1907,
Sigríður, f. 25.10. 1912, Eiríkur
yngri, f. 14.4.1915.
Hinn 24. nóvember 1943
kvæntist Þórarinn eftirlifandi
eiginkonu sinni, Katrínu Þor-
steinsdóttur, f. 18.9. 1915. Hún
er dóttir Þorsteins Finnboga-
sonar, kennara frá Hjallanesi í
Landsveit, og Jóhönnu Greips-
dóttur frá Haukadal í Biskups-
tungum. Börn Þórarins og Katr-
ínar eru: 1) Katrín, f. 21.9. 1945,
starfsmaður á Blesastöðum, var
gift Guðmundi Gíslasyni. Börn:
Gísli Gunnar, Eirík-
ur, d. 1998, Sigurð-
ur og Rúnar. 2)
María, f. 17.3. 1947,
bókari hjá Biskups-
tungnahreppi, gift
Kristni Antonssyni,
bónda í Fellskoti.
Börn: Sigurlína,
Þórarinn og Líney.
3) Guðlaugur, f.
25.9. 1950, bflstjóri
hjá SBS, sambýlis-
kona Anna Rögn-
valdsdóttir. Sonur
hans er Hilmir. 4)
Þorsteinn, f. 11.12.
1953, húasasmíðameistari, sam-
býliskona Guðrún Sveinsdóttir.
Börn: Valgeir og Smári. 5) Ey-
vindur, f. 31.10. 1955, fram-
kvæmdastjóri hjá Sólningu,
sambýliskona Guðrún Þorsteins-
dóttir. Börn: Þorsteinn Þór og
Einar Karl. Barnabarnabörnin
eru 13 talsins.
Þórarinn var fæddur í Fells-
koti og átti þar heima alla tíð.
Hann var til sjós á yngri árum
og vann einnig í Reykjavík í
nokkur ár. Hann tók við búi föð-
ur síns í Fellskoti 1940 og stund-
aði þar búskap til 1978 er
tengdasonur hans, Kristinn
Antonsson, tók við búinu.
Utför Þórarins fer fram frá
Skálholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elsku afi. Eftir góða ævi hefur
þú nú kvatt þennan heim. Það eru
margar minningarnar sem koma
upp í hugann við fráfall þitt. Það
var alltaf gott að koma og vera hjá
ykkur ömmu. Þið voruð alltaf til-
búin að hlusta og reyndust ætíð vel.
Það var líf og fjör í sveitinni og
gaman að hjálpa til við útiverkin.
Við afi gengum oft saman í fjárhús-
in að gefa kindunum eða austur í
Túndal að gefa hænsnunum. Afi
gekk með hendurnar í ullarvettl-
ingum sem höfðu tvo þumla, í kross
fyrir aftan bak og við reyndum auð-
vitað að gera eins.
Hestamir voru líf og yndi afa og
höfum við heyrt frá eldra fólki að
hann hafi verið mikill hestamaður
og alltaf vel ríðandi. Hann hélt
þeim áhuga alla tíð. Hann var alltaf
vel heima þegar talið barst að
tamningum hrossanna í Fellskoti.
Heimsóknirnar tii ömmu og afa
voru ófáar og stundum nokkrar á
dag. Hvert einasta viðvik var vel
launað og þakkað. Seinna komu
barnabarnabörnin og þeim fannst
líka jafngott að heimsækja afa.
Hann átti alltaf nammi í skúffunni
sinni. Það var spennandi stund
meðan börnin biðu þögul eftir mol-
anum eins og afi kallaði sælgætið.
Afi gaf sér góðan tíma í að opna
skúffuna og ná í pokann og útdeila
molunum.
Minningarnar gleymast aldrei,
elsku afi. Við kveðjum þig og þökk-
um fyrir allar góðu samverustun-
dirnar.
Elsku amma, við biðjum góðan
guð um að styrkja þig og okkur öll í
sorginni.
Sigurlína og Líney.
Þegar ég frétti lát Þórarins í
Fellskoti komu í hugann minningar
frá æskuárunum er ég var að alast
upp í vesturbænum á Vatnsleysu,
um fölskvalausa og einlæga vináttu
foreldra minna við Fellskotsheimil-
ið, sem við afkomendur höfum notið
síðan. Þar sem jarðirnar lágu sam-
an hlutu samskiptin að verða mikil
og margvísleg öllum til ávinnings.
Því var það alltaf spennandi að
komast í sendiferðir í Fellskot og
hitta fyrir foreldra Þórarins, það
var upplifun fyrir lítinn strák,,
staula". Þau kunnu að tala við börn
sem jafningja sína, uppörva og
fræða, með sinni ljúfmannlegu
framkomu. Þegar erindi var lokið
og haldið heim var ævinlega stung-
ið í lófann eða vasa kandísmola eða
kleinu.
Þau sköpuðu þann frjálsa og
glaðværa heimilisblæ, sem Þóra-
rinn og níu systkini ólust upp við,
þar sem ákveðin festa ríkti í ölium
heimilisháttum. Arið 1940 tók
Þórarinn við búsforráðum af öldr-
uðum foreldrum sínum enda hafði
hann unnið í föðurgarði utan að
stunda sjóróðra nokkrar vertíðir.
Það varð honum til þroska að kynn-
ast svo ólíkri atvinnugrein og nýju
fólki sem lifði við allt önnur skil-
yrði.
Þremur árum síðar var hann
kominn með lífsförunautinn góða,
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
EiNAR INGIMAR HELGASON,
Þórólfsgötu 12a,
Borgarnesi,
verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju mánu-
daginn 29. nóvember kl. 14.00.
Ingiríður Kristmundsdóttir,
Salóme Marta Einarsdóttir, Kristján Sigurðsson,
Helgi Sigurvin Einarsson, Halldóra Guðrún Ólafsdóttir,
Sigrún Einarsdóttir, Jóhann Pálsson,
Ingveldur Einarsdóttir, Ólafur Gunnarsson,
Jón Einarsson, Inga Jóna Guðlaugsdóttir,
Kristmundur Einarsson, Eygló Anna Þorkelsdóttir,
Guðmundur Ingi Einarsson
og barnabörn.
hana Katrínu Þorsteinsdóttur,
heim í Fellskot, þar sem hún stóð
farsællega við hlið hans í fimmtíu
og sex ár.
Þá voru bændur rétt að jafna sig
eftir kreppuna miklu. Ekki man ég
nú eftir því að stríðsgróðinn
streymdi út í sveitirnar samt var
vor í lofti, hyllti undir betri tíð, en
það varð nú langt í vorið. Þegar
bændur í Tungunum á þessum tíma
voru að ræða mál sem horfðu til
framfara og heilla, fengu þeir alltaf
einhuga jákvæðar undirtektir.
Hver bóndi hafði sinn sérstaka
persónuleika, allir merktir því að
vinnuálagið var mikið, en allir voru
glaðir og ánægðir, samkenndin ein-
stök.
Eg horfi stoltur en með söknuði á
eftir þessu bændafólki, sem hverf-
ur eitt af öðru til æðri starfa Guðs
um geym. Þetta var þeirra köllun
að sýsla við búféð og finna mátt
moldarinnar. Þórarinn og hans
kynslóð voru svo sannarlega
brautryðjendur í þeirri framfara
byltingu, sem orðin er. Fellskots-
hjónin voru engir eftirbátar í því að
breyta og bæta, byggja og rækta.
í Fellskoti hefur alla tíð verið
gestkvæmt, öllum tekið fagnandi
og veitt af rausn.
Eftir nær fjörutíu ára búskap
urðu enn kynslóðaskipti í Fellskoti
er María dóttir þeirra og Kristinn
Antonsson eiginmaður hennar,
hafa haldið áfram uppbyggingunni
af myndarskap, ræktað skóg til
skjóls og prýði og er Fellskot nú
eitt fegursta býli í sveitinni.
Tign og fegurð öræfanna heillaði
Þórarin mjög, enda hefur starf
bóndans ætíð tengst þessum heill-
andi heimi, við smölun sauðfjár.
Var það tilhlökkun árið út, frá því
síðasta ferð var farin.
Hann var í tíu manna hópi, sem
fór í eftirsafn, með sömu félögunum
um árabil. Til að bæta ánægju
dagsins voru haldnar kvöldvökur,
þar sem sagðar voru margar
skemmtisögur, kveðið og umfram
allt sungið af hjartans lyst. En
söngurinn var honum gleðigjafi
enda hafði hann háa og bjarta ten-
óiTödd og var einkar tónvís. Hér
fylgir ein vísa, sem varð til á slíku
kvöldi, eftir foringja þessa hóps
Þórð Kárason.
Nóttin vart mun veróa löng,
vex mér hjarta styrkur.
Inni er bjart við yl og söng,
úti er svarta myrkur.
Hann kunni líka sögur af erfið-
leikum og jafnvel mannraunum.
Þórarinn eignaðist ungur að ár-
um fyrsta hestinn. Varð fljótt ann-
álaður fyrir snilli sína við tamning-
ar og reiðmennsku. Prati
reiðhesturinn- hans var einn allra
mesti gæðingur sem Tungnamenn
muna. Eg treysti mér ekki til að
lýsa fegurð og snilli hans, verð því
að fá að láni eina ljóðlínu. „Hestur-
inn skaparans meistara mynd.“ -
E.B. Það var gott að eiga slíkan
dýrgrip, leggja við hann beisli og
hnakk eftir eril dagsins, ríða norð-
ur Fellskotsholtið jafn vel lengra
og finna unaðinn hríslast um hverja
taug. Þá áttu knapi og hestur eina
sál. Hann var líka einn af aðal-
hvatamönnum að stofnun hesta-
mannafélagsins Loga, vann því fé-
lagi af einlægum áhuga og var
gerður að heiðursfélaga.
HeimOið var Þórarni heilagur
friðarreitur en konan og börnin
voru honum lífíð sjálft.
Þórarinn var gæfumaður. Fékk
að halda andlegri reisn til hinstu
stundar. Gott er að eiga í huganum
mynd af honum á heimili sínu við
síðustu samfundi í Fellskoti er
hann varð níræður, þar sagði hann
góðar sögur úr sveitinni frá liðinni
tíð og enn voru fjallferðir ofarlega í
huga. En umfram allt áttum við að
njóta veitinganna. Komin var lítil
langafastúlka í bæinn sem átti að fá
nafn þremur dögum síðar. Það
verður sjónarsviptir að sjá ekki
hvíthærða öldunginn ganga um
hlöðin í Fellskoti.
Við hjónin sendum Katrínu og
öðrum ástvinum innilegar samúð-
arkveðjur.
Góður vinur er kvaddur, með
virðingu og þökk. Guð blessi þig.
Björn Erlendsson.