Morgunblaðið - 27.11.1999, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 55
Framtíð Ríkis-
útvarpsins
30 ára afmæli
Félags einstæðra '
foreldra
AÐ undanförnu hef-
ur verið nokkur um-
ræða á opinberum
vettvangi um rekstr-
arform Ríkisútvar-
psins. Jón Asgeir Sig-
urðsson, formaður
Starfsmannasamtaka
Ríkisútvarpsins, ritaði
grein í Morgunblaðið
19. nóvember, þar sem
hann leggst eindregið
gegn hugmyndum um
að gera Ríkisútvarpið
að hlutafélagi. Undir-
ritaður telur á hinn
bóginn mikla nauðsyn
á róttækum breyting-
um á rekstrarformi Ríkisútvar-
psins eigi það að geta valdið því
mikilvæga hlutverki sem því hefur
verið falið að gegna.
Gömul lög
Lög um Ríkisútvarpið eru frá ár-
inu 1985 og löngu orðin þörf á að
endurskoða þau, enda hafa orðið
miklar breytingar í fjölmiðlun á
þessum fjórtán árum.
Starfsmenn Ríkisútvarpsins hafa
tekið þátt í þessari umræðu og inn-
an stofnunar hafa starfað tveir
starfshópar, sem hafa unnið tillög-
ur að beiðni útvarpsstjóra. Starfs-
hóparnir komust báðir að þeirri
niðurstöðu að það væri Ríkisútvar-
pinu fyrir bestu að því yrði breytt
úr stofnun í hlutafélag, sem væri að
fullu í eigu ríkisins. Undimtaður
tók þátt í starfi beggja þessara
hópa og gengst fúslega við því að
hafa talað fyrir hlutafélagavæðingu
Ríkisútvarpsins. Það er á hinn bóg-
inn ofmælt hjá Jóni Asgeiri að und-
initaður hafi „...sjálfur sagt frá því
að það hafi verið hann sem fékk
hópinn til að mæla með breytingu í
hlutafélag.“ Vissulega var undirrit-
aður hvatamaður að því að þessi til-
laga var í niðurstöðum stai-fshóp-
anna, en báðir starfshóparnir voru
einhuga um þessa tillögu.
Röksemdir fyrir
RíkisútvaiTiinu hf.
Helstu röksemdir fyrir því að
breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag
má finna í skýrslu starfshóps sem
starfaði undir forystu Eyjólfs
Valdimarssonar. Þar segir m.a.:
„Frá sjónarmiði Ríkisútvarpsins
verða ný lög því að tryggja að það
geti brugðist við nýjum, ófyrirséð-
um aðstæðum með skjótum hætti.
Það er skoðun hópsins að það verði
best gert með því að Ríkisútvarpið
verði gert að hlutafélagi í eigu rík-
isins. Þannig verði rekstrarlegur
sveigjanleiki best tryggður.
Það þarf ekki að þýða að breyt-
ing verði á eðli hlutverks Ríkisútv-
arpsins, þ.e. að vera almannaþjón-
ustu útvarps- og sjónvarpsstöð
(„public service broadcaster").
Slíkt getur löggjafinn tryggt ann-
aðhvort með sérstökum lögum um
hlutafélagið Ríkisútvarpið, þar sem
réttindi, ábyrgð og skyldur eru
skilgreind, eða með sérstökum
samningi við stofnunina. Þetta fyr-
irkomulag er nú í Svíþjóð og Nor-
egi en þar eru SVT/SR/UR og
NRK eingöngu fjármögnuð með af-
notagjöldum.
Röksemdir fyrir Ríkisútvarpinu
hf.:
- Almennt betra rekstrarum-
hverfi, breyttur hugsunarháttur yf-
irmanna og starfsmanna í fyrirtæki
sem býr við sömu skilyrði og einka-
fyrirtæki.
- Skilvirkari stjórnun; hraðari og
auðveldari ákvarðanatökur, svo
sem varðandi hagræðingu.
- Skilvirkari starfsmannastjórn-
un.
- Frelsi til ráðstöfunar tekna og
fjárfestinga, þar með í öðrum fyrir-
tækjum.
- Frelsi til að setja upp nýja
þjónustu.
- Auðveldari aðlög-
un að síbreytilegum
markaðsaðstæðum.
I athugasemdum
með frumvarpi til laga
um stofnun hlutafé-
lags um rekstur Póst-
og símamálastofnunar
segir m.a.: „Augljóst
er að stjórnendur
sjálfstæðs íslensks
fyrirtækis á sviði póst-
og f jarskiptaþjónustu
geta á mun auðveldari
hátt brugðist við sí-
breytilegum aðstæð-
um á markaði og segja
má að sjálfstætt hluta-
félag á þessu sviði yrði að öllum lík-
indum mun arðbærara fyrirtæki,
samkeppnishæfara og jafnframt
áhugaverðari vinnuveitandi fyrir
starfsfólk en ríkisstofnun með svip-
uðu sniði og verið hefur.“
A það má einnig benda að sjálf-
stætt atvinnufyrirtæki á sviði
fjarskiptaþjónustu gæti haft sam-
starf við ýmsa aðila í formi sameig-
inlegra hlutafélaga, bæði á innlend-
um sem erlendum vettvangi. Þetta
gæti reynst hagkvæmt fyrir Póst
og síma hf., samstarfsaðila og neyt-
endur, en slíkt samstarf er nánast
útlilokað í núverandi rekstrar-
formi. „Margar af þessum röks-
emdum eiga ekki síður við um Rík-
isútvarpið en Póst og síma.
Reynist ekki pólitískur vilji til að
gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi
telur hópurinn nauðsynlegt að Rík-
isútvarpið berjist fyrir því að
löggjafinn geri skýra grein fyrir
höfuðhlutverki þess, en veiti stofn-
uninni jafnframt meira frjálsræði í
rekstri og skipulagi og hafi þannig
möguleika á að bregðast við nýjum
aðstæðum." Við þetta má bæta að
réttarstaða hlutafélags er mun
skýrari en stofnunar í eigu ríkisins.
Rök andstæðinga
Helstu rök andstæðinga breyt-
inga á rekstrarformi Ríkisútvar-
psins virðast vera hræðsla við að
Ríkisútvarpið hf. yrði fyrr eða síðar
selt.
Undirritaður fær ekki séð að
hlutafélagavæðing leiði ein og sér
til þess að pólitísk samstaða skapist
á Alþingi um sölu Ríkisútvarpsins.
Það hlýtur að vera sjálfstæð póli-
tísk spurning hvort alþingismenn
vilja að ríkið reki ljósvakamiðla
óháð formi þess rekstrar.
Ef meirihluti Alþingis ákveður
að hætta ríkisrekstri á Ijósvaka-
fjölmiðlum skiptir engu hvort Rík-
isútvarpið er hlutafélag eða stofnun
eins og nú er.
Ég fæ því ómögulega séð að form
rekstrar Ríkisútvarpsins skipti
nokkru máli varðandi spuminguna
um hvort ríkið eigi að reka ljós-
vakamiðla eða ekki.
Þá er ennfremur vandséð hvern-
ig hægt er að selja Ríkisútvarpið á
meðan það hefur leyfi til að inn-
heimta afnotagjöld. Það er skylda
að greiða afnotagjaldið og það er
því sambærilegt við skatt og það
gengur ekki að selja einstaklingum
skattheimturétt. Þá ber að hafa í
Bókhaldskerfi
KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 • Sími 568 8055
www.islandia.is/kerfisthroun
Ríkisútvarp
Þeir sem vilja styrkja
stöðu Ríkisútvarpsins
og efla hag þess hljóta
að vera því fylgjandi að
gerðar verði breytingar
á lögum um Ríkisút-
varpið, segir Bogi
Agústsson, til að auka
sjálfstæði þess, sveigj-
anleika og möguleika til
að bregðast hratt við sí-
aukinni samkeppni.
huga þann meginmun sem er á til-
gangi rekstrar Ríkisútvarpsins og
annarra ljósvakafjölmiðla; Ríkis-
útvarpið er þjónustustofnun í eigu
almennings og tilgangurinn með
rekstri þess er að veita þjónustu,
ekki að skila sem mestum hagnaði.
Það væri því væntanlega lélegur
fjárfestingarkostur.
Það breytir ekki skyldu forráða-
manna Ríkisútvarpsins að reka það
með sem hagkvæmustum hætti og
nýta fé þess sem allra best. Eftir að
hafa verið í hópi forráðamanna Rík-
isútvarpsins í rúman áratug er und-
irritaður sannfærður um að slíkt
verði auðveldara ef Ríkisútvarpið
verður hlutafélag.
Ekki flokkspólitískt mál
Þetta mál á ekki að vera flokk-
spólitískt deilumál. Að ætla starfs-
hópunum sem fjallaði um þessi mál
að vera að ganga erinda Sjálfstæð-
isflokksins og framfylgja sam-
þykktum landsfundar hans, eins og
Jón Asgeir Sigurðsson dróttar að í
grein sinni í Mbl., er út í hött. Þetta
mál hefur ekkert með hefðbundna
hægri/vinstri flokkspólitík að gera,
hvorki á Islandi né annars staðar. I
Noregi var það Verkamannaflokk-
urinn sem hafði frumkvæði að því
að breyta NRK, norska ríkisútvar-
pinu, í hlutafélag. Sænska ríkisútv-
arpið varð einnig hlutafélag á
valdatíma vinstristjórnar. Hvorki í
Noregi né Svíþjóð er litið á þetta
sem flokkspólitískt mál. í báðum
löndunum er breið pólitísk sam-
staða um ágæti hlutafélagaforms-
ins.
Þeir sem vilja styrkja stöðu Rík-
isútvarpsins og efla hag þess hljóta
að vera því fylgjandi að gerðar
verði breytingar á lögum um Ríkis-
útvarpið til að auka sjálfstæði þess,
sveigjanleika og möguleika til að
bregðast hratt við síaukinni sam-
keppni. Þeir sem ekki vilja neinar
breytingar eru í raun að krefjast
þess að hendur Ríkisútvarpsins
verði bundnar, þeir eru að ganga
erinda þeirra sem vilja Ríkisútvar-
pið dautt.
Höfundur er fréttastjóri Sjónvarps.
Mikið úrval af
fallegum
rúmfafnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sítni 551 4050
FÉLAG einstæðra foreldra,
FEF, eru landssamtök, félagið
var stofnað 27. nóvember 1969 og
er því að fagna 30 ára afmæli sínu
um þessar mundir. Þörfin fyrir
þetta félag var knýj-
andi fyrir þrjátíu ár-
um - og hún er það
enn í dag.
A þessum tíma hef-
ur félagið unnið að
hagsmunum ein-
stæðra foreldra um
land allt. Starfsemin
hefur verið margþætt
en lögð hefur verið
áhersla á að standa
vörð um hagsmuni
einstæðra foreldra og
barna þeirra á opin-
benim vettvangi s.s.
með því að kynna
stjórnvöldum afstöðu
félagsins í einstökum
málum sem snerta
einstæða foreldra og börn þeirra
og reyna að hafa áhrif á réttar-
bætur þeim til handa.
Fyrir hvern er félagið?
Félag einstæðra foreldra er op-
ið öllum sem áhuga hafa á mál-
efnum einstæðra foreldra og telja
Afmæli
Félag einstæðra for-
eldra, segir Þóra B.
Guðmundsdóttir, er öll-
um opið, sem áhuga
hafa á málefnum þeirra.
sig geta lagt málefninu lið á einn
eða annan hátt. Félagið samans-
tendur af einstæðum mæðrum,
einstæðum feðrum, forsjárlausum
foreldrum og fólki sem áður var
einstætt en er komið í sambúð í
dag. Öll vinnum við að sama
markmiði en það er að börn ein-
stæðra foreldra alist upp við sem
best skilyrði burtséð frá hjúskap-
arstöðu foreldra sinna.
Þjónusta
Félagið hefur á sínum snærum
félagsráðgjafa og lögfræðing sem
veita félagsmönnum ráðleggingar
endurgjaldslaust í ýmsum málum
svo sem varðandi skattaframtal,
fjármál, lögfræðileg álitamál og
umgengnismál. Hægt er að panta
tíma á skrifstofunni til að notfæra
sér þá þjónustu. Viðtalstímar eru
á þriðjudögum.
Félagið á og rekur neyðar- og
bráðabirgðahúsnæði fyrir félags-
menn, í tveimur húsum félagsins
eru 20 íbúðir þar sem geta búið
tuttugu foreldrar með börn sín.
Fréttabréf
Félag einstæðra foreldra held-
ur 3 félagsfundi á ári og 1 aðal-
fund. I aðdraganda þessara funda
gefur félagið út fréttabréf sem
sent er til félagsmanna. Allir fé-
lagsmenn geta notfært sér þann
vettvang til að koma skoðunum
sínum á framfæri eða brydda upp
á nýjungum í starfinu. Með út-
gáfu fréttabréfsins sköpum við
okkur vettvang umræðu, kynnum
starfsemi félagsins
og beinum sjónum
okkar að þeim málum
sem brýnust enx
hverju sinni. Einnig
auglýsum við þá
styrki sem veittir eru
á hverju ári og allar
nýjungar í félagslífi.
Námssjóður
Eftir ýtarlega
könnun sem Rauði
kross íslands gerði
árið 1994 á stöðu ým-
issa þjóðfélagshópa,
kom fram að ungar
ómenntaðar einstæð-
ar mæður væru verst
setti hópurinn í þjóð-
félaginu. Af því tilefni ákvað Fé-^
lag einstæðra foreldra að koma á''
stofn námssjóði, sem Rauði
krossinn á aðild að. Félaginu
tókst að úthluta úr þessum sjóði í
fyrsta skipti haustið 1996 og er
þetta því fjórða árið sem úthlutun
fer fram. Úthlutað er bæði haust
og vor, - auglýst er eftir umsókn-
um í Éréttabréfi FEF og Morg-
unblaðinu.
Skrifstofa
Félag einstæðra foreldra rekur
skrifstofu að Tjarnagötu 10 D,..
101 Reykjavík. Þar er opið alla'
virka daga þar sem leitast er við
að aðstoða fólk á margvíslegan
hátt, t.d. er veitt umfangsmikil
símaþjónusta, ekki síst þar sem
allir okkar félagar úti á lands-
byggðinni fá aðstoð símleiðis.
Vefsvæði
I tilefni af þrítugasta starfsári
félagsins var ákveðið að stíga
skref í átt til nýrrar aldar. Félag-
ið ákvað að tæknivæðast með
svipuðum hætti og önnur félaga-
samtök, fyrirtæki og stofnanir og
eignast eigin vefsíðu. Þar er að
finna leiðbeiningar um hvernig
hægt er að nýta sér þjónustu fé-
lagsins, - hægt er að sækja um^
inngöngu í félagið í gegnum Net-
ið og umfangsmikið slóðasafn var
sett upp til hagræðingar og til að
auðvelda fólki aðgang að ýmsum
upplýsingum bæði innanlands og
utan.Vefsvæðið er að finna á slóð-
inni. http://www.mmedia.is/fef.
Opið hús í dag
í tilefni 30 ára afmælisins býð-
ur stjórn FEF upp á léttar veit-
ingar og hressOegan söng Gospel-
systra í opnu húsi á skrifstofu fé-
lagsins í Tjarnargötu 10D , kl.
16-19 í dag, laugardaginn 27. nó-
vember.
Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég
bjóða félagsfólk, velunnara og
aðra gesti hjartanlega velkomna
til okkar.
Höfundur er formaður Félags ein-
stæðra foreldra.
f Negro
Skólavöröustíg 21 a
101 Reykjavík
Sími/fax
552 1220
IMetfang:
blanco@itn.is
Veffang:
www.blanco.ehf.is
Verkbókhald
KERFISÞRÓUN HF.
I Fákafeni 11 • Sími 568 8055
M www.islandia.is/kerfisthroun
Bogi Ágústsson
Þóra B.
Guðmundsdóttir