Morgunblaðið - 27.11.1999, Síða 58

Morgunblaðið - 27.11.1999, Síða 58
i58 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Enn um Harald Hamar Thorsteinsson ÞORSTEINN Antonsson rithöf- undur birti grein um Harald Ham- ar Thorsteinsson í Lesbók Morgun- blaðsins fyrir nokkru og aftur víkur hann að honum í bréfí til blaðsins (11.11.’99). Skil ég Þorstein svo, að honum sé fremur í hug, að fleiri komi fram um þetta misheppnaða skáld en færra. Því freistast ég til ■ þess að senda þessar línur til birt- ingar. Eg man fjarska vel eftir Haraldi Hamri frá mínum uppvaxtarárum í Skuggahverfinu og skólaárum mín- um. Raunar heyrði ég hann nær aldrei nefndan annað en einungis Thorsteinsson. Svo var mál með vexti, að ömmusystur mínar, Guð- rún og Kristín Jóhannsdætur, sem voru miklar öndvegiskonur og mér til fyrirmyndar í öllum góðum sið- um, ráku lengi matsölu í fremur litlu timburhúsi á horni Lindargötu og Klapparstígs, nú Klapparstígur 13A. Þar var Thorsteinsson mat- þegi, eða kostgangari eins og nefnt var í þá daga, í fjölda ára ásamt Kristjáni Sighvatssyni, klæðskera, en hann var einn af handgengustu mönnum séra Friðriks Friðriks- sonar, Þorsteini Hjálmarssyni, húsgagnasmiði og brautryðjanda í sundknattleik hér á landi, auk margra annarra. Thorsteinsson kom yfirleitt snemma í hádegismat og lá oftast á, þótt undarlegt mætti heita. Eg heyrði hann nokkrum sinnum segja við Stínu ömmusyst- ur: „Fröken Kristín, fer ekki súpan að koma?“ Ég spurði Stínu að því, hvemig það mætti vera, að honum, iðjulausum manninum, lægi svo á. Hún svaraði að bragði: „Hann þarf að ná í strætó, eyminginn („eyminginn" með ríkri áherslu á fyrsta atkvæði var hennar orðtak um fólk í bág- indum). Thorsteinsson kall- aði Guðrúnu ömmu- systur alltaf frú, en Kristínu fröken, og voru þó báðar alla tíð ógiftar. A munum var greinilega, að Guðrún var forfröm- uð og sigld, já tvísigld, til Danmerk- ur og hafði þar lært matreiðslu á fínum stöðum og hlot- ið þann frama að elda ofan í kónginn í veisl- um í heimsókn hans hingað til lands 1907. Þær Stína og Guð- rún létu karla borða sér og konur, dömur, í öðru herbergi, og var setustofa á milli. Með- al þeirra kvenna, sem þama borðuðu, var um allnokkur ár Steinunn Thorsteinsson, ljós- myndari, og systir Haralds Hamars. Greiddi hún fyrir hann fæðið og lét hann hafa peninga fyrir sígarett- um, en hann reykti greinilega mik- ið. Svo fátt var með þeim systkin- um, að Stína bar féð á milli til Thorsteinsson. Það bar við, að faðir minn, Jó- hannes, var var gjaldkeri, borðaði Endurminning Mér finnst, segir Þor- kell Jóhannesson, að vel megi minnast hvers og eins, sem að minnsta kosti segir eina geisl- andi setningu um ævina. hjá þeim systrum á sumrin, þegar móðir mín var í sumarbústað. Slíkt hið sama gerði annar Jóhannes, sem einnig var gjaldkeri. Bar nú svo við einn dag, að báðir gjaldker- ar, sem Thorsteinsson án efa taldi handlangara Mammons, voru sest- ir til borðs með hann á milli sín. Við borðið ríki djúp þögn. Sem Stina bar þeim súpuna, segir hún: „Jæja, Thorsteinsson minn, hvernig líður yður milli tveggja gjaldkera?" Og það stóð ekki á svarinu: „Mér líður eins og Jesús á krossinum milli tveggja ræningja." - Mér fannst svarið geislandi og mér finnst, að vel megi minnast hvers og eins, sem að minnsta kosti segir eina geislandi setningu um ævina og það jafnvel, þótt hún kunni að vera fengin að láni! A síðari árum gekk Thorsteins- son ætíð með fitugan hatt á höfði, uppbrettan að aftan. Var sagt, að hann lægi með hattinn á höfðinu í sófa í herbergi sínu á daginn. Síð- ustu skiptin, sem ég sá hann, gekk hann illa og álappalega, líkt og hann gengi á líkþornum. Ég var hins vegar að mestu erlendis síð- ustu ár hans og var ekki hér á landi, þegar hann dó. Ég hef aldrei haft geð til þess að stunda kaffíhús. A menntaskólaár- unum kom þó fyrir, að við skólafé- lagar færum á kaffihús. Sá ég þá Thorsteinsson stöku sinnum. Eitt sinn sá ég hann á Hótel Vík. Var þá greinilega létt yfir honum og leit út fyrir, að hann vildi gefa sig á tal við mig. Annaðhvort hafði ég ekki næga uppburði í mér eða ekki tíma til þess að taka upp spjall við hann. Þykir mér það eftir á að hyggja vissuleg miður. Höfundur er prófessor. Fyrirfmmgreiðsla Þeir sem kaupa eða hefja byggingu á íbúðarhúsnæði til eigin nota 1999 og sfðar geta sótt um fyrirframgreiðslu vaxtabóta. Umsóknareyðublöð ásamt upplýsinga- bæklingi liggja frammi hjá skattstjórum, bönkum og sparisjóðum. Eyðublaðið má einnig sækja á upplýsingavef ríkisskattstjóra, rsk.is Umsókn skal senda skatt- stjóra í því umdæmi þar sem umsækjandi á lögheimili. Vaxtabætur verða greiddar fyrirfram ársfjórðungslega, fjórum mánuðum eftir lok hvers ársfjórðungs. Fyrirframgreiðsla vegna 3. ársfjórðungs, þ.e. vegna vaxtagreiðslna fyrir tímabilið júlí, ágúst og september 1999, verður greidd út 1. febrúar n.k. Umsókn um fyrirframgreiðslu vegna þriðja árs- fjórðungs þarf að hafa borist skattstjóra eigi síðar en 1. desember n.k. Allar nánari upplýsingar veita skattstjórar og ríkisskattstjóri RSK Þorkell Jóhannesson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.