Morgunblaðið - 27.11.1999, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 27.11.1999, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 5^ Aðventusöfnun Caritas Fíkniefnaneysla fólks er einhver mesti vágestur samtímans. Það er enginn leikur að berjast gegn fíkni- efnum. Flestir lands- menn eru óvirkir áhorfendur, en marg- ir þekkja hvemig fíkniefni hafa lagt í rúst heilu fjölskyld- urnar. Fíkniefnum fylgja fjöldi auðgun- ar- og ofbeldisglæpir. Skipulagður fíkni- efnamarkaður leiðir að auki til skipulagðr- ar glæpastarfsemi á fjölmörgum öðrum sviðum. Nýlegar upplýsingar um umfang fíkniefnavandans hérlendis hafa leitt í ljós að á örstuttum tíma hef- ur hann vaxið svo að við blasir al- varlegt þjóðfélagsmein, sem kallar á samstöðu fjölskyldna, skóla, fjöl- miðla, sérfræðinga og stjómvalda. Aldrei hafa eins mörg ungmenni ánetjast fíkniefnum og nú. Við neyðumst til að horfast í augu við að vandi, sem margir héldu að væri bundinn við þröngan hóp „vand- ræðaunglinga" fylgir hvorki stétt né stöðu. Þrátt fyrir aukið forvarn- arstarf fjölgar þeim stöðugt sem ánetjast fíkniefnum og aldurinn færist neðar og neðar. Erfiðleikarnir sem skapast við vímuefnaneyslu unglinga lenda ekki síst á foreldrum og forsjár- aðilum þeirra. Alvarlegur mis- brestur er á aðstoð við þau ung- menni sem eiga við vímuefnafíkn að stríða og fjölskyldur þeirra. Oft ganga foreldrar frá Heródesi til Pílatusar og koma yfirleitt að tóm- um kofunum. Þær meðferðarstofn- anir sem íyrir eru í landinu anna ekki áiaginu sem á þeim hvílir. Foreldrar fyllast mikilli örvænt- ingu og sektarkennd þegar þeir uppgötva að bamið þeirra hefur hafið vímuefnaneyslu. Viðbrögð nánasta umhverfis og þjónustu- kerfis era einnig misjöfn. Foreldr- ar eiga af þeim sökum oft erfitt með að leita sér aðstoðar og vita oft ekki hvert þeir eiga að leita. Baráttan við fíkniefnin er dauðans alvara og þar á enginn að vera að- gerðarlaus áhorfandi. Caritas á ís- landi (hjálparstofnun kaþólsku kh-kjunnar) hefur því ákveðið að verja sinni árlegu að- ventusöfnun til Vímu- lausrar æsku - for- eldrahúss. Foreldrahúsið hefur unnið markvisst með foreldram gegn neyslu barna og unglinga á vímuefnum. Fjöl- skylduráðgjöf er rekin í húsinu. Sérfræðingar og foreldrar sem hafa reynslu af því að eiga börn í vímuefnum era einnig til aðstoðar. Nú er leitað til þín um hjálp. Hver veit hvenær hinn ógnvænlegi innrásarher fíkniefna komi á þitt heimili og leggi í rúst líf og heilsu barns eða ástvinar? Ég vil með glöðu geði leggja þessu málefni lið. Vertu með að standa við bakið á Caritas Nú er leitað til þín um hjálp, segir Sigríður Ingvarsdóttir, en að- ventusöfnun Caritas er að hefjast. foreldrahópi Vímulausrar æsku og styðja þá fjölmörgu foreldra sem þarfnast aðstoðar og stuðnings vegna barna og unglinga sem hafa ánetjast fíkniefnum. Ég er þakklát vegna þessa árangurs sem ég hef séð af starfi vímulausrar æsku og þakklát fyrir að geta lagt mitt á vogarskálarnar. Caritas-sunnudagurinn verður sunnudaginn 28. nóvember og verður safnað í öllum kaþólskum kirkjum. Söfnin stendur út aðvent- una og lýkur með tónleikum í Kristskirkju við Landakot, sunnu- daginn 6. febrúar á næsta ári vegna viðgerða á kirkjunni. Einnig verða seld jólamerki Caritas. Reikningur Caritas er í Islands- banka ,Lækjargötu, nr. 202500. Höfundur er formaður Caritas á íslandi. Sigríður Ingvarsdóttir ÍSLEIVSKT MÁL NOKKRAR spurningar og athuga- semdir frá N.N. sbr. síðasta þátt. Umsjónarmaður reynir, oft af veik- um mætti, að gera þessu skil jafn- harðan. Fyrsta lota. 1) „í þjóðsögum okkar og fom- sögum kemur fyrir að írásögnin er ýmist í nútíð eða þátíð í sama kafla. Eiga sagnir í hverri málsgrein þó ekki allar að vera í sömu tíð? Dæmi: Smalinn sá (þát.) að kindur voru (þát.) hinum megin við hæðina. Bóndinn stóð (þát.) í dyranum og skyggndist (þát.) um. En í fjölmið- lum má oft heyra og lesa máls- greinar eins og þessa: Ferðafólkið sagði (þát.) að Esja sé (nút.) tignar- legt fjall. Þingmaðurinn taldi (þát.) að skýrslan sé (nút.) vel unnin. Er einhver regla um þetta?“ [Umsjm.: Sú meginregla mun til, að sem minnst skuli stikla á milli þátíðar og nútíðar sagna í sömu málsgrein. En hvergi nærri er þetta undantekningarlaust. Til er í máli okkar svokölluð sögunútíð (lat. praesens historieum) og getur hún hresst upp á frásögnina og gef- ið henni líf. Dæmi: „Fara þeir lengi og víða, en skyndilega koma þeir að helli stórum." Svipað er um máls- greinamar um Esjuna og skýrsl- una. Þær standast piýðilega.] 2) „Prestamir tala um Guðs orð og Guðs böm. Era þetta dönsk áhrif? Ætti fremur að segja orð Guðs og böm Guðs? Látum oss biðja, segja þeir. Er þetta danska eða þýska? Nægir ekki að segja: Biðjum?" [Jú, jú. En á hitt er komin hefð, og sjálfsagt er það ættað úr þýsku og dönsku, svo sem Siðaskiptunum og Biblíubókmenntum okkar er háttað (Lass uns beten/lad os bede.) Það er líka hóti myndar- legra. Um hið fyrra er að segja, að sjálfsagt era þar dönsk áhrif. Meg- inregla okkar, þó með veigamiklum undantekningum, er að hafa eign- arfallseinkunn og eignarfornöfn eftirsett. Og þó mál sr. Hallgríms Péturssonar væri stundum dönskuskotið, mundi hann eftir þessu: Orð guðs sýnir þann sannleik þér. Sæll er sá þar við heldur. (Ps. 44,18.)] Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1033.þáttur 3) „Ég er að reyna að læra að nota orðin hver annan og hvor ann- an en er stundum hikandi. Er þetta rétt mál? Þeir (margir) hjálpuðu hver öðrum. Jón og Gunna notuðu hvort annars verkfæri. Tvíburun- um féll vel hvoram við annars syni. Drengjunum tveimur (þgf.) var sagt að bera virðingu hvor (nf.) fyr- ir öðrum. Era þessar setningar réttar? Sé sú síðasta rétt, hvers vegna á hvor ekki að vera í þgf. eins og drengjunum (*hvorum fyrir öðrum)? Einnig er ég óviss hvemig nota skal hvaða eða hver með nafnorði. Hvaða áhrif hefur lyfið - eða hver áhrif hefur lyfið? Má nota þama hvort orðið sem er?“ N.N. fer svo vel með orðin hver/ hvor og annar, að hann gæti alveg eins kennt mér og ég honum. Hvers vegna ekki *hvoram fyrir öðram, spyr hann. Það er vegna þess að drengjunum var sagt að hvor þeirra o.s.frv. Um hið síðara er svarið já. Þó veit ég dæmi þess að mjög mál- vandir menn hafí talið hver betra en hvaða í þessu sambandi. 4) „Löngum hefur mér þótt ein- kennilegt orðalag eins og að stuðia að bættum búskaparháttum. Þá er átt við viðleitni að bæta eitthvað sem getur orðið betra en er ekki bætt fyrr en verkinu er lokið. Eig- inlega er orðalagið órökrétt. Mér finnst felast í því: Að stuðla að bú- skaparháttum sem búið er að bæta. Er þetta ekki hálfgerð málleysa?“ [Nei, ekki finnst mér það. Þama er verið að tala um að búskapar- hættimir verði bættir, ekki að þeir séu þegar orðnir það. Bættum er þarna í mínum skilningi ekki ein- kunn, heldur sagnfylling (svo að þeir verði bættir). Þá kemur kafli um tölur.] 5) „I útvarpinu er iðulega talað um svo og svo stóran hóp eða fjölda einhvers, t.d. manna, en aðeins nefnd talan, ekki nafnorð. Frétt gæti byrjað á þessa leið: Tíu fórast í lestarslysi. Éða: Bíll valt á heið- inni, sjö voru í bílnum. Mér finnst setningarnar svolítið „berar“ þegar ekkert fylgir tölunum, nema verið sé að endui-taka tölur, t.d. Hannes veiddi fjóra laxa, Hörður hans sjö.“ [Ég gagnrýni ekki það málfar sem hér var tekið dæmi um.] „Meira um tölur. Við eigum að lesa 2000 krónur: Tvö þúsund krón- ur, og 5,1 metri: Fimm komma einn metri, ekki metrar, er ekki svo?“ [Jú.] „I ljósvakamiðlum má þó stund- um heyra fimm komma einn metr- ar. - Fáránlegt þykir mér að heyra fólk tala um núll ára gömul böm, t.d. núll til fimm ára gömul.“ [Æi, já.] , „Eg ólst upp við að segja að 100 krónur væri helmingi hærri upp- hæð en 50 krónur og man ekki að fundið hafi verið að því í skóla. Nú segja menn tvöfalt hærri upphæð. Er hið fyrra ónothæft? - Nokkur og neinn, er munur á notkun þeirra orða? Þar var ekki nokkur maður, eða þar var ekki neinn maður?“ [100 er tvímælalaust helmingi meira en 50.] „í flugstöðinni í Keflavík var sagt í hátalara eitthvað á þessa leið: Flugleiðir tilkynna komu flugvélar FI fjögur hundruð tuttugu og einn. Þá hefði ég sagt FI fjögur hundrað tuttugu og eitt af því að undirskilið er númer eða flug. - Dreginn var miði í happdrætti þar sem ég var og tilkynnt að upp hefði komið númer fjöratíu og tveir, ekki númer fjöra- tíu og tvö. Er einhver regla um kyn talna?“ [Ekki kann ég hana.] ★ Enn er spurt um hugsanlega „eftirmála" vegna átaka eða ágreinings. Þetta er rangt. Eftir- málar era aftan við bækur. Eftirmál, þau eftirmálin, geta hins vegar komið í kjölfar misklíð- ar. ★ Hlymrekur handan kvað: Eins og nautkálfur (læmist um flagið fer Gústi um hljómlistardragið; öll lög með listsniði skyldi ’ann láta í friði, og að sjálfsögðu sólarlagið. Auk þess fær Edda Andrésdótt- ir prik fyrir „sterkur ýsuárgangur að vaxa úr þara“. Hætt er við að einhver klisjugemsi hefði sagt „vaxa úr grasi“. NIÓIAITIÚIN versiamr Noaiuns eru opnar til kl. 21, öll kvöld. N0ATUN117 • R0FABÆ 39 • H0LAGARÐI • HAMRAB0RG 14 K0P. • FURUGRUND 3, K0P. ÞVERH0LTI 6, M0S. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68 HEIMASÍÐA NÓATÚNS WWW.noatun.ÍS ©
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.