Morgunblaðið - 27.11.1999, Síða 63

Morgunblaðið - 27.11.1999, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 63 leiðslu, og ef ekki, máttu þau ekki missa sín? Var einum af homstein- um norrænnar menningar fómað á altari óheftrar samkeppni og skríl- mennsku? I hreinskilni sagt þá vora þessi sjónvarpsleikrit hvorld leikhús né bíó; þau vora að mestu tekin upp inni í stúdíóum og leikstýrt af ævi- ráðnum leikstjórum. Einkenni þeirra var kyrrstæðar uppsetning- ar líkt og á leiksviði, en vegna stöð- ugra nærmynda af leikuranum urðu öll einkenni sviðsleiks yfir- þyrmandi ýkt og vegna hinna þungu elektrónísku véla í stúdíóinu nýttist nánast aldrei hin mynd- ræna frásagnaraðferð bíómyndar- innar; útkoman varð leikarar á sviði sem var ekki leiksvið, mynd- vinnsla sem var ekki bíó og texta- meðferðin virkaði stundum eins og öndunaræfingar við lífgun úr dauðadái. Ég sat reglulega tvisvar á ári langa fundi og þurfti að horfa á marga klukkutíma af þessari samnorrænu sjónvarpsieikrita- framleiðslu, sem oftast var svo langdregin og leiðinleg að hún ætl- aði mann lifandi að drepa - hvað þá venjulega áhorfendur sem áttu af horfa á þetta í frístundum - ég var þó í vinnunni og reyndi að vera eins jákvæður og mér var frekast unt. Og við í norrænu fjölskyldunni sýndum þessi verk hvert annars af skyldurækni, enda engin bók á bókahillunni í betristofunni nema sú sem við buðum! Og kæmu fram bitastæð verk voru þau oftast of dýr í sýningu, vegna þess að samn- ingar við flytjendur vora þannig, að það land sem framleiddi vekið varð að borga minnst 50% af öllum launakostnaði aftur væri verkið sýnt utan heimalandsins. Afleiðing- in varð sú að löndin skiptust mest á einföldum stofuleikjum með sem fæstum leikurum; framhaldsþættir eins og t.d. hinn danski Matador vora ekki boðnir á þessum grand- velli. Þessi sjónvarpsleikrit eru skýrt dæmi um það hvernig það efni verður sem framleitt er á stofnun- um sem eru í „sameign þjóðarinn- ar“. Stofnunum sem eru hættar að hugsa um að þjóna áhorfendum, en eru orðnar nánast félagsmálaskrif- stofa íyrir þá æviráðnu starfsmenn sem hafa komið sér þar fýrir. Og forystan, dagskrárstjórarnir, sum- ir hverjir ráðnir einungis á pólitísk- um forsendum án þess að vita nokkuð um bíó eða sjónvarpsfram- leiðslu - lifðu í stöðugum ótta við að blotta sig og koma upp um eigin fákunnáttu. Og í þeim tilfellum sem fagmenn fengust til dagskrár- stjórastarfsins mætti þeim ókleifur múr starfsmanna samtryggingar- innar: ég minnist kollega míns sem kom til starfa í Skandinavíu með margra ára reynslu frá Englandi og ætlaði sér að gera nokkrar grandvallarbreytingar; - eftir viku í starfi rann það upp íyrir honum að hann fékk ekkd einu sinni ráðið því hver væri ritarinn hans - því réð starfsmannafélagið. Það var hreinlega ekki hægt að skipta út ritara. Hvað þá öllum hinum, - eða fólki á þjónustudeildunum sem heyrðu ekki undir dagskrárstjór- ann! Núna, þegar ég lít til baka, er ég sannfærður um, að afnám ríkis- einokunarinnar hefur átt drýgstan þátt í því að losa um þá sjálfum- glöðu stöðnun sem norrænt sjón- varp hefur verið fast í. Með aldrin- um hefur þessar stofnanii' dagað uppi og þær orðið leiksoppar starfsmannafélaga sem hafa lagst gegn hvers konar breytingum af ótta við að missa spón úr aski sín- um. Starfsmenn sem hreiðrað hafa GÓLFDÚKAR frá 690 kr./m2 C ÓDÝRI MARKAÐURINN KNARRARVOGM • S: 568 1190 l ÁLFABORGARHÚSINU J um sig í forystu starfsmannafélag- anna hafa löngum komið sér saman um að miða getu hvers og eins við lægsta samnefnara. Mig minnir að þetta heiti ,jante-lagen“ á skand- inavísku. Margt hefur breyst, en við eigum enn langt í land með að brjóta utan af okkur margt af því sem ríkiseinokunin bjó til og skildi eftir, og sumstaðar hefur orðið lítil breyting. A Islandi hefur þróunin jafnvel verið í öfuga átt og þeim leiknu verkefnum fækkað sem unn- in era utan stofnunarinnar. En þar kemur tO fálmkennd menningar- pólitík og smæð samfélagsins. Mesta ógnin við að verk séu unnin utan stofnunarinnar er hins vegar nýja Utvarpshúsið, sem mun gleypa þá litlu innlendu dagskrá sem er framleidd og .taka nánast allt útboðsefni frá frjálsu fyrir- tækjunum. Til að átta okkur betur á því hvar við stöndum þá lítum til annarra miðla, þótt erfitt sé að bera bókaútgáfu saman við dag- skrárgerð, þá má draga þar nokkr- ar samsíða línur. Síðasta íslenska rikisprentsmiðjan var lögð niður iyrir fáeinum áram. Bókaútgefandi verslar við þær prentsmiðjur sem honum hentar í það og það sinn. Bókaforlög eru rekin sem rit- stjórnir. Bókaforlög þurfa ekki að reka eigin prentsmiðjur. Það sem gildir í prentiðnaðinum, þótt ólíkt sé í eðli sínu, á að ýmsu leyti við um dagskrárstjórnir sjónvarpsstöðv- anna. Eigi ríkissjónvörpin á Norð- urlöndum að lifa áfram er það lífs- nauðsyn, að létta af þeim „prentsmiðjurekstrinum“, þ.e. leggja niður þjónustudeildirnar innan stofnananna. Koma allri framleiðslunni út á markaðinn, en styrkja hina ritstjórnarlegu for- ystu. Og hvert á hlutverk hinnar ritstjórnarlegu forystu að vera? Ég ætla að láta mér nægja að fjalla um leikið efni: að fá þeim leikstjórum og handritahöfundum sem hæfastir era á hverjum tíma verkefni til að vinna að - ekki innan stofnananna - heldur með þeim fyrirtækjum og kunnáttumönnum sem þeir kjósa sjálfir. Og veðja á nýja talenta þannig að skapandi endurnýjun eigi sér stöðugt stað. Allur þessi fjöldi komersíella sjónvarpsrása kallar á annað alternatív; efni með listrænan metnað að leiðarljósi, og þar á Nordvision enn hlutverki að * gegna; að skapa annan valkost. En þetta gerist aðeins með því að ráða til forystu óhrætt, metnaðarfullt fagfólk með sterka sýn á norrænt líf og sögu sem þorir. Það fólk er til. Það er bara spurning um hvort fyrirtæki sem er „sameign þjóðar- innar“ geti nokkurn tímann kallað slíkt fólk til starfa. Það væri mín einlæg ósk til handa Nordvision á þessu afmæli að svo yrði. Höfundur er kvikmyndaleikstjóri og rithöfundur. LANGBYLGJAN Gu.fu.skál.ar 1BB & Eíðar SQ? Langöflugust ^jj sjjjjjss sJjjjjjJ sj. Lætur í sér heyra Tvíefld langbylgja 189 & 207 Yfirburðir langbylgjunnar (LW á öllum góðum viðtaekjum) hvað varðar afl, hljóm og langdrægni útsendingar eru einstakir og því er hún áreiðanieg þegar mest á reynir. Henni er ekki aetlað að keppa við aðrar úrvarpsstöðvar (enda flytur hún vinsælustu dag- skrárliði Rásar 1 og 2 samtímis og þelr heyrast á þeim rásum), heldur vera varaleið fyrir FM-kerfið, fylla upp í göt milli sendi- stöðva þess, ná lengra en þær fá megnað og vera þannig til halds og trausts í öryggis- og almannavarnamálum. Viljir þú ljá lang- bylgjunni eyra, þarftu aðeins að gæta þess að viðtækið sé með móttöku fyrir langbylgju og að í rafmagnsleysi sé hægt að knýja tækið með rafhlöðum. RIKISUTVARPIÐ r
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.