Morgunblaðið - 27.11.1999, Page 64
64 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999
AÐVENTA
MORGUNBLAÐIÐ
Listviðburður í
Seltjarnarneskirkju fyrsta
sunnudag í aðventu
MIKILL listviðburður verður í Sel-
tjamarneskirkju fyrsta sunnudag í
aðventu 28. nóvember nk. Þá verður
helgað textíllistaverk eftir Herdísi
Tómasdóttur sem staðsett verður á
austurvegg kirkjuskipsins gegnt nýja
orgelinu. A kirkjulistahátíð 1997 var
Herdís fengin til að gera tillögu að
listaverki fyrir Seltjamarneskirkju.
Kirkjulistahátíðamefnd fékk þá tíu
listamenn til að gera tillögur að list-
skreytingum fyrh- tíu nýjustu kirkjur
höfuðborgarsvæðisins. A sýningunni
hlaut verk Herdísar mikið lof og réð
sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju
Herdísi til að vinna verkið í fullri
stærð. Þeirri vinnu er nú lokið og
verður verkið helgað við messu í
kúkjunni kl. 11 á sunnudaginn.
Um kvöldið kl. 20.30 verður svo
hefðbundið aðventukvöld í kirkjunni.
Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri
Seltjarnarness flytur aðalræðu
kvöldsins og Selkórinn og Kam-
merkór Seltjarnarneskirkju flytja
tónlist tengda aðventu og jólum. Jón
Karl Einarsson stjórnar Selkórnum
og Arndís Inga Sverrisdóttir leikur
undir á flygil. Þuríður G. Sigurðar-
dóttir syngur einsöng. Stjórnandi
Kammerkórsins er Sigrún Stein-
grímsdóttir og hljóðfæraleikarar era
Symon Kuran á fiðlu, Zbigniew Du-
bik á fíðlu, Helga Þórarinsdóttir á
iágfíðlu og Lovísa Fjeldsted á selló.
Félagar úr Kammerkórnum syngja
einsöng, þær Álfheiður Hanna Frið-
riksdóttir og Guðrún Helga Stefáns-
dóttir. Að lokum er helgistund í um-
sjá sóknarprestsins sr. Solveigar
Lára Guðmundsdóttur, þar sem ljós
kirkjugesta verða tendruð. Eftir
stundina verður veislukaffi í safnað-
arheimilinu og rennur allur ágóði
kaffisölunnar í orgelsjóð.
Kirkjudagur og aðventuhátíð
Árbæjarsafnaðar
HINN 28. nóvember, 1. sunnudag í
aðventu, verður kirkjudagur Arbæj-
arsafnaðar hátíðlegur haldinn í Ar-
bæjarkirkju.
Kl. 13 verður barnaguðsþjónusta í
kirkjunni og eru foreldrar, afar og
ömmur, boðin velkomin með börnun-
um.
Kl. 14 (ath. breyttan messutima)
verður guðsþjónusta fyrir alla fjöl-
skylduna. Sérstaklega er vænst þátt-
töku væntaniegra fermingarbarna
og foreldra þeirra í guðsþjónustunni,
grestar safnaðarins þjóna, kirkjukór
Árbæjarkirkju syngur og Kristín R.
Sigurðardóttir syngur einsöng. Org-
anleikari Pavel Smid. Að lokinni
guðsþjónustu verður kaffísala á veg-
um Kvenfélags Árbæjarsóknar í
safnaðarheimili kirkjunnar. Þá fer
einnig fram skyndihappdrætti til
ágóða fyrir Líknarsjóð kvenfélags-
ins, en úr þeim sjóði er veitt fyrir jól-
in. Margir góðir og gagnlegir vinn-
ingar verða í boði, sem fyrirtæki
hafa gefíð til styrktar starfí sjóðsins.
Kl. 20.30 sama dag verður síðan
aðventuhátíð safnaðarins með fjöl-
breyttri dagskrá. Heiðar Þ. Hall-
grímsson formaður sóknarnefndar
setur samkomuna. Pavel Smid leikur
einleik á orgel. Gospelkórinn syngur
undir stjórn Pavel Smid. Sr. Þór
Hauksson ílytur ávarp. Barnakórinn
syngur undir stjórn Margrétar
Dannheim. Þór Magnússon þjóð-
minjavörður flytur hátíðarræðu.
Kirkjukórinn syngur undir stjórn
organista kh’kjunnar, Pavel Smid.
Einsöngvarar með kórnum era
Kristín R. Sigurðardóttir og Guð-
laugur Viktorsson. Helgistund verð-
ur í umsjá sóknarprests, sr. Guð-
mundar Þorsteinssonar. Ungmenni
lesa spádóma úr Gamla testament-
inu um fæðingu Jesú. Bæn, aðventu-
ljósin tendrað, sunginn sálmur.
Kynnir á samkomunni verður Sig-
urlaug Kristjánsdóttir sóknarnefnd-
armaður.
Áður en aðventusamkoman hefst
syngur Rarikkórinn í 20 mínútur í
kirkjunni. Veitingar verða í safnað-
arheimili kirkjunnar að lokinni að-
ventusamkomunni.
Allir eru hjartaniega velkomnir.
Aðventusamkoma
í Lágafellskirkju
AÐVE NTU SAMKOMA verður í
Lágafellskirkju fyrsta sunnudag í
aðventu þann 28. nóvember nk. kl.
20.30.
I upphafi stundarinnar verður
tendrað fyi’sta ljósið á aðventukrans-
inum. Ræðumaður kvöldsins er frú
Salóme Þorkelsdóttir, frv. forseti al-
þingis. Margrét Árnadóttir sópran
syngur nokkur lög. Martial Nardeau
og Guðrún Birgisdóttir leika á
flautu. Skólakór Mosfellsbæjar
syngur undir stjórn Guðmundar
Omars Óskarssonar og Kirkjukór
Lágafellssóknar syngur undir stjórn
organista kirkjunnar, Jónasar Þóris.
Sóknarprestur flytur ritningarlestur
og bæn og stundinni lýkur með al-
mennum söng við kertaljós.
Sóknarnefnd býður síðan kirkju-
gestum að þiggja kh’kjukaffi í safn-
aðarheimilinu við Þverholt 3 í Mos-
fellsbæ.
Barnakór og happdrætti
hjá KFUM & K
Á MORGUN, sunnudaginn 28. nóv-
ember, verður fjölskyldusamkoma í
aðalstöðvum KFUM og KFUK við
Holtaveg kl. 17.
Á meðal dagskrárefnis verður
happdrætti á vegum basarnefndar
KFUK og verður fjöldi glæsilegra
vinninga í boði. Barnakór KFUM og
KFUK mun syngja undir stjórn
Helgu Vilborgar Sigurjónsdóttur.
Aðventulögin verða sungin. Hug-
vekju flytur Þórdís K. Ágústsdóttir,
formaður KFUK í Reykjavík.
Stjórnandi verður Sigurbjörn Þor-
kelsson, framkvæmdastjóri KFUM
og KFUK. Á meðan hugvekjan verð-
ur flutt verður boðið upp á sérstakar
aðventustundir fyrir börn og verður
skipt í hópa eftir aldri.
Áð samkomunni lokinni verður
síðan á boðstólum glæsileg og heim-
ilisleg máltíð á vægu og sérstaklega
fjölskylduvænu verði.
Allir era hjartanlega velkomnir að
koma og njóta dýrmæts samfélags
við upphaf aðventu og búa sig þannig
undir fögnuð jólanna, fæðingarhátíð
frelsarans okkar, Jesú Krists.
Sigurbjörn Þorkelsson,
framkvæmdastj óri
KFUM & K í Reykjavík.
Kirkjudagur í Bústaðakirkju
FYRSTI sunnudagur í aðventu er
sérstakur kirkjudagur í Bústaða-
kirkju þegar minnst er vígslu kirkj-
unnar. Á þessum degi hefur söfnuð-
urinn fagnað mörgum áföngum í
uppbyggingu safnaðarins.
Áðventan er helgur undirbúnings-
tími jólanna þar sem fjölskyldur
reyna að fjölga samverastundum og
undirb'úa komu hátíðarinnar jafnt í
anda og verki.
Fyrsti sunnudagur í aðventu hefur
jafnan verið kirkjudagur Bústaða-
kirkju og munum við nú eins og áður
halda daginn hátíðlegan.
Barnamessa er kl. 11.00 um morg-
uninn og þar verður kveikt á fyrsta
kerti aðventukransins. Foreldrar
eru sérstaklega hvattir til þess að
koma með börnum sínum. Hátíðar-
guðsþjónusta verður klukkan 14.
Eftir messu er kirkjugestum boðið
í vöfflukaffi í safnaðarheimilinu, þar
sem kariarnir í sóknarnefnd sjá um
bakstur og þjónustu.
Um kvöldið kl. 20.30 verður að-
ventukvöld. Þar munu kirkjukórinn,
barnakór, stúlknakór og bjöllukór
leika fyrir kirkjugesti ásamt fjölda
hljóðfæraleikara. Einsöngvarar era
Kristín Sigtryggsdóttir, Ólöf Ás-
björnsdóttir og Anna Sigríður
Helgadóttir. Frá kl. 19.30 mun
bjöllukór kirkjunnar ásamt fjölda
söngvara stytta okkur biðina. Ræðu-
maður kvöldsins er Sólveig Péturs-
dóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra.
I lok athafnarinnar verða ljósin
tendruð. Það er táknræn athöfn um
nálgun ljóssins, sem býr í boðskap
jólanna og um leið umhyggju okkar
og kærleika í garð náungans.
Bústaðakirkja.
Þorlákskirkja -
aðventustund
FYRSTA sunnudag í aðventu, 28.
nóvember, verður aðventustund í
Þorlákskirkju kl. 16. Fram koma
söngfélag Þorlákshafnar undir stjórn
Róberts Darlings og Berglind Ein-
arsdóttir sópransöngkona syngur
einsöng. Barnakór Grannskóla Þor-
lákshafnar syngur undir stjórn og við
undirleik Esterar og Jóhönnu Hjart-
ardætra og Sigríðar Guðnadóttur. Þá
syngur kirkjukórinn, sem er nýstofn-
aður kvennakór í Þorlákshöfn undir
stjóm Kristínar Sigfúsdóttur. Þá
verður samsöngur kóranna og al-
mennur safnaðarsöngur. Ræðumað-
ur dagsins verður Árni Johnsen, 1.
þingmaður Sunnlendinga. Ailir era
auðvitað velkomnir og fólk hvatt til
þess að eiga hátíðlega stund í kirkju
sinni í upphafi aðventu.
Baldur Kristjánsson.
Aðventukvöld í Áskirkju
Á MORGUN, sunnudag, verður að-
ventusamkoma í Áskirkju kl. 20.30.
Þorgeir Andrésson syngur ein-
söng og kirkjukór Áskirkju flytur
aðventu- og jólasöngva en söngstjóri
hans er Kristján Sigtryggsson. Enn-
fremur verður almennur söngur,
ljóðalestur og sóknarprestur flytur
hugvekju.
Ibúum dvalarheimila og annarra
stærstu bygginga sóknarinnar gefst
kostur á akstri til og frá kirkju í
tengslum við aðventusamkomuna.
Komu aðventunnar verður einnig
fagnaþ í guðsþjónustum sunnudags-
ins í Áskii’kju, en barnaguðsþjónusta
er kl. 11 og guðsþjónusta kl. 14. í
barnaguðsþjónustunni flytja börn úr
TTT-starfi Áskirkju helgileik og fé-
lagar í æskulýðsfélaginu Ásmeggin
sýna aðventuleik.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Aðventusveifla
í Keflavíkurkirkju
TIL margra ára hafa verið tónlistar-
kvöld í Keflavíkurkirkju fyrstu 3
sunnudaga aðventunnar. Það er gott
að undirbúa andann fyrir komu jól-
anna og njóta kyrrðar, söngs og orðs
í ugphafi aðventu.
Á sunnudagskvöld verður að venju
aðventusveifla í Keflavíkurkirkju kl.
20.30. Fram koma söngvararnir
Rúnar Júlíusson, Einar Júlíusson,
María Baldursdóttir, Ólöf Einars-
dóttir, Birta Sigurjónsdóttir og Ein-
ar Örn Einarsson. Hljóðfæraleik
annast poppband Keflavíkurkirkju,
Guðmundur Ingólfsson, Baldur J.
Jósefsson, Þórólfur Ingi Þórsson og
Einar Örn Einarsson. Einnig koma
fram Þórir Baldursson og Baldur
Þórir Guðmundsson. Kór Keflavík-
urkirkju syngur nokkur lög. I lok
stundarinnar verður sungið við
kertaljós.
Aðventusamkoma i
Fella- og Hólakirkju
EINS og undanfarin ár verður að-
ventusamkoma í Fella- og Hóla-
kirkju fyrsta sunnudag í aðventu.
Samkoman hefst ki. 20. Að vanda
verður dagskráin fjölbreytt og til
hennar vandað. Kirkjukór Fella- og
Hólakirkju syngur undir stjórn org-
anistans, Lenku Mátéová. Jóhann
Ingi Stefánsson annast trompetleik.
Þeir félagar Eiríkur Valberg og Þor-
steinn Arnórsson, aðstoðarmenn við
æskulýðsstarfið við Fella- og Hóla-
kirkju, sjá um að flytja hugvekju.
Þá mun Barnakór Fella- og Hóla-
kirkju flytja sína tónlist undir stjórn
organistans og Þórdísar Þórhalls-
dóttur. Prestarnir munu að vanda
leggja sitt af mörkum með lestur
guðs orðs og bæn. Og vitanlega verð-
ur mikill almennur söngur. I lok at-
hafnarinnar tendra allir jólaljósin.
Á eftir verður boðið upp á léttar
veitingar. íbúar í Fella- og Hóla-
brekkusóknum era hvattir til að
koma í kirkjuna sína á aðventunni og
taka þátt í því sem þar fer fram og
búa sig undir komu jólahátíðarinnar.
Prestarnir.
Aðventuhátíð í
Grafarvogskirkju
AÐVE NTUHÁTÍÐ verður í Grafar-
vogskirkju á sunnudag kl. 20.30.
Ólafur G. Einarsson, fyrrverandi
forseti alþingis og formaður stjórnar
Hjáiparstarfs kirkjunnar, flytur
ræðu kvöldsins.
Að venju verður dagskrá kvölds-
ins fjölbreytt. Þar koma fram: Skóla-
hljómsveit Grafarvogs leikur undir
stjórn Jóns Hjaltasonar, Kór Grafar-
vogskirkju syngur aðventulög undir
stjói’n Harðar Bragasonar, Barna-
og unglingakór Grafarvogskirkju
syngur, stjórnandi Oddný Þorsteins-
dóttir, fermingarbörn úr yngstu
deild æskulýðsfélagsins flytja helgi-
leik. Organleik annast Hörður
Bragason og Sigrún M. Þórsteins-
dóttir, Eiríkur Örn Pálsson,
trompet, Kristinn H. Árnason, gítar,
Ásta Þöll Gylfadóttir, flauta, Guð-
laug Ásgeirsdóttir, þverflauta og
Birgir Bragason, kontrabassi.
Þess má geta að aðventuhátíðin og
barnaguðsþjónusta sunnudagsins fara
fram í aðalsal kirkjunnar og barna-
guðsþjónusta er í Engjaskóla. Bjóð
„aðventukonunginn" velkominn með
því að taka þátt í hátíðum dagsins.
Geir H. Haarde
talar í Neskirkju
AÐ venju verður mikið um að vera í
Neskirkju fyrsta sunnudag í að-
ventu. Sunnudagaskólinn er kl. 11
árdegis. Börn úr tónskóla Do-Re-Mi
koma í heimsókn. I sunnudagaskól-
anum hefur sú ánægjulega þróun átt
sér stað að foreldrar koma í auknum
mæli með börnum sínum. Á sama
tíma er starf fyrir 8 ára og eldri í
safnaðarheimilinu.
Guðsþjónusta kl. 14. Væntanleg
fermingarbörn annast guðsþjónust-
una í tilefni kristnitökuhátíðar og ár-
þúsundamóta með ritningarlestri,
frásögum og söng undir stjóm Jónu
Hansen kennara og Reynis Jónas-
sonar organista. Prestur sr. Frank
M. Halldórsson.
Aðventustund hefst svo kl. 17 síð-
degis. Sr. Örn Bárður Jónsson flytur
ávarp. Kór Melaskóla syngur undir
stjórn Jóhönnu Bjarnadóttur og
kirkjukórinn syngur undir stjórn
Reynis Jónassonar organista. Telp-
urnar Helene Inga og Catherine
María Stankiewicz leika á píanó og
selló með móður sinni, Unni Maríu
Ingólfsdóttur fiðluleikara. Geir H.
Haarde fjánnálaráðherra flytur hug-
leiðingu og sr. Frank M. Halldórsson
flytur lokaorð.
Aðventukvöld í
Norðfjarðarkirkju
SUNNUDAGINN 28. nóvember nk.
kl. 20.30 verður haldið aðventukvöld
í Norðfjarðarkirkju. Aðventan er
eins og allir vita undanfari jólahátíð-
arinnar. Nú gera menn sér ýmislegt
til ánægju og stytta biðina fram að
hátíðinni sem að höndum fer.
Morgunblaðið/RAX
í kirkjunni verður boðið upp á
fjölbreytta dagskrá í tengslum við
nýtt kirkjuár: Framundan era einnig
árþúsundamót og tilefnið er stórt í
tengslum við þúsund ára samfylgd
með Kristi á veginum. Fyrst og
fremst er markmiðið að hefja að-
komu jólanna með þessum hætti, að
taka fagnandi á móti jólunum og
boðskapnum sem í þeim felst. Við
segjum; Velkominn Kristur. Við tök-
um við þér í ljósinu og birtunni, tón-
listinni og söngnum.
Á efnisskránni era fjölbreytt atriði
og vonandi að þessi samverustund
verði öllum til gleði er hana sækja.
Hugvekju flytur fr. Áslaug Þórarins-
dóttir sýslumaður og kór Norðfjarð-
arkirkju auk barnakórsins flytja
jólalög og sálma. Tónlistaratriði er
flutt af nemendum Tónskólans og
fermingarbörn aðstoða í helgihaldi.
Með okkur verður einnig góður
gestur; Ingveldur Hjaltested óperu-
söngkona, sem syngur einsöng og
syngur með Kór Norðfjarðarkh-kju.
Stundinni iýkur með almennum
söng. Kaffisopi og piparkökur eftir
samverustundina í kirkjunni. Að-
gangur er ókeypis og öllum heimill.
Sigurður Rúnar Ragnarsson,
sóknarprestur.
Jólafastan í
Digraneskirkju
LIKT og gert var í fyrra mun
jólafastan í Digraneskirkju einkenn-
ast af fórnarvilja og líknarstarfi.
Þess vegna ætlum við að tengja
mannúðarmál við allar helgistundir
jóiaföstunnai’ á sunnudagskvöldum.
Þeir sem vilja leggja lið era hvattir
til að hafa samband við sóknarprest
eða kirkjuvörð á opnunartíma kirkj-
unnar. Ökkm’ vantar kökur og með-
læti til stuðnings góðra málefna. All-
ir gefa framlag sitt og hvað sem inn
kemur rennur óskipt til þeirra mál-
efna sem kynnt eru hvern sunnudag.
Sjálfboðaliðar eru sömuleiðis vel
þegnir í starfið. Helgistundirnar era
allar í höndum leikmanna. Við sem
höfum staðið í undirbúningi aðvent-
unnar finnum að heilagur andi er að
leiða okkur í þessu starfi. Allir sem
koma að verki era fórnfúsir og
ganga glaðir til verks. Biðjum fyi’ir
þessu verkefni og væntum góðrar
uppskeru í lifandi trú með glöðu
hjarta.
Dagskrá aðventukvölda:
Fyrsta sunnudag í aðventu (28.
nóv.) byrjum við á aðventuhátíð með
fjölbreyttri tónlistardagskrá. Kór
Digraneskirkju kemur fram og flyt-
ur m.a. verk eftir Vivaldi, Bach og
Mozart. Til liðs við kórinn kemur
strengjasveit Tónlistarskóla Kópa-
vogs ásamt flautuleikuram. Meðleik-
ari á orgel verður Bjarni Þór
Jónatansson og einsöng í einu verki
syngur Margrét Asgeirsdóttir.
Stjórnandi tónlistarflutningsins
verður Kjartan Sigurjónsson, org-
anisti Digraneskirkju. Sóknarbörn-
um gefst færi á að leggja sitt af
mörkum til kirkjunnar því það verð-
ur kaffisala á vegum kórsins í safn-
aðarsal að hátíð lokinni og rennur
allur ágóði af henni til líknarmála í
sókninni. Stjórn og undirbúningur
PLl-SOL
Þar sem biti er vandamál
O
O
cn
Ln
.. . leysir FLl-SOL vandann ^
oo
LD
Alltfyrirgiuggann
PrlTJ
Síöurmila 33 - RcyJýavik • Ti.im»rgötc 17 - Keflavflt
www.alnabaer.ís