Morgunblaðið - 27.11.1999, Page 65

Morgunblaðið - 27.11.1999, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ AÐVENTA LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 65 hátíðarkvöldsins er í höndum sókn- arnefndar Digi-aneskirkju. Annan sunnudag í aðventu (5. des.) sér KFUM&K um helgistund í kirkjunni. KFUM&K og Digranes- kirkja eiga í góðu samstarfí um starf eldri barna í kirkjunni (tíu til tólf ára) og einnig er unglingastarfíð í samstarfi þessara aðila. Einsöngvar- ar Digi’aneskh'kju skreyta helgi- stundina með söng sínum og kaffísal- an á eftir verður til styrktar málefn- inu „mismunandi kjör bama í heim- inum“, en það er þemaverkefni sem unnið hefur verið með í vetur. Þriðja sunnudag í aðventu (12. des.) ætlar Guðlaug Erla Jónsdóttir að kjmna okkur starf Mæðrastyrks- nefndar Kópavogs. Skólakór Snælandsskóla sér um tónlistar- flutning kvöldsins undir stjórn Heiðrúnar Hákonardóttur. Stjórnun og undirbúningur er í höndum Safn- aðarfélags Digraneskirkju. Fjórða og síðasta sunnudag i að- ventu (19. des.) syngur Kvennakór Reykjavíkur. Við þetta tækifæri ætl- um við einnig að taka á móti söfnun- arbaukunum „brauð handa hungmð- um heimi“ og selja friðarkerti fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Fé sem safnast við kaffið á eftir rennur óskipt til hjálparstarfsins. Kaffisalan er á vegum sóknarnefndar en stjórn og undirbúningur er í höndum Kórs Digraneskirkju. Aðventubyrjun í Dómkirkjunni FYRSTA sunnudag í aðventu, 28. nóvember, kl. 20.30 verður aðventu- kvöld í umsjá Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar. Ræðumaður verður Einar Benediktsson, sendiherra. Skólakór Kársness og Dómkórinn syngja undir stjórn þeirra Þórannar Björnsdóttur og Marteins H. Frið- rikssonar sem einnig leikur á orgel. Dómkirkjuprestarnir sr. Hjalti Guð- mundsson og sr. Jakob Agúst Hjálmarsson leiða dagskrána. Um morguninn kl. 11 verður messa þar sem sr. Jakob Ágúst prédikar og þjónar fyrir altari. í messunni syng- ur Dómkórinn Sanctus og Agnus Dei úr Missa Adventus et Qu- adragersimae eftir Petr Eben. Kl. 12 verður svo stutt helgistund fyrir böm. Kveikt verður á fyrsta kerti aðventukransins og sungnir að- j ventusöngvar. Fjölskylduguðsþjónusta og síðdegismessa í Hafnarfjarðarkirkju FYRSTA sunnudegi á nýrri aðventu og nýju kirkjuári 28. nóvember verð- ur vel fagnað í Hafnarfjai'ðarkirkju. Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaga- skólanna hefst þar kl.ll og síðdegis- messa á aðventu kl.17. Sunnudaga- skólabörn úr Hvaleyrarskóla koma í heimsókn með fjölskyldum sínum í fjölskylduguðsþjónustuna og bætast þar í hóp þeirra sunnudagaskóla- barna og fjölskyldna þeirra sem sótt hafa sunnudagaskólann í safnaðar- heimilinu Strandbergi. Strætisvagn fer frá Hvaleyrarskóla kl. 10.55. Jafnframt því ekur strætisvagn venjubundna leið til kirkju og báðir fara þeir til baka um kl. 12.20. Lúðra- sveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar leikur í fjölskylduguðsþjónustunni. Eftir hana verður boðið upp á góð- gæti í safnaðarheimilinu Strand- bergi. Prestar era sr. Þórhallur Heimisson og sr. Gunnþór Ingason. Aðventumessan síðdegis mun auð- kennast af fögrum tónlistarflutningi. Árni Gunnarsson syngur þá einsöng og félagar úr Kór kirkjunnar leiða annan söng. Natalía Chow leikur á orgel kirkjunnar. Prestur er sr. Gunnþór Ingason. Dýrmætt er og ánægjulegt, að sem flest sóknarbörn og aðrir sem hug hafa á fagni nýrri aðventu á merkum tímamótum með því að taka þátt í helgihaldi í Hafnar- fjarðarkirkju á fyrsta sunnudegi hennar. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Aðventukvöld og afmælis- hátíð í Laugarneskírkju ANNAÐ kvöld kl. 20 verður sérstök athöfn í Laugarneskirkju sem hvorttveggja í senn er aðventukvöld og afmælishátíð í tilefni af 50 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Alla vikuna frá síðsta sunnudegi höfum við hald- ið afmælið hátíðlegt með ýmsu móti. Hæst ber myndlistarsýninguna „Tíminn og trúin“ þar sem sjö lista- konur sýna verk sem frumunnin voru í tilefni af árunum fímmtíu og árunum þúsund, sem kristni hefur lifað í landi okkar. Gefst þeim sem koma til kirkju annað kvöld færi á að skoða sýninguna og njóta góðra veit- inga, en sóknarnefndin býður upp á ekta súkkulaði og smákökur að at- höfn lokinni. Drengjakór Laugarnes- kirkju mun syngja ásamt Kór Laug- arneskirkju, fermingarbörn munu flytja bænir og sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson prófastur ávarpar söfnuð- inn í tilefni afmælisins og þjónar við altarið ásamt sr. Bjarna Karlssyni. Tónlistarguðsþjónusta og aðventuhátíð í Hjallakirkju FYRSTA sunnudag í aðventu verðui- tónlistarguðsþjónusta í Hjallakirkju kl. 11. Flutt verður sónata í D-dúr fyrir trompet, strengi og continuo eftir G. Torelli, forleikur úr svítu nr. 1 eftir G. Ph. Telemann, lokakórinn úr kantötu nr. 147 eftir J.S. Bach o.fl. Jóhann Stefánsson leikur á trompet, Júlíana Kjai-tansdóttir og Rósa H. Guðmundsdóttir á fíðlur, Guðrún Þórarinsdóttir á víólu, Lovisa Fjeld- sted á selló og Lára Bryndís Egg- ertsdóttir á orgel. Kór Hjallakirkju syngur undir stjóm organistans, Jóns Ólafs Sigurðssonar. Seinna þennan sama dag kl. 7 verður árleg aðventuhátíð fjölskyld- unnar í Hjallakirkju. Á aðventuhá- tíðinni mun kór Hjallaskóla syngja og leika helgileik undir stjórn Guð- rúnar Magnúsdóttur og Guðni Már Harðarson les jólasögu. Eftir stund- ina bíður safnaðarfélag Hjallasóknar gestum upp á kakó og piparkökur í safnaðarsal kirkjunnar. Allir eru hjartanlega velkomnir. Hátíð í Hallgrímskirkju í FYRRAMÁLIÐ, sunnudag kl. 11, verður hátíðarmessa í Hallgríms- kh’kju. Biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, mun prédika og þjóna fyrir altari ásamt séra Jóni Dalbú Hróbjartssyni, séra Ragnari Fjalari Lárussyni og séra Sigurði Pálssyni. Tilefni hátíðarinnar er margþætt. Þetta er fyrsti sunnudagur í að- ventu, nýtt kirkjuár að hefjast og Hjálparstarf kirkjunnar að ýta úr vör árlegri jólasöfnun sinni. Þess verður sérstaklega minnst í mess- unni og tekin samskot til starfans. Þá verður helgaður steindur gluggi sem settur hefur verið upp yf- ir aðalinngangi kirkjunnar. Glugg- ann gerði Leifur Breiðfjörð, glerl- istamaður, og nefnir hann verkið „Dýrð, vald, virðing“. Þetta listaverk er dánargjöf Stefaníu Guðríðar Sig- urðardóttur, en hún lést árið 1993, gefín til minningar um foreldra hennar, Sigurð Sigurðsson frá Vigur, yfirdómslögmann og sýslumann og Guðríði Stefaníu Arnórsdóttur. I lok guðsþjónustunnar verður opnuð, á vegum Listasafns Hall- grímskirkju og Listvinafélags Hall- grímskirkju, myndlistarsýning Leifs í forkirkjunni, er hann nefnir Opin- berun. Myndverkin eru vatnslita- og pastelmyndir sem allar tengjast Op- inberunarbók Jóhannesar. Þess má geta að Mál og menning gefur þessi listaverk út á bók ásamt texta Opin- berunarbókarinnar. KI. 17 þennan dag mun svo Barna- og unglingakór Hallgrímsirkju halda aðventutónleika og flytja Ceremony of Carols fyrir þrjár raddir og hörpu op. 28 eftir Benjamin Britten og syngja auk þess nokkur jólalög undir stjóm Bjameyjar Ingibjai'gar Gunnlaugs- dóttur. Hljóðfæraleikarar með kóm- um eru Sophie Schoonjans hörpuleik- ari og Hörður Áskelsson, organisti. Aðventusamkoma í Breiðholtskirkju HIN árlega aðventusamkoma Breið- holtssafnaðar verður haldin í Breið- holtskirkju í Mjódd á morgun, fyrsta sunnudag í aðventu, kl. 20.30. Að venju verður fjölbreytt dagskrá sem miðuð er við alla fjölskylduna. Kór Breiðholtskirkju og Barnakór Breiðholtskirkju flytja aðventu- og jólasöngva undir stjóm organistans, Daníels Jónassonar, og Árnýjar Al- bertsdóttur, stjórnanda barnakórs- ins. Áraý Albertsdóttir og Elín Helga Jóhannesdóttir syngja tvísöng. Fermingarböm sjá um stutta dag- skrá og Helgi Gíslason, æskulýðsfull- trúi KFUM & K í Reykjavík, flytur aðventuhugleiðingu. Samkomunni lýkur með helgistund við kertaljós. Að samkomunni lokinni verður kaffisala í safnaðarheimilinu á veg- um Kvenfélags Breiðholts, en félagið hefur alla tíð stutt safnaðarstarfið og kirkjubygginguna af miklum dugn- aði og rausnarskap og nú síðast lagt fram drjúgan skerf til kaupa á nýju orgeli sem vígt var á sl. ári. Einnig munu fermingarbörn selja friðar- kerti til ágóða fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Aðventusamkomumar hafa löng- um verið miklar hátíðarstundir í safn- aðarlífinu og mörgum til gleði og upp- byggingar við upphaf undirbúnings jóla. Vona ég að svo verði einnig í ár. Vil ég því nota þetta tækifæri til að hvetja sóknarbúa og aðra þá sem áhuga hafa til að Qölmenna við þessa athöfii og helja þannig jólaundirbún- inginn með góðri stund í húsi Drottins. Sr. Gísli Jónasson. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 13. Steingrímur Hermannsson, fyrr- verandi forsætisráðherra og seðla- bankastjóri, segir frá ýmsu áhuga- verðu sem á daga hans hefur drifið. Reynir Jónasson leikur undir fjölda- söng á harmoniku. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Hjálpræðisherinn. Kl. 13 laugar- dagsskóli fyrir krakka. KEFAS, Dalvegi 24. Samkoma í dag, laugardag, kl. 14. Ræðumaður Helga R. Armannsdóttir. Sunnudag kl. 14- 17 verður Kefas með basar að Dal- vegi 24, Kópavogi. Þar verða m.a. heimabakaðar kökur, skreytingar, lukkupakkar og ýmsar fallegar gjafavörur. Nýbakaðar vöfflur með rjóma og rjúkandi kaffi. Lofgjörðar- tónlist verður leikin og sungin. Mánudag: Kvennabænastund kl. 20.30. Þriðjudag: Bænastund kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Útskálasókn: Safnaðarheimilið Sæ- borg. Kirkjuskólinn kl. 13.30. Hvalsnessókn. Safnaðarheimilið í Sandgerði. Kirkjuskólinn kl. 11. Vídalínskirkja. í dag kl. 14 heldur Hans Markús sóknarprestur fyrirlestur fyrir eldri borgara um starfrslokin. Fyrirlesturinn kallast „Jákvæð sjónarmið". mmuf> Gróðrarstöðin Agætu viðskiptavinir Höfum opnað nýjan gróðurskála með alhliða blóma- og gjafavöruverslun. Skreytingarþjónusta fyrir öll tækifæri. Verið velkomin í öðruvísi umhverfi Birkihlíð - Hús blómanna Dalvegi 32, Kópavogi sími 364 2480 - Opið frá kl. 9-21 INNRÉTTINGAR HÚSGÖGN Fjölbreytt úrval húsgagna frá Spáni Síðumúla 13 sími 588 5108 VERÐ Á BÁÐUM SETTUM kr. 83.032 LAMPI kr. 13.138 Ný sending setta og stakra stóla STÓLL kr. 21.196 'Tftc&z&ti 4.990,- STGB. Topcom Deskmaster 123 Borðsimi með númerabirti Minni íyrir 90 siðustu númer sem hringdu ásamt dagsetningu og klukku. Möguleiki á að hringja beint úr númerabirtingaminni. Þrjú hraðvalsminni. Tíu númera skammvalsmmm ofl. Telia Distaas < 5 Borðsími § Fimm hraðvalsminni í Endurval. SÍMINN Þjónustumiðstöðvar Símaris um land allt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.