Morgunblaðið - 27.11.1999, Page 72

Morgunblaðið - 27.11.1999, Page 72
72 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnu- og verslunarhúsnædi óskast Mikil eftirspum er nú eftir öllum gerðum atvinnu- og verslunarhúsnæðis. Til okkar hafa leitað fjárfestar og beðið okkur að útvega ýmsar gerðir fasteigna, ýmist með leigusamningi eða til afhendingar. M.a. vantar: • Skrifstofuhúsnæði í austurborginni og miðborginni. • Iðnaðarhúsnæði af öllum stærðum í Vogahverfi. • Verslunarhúsnæði í miðborginni og Kópavogi. • Skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. ► rULD Viðar Böðvarsson FASTBTGNASAI, A við^titel8ngur,lðgpli/rfjjöeJjiij*jl Þjóðræknisþing | Þjóóræknisfélag fslendinga verður 60 ára þann 1. des. næstkomandi og stendur af því tilefni fyrir Þjóðræknis- I þingi í Rúgbrauðsgeröinni, Borgartúni 6, laugardaginn 1 27. nóvember kl. 13.00. Markmið Þjóðræknisfélags fslendinga er að efla tengslin vió Vestur-íslendinga. Fjölbreytt erindi og fýrirlestrar verða á þinginu. Dagskrá Þjóðræknisþings er eftirfarandi: Steinn Logi Björnsson, stjórnarformaður ÞFÍ, setur þingið Herra Ólafur Ragnar Crímsson opnar formlega hinn nýja vef Ríkisútvarpsins um Vesturfarana Ríkisútvarpið kynnir Vesturfaravefinn SigridJohnsen, varaformaður lcelandic National League, flytur kveðju frá Vesturheimi Cuðjón Arngrímsson > Vestur-fslendingar á fslandi - Viðhorf og áhrif Svavar Gestsson sendiherra ► Hátfðahöldin 2000 Reynir Gunntaupson > Framtíð samskiptanna vestur um haf Böðvar Guðmundsson > Fréttir af fýrirheitna landinu - Lýsing vesturfslensku frumbyggjanna á lífi og landskostum Magnus Olafson, fulltrúi leikhóps frá N-Dakota, flytur ávarp HalldórÁsgrímsson, utanríkisráðherra, flytur ávarp Léttar veitingar veróa í boði utanríkisráðuneytisins í lok þingsins. . Aðgangur er ókeypis og öllum frjáls. Qaxogp Teppa- hreinsivélar Áhaldaleiga Húsasmiðj unnar leigir út teppa- hreinsivélar fyrir stofnanir, heimili og bíla : ®3dC03 ) > HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Eru rímlagardinumar óhreinar? Við hreinsum: Viðarrimla, strimla, plíseruð og sólargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhúð. Sækjum og sendum ef óskað er. GSM 897 3634 í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hið kristna tímatal „BRÁDUM koma blessuð jólin“ og þá fáum við enn að heyra gleðiboðskapinn: „Yður er í dag frelsari fæddur... og englarnir sungu: Dýrð sé Guði í Upphæðum. Og við syngj- um: Heims um ból, helg eru jól, signuð mær son Guðs ól... „ og: „I Bet- lehem er barn oss fætt.“ Við þennan einstæða at- burð hér á jörð „Er Guðs son gjörðist maður...“ við fæðingu hans, er hið kristna tímatal miðað, en ekki við 1 árs afmæli þessa barns. Þess vegna eru aldamót og árþúsundamót nú, er 1999 og 2000 mæt- ast. Börn fæðast ekki 1 árs. Það gerði Jesúbarnið held- ur ekki. Við fæðingu upp- hefst fyrsta aldursárið og að 365 dögum liðnum er eins árs afmæli fagnað. Lítum á málstokk, hann byrjar á 0, en eftir 10 mm kemur 1 cm. Á þessum ein- földu staðreyndum er vak- in athygli, því enn halda áfram að birtast langar greinar í Morgunblaðinu, sem hafna 0, en þrábenda á 1, sem upphaf alls. Þótt menn á fyrri tíð kunni að hafa ruglast í ríminu í þessu sambandi, þá skul- um við ekki viðhalda því rugli, heldur nú á komandi aðventu, sem mun þýða „tilkoma" að sögn gamla prestsins míns, skulum við búa okkur undir komandi jól - einnig hið innra - sem verða hin síðustu á þessari öld og árþúsundi. Lifið heilir, lesendur góðir. I Guðs friði. HVÞ Þessi klausa er birt aftur vegna mistaka við fyrri birtingu. Er beðist velvirð- ingar á þvi. Fyrirspurn til Ríkis- sjónvarpsins EIRÍKUR hafði samband við Velvakanda og langaði að koma á framfæri fyrir- spurn til Ríkissjónvarps- ins varðandi þáttinn „Nýjasta tækni og vísindi“ sem er endurtekinn á sunnudögum, hvort ekki sé hægt að endurtaka hann eftir hádegi á sunnu- dögum? Mikil speki ELLEN hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri hrifn- ingu sinni á grein, sem Jenna Jensdóttir skrifaði í Morgunblaðið fimmtudag- inn 25. nóvember sl. Greinin heitir „Horfi í augu framtíðarinnar." Henni fannst mikil speki í þessari grein og vildi vekja athygli á henni. Tapað/fundið Gullúr týndist JAZ gullúr týndist mið- vikudaginn 24. nóvember sl. í Faxafeni eða í Skeif- unni. Það gæti hafa dottið af í verslun eða á bílastæði. Urið er með tvilitri stálól. Skilvís finnandi vinsamleg- ast hringi í Svandís í síma 581- 4377. Ullarhattur týndist STEINGRÁR ullarhattur týndist við félagsmiðstöð- ina Aflagranda 40 fyrir stuttu. Skílvís finnandi vin- samlegast hringi í síma 562-2571 eða skih honum í afgreiðsluna hjá félagsmið- stöðinni að Aflagranda 40. Dýrahald Hefur þú séð Púka? PÚKI er týndur. Hann fór að heiman úr Langholts- hverfinu iaugardaginn 20. nóvember sl. Hann er ekki með ól, en hann er eyrna- merktur. Púki er ársgam- all, svartur , með hvítar loppur, hvitt skegg og hvítan flekk á kviðnum. Ef einhver hefur orðið var við hann, er sá hinn sami beð- inn að hafa samband við Theodóru í síma 588- 9419. Ung læða týndist UNG læða týndist frá Laufásvegi 19 mánudaginn 22.nóvember sl. Hún er svört með hvíta bringu og hvítar lappir. Hún er ómerkt. Ef einhver hefur orðið hennar var, vinsam- legast hafið samband við Lindu í síma 551-3652 eða 552-5759. Brútus er týndur BRÚTUS hvar frá heimili sínu að Hraunteigi 26 í byrjun október. Hann er hvítur síamsköttur með rautleit eyru, trýni og rófu. Hann er með blá augu, mjálmar hátt og er frekar styggur. Hann er ekki með ól en er eyrnamerktur á hægra eyra: R8H068. Hans er sárt saknað af eiganda sínum. Ef einhver getur gefið upplýsingar um Brút- us þá vinsamlega hringi í Laufeyju í síma 862 3459. Hefurðu hugsað út f það, kæra tengda- mamma, að ef mittis- málið væri 60 sentí- metrar, værir þú 60 sentímetrar á hæð? Tókstu eftir hvað einn þeirra var líkur Ric- hard Gere? Yíkverji skrifar... FRAMGANGA lögreglunnar við að upplýsa umfangsmikil fikni- efnabrot að undanfömu hefur vakið athygli og sá góði árangur sem þar hefur náðst ber vott um að með markvissum aðgerðum sé hægt að stemma stigu við innflutningi og neyslu ólöglegra fíkniefna hér á landi. Lögreglumaður úr kunn- ingjahópi Víkverja lét svo um mælt, er þessi mál bar á góma nýverið, að líklega gerði almenningur sér ekki fyllilega grein fyrir hversu um- fangsmikil mál hér væri um að ræða, né heldur umfangi þeirra af- brota sem tengjast fíkniefnaneyslu, með beinum og óbeinum hætti. Slík brot verða sífellt alvarlegri og þá ekki síst þau, sem tengjast ofbeldi og líkamsmeiðingum. I kjölfar þessarar þróunar hefur risið upp ný starfsstétt manna hér á landi, svokallaðir handrukkarar, en starfssvið þeirra virðist aðallega fólgið í því að rukka inn skuldir með handafli. Fíkniefnabarónar hafa í vaxandi mæli tekið þessa starfs- krafta í þjónustu sína, svo sem fram hefur komið í umfjöllun fjölmiðla um þessi mál að undanfömu, og hef- ur því verið haldið fram að góðir tekjumöguleikar séu í þessari starfsgrein fyrir harðhenta og sam- viskulausa menn. Víkverji er ekki í aðstöðu til að meta hvort heimildir séu að fullu nýttar til að koma lögum yfír þessa menn og taka þá úr umferð þegar til þeirra næst eða hvort viðurlög séu nægilega þung til að losa þjóð- félagið við þennan ófógnuð. Við- mælandi Víkverja, sem telur sig þekkja vel til þessara mála, er þeirrar skoðunar að svo sé ekki og því ekki fýsilegur kostur fyrir fóm- arlömb handmkkara að kæra þá, vitandi það að eftir játningu em þeir óðara komnir á götumar aftur. Aðalatriðið hlýtur hins vegar að vera að ná til vinnuveitenda hand- rukkaranna, fíkniefnabarónanna, sem nærast á starfsemi þeirra og ógæfu annarra. Af öðmm afbrotum sem tengjast fíkniefnaneyslu má nefna innbrot í bíla, sem sífellt færast í vöxt eins og nýleg dæmi sanna. Aðumefndur við- mælandi Víkveija kvaðst hafa áreið- anlegar heimildir fyrir því að í flest- um tilfellum væri hér um að ræða ógæfumenn, sem ánetjast hafa fíkni- efnum og grípa til þessara örþrifa- ráða til að fjármagna neyslu sína. Hér ber allt að sama bmnni. Fíkni- efnaneyslan er ein alvarlegasta meinsemd í íslensku þjóðfélagi og ber að beita öllum tiltækum ráðum til að stemma stigu við henni. Það er forgangsverkefni að mati Víkverja. xxx SKOÐANAKANNANIR era ágætt tæki til að mæla viðhorf fólks til hinna ýmsu mála og fjöl- miðlar gera sér gjaman mat úr nið- urstöðum þeirra til fréttaflutnings. Þetta er í sjálfu sér gott og blessað, en stundum finnst Víkverja helst til langt seilst hvað þetta varðar. Til dæmis þegar verið er að mæla vin- sældir stjórnmálamanna, eins og um poppstjörnur sé að ræða. Hvem varðar um það hvort þessi eða hinn ráðherrann sé vinsælli eða óvinsælli en hinn? Segja vinsældir ráðherra eitthvað til um hvemig þeir standa sig í starfí? Víkveiji er þeirrar skoð- unar að svo sé ekki. Stjórnmála- menn, og ekki síst ráðherrar, þurfa oft að taka erfíðar ákvarðanir, sem ekki falla í kramið hjá almenningi, en geta þó varðað þjóðarhag. Vík- verji á því erfítt með að koma auga á nytsemi slíkra vinsældakosninga og fær ekki séð hvaða tilgangi þær þjóna. Á sama hátt fær Víkverji ekki séð hvaða tilgangi það þjónar að birta daglega fréttir af því hvort hluta- bréf í þessu eða hinu fyrirtækinu hafí hækkað eða lækkað. Þetta seg- ir kannski sitt um fjármálavit Vík- verja, en hann verður að segja alveg eins og er að hann þekkir ekki einn einasta mann sem á hagsmuna að gæta í þessum efnum. Það hins veg- ar segir ef til vill meira um kunn- ingjahóp Víkveija en hina, sem kunna að ávaxta sitt pund í nútíma þjóðfélagi. íslenskt þjóðfélag hefur vissulega tekið miklum breytingum á undan- förnum ámm og það er tímanna tákn að í stað þess að leika þjóð- sönginn í lok sjónvarpsdagskrár á hverju kvöldi em nú birtar nýjustu tölur afverðbréfamörkuðunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.