Morgunblaðið - 27.11.1999, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 27.11.1999, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 75 FOLKI FRETTUM Seiðandi stemmningar TOIVLIST fi e i s I a d i s k u r HAPPY NEW EAR Happy New Ear, geisladiskur með Eariy Groovers. Upptökustjóri og höfundur er Örnólfur Thorlacius. Honum til aðstoðar eru þeir Árni Kristjánsson, Kjartan Ingvarsson og Baldvin Ringsted. Hljóðritað og blandað í Almost There Studio. Tónjöfnun: Thor og Finnur Hákon- arson, OZ hljóð. c&(p)2000 Dizorder Recordings. REYKMETTAÐ LOFT og rauð- leit birta. Fastakúnnarnir sem hér hlustuðu á djassistana leika af fingi-um fram hafa látið afkomend- um sínum eftir sæti sín á staðnum. Þótt tölva hafi nú hertekið hornið þar sem meistaramir léku listir sín- ar framkallar angurvær trompet ennþá bláar nótur og hreyfir við sál- um gestanna. Trommuslátturinn er að vísu orðinn taktfastari og kulda- legri en hér er samt seiðandi stemmning. Einhvem veginn svona voru hug- hrif mín er bestu tóndæmi geisla- plötunnar Happy New Ear léku um eyru mín. Eg verð að játa vanþekk- ingu mína og viðurkenna að aldrei hef ég heyrt minnst á fyrirbærið Early Groovers sem geislaplata þessi er skrifuð á. Hins vegar veit ég að höfuðpaurinn, Ömólfur Thor- lacius, var aldrei með þáttinn Nýj- asta tækni og vísindi. Aftur á móti held ég að Ami Kristjánsson hafi hér á ámm áður verið gítarleikari í rokksveitinni Vonbrigðum, en hann er í hlutverkum listræns ráðunaut- ar og aðstoðarupptökustjóra Örn- ólfs í fáeinum lögum á Happy New Ear. Tóndæmi plötunnar eru 16 tals- ins en gætu þó allt eins talist eitt því hvergi em þagnir á milli dæma. Þau virðast eiga að hanga saman sem verk þótt ekki sé ljóst hver megin- þráðurinn eða þemað sé. í gi-unninn er tónlistin á plötunni dæmigerð raftónlist með tilheyrandi trommu- fomtun (loops), hljóðsörpum og öðmm tóntæknibrellum. Hætt er við því með tónlist af þessu tagi að hún verði leiðigjörn á að hlusta, en við hlustun á Happy New Ear leið- ist manni ekki oft. Hljóðsörp em ákaflega mörg og mjög svo hugvits- samlega valin og unnin. Mikið hefur verið sarpað af lifandi hljóðfæram og mannsröddum sem oft virkar vel ofan á annars nokkuð einhæfa granna. Lítilsháttar djassáhrifa gætir hér og þar og kemur það einkar vel út. Besta dæmið er lagið Harsh Realities Of The Season, stórgott lag sem Baldvin Ringsted gítai’leikari gerir mikið fyrir af næmi og smekkvísi. Tvímælalaust besta lag plötunnar. Þótt á plötunni sé víða að finna skemmtilegar og oft á tíðum seið- andi stemmningar er lítið um eigin- leg, heilsteypt lög eins og ofan- greint lag vissulega er. Erfitt er því að nefna stök lög umfram heildina. Þó ber að geta lagsins Makin’ It Clean sem er mjög skemmtileg pæling. Dæmi um hið gagnstæða er hins vegar heldur þunnildislegur bræðingur, At The Scene Of The Prime. Þegar á heildina er litið þykir mér töluvert í plötuna spunnið. Ai-a- grúi er af góðum hugmyndum innan um aðrar síðri. Ekki þykir mér ótrúlegt að Ömólfur Thorlacius eigi efth- að starfa sem upptökustjóri og/eða forritari fyrir syngjandi popptónlistannenn. Hugmyndaflug hans og tæknikunnátta gefa í hið minnsta góð fyrirheit. Orrí Harðarson Fleiri tónleikum aflýst ÞAÐ virðist sem trú manna á að fólk sé tilbúið til að greiða stórfé til að fara á tónleika um árþúsunda- skiptin sé ekki á rökum reist. Þegar hefur verið sagt frá því að tón- leikum Jewel á heimaslóð- um sínum, Alaska, hafi verið aflýst vegna dræmrar miðasölu. Nú þarf tónlistarmaðnrinn Sting að bíth í það sama súra epli, en tónleikunum „Celebration 2000“ í New York hefur verið aflýst. Þar átti Sting að koina fram - ásamt ekki óþekktari stjörnum en sálardrottningunni Arethu Franklin og Chuck Berry. Enn eru fáanlegir miðar á ár- þúsundaskiptatónleika Billy Joel í New York, hljómsveitarinnar Eagles í Los Angeles, Kiss í Van- couver og Barbra Streisand í Las Vegas. Tom Uhm, talsmaður „Cel- ebration 2000“, sagði þegar ákveðið var að hætta við tónleik- ana að miðasala hefði verið dræm og liann teldi ástæðuna vera þá að miðaverðið hefði ver- ið alltof hátt. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir að fleiri tónleikum verði aflýst um árþúsundaskipt- in, enda gæti áhuginn aukist eft- ir því sem nær dregur, er það mál manna að miðasala hafi verið mun slakari en búist liefði verið við að óreyndu. Niðursoðinn sjónvarpshlátur SJONVARP A LAUGARDEGI Lengi hefur sú venja rikt við gerð erlendra gamanþátta, einkum í Bandaríkjunum, að hláturgusur hafa heyrst í ímynduðum sjón- varpsgestum þegar tilefni hefur þótt gefast. Þetta hefur verið kallaður niðursoðinn hlátur og stundum lent á versta stað í út- sendingu, þegar engum var hlátur í hug og áhorfendur almennt að drepast úr leiðindum. Fólk, sem er ófyndið með öllu hefur fyiir vana að hlæja hátt og hvellt og í tíma og ótíma af öllum sköpuðum hlutum, einkum þegar það situr þar á þingi, sem hátt launaðir grínarar hafa verið fengnir til að vera skemmtilegir. Því finnst það eigi að hlæja, en grínarinn, sem oftast er heldur mislukkaður, hressist allm- við að heyra hlegið. Einkum er þessi hláturvani áberandi hjá ungu fólki, sem hefur tekið alltof alvarlega dagskipunina um að það eigi allaf að vera kátt og skemmti- legt og síhlæjandi, hvort sem það sér hross á beit eða gamanlausan grínara á sviði sem engum brand- ara kemur frá sér. Það vom hinir áhorfendalausu uppistandsmenn sj ónvarpsþáttanna sem fundu upp nið- ursoðna sjónvarps- hláturinn. Hér á landi hefur ekki þurft að gi-ípa til hans, vegna þess að ís- lendingar halda auðsjáanlega að þeir eigi að hlæja séu þeir áhorf- endur í sjónvarpssal. Ekki er þetta algengt með gam- anlausu gamansemina, en einstak- ir flokkar grínara hafa komist svo langt á hlátrinum í áheyrendum, að það hefur jafnvel orðið að setja lögbann á það, svo þeir láti ekki hlæja nema á einum stað í einu. Þeir sem em hvað ákafastir við- hlæjendur þeima em flestir undir þrítugu og manni verður á að spyrja; hvers vegna? Hinu er ekki að neita að hér hafa verið sýndir gamanþættir, sem reynst hafa með ólíkindum skemmtilegir; vel skrifaðir og vel fluttir og átaka- laust gert fólki glatt í geði. Hér er um að ræða þætti Spaugstofunnar og þætti um Heilsubælið í Gerva- hverfi, en þeir era endursýndir góðu heilli á Stöð 2 nú um stundir. Gísli Rúnar samdi og leikstýrði þeim og leikur sjálfur í þeim ásamt Eddu Björgvins, konu sinni og leikkonu. I öllu því leiðinda- vafstri gamanþátta, sem ungt fólk virðist halda að sé aðhlátursefni, bera tvær fyrmefndar þáttaraðir af, enda unnar af fólki sem hefur fengið náðargáfu gamanseminnar í vöggugjöf. Erlendir gamanþætt- ir sýna okkur hvað miklu þarf til að kosta, að gera góða gamansama sjónvarpsþætti. Skal þar fyrstan telja Seinfeld, sem er þó ekki alltaf í forgmnni þáttanna. Með honum vinnur afbragðsfólk, sem skyggir jafnvel á hann á stundum. Hand- ritsgerð er vönduð og á sinn þátt í því hve vel þættirnir takast. Indriði G. Þorsteinsson Ævintýri sem enda vel GOÐGERÐARFELAGIÐ Stoð og styrkur hélt útgáfufagnað vegna tveggja bóka sinna fyrir skömmu. Em það bækumar A lífsins leið II og Ævintýri alþingismanna. Sú íyrr- nefnda er gefin út til styrktar Bamaspítala Hringsins og forvam- arstarfi. f hana rita 26 kunnir ein- staklingar minningar sínar um eftirminnilega atburði og fólk. Ameðal höfunda em Bjöm Bjama- son menntamálaráðherra og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri. í Ævintýmm alþingismanna, sem Vigdís Stefánsdóttir ritstjóri skráði segja 13 alþingismenn frá ævintýralegum atburðum úr lífi sínu. Hún er gefin út til stuðnings Styrktarfélagi krabbameinssjúkra bama og forvamastarfi. A myndinni era þeir höfundar kafla í bókinni, sem tök áttu á að koma til útgáfu- fagnaðarins, frá vinstri: Ingibjörg F. Hjartar, Páll Daníelsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hjálmar Jónsson, Bjöm Bjamason, Atli Dagbjar- tsson, Valgerður Sverrisdóttir, Geir Jón Þórisson, Jón Helgason, Guð- rún Pétursdóttir, Sævar Gunnars- son, Ari Teitsson, Oddur Ólafsson vegna Kristínar Sigfúsdóttur og Anna Þrúður Þorkelsdóttir. ALLRA SÍÐUSTU DAGAR ALLT A AÐ SEUAST Geriö hagstæð jólainnkaup iþrött & gé OPIÐ: Mán.-fös. 10-18, lau. 1 0-1 6, sun. 1 3-1 7. Skipholti 50d, sími 562 0025. /Zkzinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.