Morgunblaðið - 28.11.1999, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sambýli og þjónustustofnanir þroskaheftra undirmönnuð
Alag og áhyggjur vegna
skorts á starfsfólki
SKORTUR er á starfsfólki á sambýlum og þjón-
ustustofnunum þroskaheftra og segist Þór Garðar
Þórarinsson, framkvæmdastjóri svæðisskrifstofu
málefna fatlaðra á Reykjanesi, ekki muna að jafn
erfitt hafi verið að manna stöðugildi. Starfsfólk
vantar í 15-20 stöðugildi á Reykjanesi og er svip-
aða sögu að segja í Reykjavík þar sem vantar
starfsfólk í 15 stöðugildi. Að sögn Þórs Garðars er
þenslan í þjóðfélaginu ein aðalástæða þess hve
erfitt er að fá fólk til starfa og segir hann vandann
svipaðan þeim sem leikskólar höfuðborgarinnar
glíma við.
A sambýlum þroskaheftra er til að mynda víða
gert ráð fyrir að 2-3 þroskaþjálfar séu starfandi,
en í núverandi stöðu er í mörgum tilfellum aðeins
einn þroskaþjálfi við störf. Auk þessa segir Þór
Garðar einnig vera skort á almennu starfsfólki á
sambýlum og þjónustustofnunum, en mannekluna
kveður hann hafa í för með sér aukið álag og yfir-
vinnu á það starfsfólk sem fyrir er. I einstaka til-
fellum séu dæmi um að fólk vinni 100-150 yfir-
vinnutíma á mánuði, en ljóst sé að ríki slíkt ástand
lengi þá komi það niður á þjónustunni.
Samningar lausir
á næsta ári
Björn Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri svæð-
isskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, hefur
sömu sögu að segja, en þar vantar starfsmenn í
um 15 stöðugildi. Hann nefnir lág iaun sem eina af
ástæðum þess að erfitt sé að ráða fólk, en starfs-
menn vanti bæði í heilar stöður og hlutastörf.
„Þetta getur verið mikið álag á þá sem eru í
starfi og það er náttúrulega dýrari kostur að
keyra sambýlin kannski á yfimnnu þeirra fáu
starfsmanna sem þar eru,“ segir Björn. Starfs-
mannaskorturinn hefur verið töluvert ræddur og
segir Björn hann vera áhyggjuefni. Kjarasamn-
ingar losni hins vegar á næsta ári og e.t.v. verði
einhver breyting með þeim.
Trúnaðarmannaráð Þroskaþjálfafélags Islands
sendi nýlega frá sér ályktun þar sem sagt var að
ófremdarástand hefði skapast á mörgum heimilum
og þjónustustofnunum þroskaheftra vegna skorts
á starfsfólki. Þeir sögðu dæmi um að það vantaði
allt að helming heimilaðra stöðugilda og starfsfólk
ynni allt að 200 klst. í yfirvinnu á mánuði. Þessar
aðstæður sköpuðu ástand þar sem gæði þjónust-
unnar minnkuðu og öryggi notenda væri stefnt í
hættu vegna aukins álags á þá starfsmenn sem
fyrir væru.
Morgunblaðið/RAX
SNJÓKOMA, kuldi og hvít jörð hafa ásamt skammdeginu minnt lands- Drengurinn á myndinni er hlýlega búinn þar sem hann stendur og
menn síðastliðna viku á þann árstíma sem nú er genginn í garð. virðist bíða eftir fari, kannski á Ieið í eða úr skóla.
Forráðamenn Kirkjugarðasambandsins segja tekjur
þess hafa verið skertar um 40%
Brýnt að auka tekjur
kirkjugarða um 20%
MEÐ Morgunblaðinu í dag er
dreift blaði frá Landssambandi
slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
manna, „Hugsum".
MEÐ Morgunblaðinu í dag er
dreift blaði frá Mebu, „Skart-
gripir 1999/2000“. Blaðinu er
dreift á höfuðborgarsvæðinu.
STJÓRN Kirkjugarðasambands ís-
lands hefur undanfarið unnið að því
að fá bætta tekjuskerðingu sem
stjórnin segir garðana hafa orðið
fyrir árin 1990 til 1996. Þórsteinn
Ragnarsson, formaður Kirkjugarða-
sambandsins og forstjóri Kirkju-
garða Reykjavíkurprófastsdæma,
segir skerðinguna vera yfir 40% og
telur nauðsynlegt að hækka tekjur
kirkjugarða landsins um 20%.
Nefnd þriggja ráðuneytismanna
og tveggja fulltrúa frá Kirkjugarða-
sambandi íslands skilaði ftarlegri
skýrslu um fjármál kirkjugarða í júlí
1997. Nefndarmenn voru sammála
um nauðsyn þess að auka tekjur
kirkjugarða verulega. Eftirlitsnefnd
var síðan skipuð af kirkjumálaráð-
herra og er hún enn að störfum.
Nefndarmenn telja brýna nauðsyn á
úrbótum. Kirkjumálaráðherra hefur
kynnt álit nefndarinnar í ríkisstjórn
sem vísaði málinu frá og tók ekki til-
lit til þess við gerð fjárlaga. Stjórn
KGSI hefur sótt um aukafjárveit-
ingu til fjárlaganefndar Aiþingis og
er erindið þar til athugunar.
Kirkjugarðsgjald hefur lækkað
Þrír stjórnarmenn Kirkjugarða-
sambands Islands, þeir Þórsteinn,
Benedikt Ólafsson á Akureyri og
Guðmundur Rafn Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri skipulagsnefndar
kirkjugarða, sögðu í samtali við
Morgunblaðið að ástæðan fyrir tekju-
skerðingu kirkjugarða landsins væri
sú að kirkjugarðsgjald hefði farið
lækkandi og hlutdeild í aðstöðugjaldi
og síðar markaðsgjaldi verið felld nið-
ur.
Tekjur af aðstöðu- og markaðs-
gjaldi námu árið 1994 um 16% af
heildartekjum garðanna og ári fyrr
var kirkjugörðunum jafnframt gert
skylt að greiða þátt presta í útförum
og kosta grafartökur, en sá kostnað-
ur var áður á herðum aðstandenda
hjá flestum kirkjugörðum. Þessi út-
gjaldaauki ásamt niðurfeilingu mark-
aðsgjaldsins nam um 25% af tekjum
kirkjugarða. Lækkunin í heild, sem
er um 43%, samsvarar um 230 millj-
ónum á yfirstandandi ári.
Þórsteinn segir marga kirkjugarða
á landinu ekki geta sinnt lögboðnum
verkefnum sínum en þau eru meðal
annars grafartaka, viðhald og snyrt-
ing á eldri gröfum. „Kirkjugarðar
eru menningarspeglar hvers samfé-
lags og það er eitthvað að ef þeir eru
vanhirtir og ef við eftirlifendur get-
um ekki séð um þessa helgu reiti, en
það verður afleiðing þessarar tekju-
skerðingar," segir Þórsteinn. Þre-
menningarnir kváðust hafa kannað
fyrir skömmu fjárhagssföðu kirkju-
garða og þá hefði komið í ljós að
rúmlega 20% vantaði á tekjuliðinn til
þess að framkvæma það sem fyrir
lægi. Ekki væri því ástæða til bjart-
sýni þegar litið væri til fjárlagafrum-
varpsins á næsta ári. Vonast væri þó
til að stjórnvöld litu með meiri skiln-
ingi til þessa málaflokks, sem er ekki
bundinn við þröngan sérhagsmuna-
hóp heldur kemur allri þjóðinni við.
Náttúran kostar sitt
► Er hægt að meta náttúruna til
fjár? Hvers virði eru Þingvellir,
Dettifoss eða Jökulsárgljúfur? /10
Ógnir stríðsins
► Myndir ljósmyndarans Gíorgí
Shamilov af skelfilegu ástandi í
Tsjetsjníu. /24
Smáríkin hæfust
til formennsku
►Finnar eiga sér ekki ianga sögu
að baki innan Evrópusambandsins
en þykja engu að síður hafa staðið
sig vel í formennskuhlutverki. /26
Bankarnir vildu
okkur ekki
►i Viðskiptum/Atvinnulífi á
sunnudegi er rætt við Þorstein
Geirsson og Agnar Jón Agústsson,
forkólfa Smartkorta ehf. /30
B_______________________
►i-36
Snorri og sýndarnetin
► Ungur íslenskur tölvunarfræð-
ingur, Snorri Gylfason, er einn
stofnenda og aðaleigenda hugbún-
aðarfyrirtækisins Ensim í Kísildal
í Kalifomíu. Á hálfu öðru ári eru
starfsmennirnir orðnir
fjörutíu. /1&2-4
Myndmálið stafsett
► Stafræna tæknin heldur nú inn-
reið sína í kvikmyndagerðina og
gerir auraleysi nánast að aukaat-
riði. /6
Eitt sinn skal
hverr deyja!
► Sjúkdómar og dánarmein forn-
manna er hugðarefni Sigurðar
Samúelssonar læknis sem nú er
orðið að bók. /8
C FERDALÖG
► l-4
Draumur
safnaunnenda
►Fjölda áhugaverðra safna er að
finna í París. /2
Úr dagbók
hringfaranna
► í höndum óprúttins leigubíl-
stjóra í Delhí. /4
BÍLAR
► 1-4
Mazda Evolv
► Mazda hefur boðað endurkomu
sína á sportbíiamarkaðinn. /1
Reynsluakstur
► Spræk og sportleg Elantra. /4
Eatvinna/
RAÐ/SMÁ
► l-20
IKEA verndar
fornskóga
► Ný stefnumörkun þessa alþjóð-
lega húsgagnarisa. /1
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir WWbak
Leiðari 32
Helgispjall 32
Reykjavíkurbréf 32
Skoðun 34
Minningar 36
Myndasögur 48
Bréf til blaðsins 48
ídag 50
Brids 50
Stjörnuspá 50
Skák 50
Fólk í fréttum 54
Útv/sjónv. 52,62
Dagbók/veður 63
Mannl.str. 20b
Dægurtónl. 34b
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6