Morgunblaðið - 28.11.1999, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1999 11
Hvaö vill fólk
borga fyrir
,
umhverfisgæöi?
„Notkun á arðsemismati hefur
vaxið gífurlega undanfarið. Stað-
reyndin er sú að ef gildi umhverfís-
áhrifa eru ekki metin hagrænt þá er
gildi náttúrunnai’ nánast alltaf van-
metið. Til dæmis ef við tökum vatns-
aflsvirkjun. Af henni kemur ákveð-
inn hagrænn gróði sem hægt er að
mæla í peningum. Síðan eru um-
hverfisáhrifin, sem oftast er gerð
grein fyrh’ á rituðu máli. Það er
mjög auðvelt að líta framhjá gildi
þeirra þar sem þau eru ekki þekkt
stærð sem hægt er að meta.
I dag er mjög sterk tilhneiging til
þess að nota arðsemismat við
ákvarðanatöku. Með arðsemismati
eru umhverfisáhrifin tekin inn í mat-
ið og þau fá það gildi sem þau eiga
skilið. Það verður að setja á þau
hagrænan merkimiða og meira að
segja vistfræðingar eru farnir að
viðurkenna að til þess að gildi nátt-
úrunnar sé metið að verðleikum þá
verði að meta hana til fjár,“ segir
Navrud.
Að sögn Navrud gildir svipað lög-
mál um mengun. Þegar hægt er að
mæla mengun með ákveðnum
stærðum er auðveldara að tala um
mengandi orkugjafa. „Það er auð-
velt að mæla mengun sem kemur frá
orkugjöfum eins og kolum og olíu og
þess vegna er talað um þau sem
mengandi orkugjafa. Litið er á
vatnsafl sem hreinan orkugjafa en
hann er mengandi að ákveðnu leyti
þar sem vatnsafisvirkjanir hafa oft í
för með sér neikvæð áhrif á um-
hverfið. Það er hins vegar mun erf-
iðara að leggja mat á þá mengun og
tala um hana sem ákveðna stærð.
Það þarf að meta þau neikvæðu
áhrif sem vatnsafl hefur í för með
sér fyrir hvert verkefni. Sumar
virkjanir hafa lítil áhrif á frekar
venjulegt umhverfi en aðrar hafa
mikil áhrif á mjög sérstaka náttúru.
Þess vegna er minna rætt um þá
7JVið lítum á
náttúruna sem
sjálfsagðan
hlut í dag en
eftir einhver
ár getur hún
verið orðin
margfalt verð-
mætari. u
mengun sém verður af völdum slíkra
framkvæmda," segir Navrud.
UMHVERFISVITUND
ALMENNINGS EYKST
Aukin umhverfisvitund í alþjóða-
samfélaginu birtist að sögn Navrud
á margan annan hátt. I mörgum
löndum er tilhneiging til að leggja
skatta á loft- eða vatnsmengun og
víða er rætt um að leiðrétta þurfi út-
reikninga á landsframleiðslu með til-
liti til umhverfisins. „Velferð ríkja
HUGMYNDIR um að meta
náttúruna til efnahagslegra
gæða eru upprunnar í
Bandaríkjunum seint á
fímmta áratugnum. Stjórn-
endur þjóðgarða í Bandaríkj-
unum vantaði aðferð til þess
að meta verðgildi garðanna á
einhvern hátt. Þeir leituðu til
ólíkra hagfræðinga og benti
einn þeirra á að efnahagslegt
gildi þjóðgarðsins samsvar-
aði því hversu mikið einstak-
lingar væru tilbúnir að borga
í ferðakostnað til þess að
komast þangað. Áfram þró-
uðust hugmyndirnar og eru
nú kenndar víða um heim
undir formmerkjum um-
hverfíshagfræði. Farið var
að leggja efnahagslegt mat á
náttúruna með því móti sem
nú er gert í Bandaríkjunum
snemma á áttunda áratugn-
um og í Evrópu, þar með
talið í Noregi, snemma á ní-
unda áratugnum.
BORGA FYRIR TILVIST SVÆÐIS
Efnahagslegt gildi náttúru-
verðmæta grundvallast á
reglunni um hve mikið fólk
er tilbúið að greiða fyrir að
vernda þau náttúruverðmæti
sem um ræðir og koma í veg
fyrir breytingar eða fram-
kvæmdir. Ef tekið er dæmi
um efnahagslegt gildi þjóð-
garðs, er hægt að skipta því í
tvo þætti. Annars vegar í
notagildi, sem metur hve
mikið fólk er tilbúið að
greiða fyrir að breytingar
verði ekki á svæðinu vegna
þess að það notar það til úti-
vistar, veiða, íþrótta eða
myndatöku. Hins vegar er
fólk tilbúið að greiða fyrir að
svæðinu sé haldið óbreyttu
svo það viti af því að þarna sé
vernduð náttúra og hún verði
varðveitt handa komandi
kynslóðum.
ÁLIT ALMENNINGS OG
SÉRFRÆÐINGA TEKIÐ GILT
Aðferðin sem hagfræðin
notar til þess að komast að
því hvað fólk sé tilbúið til
þess að greiða fyrir vernd
náttúruverðmæta er að gera
könnun meðal fólks. Könnun
er gerð meðal nægilega
stórs úrtaks, þar sem þátt-
takendum er gerð grein fyr-
ir svæðinu sem um ræðir
eins og það er. Þá er þátt-
takendum gerð grein fyrir
þeim breytingum sem viðeig-
andi framkvæmdir hafa í för
með sér og að lokum er það
spurt hversu mikið það er
tilbúið til að borga á ári til
þess að halda svæðinu
óbreyttu. Að því búnu er
reiknað út hvað fólk er að
meðaltali tilbúið að greiða
fyrir vernd svæðisins. Verði
slíkar greiðslur að veruleika
eru þær oftast nær innheimt-
ar í formi skatts.
Einnig er hægt að beita
annarri aðferð. Þá eru sér-
fræðingar látnir meta ólík
umhverfisálirif framkvæmd-
ar, auk þess sem einstakling-
ar eru látnir meta hvað þeir
vilja greiða til að vernda
svæðið. Að lokum eru ráða-
menn viðkomandi héraðs eða
svæðis látnir taka ákvörðun á
grundvelli þeirra niður-
staðna.
KENNINGARNAR FENGIÐ
GAGNRÝNI
Stále Navrud umhverfis-
hagfræðingur segir að þessar
aðferðir í heild sinni hafí ver-
ið gagnrýndar. „Sumir segja
að ekki sé hægt að selja verð-
miða á náttúruna, hún sé
ómetanleg og hafí ólíka þýð-
ingu fyrir ólíka einstak-
linga,“ segir Navrud. Hann
bendir hins vegar á að hag-
fræðin sé ekki að reyna að
verðmeta náttúruna í heild,
heldur þær breytingar sem
verði á náttúrunni við fram-
kvæmdir mannsins. Hann
segir jafnframt að alltaf sé
verið að leggja efnahagslegt
mat á náttúruna með óbein-
um hætti.
METUM VIRÐIÐ
ALLTAF ÓBEINT
„Tökum sem dæmi vatns-
aflsvirkjun, sem hefur í för
með sér jákvæð áhrif á hag-
vöxt, og önnur jákvæð efna-
hagsleg áhrif til skemmri
tíma. Segjum að þau séu met-
in upp á 50 milljónir króna.
Síðan skoðuin við áhrifín á
umhverfið. Þau eru dregin
fram í dagsljósið, vegin og
metin og loks er tekin
ákvörðun að ráðast í vatns-
aflsvirkjunina. Með þeirri
ákvörðun höfum við óbeint
verðlagt þá náttúru sem
kemur til með að raskast
vegna framkvæmdanna.
Virði hennar er minna en 50
milljónir króna að okkar
mati.
Það sem aðferðir hagfræð-
innar leggja til er að í stað
þess að verðleggja náttúruna
óbeint með þessum hætti, þá
metum við hana beint. Að
meta verð hennar með
óbeinum hætti er mjög mót-
sagnakennt og getur leitt til
rangrar notkunar auðlinda.
Það er mun auðveldara og
heiðarlegra að verðleggja
auðlindirnar beint svo hægt
sé að taka ákvarðanir á rétt-
um grundvelli,“ segir
Navrud.
Morgunblaðið/Sverrir
Stále Navrud er einn þekktasti umhverfishagfræðingur Norðurlanda.
Hann hélt fyrirlestur um helgina á ráðstefnu Umhverfisstofnunar
Háskóla íslands um efnahagslegt gildi þjóðgarða.
Morgunblaöið/Júlíus
Arðsemi þjóðarða er oftast mun meiri en fólk gerir sér grein fyrir, að
sögn Stáles Navruds umhverfishagfræðings. Rannsókn í Noregi sýndi
að hagnaður ákveðins þjóðgarðs var þrisvar sinnum meiri en kostnað-
urinn við að stofna til hans. Myndin er frá Þingvöllum sem er eflaust
frægasti þjóðgarðurinn hérlendis.
77' ykkar tilviki
gætu þrír
kostir verið í
stöðunni. Að
halda svæðinu
ósnortnu,
gera virkjun
eða gera þjóð-
garð. íí
er metin með vergri landsframleiðslu
en því fylgja ákveðin vandamál. Eyði-
legging á náttúmnni hefm- ekki verið
tekin inn í þá stærð. Því er í urnræð-
unni núna að leiðrétta þjóðhagsreikn-
inga með tilliti til þess hvernig þjóðir
standa sig í umhverfismálum. Það er
þó enn mjög umdeilt og því fylgja
ákveðin vandamál. Sum lönd hafa þó
ákveðið að fara út í slíkar aðgerðir og
hefur Evrópusambandið til dæmis
gefið út leiðbeiningar um hvernig eigi
að byggja upp græna þjóðhagsreikn-
inga og Danmörk er dæmi um land-
sem hefur lýst yfir vilja til að taka
slíkt upp,“ segir Navmd.
Umhverfisvitundin er jafnframt
farin að hafa áhrif á alþjóðleg fyrir-
tæki á hlutabréfamarkaði, að sögn
Navi’uds. Verðmæti fyrirtækja fer
eftir fjárhagsstöðu þeirra, en núna
er einnig farið að meta þau með tilliti
til þess hvernig þau standa sig í um-
hverfismálum og hvort þau séu að
taka áhættu sem geti bitnað á um-
hverfinu. Navmd segir að verðmæti
fyrirtækja sem taka áhættu í um-
hverfismálum geti rýrnað verulega
verði strangar reglugerðir í um-
hverfismálum að veraleika.
„Það gerist í vaxandi mæli að fýr-
irtæki þurfa að standa sig á sviði um-
hverfismála og maður sér að það er
mikill áhugi íyi’ir hendi að staða fyr-
irtækja verði leiðrétt með tilliti til
frammistöðu þeirra í umhverfismál-
um. Það sama gildir um trygginga-
fyrirtæki og banka. Fyrirtæki þarf
að standa sig á sviði umhverfismála
svo tryggingafyrirtæki geti verið viss
um að umhverfisslys muni ekki eiga
sér stað. Tryggingafyrii’tæki eru
vissulega farin að taka mið af því og
bankar sömuleiðis í útlánastarfsemi."
ARÐSEMI ÞJÓÐGARÐA
KEMUR Á ÓVART
Þjóðgarðar reynast vera veralega
arðsöm verkefni að sögn Navrad og
oftast nær gefa þeir af sér mun meiri
tekjur en fólk telur. Hann segir að
áður en ákvörðun er tekin um framtíð
svæðis, hvort sem gera eigi það að
þjóðgarði eða fara út í aðrar fram-
kvæmdir sé mikilvægt að meta kostn-
að og ábata allra kosta sem gefast í
stöðunni. Taka verði ákvarðanir út
frá niðurstöðum arðsemismats, en
ekki út frá fyrirfram gefnum forsend-
um.
„Að koma á fót þjóðgarði er tölu-
vert kostnaðarsamt. Það getur þurft
að kaupa land úr einkaeign og því
fylgir kostnaður. Þá er kostnaður við
að reka þjóðgarð töluverður. Það þarf
að meta hvort hagnaðurinn eða kost-
irnir séu það miklir að þeir réttlæta
stofnun þjóðgarðs. í Noregi gerðum
við rannsókn á þessum nótum og
komumst að því að hagnaðurinn við
að stofna til þjóðgarðs var þrisvar
sinnum meiri en kostnaðurinn sem
því fylgdi. Arðsemi þjóðgarðsins var
því veraieg,“ segir Navrad.
Navrud þekkir aðeins til þeirrar
umræðu sem nú stendur yfir hér-
lendis um nýtingu hálendisins. Hann
leggur til að við Islendingar látum
gera arðsemismat á því hvað sé væn-
legast að gera. „I ykkar tilviki gætu
þrír kostir verið í stöðunni. Að halda
svæðinu ósnortnu, gera virkjun eða
gera þjóðgarð. Þið verðið að gera
kostnaðar- og ábatagreiningu fyrfr
hvern kost, það er, þið vegið og meti
kosti og galla hvers möguleika og
takið ákvörðun á þeim forsendum.
Eg hef ekki séð áætlaðan kostnað
eða hagnað fyrir virkjunina, en þið
verðið að meta hagnaðinn sem verð-
ur af framkvæmdinni á móti þeim
verðmætum sem fórna þarf í náttúr-
unni. Tilhneiging er til þess að van-
meta náttúraverðmætin og því þarf
áð meta efnahagslegt gildi þeirra,"
segir Navrud.
VITUM EKKI HVAÐ TAPAST
Spurður út í frekari ráðleggingar
um hvernig hann telji best að standa
að ákvörðunum um framtíð hálendis-
ins segir Navrud: „Þið verðið að
gera ykkur gi’ein fyrir því að þessi
framkvæmd [Fljótsdalsvfrkjun] er
óafturkræf. Það sem hverfur með
framkvæmdinni verður horfið að eb
lífu og það fáið þið aldrei aftur. I
svona tilvikum skiptir tíminn veru-
legu máli. Þegar um er að ræða óaft-
urkræfar framkvæmdir getur vernd-
un svæðis fengið aukið gildi. Á með-
an ekki liggja fyrir allar upplýsingar
um svæðið og hvað kann að tapast
með því getur tímabundin vernd ver-
ið mjög mikilvæg. I raun værað þið
að borga fyrir að hefja ekki fram-
kvæmdir á svæðinu en það sem þið
-'fáið í staðinn eru auknir möguleikar
fTákvarðanatöku.
I Ég get tekið dæmi frá Noregi.
„sÞar var tekin ákvörðun um að gera
stærsta ósnortna víðerni landsins,
Harðangursheiði, að þjóðgarði. Eft-
ir að búið var að koma upp þjóðgarði
fannst þar sveppategund sem hefur
í sér sérstakt efni sem hjálpar líf-
færum að aðlagast nýjum líkama
þegar um líffæraflutninga er að
ræða. Þótt þessi sveppategund vaxi
víðar í Evrópu hefur tegundin sem
vex á Harðangursheiði eingöngu
þennan sérstaka eiginleika, hún er
erfðafræðilega frábrugðin hinum
tegundunum. Þegar ákveðið var að
vernda svæðið var þetta ekki vitað,
en tegundin hefði alfarið tapast ef
þarna hefði verið farið út í óaftur-
kræfar framkvæmdir. Þær upplýs-
ingar sem koma í ljós geta haft
verulegt gildi, við munum aldrei vita
hverju við töpum þegar við förum út
í óafturkræfar framkvæmdir,“ segir
Navrud.
Hann bendir jafnframt á að stund-
um geti þessu verið öfugt farið, þótt
það sé mun sjaldgæfara. Þannig get-
ur tegund sem talin er vera einstök á
ákveðnu svæði fundist á mörgum
öðrum stöðum. Að spá fyrir um
framtíðina er erfitt en taka má mið
af ákveðinni tilhneigingu í samfélag-
inu.
„Jafnvel þótt ósnortin víðerni hafi
ákveðið gildi í dag, getur verið að
það eigi eftir að margfaldast með
komandi kynslóðum. Við lítum á
náttúruna sem sjálfsagðan hlut í dag
en eftir einhver ár getur hún verið
orðin margfalt verðmætari. Fyrir
okkur er þögnin til dæmis eðlilegur
hlutur. Eftir einhver ár getur hún
verið orðin veralega eftirsótt, jafnvel
munaður. Við vitum ekki hvað við
verðum tilbúin að greiða fyrir hana
eftir 30 ár?“ segir Navrud að lokum.