Morgunblaðið - 28.11.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.11.1999, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Danska aka- demían heiðrar Thor og Einar Má Kaupmannahöfn. Morgunblaðiö. RITHÖFUNDARNIR Thor Vil- hjálmsson og Einar Már Guð- mundsson voru á fóstudaginn heiðraðir af Dönsku akademíunni með heiðurspeningi, kenndum við danska rithöfundinn Karen Blix- en. Akademían veitir þessa viður- kenningu aðeins erlendum rithöf- undum. Þeir sem hafa fengið hana hingað til eru William Hein- esen, Astrid Lindgren og svo Vaclav Havel, sem fékk hana fyrir tveimuj' árum. Verðlaunin voru veitt á árs- fundi akademíunnar, sem var haldinn á Kunstindustrimuseet, en um leið voru veitt verðlaun og viðurkenningar til ýmissa ann- arra rithöfunda og fræðimanna, þar á meðal verðlaun aka- demíunnar, sem nema um 220 þúsund íslenskum krónum, en þau hlaut Thomas Bredsdorff prófessor, sem meðal annars hef- ur skrifað um íslenskar fombók- menntir. I samtali við Morgun- blaðið sagði Jöm Lund ritari akademíunnar að verðlaunin væra bæði viðurkenning til tveggja góðra rithöfunda og til ís- lenskra bókmennta, sem hefðu upp á að bjóða einstaka sagna- hefð. Torben Brostöm prófessor kynnti þá Thor og Einar Má og rakti helstu einkenni þeirra sem rithöfunda. Hann benti á að þó þeir væra ólíkir og tilheyrðu hvor sinni kynslóðinni þá væri bak- grannur þeirra svipaður. Að baki þeim báðum væri Halldór Lax- ness og íslensk sagnahefð. Báðir væra þeir snilldarlegir sagna- meistarar, sem mældu hina löngu leið inn í nútímann. Bæði Thor og Einar Már héldu þakkartölur á eftir, eins og þeim einum er lagið. Thor lét hugann reika frá Hafnairigningunni til Reykjavíkur, sem Danska aka- demían heimsótti í haust og sá Þingvelli og nágrenni í rigningu. Þaðan lá sýn Thors út í íslenska náttúra, sem Kjarval hefði kennt mönnum að sjá í smáatriðum. Ekki verra að peningurinn er kenndur við Blixen Einar Már sagðist vart mega tungu hræra frekar en Egill forðum. Hann rifjaði upp heim- sókn sína til akademíunnar íyrir tíu áram. Hann sagðist glaður Qg stoltur að fá heiðurspeninginn um leið og Thor og ekki væri verra að peningurinn væri kenndur við Blixen. Hún hefði farið eigin leiðir eins og allir rithöfundar, þótt leið- irnar væra margar og misjafnar. Fólk áttaði sig ekki alltaf á starfí rithöfundarins og þætti það frem- ur sérviskuleg iðja, sem reyndar væri rétt. Akademían veitir ýmis verð- laun og viðurkenningai-, en Blixen heiðurspeningurinn er eina viðm'- kenningin, sem veitt er erlendum rithöfundum. Jörn Lund segir viðurkenninguna nú í samræmi við gamla hrifningu Dana af ís- lenskri sagnahefð. Lengi hefði sú hrifning einkum beinst að forn- bókmenntunum, en glöggt mætti nú merkja að áhuginn væri tekinn að beinast að nútímabólynennt- um. Það sem einkenndi íslenska nú- tímahöfunda væri þor þeirra í að fylgja klassískri sagnahefð. Um leið yrðu þeir áhugaverðir án þess að þeh' væra sérstaklega að reyna það. Þeir hefðu frásagnarkraft, sem væri ómótstæðilegur íýrir Dani. Bækur Einars Más væru nú þýddar jafnóðum og þær kæmu út og bækur Thors lægju einnig fyrir í þýðingum. TAN Baoquan og Wu Zhanliang myndlistarmenn írá Kína flytja fyrirlestur í LHI í Laugamesi á morgun, mánudag, kl. 12.30 í stofu 24. Þeir koma frá Baoding sem er ekki langt frá Peking, en Baoding er vinabær Hafnaifjarðar og era Kínverjarnir hér í boði bæjarins. Þeir dvelja nú í listamiðstöðinni Straumi við list sína. Tan er sérfræðingur í blóma- og fuglamyndum. Hann fjallar um sér- stöðu ídnverskrar myndlistar og helstu flokka hennar, samband texta og myndar og hlutverk stimp- ilsins. Hr. Wu ræðir um skrautrit- un (kalligrafíu), sameiginlegan uppruna myndlistar og skrautrit- unar svo og tengsl þessara greina við bókmenntir, ljóðagerð og fleiri listgreinar. Þá munu þeir gera grein fyrir þeim tækjum sem kín- verskir málarar og skrautritarar nota og hvernig þeir ganga frá verkum sínum. Fyrirlesturinn verður túlkaður á íslensku. Fjórir höf- undará Súfístanum FJÓRIR höfundar lesa úr nýút- komnum bókum sínum á Súfístan- um, á efri hæð Bókabúðar Máls og menningar á Laugavegi, í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Óskar Árni Óskarsson les úr ljóðabókinni Myrkrið _ í kringum ljósastaurana; Bragi Ólafsson les úr skáldsögunni Hvíldardagur; Bjarni Bjarnason les úr skáldsög- unni Naéturvörður kyrrðarinnar og Ágúst Borgþór Sverrisson les úr smásagnasafninu Hringstiginn. Kynnir er Kristján Franklín Magnús. I nýjasta hefti franska viku- blaðsins Paris Match er umfjöll- un um íslenska Iistmálarann Erró, í tilefni af sýningu hans í Jeu de Paume-safninu. Þar út- skýrir listamaðurinn nokkur verkanna á sýningunni, sem máluð voru á árunum 1967 til 1995. í inngangi greinarinnar í Paris Match segir að verk Errós hafi sprengikraft og að þau séu gáskafullt andsvar við upp- lýsinga- og ímyndaflóði samtím- ans. Sú sýn á heimsmálin, sem þau bera með sér, sé frumleg, ósvífin og stundum grimmileg. I útskýringu sinni á myndinni „Svínaflói“, sem máluð var árið 1967, segir Erró að hún hafi fundist fyrir nokkrum árum í geymslu Listasafnsins í Havana, Afrísk stemmning í Lista- klúbbnum í LISTAKLÚBBI Leikhús- kjallarans, annað kvöld, mánu- dagskvöld, kl. 20.30, sýnir listir sínar afró-dansarinn og dan- skennarinn Orville Pennant frá Jamaíku. Frá Gíneu koma tón- listarmennirnir Alseny Sylla, Yakaria Soumah og Cheick Ahmed Tidiane Bangoura. Þeir munu berja bumbur og balafón, leika á gítar og syngja lög frá heimkynnum sínum í Afríku. Allh- era þeir félagar mehntaðir 1 tónlist og hafa far- ið víða um heim og kynnt tón- list sína, nú síðast í Kramhús- inu. Sólveig Hauksdóttir og Þórann Valdimarsdóttir túlka innihald Ijóðanna. sem verið var að endurbyggja. Hann kveðst hafa óttast að myndin hefði skemmst í geymsl- unni, enda hæfi Ioftslagið á Kúbu betur til að geyma vindla en málverk, en sér til mikillar undrunar hafi hún verið í góðu ástandi. „Ég málaði þessa mynd í tilefni ferðar um tuttugu lista- manna frá París [til Kúbu]. Hundarnir sem horfa á mann efst á myndinni tákna fanga sem Castró skipti á við Banda- ríkjamenn fyrir dollara. Á hverri hálsól er ritað nafn eins fanga og það verð sem greitt var fyrir hann,“ segir Erró. Listamaðurinn segir að Castró Kúbuleiðtogi hafi séð myndina einu sinni og látið í ljós velþókn- un sína. Fyrirlestur um kín- verska list Erró útskýrir verk sín í Paris Match Morgunblaðið/Jim Smart Nýjar bækur • SÖNGUR steindepilsins - Reynsla fólks sem fengið hefur krabbamein er viðtalsbók Hólmfríðar K. Gunn- arsdóttur við fólk sem fengið hefur krabbamein og flest hlotið bata. Ekkja og ekill tala um sorgina og sjúkrahúsprestur ritar huggunarorð. í fréttatilkynningu segir: „.Nú gerði hún sér ljósara en nokkra sinni fyrr hvað lífið er yndislegt. Hvað það er dásamlegt að fá að lifa dýrð hvers- dagsins, að hlusta á tónlist, strjúka mjúkan vanga.“.....Það mega heita eðlileg viðbrögð þess er hangið hefur á táinni hvönn yfir tíræðu bjargi að verða gleðivana um hríð eftir á. En fegurð lífsins ogunaðskynjar shkur maður bet- ur en áður og þessi reynsla dýpkar vitund- ina.“ „..Þau hafa kennt mér að þeg- ar sorgin knýr dyra þolir bringan engan söng nema kannski söng steindepilsins." Útgefandi er Hólmfríður K. Gunn- arsdóttir ogritstýrir hún bókinni. Háskólaútgáfan sér um dreifíngu. Bókin er 144 bls., kilja, ogkostar 1.850 kr. Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar leika serenöður Mozarts á Kvöldlokkum á jólaföstu. Kvöldlokkur í Fríkirkjunni HINIR árvissu tónleikar Blásara- kvintetts Reykjavíkur og félaga, Kvöldlokkur á jólaföstu, verða í Fríkirkjunni í Reykjavík þriðju- daginn 30. nóvember kl. 20.30. Að þessu sinni eru verkin öll eft- ir meistara Mozart: Divertimento í F-dúr K253, Serenaða í Es-dúr K375 og þættir úr óperunni Don Giovanni. Hljóðfæraleikarar eru Daði Kolbeinsson og Peter Tompkins, óbó, Einar Jóhannesson og Sig- urður I. Snorrason, klarínettur, Jósef Ognibene og Þorkell Jóels- son, horn, og Hafsteinn Guðmundsson, Brjánn Ingason og Rúnar Vilbergsson, fagott og kontrafagott. Kynning á bókum Lestr- arhestsins ANNA Fr. Kristjánsdóttir, fulltrúi Lestrarhestsins, sem er bókaklúbbur á vegum Skjaldborgar, kynnir efni klúbbsins sem gefið er út í honum, í Bókasafni Hafnar- fjarðar á morgun, mánudag, kl. 15. I L í l I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.