Morgunblaðið - 28.11.1999, Page 22
22 SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ertu sanaur
aödáaadi?
-þú hefur þdð
f
Láttu GSM símann þinn tala máli
uppáhalds íþróttafélagsins þíns og
settu á hann framhlið í litum þess.
Á næstu dögum færðu framhliðar á
GSM síma* með litum og merkjum
Morgunblaðið/Golli
Frá sýningu Haraldar Jónssonar.
Kortlagning til-
fínningaflæðisins
MYNDLIST
Oneoone gallerí,
Laugavegi 48b
TEIKNINGAR OG
MYNDBAND
HARALDURJÓNSSON
Til 7. desember. Opið mánudaga til
föstudaga frá kl. 11-19 og laugar-
daga frá kl. 11-17. Aðgangur
ókeypis.
HARALDUR Jónsson heldur
áfram að kortleggja þann innri
mann sem enginn sér í raun og
veru en allir finna fyrir. Það er ein-
ungis á allra seinustu árum sem
menn eru farnir að geta numið
áhrif hinna ýmsu boða á manns-
hugann með því að skanna heilann
og skoða hvernig ólíkar stöðvar
lifna við mismunandi áreiti, gleði-
leg, unaðsleg, óþægileg og sárs-
aukafull. Þessi ósýnilega, en mikil-
væga veröld sem bærist innra með
okkur verður Haraldi að óþrjót-
andi yrkisefni.
I klæðaversluninni Laugavegi
48b hengir hann upp teikningar
gerðar með rauðum filtpenna, sem
taka mið af hinum ýmsu svæðum
líkamans sem verða fyrir barðinu á
tilfinningum. Reyndar er ekki að-
eins um nótímalega nálgun að
ræða því ’býsna langt er' síðan
menn uppgötvuðu tengslin milli til-
fínninga og líkamlegrar svörunar
við þeim. Þannig er alþjóðlegt heiti
þunglyndis, melankolía, dregið af
grísku orðunum „svart gall“, sam-
anber íslenska orðasambandið
svartagallsraus. Eða hvaðan skyldi
lundin okkar, létt eða þung, vera
upp runnin? Á hún sér ef til vill
rætur í vöðvunum eftir hryggnum
innanverðum eins og ljúffengar
lundirnar af skepnunum? Er það
slíkt kjötmeti sem gerir suma
meyrlyndari en aðra?
Samhliða rauðum teikningunum
lætur Haraldur prenta í sama
rauða litnum stafróf tilfinning-
anna, eða ýmis lýsingarorð í staf-
rófsröð sem standa fyrir alla regn-
bogans lyndiseinkunn. Á litlum
skjá gegnt teikningunum blaktir
lítil hrísla stöðugt eins og „lauf í
vindi“. Þörf okkar fyrir ytri veru-
leik til að endurspegla og túlka
innri tilvist stafar af skorti á
áþreifanlegum viðmiðum til að lýsa
mannlegum tilfinningum. Enn og
aftur sýnir Haraldur okkur hve
undai-lega lítið við vitum um eðli
okkar eigin vitundarlífs. Líkt og
hríslan gagnvart síbreytilegu
veðri; vindi, kulda og raka, sveifl-
ast skap okkar í takt við þann
fjörkipp sem færist í líkamsvess-
ana í hvert sinn sem reynslan
skekur okkur. Hingað til höfum við
verið neydd til að lýsa þessu
ástandi með myndhvörfum fengn-
um úr hinni sýnilegu veröld. Því
vill Haraldur vart una og gerir því
hverja tilraunina af annarri til að
lýsa tilfinningum beint og milliliða-
laust með því að kafa undir sjálft
skinnið.
Halldór Björn Runólfsson
íþróttafélaga í verslunum Símans.
Hluti söluandvirðis rennur beint til
viðkomandi íþróttafélags.
* Framhliðarnar passa á Nokia 5110 og 3210
SÍMIN N *GSM
www.gsm.is
Sjáðu, hvað ég
fegurst fann!
BÆKUR
T r ií I r æ ö i
RÍKI GUÐS
Sögur úr nýja testamentinu í end-
ursögn Geraldine McCaughrean.
Myndskreyting: Anna Cynthia
Leplar. Þýðing: Vilborg Dagbjarts-
dóttir. Prentun á Itaiíu. títgefandi:
Mál og menning 1999. - 120 síður.
HÉR rétta þroskaðar sálir fram
gull, sem þær hafa fundið á jarð-
lífsgöngu, til þeirra er þær unna,
vafin í bænina um að framtíðar-
sporin þeirra liggi um ylbraut sum-
arskrúðsins. Bænin sú réð og vali
efnis til endursagnar, myndski-eyt-
ingar, þýðingar. Af þessu leiðir, að
til gerðar bókar var vandað eins og
hver kunni bezt, og slíku þeli fylgir
ætíð gott verk.
Leitazt er við að fylgja sögu opin-
berunar guðs á jörðu, Krists, frá
himni - um jörð - til himins. Álltaf
má um mikilvægi deila, en mér seg-
ir svo hugur, að val merkisteina við
braut Krists hafi tekizt þannig, að
hver sem les verði fróðari miklu um
Nýja testamentið. Það var líka til-
gangurinn, að eyra þitt heyrði
hjarta guðs slá.
Uppsetning minnir á ræðusafn:
texti á spássíu og síðan útlegging, í
orði og mynd, sem aðalmál.
Geraldine sezt með barn í fangi og
leitar með því að kjama textans og
tekst vel. Ékki ber eg þar að minn
málstokk, heldur anda þeirrar
stefnu er kristin kirkja kýs að boð-
un sín fylgi í dag. Bókinni hlýtur því
að verða fagnað sem lesefni í
kirkjum, skólum og við rúmstokk, -
já, hvar sem kristinn ann barni, og
því er trúað, að leiðsögn kenningar
Krists bæti heim.
Myndskreytingin dregur fólk að
frásögn, varpar á hana ljósi, festir í
minni. Mjög vel gert! Þýðing Vil-
borgar er listagóð; - sumarylur
málsins slíkur, að jafnvel stjörnur
himins „Spretta" sem blóm á foldu,
og draumsóleyjar „dansa“ um
grund.
Utgáfan hefir í gerð bókar í engu
til sparað svo úr mætti verða frá-
bær bók. Kærar þakkir.
Sig. Haukur