Morgunblaðið - 28.11.1999, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999 29
lensk hross hvar sem þau eru í
heiminum og verður það einstakt í
sögu búfjárræktar almennt. Verald-
arfengur á eftir að nýtast okkur
mjög vel, til dæmis til að meta stöðu
okkar í hrossaræktinni meðal ann-
arra þjóða. Það þurfum við að geta
gert þrátt fyrir að við höfum sterka
tilfinnigu fyrir því að við séum
tveimur til þremur kynslóðum á
undan í hrossaræktinni. Við höfum
haft hestinn lengur og höfum úr
stórum hóp að velja auk þess sem
áhugi á hrossarækt virðist vera al-
mennari hér á landi en erlendis.
I gagnabankanum verða allar
upplýsingar sem til eru um íslenska
hesta og í framtíðinni verður þetta
eitt allsherjai- hestatal fyrir ís-
lenska hrossastofninn.“
Ágúst er mjög bjartsýnn á að öll
þessi vinna eigi eftir að ganga vel.
„Auðvitað eigum við eftir að lenda í
einhverjum erfiðleikum þegar farið
verður að skrá í Veraldarfeng. I
mörgum löndum eru þó til mjög
góðar upplýsingar í tölvutæku formi
sem á eftir að auðvelda vinnuna, tO
dæmis á Norðurlöndunum, en þar
hefur íslensku kerfi og reglum yfir-
leitt verið fylgt. Ef til vill verður
þetta erfióara hvað varðar önnur
lönd. Annmarkar í skráningu og
röng ættfærsla mun koma strax í
ljós þegar farið verður að keyra
saman upplýsingarnar og þá verður
eftir fremsta'megni reynt að leið-
rétta þær. Við þekkjum þetta úr ís-
lenska gagnagrunninum. Mikil
vinna hefur farið í að leiðrétta hann
og í raun er endalaust verið að leið-
rétta.
Lykilatriðið í nýja gagnabankan-
um er númerakerfið. I þeim númer-
um sem hrossum í gagnabankanum
eru gefin felast miklar upplýsingar.
Þar kemur fram í hvaða landi þau
eru fædd, fæðingarár, kyn og síðan
raðtala. Þetta er sama kerfið og við
Ágúst Sigurðsson,
hrossabóndi
og búfjárerfðafræðingur.
höfum notað í Feng. Þetta kerfi
mun hins vegar aldrei virka nema
hvert land taki ábyrgð á sínum
skráningum og muni í raun eiga sín
gögn. Því veltur mikið á Islands-
hestafélögunum í þessum löndum
að vel takist til.
Eg sé fyrir mér að Veraldarfeng-
ur eigi eftir að byggjast upp hægt
og sígandi. Mikilvægast er að hefj-
ast handa strax og það verður gert
nú um næstu áramót. Þegar verkið
er komið af stað verður margþætt
gagn að því. I fyrsta lagi er klárt að
allir hestar sem skráðir eru í gagna-
grunninn eru hreinræktaðir ís-
lenskir hestar. Skráning hests verð-
ur um leið gæðastimpill á ættemi
hans, en ekki hversu góður hann er.
Kynbótamatið hefur einnig gríðar-
lega stóru hlutverki að gegna í
ræktunarstarfinu. Eg sé fyi’ir mér
að í framtíðinni muni allar upplýs-
ingar um hrossin verða í gagna-
grunninum eða tengjast honum þar
með talin keppnisúrslit í hvers kon-
ar keppni. Verði farið út í að tengja
lífsýnasafn gagnagrunninum, t.d.
sýni sem tekin eru úr stóðhestum til
DNA ættemisgreiningar, býður það
upp á óþrjótandi rannsóknarmögu-
leika.
Það er greinilegt að einstaklings-
flokkaðar upplýsingar um hesta
vekja áhuga fólks. Við tókum eftir
því að þegar tekið var upp á þeirri
nýbreytni að birta úrslit kynbóta-
sýninga samdægurs á Netinu fjölg-
aði heimsóknum á heimasíðu
Bændasamtakanna um þúsund pró-
sent. Þetta er að vissu leyti öðmvísi
en í annarri búfjárrækt því fólk hef-
ur svo mikinn áhuga á einstakling-
unum sjálfum. I gagnagmnni um ís-
lenska hestinn er einmitt hægt að
kafa ofan í ættir og feril hesta og
veit ég að margir eiga eftir að not-
færa sér það í auknum mæli.
ísland verði viðurkennt sem
upprunalandið
En Veraldarfengur verður einnig
lykilatriði í baráttu okkar fyrir því
að Island verði viðurkennt sem upp-
mnaland íslenska hestsins. Ef við
ráðum yfir slíkum gagnabanka get-
um við sýnt fram á að við stöndum
okkur vel í að varðveita allar upp-
lýsingar um kynið.
Mjög mikilvægt er að við fáum
þessa viðurkenningu til þess að geta
skilgreint sjálf hvað er hreinrækt-
aður íslenskur hestur. Til þess að fá
þann stimpil verður hesturinn ann-
aðhvort að vera fæddur á Islandi
eða vera hægt að rekja ættir hans
til Jslands.
I raun og vem hefðum við þurft
að vera búin að fá þessa viðurkenn-
ingu fyrir 40-50 árum því eftir því
sem árin líða verður það erfiðara.
Samt held ég að jiað takist.
Til þess að Island verði viður-
kennt sem uppranalandið þarf fyrst
að fá viðurkenningu frá aðildarríkj-
um FEIF, alþjóðasamtökum eig-
enda íslenskra hesta. I kjölfarið
þyrfti að setja reglugerð við búnað-
arlögin sem segir til um að Island
sé upprunaland íslenska hestsins,
hver skilgreiningin á slíkum hesti sé
og hvers sé krafist til þess að hestur
sé skilgreindur sem íslenskur hest-
ur og skráður þannig í sameiginlega
gagnagranninn, hvert sé hið opin-
bera ræktunartakmark og hvaða
þættir í fari íslenska hestsins séu
verðmæth’. Þessa reglugerð þarf að
fá samþykkta hjá Evrópusamband-
inu og síðan þeim þjóðum sem
standa utan þess.
Segjum sem svo að áhugi á ís-
lenska hestinum muni margfaldast
á næstu árum og við sitjum uppi
með aðeins lítið brot af stofninum.
Forsendurnar fyrir því að fá viður-
kenningu sem uppmnalandið gætu
því veikst mjög. Mér finnst þetta
vera gífurlega mikilvægt mál og
okkar aðalbaráttumál á næstunni.
Öll okkar vinna í sambandi við
ræktunartakmarkið og fjölþjóðlega
gagnagi’unninn miðast að því að fá
þessa viðurkenningu.
Ættfærslur hesta ekkert óná-
kvæmari en manna
Á þessu ári er þess í fyrsta sinn
krafist að folöld séu einstaklings-
merkt með frostmerki eða örmerki
og skráð við hlið móður tO að öðlast
A-vottorð, nokkurs konar fæðingar-
vottorð sem er staðfesting á réttu
ætterni þess. Þetta er liður í gæða-
vottunarkerfi í hrossaræktinni.
Önnur folöld og hross sem fædd era
áður fá B-vottorð enda byggist ætt-
færslan þá alfarið á óstaðfestum
upplýsingum. Ágúst segir að ekki sé
ástæða til að þröngva þessu kerfi
upp á ræktendur í öðram löndum,
en hann segist hafa þá trú að svip-
aðar kröfur verði gerðar víðast
hvar. Sums staðar hafa gæðamál
reyndar verið í mjög góðu lagi og
eftirlit strangt. Hann telur að þeir
sem notfæra sér þetta nýja kerfi
skapi sér ákveðna sérstöðu og flest-
ir hljóti að stefna að því að vera með
í því.
„Annars er nú við rangar ætt-
færslur að etja á fleiri stöðum og ég
held að ættfærslur hesta séu ekkert
ónákvæmari en hjá mannfólkinu,"
segir hann.
„Þessi gæðavottun á ætterni er
mjög til bóta þótt enn sé hún ekki
alveg fullkomin. Smám saman verð-
ur hún tryggari og innan einhverra
ára mun í auknum mæli verða farið
út í ættemisgreiningu með DNA-
greiningu sem er það allra besta.
Við erum alltaf að hugsa um að
auka arðsemina í hrossaræktinni og
trúverðugleikinn er hluti af henni
þegar tO lengri tíma er litið. Þetta
tekur einhver ár og fólk tekur ekki
almennilega við sér fyrr en það sér
að kerfið skilar arði. Núna er öU
skráning hrossa inn í gagnabanka
Bændasamtakanna ókeypis og það
eina sem fólk þarf að leggja út fyrir
er merkingin sjálf.
Ágúst segir aðspurður um álit sitt
á sæðingum og fósturvísaflutning-
um að þessar aðferðir séu orðnar
staðreynd hér á landi og finnst rök-
in með þeim fleiri en á móti. „Stóra
spumingin er hins vegar hvort við
eigum að selja sæði úr landi,“ segir
hann. „Við þurfum að ráða yfir
þessari tækni og hafa aðgang að
henni. En áður en nokkur ákvörðun
er tekin um útflutning er mjög mik-
Ovægt að láta fara fram gagngera
úttekt á áhrifum slíkra aðgerða.
Fyrr getum við varla tekið afstöðu
með eða á móti úflutningi á sæði.
Það sem ég sé jákvætt við að
selja sæði úr landi er að þá hefðu
allir aðgang að besta hugsanlega
erfðaefninu. Það þýddi sterkari
stöðu íslenska hestsins gagnvart
öðrum hrossakynjum og betri ís-
lensk hross þegar á heildina er litið.
En við verðum að taka samkeppnis-
stöðu Islands með í dæmið. I fjöl-
þjóða nautgriparækt þar sem við-
skipti með erfðaefni milli landa eru
mikið stunduð er auðvelt að sýna
fram á ávinninginn fyrir alla þátt-
takendur en við megum ekki
gleyma því að í sambandi við
hrossaræktina hér á landi er aðeins
önnur leiðin fær, það er út úr land-
inu.“
Ágúst vill lítið tjá sig um fóstur-
vísaflutninga, en tilraunir með þá
hafa m.a. verið gerðar á Hólum í
Hjaltadal. Hann segir að með fóst-
urvísaflutningum séum við komin
undir hin siðfræðilegu endamörk.
Þó telur hann nauðsynlegt að fylgj-
ast með þróuninni og að á íslandi
verði þessi þekking og tæknin til
staðar. „Við Islendingar höfum bor-
ið gæfu tO þess að vera ekki með of
mikið af boðum og bönnum. Við er-
um frjálsleg og höfum náð ýmsu
fram með því. Óneitanlega er gott
tO þess að vita að eiga nokkra sæð-
isskammta úr ungum efnOegum
stóðhestum ef eitthvað kæmi fyrir
þá.
• Einnig auka sæðingamar notkun á
bestu stóðhestunum og flýta þar
með nokkuð fyrir framfóram í
hrossaræktinni. En þrátt fyrir að
við getum notað okkur þessa tækni
er ég viss um að áfram verði aðal-
lega notaðar náttúralegar aðferðir
við að rækta hross á Islandi.
R A L P H LAUREISI
Polo Sport bolur fylgir þegar keyptar eru tvaer Polo Sport
vörur. Polo Sport býður upp á glæsilega línu, m.a. ilm,
rakspíra, svitalyktareyði, raksépu, balm, aldlitskrem með
AHA sýrum, kornakrem til húðhreinsunar og fleira.
Njóttu lífeins, njóttu þess aö líta vel út.
Við Seljum Ralph Lauren vöruman
Andorra, Hafnarfiröi, sími 555 2615, Bylgjan, Kópavogi, simi 564 2011,
Hygea, Kringlunni, sími 533 4533, Hygea, Laugavegi, 23 simi 511 4511,
Sara, Bankastræti B, simi 551 3140, Sigurboginn, Laugavegi 80, simi 561 1330,
Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Álfheimum 74, sími 568 5170,
Libía, Þöglabakka 6, sími 587 0203, Bjarg, Akranesi, simi 431 2007,
Krisma, ísafiröi, simi 456 4414, Miðbær, Vestmannaeyjum, sími 481 1505.