Morgunblaðið - 28.11.1999, Page 32

Morgunblaðið - 28.11.1999, Page 32
32 SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1999 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. RÍKISÚTVARPIÐ AÐ er bersýnilega að kom- ast töluverð hreyfing á umræður um framtíð Ríkisút- varpsins. Hvað eftir annað hef- ur komið fram, að Björn Bjarnason, menntamálaráð- herra, hefur leitað ýmissa leiða til þess að þoka fram breyting- um á rekstri þessa ríkisfyrir- tækis en lítið komist áfram vegna andstöðu framsóknar- manna. Einstaka starfsmenn RÚV hafa látið til sín heyra m.a. hér á síðum Morgunblaðs- ins. Þessar umræður eru af hinu góða. Tímabært er orðið að taka málefni og framtíð þess- arar stofnunar til umræðu og sjá hvort slíkar umræður geta leitt til einhverrar niðurstöðu eða kaflaskipta í starfsemi Ríkisútvarpsins. Þróunin á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar er mjög ör og alveg ljóst að hún verður enn hraðari á næstu misserum. Ríkisútvarp- ið hefur ekki náð að fylgjast með þessari þróun eins og m.a. má sjá af því, að keppinautur þess í sjónvarpsrekstri, Norð- urljós hf., rekur nú mun um- fangsmeiri sjónvarpsstarfsemi en Ríkisútvarpið og hafði þó RÚV tveggja áratuga forskot á hina einkareknu sjónvarps- stöð. Það þarf að taka ýmsar grundvallarákvarðanir varð- andi rekstur RÚV. Ein þeirra er sú, hvort yfirleitt séu ein- hver rök fyrir því að ríkið reki fjölmiðil. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun, sem er óbreytt, að útvarpið sjálft, þ.e. Ríkisútvarpið eins og það var, áður en Sjónvarp og Rás 2 komu til sögunnar standi mjög djúpum rótum í samfélagi okk- ar. Það væri ekki mikið vit í að breyta þeim rekstri enda má færa margvísleg rök fyrir því, að ríkið eigi að reka menning- arlega útvarpsstöð ekki sízt, þegar menn sjá hvað einka- reknu útvarpsstöðvarnar hafa upp á að bjóða í þeim efnum. Oðru máli gegnir hins vegar um Rás 2. Það er engin ástæða til að ríkið rekið afþreyingar- útvarp í samkeppni við einka- reknar útvarpsstöðvar. Ríkis- útvarpið setti Rás 2 upp í því skyni að vera búið undir sam- keppni við frjálsar útvarps- stöðvar, þegar þær hófu göngu sína. Þar gætti sömu tilhneig- ingar og hjá Pósti og síma, þegar sú stofnun stóð frammi fyrir samkeppni. Menn freist- uðust til þess að beita því afli, sem gamalgróin ríkisfyrirtæki bjuggu yfir til þess að koma í veg fyrir að keppinautar næðu fótfestu. Ríkið á að selja Rás 2. Það er engin ástæða til að rík- ið standi lengur í þeim rekstri og hefði raunar átt að vera bú- ið að selja þá útvarpsstöð fyrir löngu. Á næstu árum verða miklar breytingar á sjónvarpsrekstri. Sumir ganga svo langt að halda því fram, að hefðbundn- ar sjónvarpsstöðvar á borð við Ríkissjónvarpið og Stöð 2, sem bjóða áhorfendum upp á ákveðna dagskrá dag hvern, muni hverfa og við taka sam- tenging tölvu og sjónvarps, þar sem hver og einn setur saman þá sjónvarpsdagskrá, sem honum hentar hverju sinni með því einfaldlega að panta inn í sjónvarpstækið heima hjá sér það sjónvarps- efni, sem hugurinn girnist. Þegar hafðar eru í huga þær miklu breytingar, sem fram undan eru á þessu sviði og jafnframt að einkaaðilar geta auðveldlega séð um sjónvarps- rekstur, sem ekki var fyrirsjá- anlegt að væri hægt í byrjun sjónvarpsaldar hér, eru mörg rök, sem mæla með því að Rík- issjónvarpið verði einnig selt. A.m.k. þurfa að koma fram mjög sterk rök gegn því til þess að menn sannfærist um að nauðsynlegt sé að ríkið reki sjónvarpsstöð. En jafnframt er ástæða til að endurskoða rekstrarform Útvarpsins gamla, ef svo má að orði komast. Það er löngu úrelt fyrirkomulag, að fulltrú- ar stjórnmálaflokka skipi út- varpsráð, sem hafi afskipti af bæði efni Útvarpsins og mannaráðningum. Jafnhliða því, sem stokkað verði upp í rekstri RÚV með sölu Rásar 2 og hugsanlega Ríkissjónvarps- ins er nauðsynlegt að gjör- breyta rekstri Útvarpsins, gera hann einfaldari og meira í samræmi við það, sem gerist á hinum almenna markaði um leið og nauðsynlegt er að svo breytt fyrirtæki hafi bolmagn til þess að halda uppi þeirri menningarlegu útvarpsstarf- semi sem er forsenda fyrir til- vist þess, þegar horft er til framtíðar. M: Áður en lengra er haldið, hvemig stendur á Schevings- nafninu, Gunnlaugur? G: Þú heldur kannski, að ég sé af útlendum ættum, en það er rangt. Það næsta, sem ég hef kom- izt útlendum uppruna, er sú stað- reyndj að ég er fæddur í húsinu hans Ola norska, sem er á norðvest- urhomi Laugavegs og Klappar- stígs. Aftur á móti sagði einhver mér fyrir mörgum ámm, að ég hefði fæðzt austur á fjörðum, svo það get- ur vel verið, að ég hafi eitthvað ruglazt í þessu. Eitt er víst, að ég var skírður hér í Reykjavík og átti að heita Guðlaugur Oskar, en prest- urinn var víst eitthvað utan við sig í það skipti og skírði mig Gunnlaug Oskar. Þessu var ekki veitt eftirtekt í tæka tíð og nokkrum ámm síðar, þegar átti að leiðrétta nafnbrenglið, neitaði viðkomandi prestur að gera það. Þannig fékk ég nafnið Gunn- laugur. Eftir á er ég ánægður með það, því mér þykir Gunnlaugur fal- legra en Guðlaugur. Yfírleitt þykja mér gömul íslenzk mannanöfn miklu fallegri en nöfn af erlendum uppmna og mér er það gleðiefni að svo virðist sem sá smekkur breiðist út hér á landi. Óskarsnafnið hef ég reynt að losna við, það er útlent og mér finnst. það leiðinlegt. Schevingsnafnið fékk ég frá fóstra mínum. Líklega er það erlent að uppruna, ég veit það ekki. En við vomm að tala um Seyðis- fjörð og nú ætla ég að segja þér smásögu af síldinni. Þegar ég var austur á Seyðisfirði í gamla daga og verið var að pækla sfld á planinu á haustin, kom það stundum fyrir að einhverjir bíræfnir náungar fundu upp á því að taka eina saltsíld úr tunnu og reyna að smakka á vömnni. Þetta þótti vondur matur, réttara sagt óætur, en það var nú einu sinni á allra vit- orði, að sfldin var eft- irsótt vara sem auðvelt var að selja. En flestum eða öllum var þó hrein ráðgáta, hvemig fólk úti í löndum gat litið á sfldina sem mannafæðu. Ég man eftir því, að á einum yndis- lega fögmm haustdegi voram við nokkrir sfldar- og eyrarkarlar sam- an komnir úti á Massa og pækluð- um þar sfld og bættum á tunnur. Það var kominn kaffitími og við settumst undir húsgaflinn á salt- geymslunni, tókum fram kaffið og létum fara vel um okkur. Feit og stór sfld lá á hreinum tunnubotni og hafði einhver skorið úr henni lítinn bita. Þama var líka fiskhnífur og var hann merki þess, að hver sá, sem þangað kæmi mætti njóta góðs af krásinni. Svo byrjuðum við að tala um hina stóm ráðgáfu lífsins: síldina. „Heyrðu, Júlíus,“ sagði einhver í hópnum. „Einu sinni áztu heila sfld, fáðu þér nú bita.“ „Ne, ekki ég,“ svar- aði JúMus, „en það er rétt, ég át einu sinni sfld. Eg gerði það bara vegna veðmáls, en það geri ég ekki aftur. Þið getið sjálfir étið helvítis sfldina, ekld ætti hún að drepa ykkur.“ Ég sá að Guðlaug fóstra mín var á leiðinni með kaffið handa mér, ég ætlaði heim í kaffitímanum, því að ég bjó þarna rétt hjá, en fóstra mín vildi spara mér ómak, svo ég gæti hvílt mig, meðan kaffið var á leið- inni. Jón Erlendsson, sem var beyk- ir og í þetta sinn settur verkstjóri, hélt áfram að vinna, sagðist vera of latur tfl að hvfla sig, kaffið gat beð- ið. Jón var mjög vinsæll meðal fólksins, hann var skemmtilegur og talaði hátt. I fiskbreiðslu ræsti hann mannskapinn út á morgni. Það var venjulega nóg, að hann ræsti í einu húsi, því þá heyrðist það í öllum hin- um. Éóstra mín afhenti mér kaffið, það var nóg brauð með og aukasyk- ur, ef með þyrfti. Svo sneri hún sér að Jóni Erlendssyni og spurði frétta af sfldinni. „Já, nú fá þeir sfld í kjaftinn, Rússarnir," sagði Jón, „þeir éta þetta allt saman á einum degi.“ Fóstra mín leit yfir tunnurað- imar á bryggjunni og sagði svo með andagt: „Osköp á fólkið í útlandinu bágt að þurfa að leggja sér þetta til munns. Já, því segi ég það. Mikið má nú fólkið vera guði þakklátt fyr- ir að eiga heima hér í þessu bless- aða landi, þar sem allir hafa eitt- hvað að borða og enginn þarf að nærast á sfld.“ „Þykir þér sfldin vond, Guðlaug mín?“ spurði Jón Er- lendsson. „Æjá,“ svaraði fóstra mín, „þetta er hálfgert óæti, brimsalt, ekki skil ég hvernig fólk fer að borða þetta, en blessaðar kindurnar em fegnar að fá þetta með heyinu á vetuma. Svo hef ég heyrt að danskt fólk norður á Akureyri hafi borðað sfld, en það er líklega eitthvað orð- um aukið, mér hefur aldrei verið illa við danskt fólk og ekki skal ég segja neitt misjafnt um það.“ Jón Erlendsson sagði, að nú hefðu strákamir líklega svikizt um að hafa pækilinn nógu sterkan á sfldinni. „Ég hef alltaf sagt, það er ekki nóg að kartaflan mari í hálfu kafi í pæklinum, hún á að fljóta eins og korkur, heyrið þið það strákar," kallaði Jón, „eins og korkur. Þeir skála í íslenzkum síldarpækli, Rúss- amir, og sterkur skal hann vera, því þeir em engin pelaböm, piltamir þar til lands.“ M. HELGI spjall Landsvirkjun hefur unnið ákaflega þarft verk með hinni miklu skýrslu um umhverfi og umhverfisáhrif Fljótsdals- virkjunar, sem fyrirtækið gaf út fyrir skömmu og verður vafa- laust grundvallarplagg í umfjöll- un Alþingis um þingsályktunar- tillögu rfldsstjórnarinnar. I formálsorðum Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar, kemur fram, að þótt fyrirtækið telji Fljótsdalsvirkjun und- anþegna mati á umhverfisáhrifum hafi það engu að síður ákveðið að láta gera skýrsluna „í samræmi við kröfur þær, sem gerðar em til frummatsskýrslu í lögunum um mat á umhverfisáhrifum". Þetta jákvæða viðhorf Landsvirkjunar til um- hverfismála kemur ennfremur fram í .þessum orðum Friðriks Sophussonar í formála skýrslunnar: „Nefna má, að samkvæmt umhverfisstefnu Lands- virkjunar vill fyrirtækið, að allar upplýsingar um áhrif framkvæmda liggi íyrir áður en í þær er ráð- izt. Viðhorf almennings til náttúruverndar og um- hverfismála eru sífellt að breytast og nokkur tími er liðinn frá því að framkvæmdum við Fljótsdalsvirkj- un var frestað árið 1991. Aðdragandi virkjunarinnar var langur og hugmyndir og útfærslur hafa tekið vemlegum breytingum í tímans rás.“ Undir þessi orð Friðriks Sophussonar er fyllsta ástæða til að taka. I skýrslu Landsvirkjunar hefur verið safnað sam- an gífurlegu magni upplýsinga. Yfirleitt em þær upplýsingar settar fram á hlutlægan hátt, þótt stöku sinnum megi greina leiðandi tón eins og á bls. 62, þar sem segir: „í umræðum um Eyjabakka- svæðið virðist gengið út frá því, að þar ríki stöðugt ástand, sem vara muni um aldur og ævi. Því fer fjarri. Þetta svæði er og hefur verið undirorpið vemlegum breytingum á liðnum áratugum og öld- um og svo mun enn verða, einkum eftir að lónið við jökuljaðarinn fyllist og aurburðar fer að gæta meira á gróðurlendinu neðan við Hraukana.“ Hver hefur haldið þessu fram? Hverjum dettur í hug að þetta svæði fremur en önnur svæði á íslandi verði óbreytt um aldur og ævi?! Mikilvægi skýrslu Landsvirkjunar er ekki sízt það, að hún sýnir glögglega þær gífurlegu fram- kvæmdir, sem framundan em við Fljótsdalsvirkjun, ef fram fer sem horfir. Opinberar umræður hafa fyrst og fremst snúizt um Eyjabakkalón. En það er fleira, sem gerist á þessu svæði norðan Vatnajökuls verði Fljótsdalsvirkjun byggð. Auk Eyjabakkalóns, sem rætt hefur verið í þaula, er ljóst, að Eyjabakka- stífla verður mikið mannvirki. Hún verður hvorki meira né minna en 3,6 km að lengd og meðalhæð hennar verður um 11 metrar. Þetta mikla mann- virki mun því setja svip á umhverfi sitt ekki síður en lónið sjálft. En auk Eyjabakkalóns og stíflunnar verða miklar framkvæmdir beggja vegna lónsins. Við vesturenda Eyjabakkastíflu verður Hafursá veitt í lónið og til þess þarf að grafa skurð, sem er 1,4 km að lengd. Við Grjótá verða bæði byggðar stíflur og þar með lón og grafnir skurðir, sem verða um 2,2 km að lengd. Við Hölkná verður byggð stífla, þar myndast lón og þar verður grafinn tæplega kflómetralangur skurður. Við Laugará verður stíflað og þar myndast lón. Þessar framkvæmdir kalla að sjálfsögðu á mik- ið jarðrask á þessu svæði með tilheyrandi mann- anna verkum. Hinum megin Eyjabakkalóns er ekki síður stefnt að miklum framkvæmdum. Þar er nú gert ráð fyrir svokallaðri Sauðárveitu eða Hraunaveitu minni en hugmyndir eru um enn meiri framkvæmdir, sem ganga undir nafninu Hraunaveita meiri. Með Sauð- árveitu verður vatni úr Ytri-Sauðá, Innri-Sauðá, Grjótá og Kelduá veitt með stíflum og skurðum yfir í Eyjabakkalón. Ytri-Sauðá verður stífluð og verður mesta hæð þeirrar stíflu 12 metrar. Frá Sauðár- vatni verður grafinn rúmlega tveggja kflómetra langur skurður sem veitir vatni til Grjótár. Skurð- urinn verður sex metrar á breidd og allt að 10 metra djúpur. Þegar kemur að Grjótá verður farvegur hennar dýpkaður og víkkaður og eftir honum grafinn 600 metra langur og 6 metra breiður skurður, sem veit- ir vatninu í Grjótárvatn, en þaðan verður grafinn 900 metra langur skurður yfir í Hellukvísl og þaðan rennur það í Kelduá. Sú á verður stífluð og þar myndast lón og þaðan verður enn grafinn skurður, sem verður um tveggja kflómetra langur að upptök- um Kofakvíslar. Samtals verða skurðir á þessu svæði því tæplega 6 kflómetrar. Þeir munu setja svip á umhverfi sitt ekki síður en lón og stífiur. Éramkvæmdunum fylgir samkvæmt þessu mikill uppgi-öftur, sem koma þarf fyrir, og er gerð grein fyrir því, hvernig það verður gert, og sömuleiðis mikil efnistaka, enda er sérstakur kafli um efnis- námur og haugstæði. Þá er gert ráð fyrir töluvert REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 27. nóvember umfangsmikilh vegagerð, að hluta til hafa þeir veg- ir þegar verið lagðir en að nokkm leyti þarf að bæta við vegum. Gert er ráð fyrir vinnubúðum á fjórum stöðum og verða þær fýrir á bilinu 50-150 manns hverjar um sig. Af þessari stuttu upptalningu úr skýrslu Lands- virkjunar má sjá um hve viðamiklar framkvæmdir verður að ræða verði ráðizt í Fljótsdalsvirkjun eins og allt bendir nú til eftir íyrri umræðu um þings- ályktunartillögu ríkisstjómarinnar á Alþingi. Það er vissulega rétt, sem fram kemur í skýrslunni og fylgiskjölum hennar, að Landsvirkjun hefur alltaf gengið mjög vel frá virkjunarstæðum en það breyt- ir ekki því að þetta svæði norðan Vatnajökuls mun gjörbreytast við þessar framkvæmdir, jafnvel þótt mikil áherzla verði lögð á að ganga vel og snyrti- lega frá öllu því, sem gert verður. En skýrsla Landsvirkjunar leiðir berlega í ljós, að stefnt er að enn meiri framkvæmdum. Þar segir m.a. um Hraunaveitu meiri: „Landsvirkjun hefur látið kanna breytta tilhögun Hraunaveitu til þess að ná meira vatni af Hraunum til Fljótsdalsvirkj- unar en unnt er með Sauðárveitu... í því skyni hafa Orkustofnun og Landsvirkjun staðið fyrir rann- sóknum á Hraunasvæðinu á undanfómum árum... Þessi tilhögun þar sem gert er ráð fyrir meiri veit- um af Hraunasvæðinu en með Sauðárveitu kallar á meiri miðlun í Eyjabakkalóni vegna aukins að- rennsMs til virkjunarinnar." Hraunaveita hin meiri mundi stækka Eyja- bakkalón um 3,3 ferkflómetra. Hins vegar er ljóst, að Landsvirkjun yrði að leggja þessa tilteknu framkvæmd undir lögformlegt umhverfismat vegna þess, að virkjunarleyfíð frá 1991 gerir ráð fyrir Sauðárveitu eða Hraunaveitu minni. Miðað við þessa framkvæmd mundi orkugeta Fljótsdalsvirkjunar aukast úr 1390 GWh í um 1700 GWh á ári. Ekki veitir af vegna þess, að í skýrslu Landsvirkjunar segir: „Náist samningar um stór- iðju á Reyðarfirði er í yfirlýsingunni frá 29. júní 1999 mörkuð sú stefna að orka Fljótsdalsvirkjunar verði nýtt til þeirrar starfsemi. NORAL-verkefnið nær aðeins til álvers með 120.000 tonna fram- leiðslugetu á ári sem síðar yrði e.t.v. stækkað í a.m.k. 360.000 tonna framleiðslugetu.“ Þá yrði álverið á Reyðarfirði orðið risaálver á ís- lenzkan mælikvarða. Þessi yfirlýsing bendir hins vegar ótvírætt til þess að af hálfu stjórnvalda sé alla vega haft í huga að stórauka álframleiðslu á Reyðarfirði og þá væntanlega að byggja nýjar stór- virkjanir á þessu svæði. Fljótsdalsvirkjun kann því að vera einungis fyrsta skrefið á braut uppbygg- ingar mikilla virkjana á Austurlandi. Sá er þó mun- ur á slíkum virkjunum og Fljótsdalsvirkjun að mið- að við óbreytt lög um mat á umhverfisáhrifum verða aðrar virkjanir á þessu svæði að fara í lög- formlegt umhverfismat. Það er hins vegar alveg nauðsynlegt að ríkis- stjórnin upplýsi á Alþingi í umræðunum nú hvað í þessari athugasemd Landsvirkjunar felst og hvaða áform em uppi um frekari virkjanir á þessu svæði og þá jafnframt hvort að því sé stefnt að fella hug- myndir um stækkun álvers á Reyðarfirði inn í hugsanlega samninga við Norsk Hydro. Það styður enn þá skoðun, að frekari fram- kvæmdir kunni að vera fyrirhugaðar á þessu svæði, að í skýrslu Landsvirkjunar segir: „Af ofangreindu er ljóst, að verði ekkert virkjað í jökulsánum norð- an Vatnajökuls mun það rýra ónýtt vatnsafl lands- ins, sem hagkvæmt er talið að virkja um 40%, og þetta er einna hagkvæmasti hluti þessarar van- nýttu auðlindar landsins. Þá virðast fáir og smáir virkjunarkostir eftir á Austurlandi og því er ólík- legt að orkuvinnsla vatnsaflsvirkjana muni í náinni framtíð nýtast þessum landshluta til uppbyggingar atvinnulífs. Það mun einnig hafa vemleg efnahags- leg áhrif íyrir þjóðfélagið í heild, þ.e. draga mun úr hagvexti og atvinnusköpun." Það er nauðsynlegt að þetta liggi skýrt fyrir vegna þess, að textinn í skýrslu Landsvirkjunar gefur til kynna að það megi jafnvel afskrifa svæðið norðan Vatnajökuls, sem hluta af hinu ósnortna víðerni á hálendi Islands, sem þjóðinni hefur þótt nokkru skipta að varðveita af margvíslegum ástæð- um. mmmmmmmmm i skyrslu lands- Viðbrögd virkjunar segir um vinnu- brögð við gerð skýrslunnar: „Vinnu við skýrsluna hefur verið eins háttað og um venjulegt mat á umhverfisáhrifum væri að ræða í samræmi við lög nr. 63/1993 þó svo að ekki hefði verið ákveðið í upphafi á hvern hátt skýrslan yrði kynnt... Vinna við skýrsluna miðaðist í upphafi við þá tilhögun, sem leyfi ráðherra var fengið fyrir... Gerð var samantekt og lýsing á þeirri virkjun og var hún send til 30 umsagnar- og hagsmunaaðila í júlí 1998.“ Athyglisvert er að skoða viðbrögð þessara aðila en þau koma m.a. fram í fylgiriti með skýrslunni. Áki Ármann Jónsson veiðistjóri segir í bréfi til Landsvirkjunar 1. september fyrir rúmu ári: „Skilja má af bréfi ykkar að hér sé ekki um að ræða fullgilt mat á umhverfisáhrifum. Veiðistjóra- embættið mun því ekki geta innt þessa vinnu af hendi við þær aðstæður og þau tímamörk, sem embættinu er gefið í bréfinu, en er reiðubúið til samstarfs ef Landsvirkjun ræðst í fullgilt mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar.“ Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, segir í bréfi 13. ágúst 1998: „Ef stjórn Landsvirkjunar tekur ákvörðun um að óska eftir formlegu mati á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar samkvæmt lögum nr. 63/1993 þrátt íyrir framangreint leyfi til framkvæmda og lýsir því yfir að fyrirtækið muni hlíta niðurstöðu úrskurðar þar um mun Skipulags- stofnun yfirfara drög að frammatsskýrslu og veita leiðbeiningar um efnistök eins og venja er til.“ Jónas Þór Jóhannsson, sveitarstjóri Norður- Héraðs, segir í bréfi til Landsvirkjunar 7. septem- ber á síðasta ári: „Meirihluti hreppsnefndar lýsti sig fylgjandi að framkvæmdin fari í umhverfis- mat.“ Samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendis íslands sendir bréf 7. september 1998 þar sem seg- ir: „Samvinnunefndin telur eðlilegt að unnið sé formlegt mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhug- aðrar Fljótsdalsvirkjunar.“ Stjórn Náttúmverndar ríkisins segir í bréfi 28. september 1998: „Stjórn Náttúruverndar ríkisins fagnar því að stjórn Landsvirkjunar hefur ákveðið að láta vinna mat á umhverfisáhrifum Fljótsdals- virkjunar og telur eðlilegt að matsskýrslan verði lögð inn til Skipulagsstofnunar til formlegrar af- greiðslu." Eftir að hafa fjallað nokkuð um efnisþætti máls- ins segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri fyrir hönd Landgræðslu ríkisins: ,Á þessu stigi málsins leggur Landgræðslan ekki mat á fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir né þá röskun á gróðurfari, umhverfi og náttúru er mun fylgja þeirri fram- kvæmd. Það bíður væntanlegrar umhverfismats- skýrslu. Að henni fenginni mun Landgræðsla ríkis- ins ennfremur skera úr um hvort þær rannsóknir er að baki skýrslunni munu liggja verði fullnægj- andi fyrir Landgræðsluna til að byggja sínar álits- gerðir á eða hvort frekari rannsókna verði þörf.“ Ferðafélag Fljótsdalshéraðs segir í bréfí 6. októ- ber 1998: „Ferðafélag Fljótsdalshéraðs fagnar auk- inni umræðu um mat á umhverfisáhrifum vegna Fljótsdalsvirkjunar. Félagið hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að slíkt mat ætti skilyrðislaust að fara fram og lögformlega leið.“ Bæjarstjórn Austur-Héraðs segir í bréfi 7. októ- ber 1998: „Sveitarstjórn Austur-Héraðs telur nauð- synlegt að fram fari lögformlegt mat á umhverfis- áhrifum Fljótsdalsvirkjunar.“ Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps segir í bréfi 19. október 1998: „Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps vís- ar til fyrri afstöðu varðandi lögformlegt umhverfis- mat sem hún telur gmndvallaratriði (við) fyrirhug- aða Fljótsdalsvirkjun og framkvæmdir henni til- heyrandi." Náttúravernd ríkisins segir í bréfi 9. september 1998: „Það er von stofnunarinnar að skýrslan fari í lögformlegt mat á umhverfisáhrifum." Þessar tilvitnanir í fylgirit með skýrslu Lands- virkjunar sýna, að fyrirtækið hefur fengið þau við- brögð frá fjölmörgum aðilum, sem leitað var til fyr- ir ári vegna vinnu við skýrsluna, að setja ætti Fljótsdalsvirkjun í lögformlegt umhverfismat, þótt þess sé ekki sérstaklega getið í skýrslunni. Sér- staka athygli vekur hvað sú krafa kemur frá mörg- um aðilum á Austurlandi og hafa þó ekki allir verið tilgreindir. Virkjun og ferða- þjönusta í SKÝRSLU LANDS- virkjunar um áhrif virkjun- arinnar á ferðaþjónustu segir: „Öll þessi gögn og upplýsingar benda til þess að virkjanir á þessu land- svæði muni ekki leiða til samdráttar í ferða- mennsku, hvorki á landinu í heild né á virkjunar- svæðinu. Þvert á móti benda flest rök til þess að bættir vegir muni geta hleypt nýju blóði í ferða- mennsku á svæðinu og skipta þar ekki sköpum þau mannvirki, sem fyrirhuguð em, og tilheyrandi breyting á ásýnd landsins.11 Og Landsvirkjun segir ennfremur: „í umræð- unni um þróun ferðamennsku hér á landi hefur því m.a. verið haldið fram, að mannvirkjagerð á há- lendinu geti skaðað ímynd íslands, að hún muni draga úr aðdráttarafli þess sem ferðamannalands. Byggist þetta m.a. á þeim skoðun, að ferðamaður framtíðarinnar muni vera sér mjög meðvitandi um umhverfismál. Þetta er ekki dregið í efa en allt bendir hins vegar til þess, að ferðamaður framtíð- arinnar muni þrátt fyrir aukna vitund um vernd umhverfisins fara fram á góðar samgöngur, fjöl- breytta gistiaðstöðu og ítarlegar upplýsingar og leiðbeiningar. Samvinna aðila orkuöflunar og ferða- þjónustu um bættar samgöngur og uppbyggingu á aðstöðu og upplýsingamiðlun geti farið saman og byggt upp öfluga og fjölbreytta ferðaþjónustu eins og dæmin sanna.“ Á fundi, sem Landsvirkjun efndi til á Austur- landi 22. ágúst á síðasta ári með fulltrúum um- hverfis- og náttúmverndarsamtaka á Austurlandi, ferðaþjónustu, bænda og atvinnuþróunar, kom eft- irfarandi fram samkvæmt fundargerð, sem Lands- virkjun birtir í fylgiriti með skýrslu sinni: „Karl Ingólfsson kvaðst stunda ferðaþjónustu og sagðist leggja áherzlu á að selja hana dým verði. Eftir- spurn eftir þeirri þjónustu byggðist á eftirspurn eftir óspilltri náttúm sem væri í hættu með þeim áformum, sem hér væru til umræðu. Hann kvaðst telja það öfgar þegar menn vildu koma í veg fyrir allar framkvæmdir en taldi óeðlilegt að fara ekki eftir þeim reglum í einu og öllu, sem gilda um mat á umhverfisáhrifum. Hann taldi það sóðaskap að Landsvirkjun þvingaði inn virkjun án þess að tala við almenning." Karl Ingólfsson kemur hér að kjama málsins og jafnframt er sú tilvitnun, sem birt er hér að framan í skýrslu Landsvirkjunar, ein sú versta sem þar birtist vegna þess að hún lýsir fullkomnu skilnings- leysi á grundvallaratriðum þessa máls. Það er að sjálfsögðu hægt að leggja vegi og brýr og byggja upp þjónustumiðstöðvar þvers og kmss um hálendi íslands og aðrar óbyggðir. En þá væmm við ekki aðeins að eyðileggja landið sjálft heldur líka þá ímynd hreinleika og ósnortinnar náttúm, sem nú á tímum er lykilatriði í allri útflutningsstarfsemi okkar Islendinga, hvort sem við erum að selja ferð- ir til íslands eða fisk. Það er beinlínis dapurlegt til þess að vita, að þetta merka fyrirtæki, sem Lands- virkjun er, skuli afhjúpa með þessum hætti full- komið tilfinningaleysi fyrir því, sem um er að ræða varðandi óbyggðirnar. I þessu sambandi er ástæða til að vekja athygli á grein eftir dr. Guðmund Hálfdánarson, dósent við Háskóla íslands, í hausthefti Skírnis, þar sem hann segir: „Nú virðist hugmyndin um hið sérstaka eðli íslenzkrar náttúra vera að leysa framfaratrúna af hólmi, þar sem hinum hreinu, villtu og ótömdu óbyggðum er stefnt gegn „útlendu“ andrúmslofti borgarlífsins - þegar Islendingurinn hverfur úr borginni og nýtur samvista við náttúmna endur- nýjar hann/hún sitt innsta eðli sem fslendingur.“ mmmmmmmmm lögin um mat á „Ófrávíkjan- umhverfisáhrifum frá 1993 jpp- rpfrla“ V01’U S6tt ekki SÍZt V6gna lc6 1 cold samninga okkar um aðild að EES. Þau byggjast á til- skipun um þessi málefni, sem Evrópusambandið hefur sett, en slíkar tilskipanir ber okkur að lög- leiða á grandvelli EES-samningsins. í skýrslu Landsvirkjunar segir um áhrif þessara laga á Fljótsdalsvirkjun: „I tilskipuninni er ekki að finna ákvæði, sem kveða á um það, hvernig farið skuli með framkvæmdir samkvæmt leyfum útgefnum fyrir gildistöku tilskipunarinnar. Um þetta atriði hafa á hinn bóginn gengið nokkrir dómar Etfrópu- dómstólsins og má í stuttu máli segja, að dómstóll- inn hafi komizt að þeirri niðurstöðu að tilskipunin hafi ekki afturvirk áhrif. í því felst, að hafi formleg beiðni legið fyrir um leyfí vegna tiltekinnar fram- kvæmdar áður en tilskipunin öðlaðist gildi sé við- komandi framkvæmd ekki háð mati á umhverfis- áhrifum samkvæmt ákvæðum tilskipunarinnar. Til- skipunin öðlaðist ekki gildi hér á landi fyrr en 1. janúar 1994 og er því ljóst að leyfi til virkjunar Jökulsár í Fljótsdal voru þá þegar til staðar. Ákvæðum tilskipunarinnar verður því ekki beitt um Fljótsdalsvirkjun.“ Aðalheiður Jóhannsdóttir lögfræðingur, sem átti þátt í samningu laganna um mat á umhverfisáhrif- um og stundar nú framhaldsnám í umhverfisrétti í Svíþjóð, hefur kannað þetta mál sérstaklega ásamt leiðbeinanda sínum og komizt að allt annarri niður- stöðu en Landsvirkjun, eins og fram kom í viðtali Morgunblaðsins við hana fyrir skömmu. Það er al- veg nauðsynlegt að þingnefndin, sem fjallar um málið, skoði mjög rækilega rök Landsvirkjunar annars vegar og Aðalheiðar Jóhannsdóttur hins vegar í þessu tiltekna máli. En í þessu sambandi er athyglisvert að kynnast skoðunum Jakobs Björnssonar, fyrrverandi orku- málastjóra, á virkjanaleyfum eins og hann lýsti þeim í bréfi til iðnaðarráðuneytis 2. september árið 1991 en bréf þetta er birt í fylgiriti með skýrslu Landsvirkjunar. Jakob Björnsson segir þá: „Stofn- unin (þ.e. Orkustofnun) telur að ráðuneytið ætti að taka það upp sem almenna, ófrávíkjanlega reglu að virkjanaleyfí falli sjálfkrafa úr gildi ef fimm ár líða frá því að leyfi er gefið út án þess, að framkvæmdir séu hafnar af fullri alvöru að mati ráðherra, eða ef tilhögun virkjunar er breytt í vemlegum atriðum frá þeirri, sem leyfið byggðist á. Þurfi þá að sækja um leyfi að nýju. Kringumstæður breytast það fljótt að það er undantekning að allar hinar sömu forsendur séu fyrir hendi að fimm árum liðnum og leyfísveiting var reist á.“ Þetta sjónarmið Jakobs Bjömssonar er auðvitað hárrétt og það á svo sannarlega við um Fljótsdals- virkjun. Þótt Landsvirkjun geti haldið því fram, að framkvæmdir hafi hafizt við Fljótsdalsvirkjun fyrir níu árum, var þeim hætt fyrir átta áram. Það er þess vegna tæpast hægt að halda því fram að þær hafi hafizt „af fullri alvöra“ og jafnframt er ljóst að á þeim tíma sem liðinn er hefur tilhögun virkjunai-- innar verið breytt „í veralegum atriðum" frá því virkjanaleyfi var veit 1991 eins og glögglega kemur fram í skýrslu Landsvirkjunar. Þau sjónarmið, sem hinn gamalreyndi fyrrverandi orkumálastjóri lýsti í þessu bréfi 1991, eiga því mjög vel við í þessu tilviki. mm^mmmmmm eins og hér hefur Akvarðanir verið rakið með tilvitnunum fvrirfram 1 sk^rslu Landsvirkjunar 'A* um Fljótsdalsvirkjun er tlÖma ljóst, að þær ákvarðanir, sem nú á að taka, snúast ekki eingöngu um þá virkjun heldur vísa þær veg- inn til frekari ákvarðanatöku um stórvirkjanir á Austurlandi. Þótt einungis væri um Fljótsdals- virkjun að ræða eru sterk rök fyrir því að virkjunin fari í mat á umhverfisáhrifum samkvæmt lögunum frá 1993, þrátt fyrir bráðabirgðaákvæði laganna, sem þar að auki er umdeilt hvernig beri að túlka. Þegar við bætist að bersýnilega er stefnt að enn stærra álveri á Reyðarfirði en nú er til umræðu, sem kallar' á enn frekari virkjanaframkvæmdir en nú er talað um, að vísu framkvæmdir, sem yrðu að óbreyttum lögum að fara í umhverfismat, hníga öll rök til þess að Alþingi verði við þeirri kröfu, sem hvarvetna heyrist, um lögformlegt umhverfismat á Fljótsdalsvirkjun. Hér er stefnt í framkvæmdir, sem munu gjör- breyta landsvæðinu norðan Vatnajökuls. Talsmenn þess að virkjunin fari ekki í umhverfismat segja, að þessar framkvæmdir muni gjörbreyta lífi fólksins á Austurlandi. Ekki er það nema í skamman tíma samkvæmt því, sem fram kemur í skýrslu Lands- virkjunar. Þar segir um þetta atriði: „Reynslan hér á landi sýnir, að íbúafjöldi í dreif- býli og smáum bæjum tekur kipp við stórfram- kvæmdir en nær undantekningarlaust hefur fólki haldið áfram að fækka eftir framkvæmdimar. Á Suðurlandi hægðu virkjanaframkvæmdir á brott- flutningi fólks í mörgum sveitarfélögum og margir aðfluttir stöldmðu við að framkvæmdum loknum. Á Blönduósi náði fólksfjöldi hámarki um lok níunda áratugarins, þegar framkvæmdir við Blönduvirkj- un stóðu sem hæst, en fækkaði svo fljótlega aftur. íbúafjöldinn hefur farið úr 1.100 þegar mest var en er nú um 970. Áhrif af fólksfækkun í landbúnaði í Skagafirði og á Norðurlandi vestra ráða meira um þessa þróun en áhrif Blönduvirkjunar. Flest bendir til að áhrif virkjunar hafi verið góð fyrir efnahag íbúanna og líklega væri þar verra ástand nú ef ekki hefði komið til virkjunar. Reynslan frá Noregi sýn- ir, að íbúum dreifbýlis fjölgar þar sem virkjað er á meðan á framkvæmdum stendur og fyrstu árin þar á eftir. Yfirleitt er íbúaþróunin neikvæð fyrir virkj- anaframkvæmdir og eftir að nokkurri aukningu er náð tekur íbúum að fækka á nýjan leik.“ Samkvæmt þessum upplýsingum í skýrslu Landsvirkjunar er Fljótsdalsvirkjun engin varan- leg björgun fyrir byggðaþróun á Áusturlandi. Hún er skammtímaaðgerð, sem skilar einhverju um tíma, en svo fjara þau áhrif út. Þegar á allt þetta er litið svo og það að nú er ver- ið að taka ákvarðanir, sem varða ekki bara næstu ár heldur alla framtíð, ættu þingmenn að íhuga það mjög alvarlega hvort ekki sé skynsamlegra að skapa víðtækari sátt um þetta mál í þjóðfélaginu með því að Fljótsdalsvirkjun fari í lögformlegt um- hverfismat. Eins og Morgunblaðið hefur margbent á erum við íslendingar ekki að missa af neinu með þvi að fara þá leið. I fyrsta lagi er Ijóst að stefnt er að því að við verðum sjálfir langstærstu eigendur að álverinu á Reyðai-firði. Það er áreiðanlega hægt að fá aðra samstarfsaðila að slíku álveri ef Norsk Hydro vill ekki bíða. í öðru lagi hefur annað álfyr- irtæki lýst áhuga á að byggja álver á Reyðarfirði. Verði niðurstaða umhverfismatsins jákvæð höfum við engu tapað en ávinningurinn hins vegar sá, að almennari stuðningur verður við þessar fram- kvæmdir en ella.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.