Morgunblaðið - 28.11.1999, Side 36

Morgunblaðið - 28.11.1999, Side 36
36 SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ N auðsyn- leg lygi / Islendingar þurfa nauðsynlega á nýjum sögum um sjálfa sig að halda, eigi þeir aðgeta haldið áfram að trúa á tilveru sína. En það verður að hætta þessum fáránlegu hetjusögum. Þær eru einfald- lega ekki lengur trúverðugar. Er það íslenskri þjóð- arsál og þjóðarheill nauðsyn að halda uppi þeim pótem- kíntjöldum að við séum annarra þjóða jafnoki í NATO og á hvers kyns al- þjóðavettvangi, til dæmis í menningarmálum? Að öll heims- byggðin vilji óð og uppvæg kynnast Leifi heppna og NASA skíra eftir honum geimflaug? Sennilega. Maður þarf bara að lesa Ibsen til að komast að því að sjálfsblekkingin er lífsnauðsyn. Villiöndin er gott dæmi. Hjálmar Ekdal taldi sér trú um að hann væri maður með mönnum, upp- finningamaður sem sat veislur með kammer- VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson herrum og ræddi við þá ágæti tokaj- víns; og að hann væri sjálfur faðir barnanna sem hann var að ala upp. Að hjónaband hans væri farsælt. Svo dúkkaði upp gamall kunn- ingi með sannleikskröfuna í far- teskinu. Og þá fór allt til fjand- ans. Sannleikstrúboðinn Gregers leiddi Hjálmari fyrir sjónir að eiginkonan hefði kannski ekki sagt alveg satt um faðemi dótturinnar, og dóttur- inni var leitt fyrir sjónir að pabbi hennar væri alls ekki sá merkis- maður sem hann þóttist vera. I raun sáu mamman og dóttir- in fjölskyldunni farborða. Hjálmar átti engan veginn þann sess í veislum stórmenna sem hann taldi sér trú um og lét skína í við fjþlskyldu sína að hann hefði. I þeim var hann í raun 13. maðurinn við borð fyrir 12; það vissi enginn almennilega hver hann var og við hann var aðeins talað í gustukaskyni. Uppi á lofti var faðir Hjálmars í veiðimannaleik og gekk um í gömlum einkennisbúningi. Lifði í fortíðinni - þegar hann var mikill veiðimaður. Sjálfslygi fjöl- skyldunnar var alger. Allt þetta afhjúpaði Gregers samviskusamlega. En þegar af- hjúpunin leiddi fjölskylduna í glötun og dótturina í gröfina varð trúboðinn bara hissa. Sann- leikurinn gerði mann þá alls ekki frjálsan. Að minnsta kosti ekki einn og ómengaður. Með því að reisa hús úr ímyndunum og óraunverulegri tilveru tókst Hjálmari og fjöl- skyldu hans að skrimta með sjálfsvirðinguna nokkurn veginn í lagi í fjandsamlegum heimi. Sannleikstrúboðinn lagði húsið þeirra í rúst, og Heiðveig litla dó í hamförunum. Það var svo Relling læknir sem leiddi sannleikstrúboðanum fyrir sjónir annan sannleika og kannski æðri. Nauðsyn lyginnar. Eða var þessi ímyndaða veröld Ekdalfjölskyldunnar kannski sannleikurinn? An þessarar ver- aldar gat fjölskyldan ekki þrifist, og því má segja að sú hafi verið hin sanna veröld fjölskyldunnar. Væri ekki í fyrsta sinn sem kem- ur í ljós að hinn eiginlegi sann- leikur reynist fólginn í þversögn. Islendingar hafa lengi vitað að í skáldskap er einmitt mikinn sannleika að finna, þótt skáld- skapur sé auðvitað í eðli sínu lygi. En þar er að finna þann sannleika, og þann heim, sem mennirnir gera sér til að hefja sig yfir kaldranalegan veruleika sem er fjandsamlegur mannlífi. Kannski hefur þessi sannleik- ur um nauðsyn lífslyginnar hvergi komið betur fram í ís- lenskum skáldskap en í sögunni um Ólaf Kárason Ljósvíking, sem er líklega mesta rola sem nýst hefur sem hetja í sögu. I eigin höfði var Ólafur Kárason mikið skáld sem skrifaði frægar bækur, en í raun var hann am- lóði sem gat ekki séð sjálfum sér farborða. í eigin höfði er ís- lenska þjóðin mikil, fann Amer- íku og skrifaði frægar bækur á einu merkasta tungumáli í heimi. I raun er íslenska þjóðin útibú frá Noregi, talar gam- alnorsku og dansar eftir því sem vindar blása frá Bandaríkjunum. Þannig hefur skáldskapurinn orðið íslandi til bjargar og verð- ur enn. Hugmyndimar um hetjuna annars vegar og skáldið hins vegar lifa hér góðu lífi, þótt að þeim sé reyndar vegið. Þessi svokallaði sannleikur um ís- lenskan veruleika, sem nefndur var hér að ofan, yrði ekki til frelsunar heldur vísast banabiti, og hvernig sannleikur er það? Þá er betra að búa í heimi þar sem Leifur Eiríksson var íslensk hetja sem fann Ameríku og gerir þar með ísland gjaldgengt með þjóðum. í heimi þar sem íslensk stjómvöld hafa ítök í Atlants- hafsbandalaginu og íslenskir ráðherrar geta rætt við banda- ríska kammerherra á jafnræðis- gmndvelli - og fengið hjá þeim gild svör. En hvemig má öðlast trú á þennan lífsnauðsynlega skáldskap um menningarþjóðina á Sögueynni? Ekki er lengur treystandi á innblástur frá sög- unni um Leif Eiríksson sem var hetja og fann Ameríku á undan Kólumbusi, sem var illþýði og misþyrmdi frambyggjum. Og það verður að segjast eins og er, að íslenskir stjómmálamenn era af einhverjum ástæðum ekki trú- verðugir sem jafnokar ráða- manna í útlöndum. Því miður. Islendingar þurfa nauðsyn- lega á nýjum sögum um sjálfa sig að halda, eigi þeir að geta trúað áfram á tilvera sína. En það verður að hætta þessum fá- ránlegu hetjusögum. Þær eru einfaldlega ekki lengur trúverð- ugar. Kára saga Stefánssonar lofar enn sem komið er góðu, þótt hættulega margir dragi hann í efa. En krafturinn í Kára sögu er mikill, sem sést á þeim mikla og lofsverða áhuga á hvers konar vísindastörfum, sem skyndilega hefur vaknað á ísl- andi. En hættan er sú, að íslenskir vísindamenn verði að hetjum, eins og Leifur, og þá verður þess skammt að bíða að manni fari að finnast íslenskir vísindamenn kjánalegir, rétt eins og sagan um Leif verður til þess að maður fer hjá sér. Ekki vegna þess að vís- indamenn séu kjánalegir, heldur þar sem hetjur eru kjánalegar. + Eiríkur Ketils- son fæddist í Kaupmannahöfn 29. nóvember 1924. Hann lést á Land- spitalanum 16. nó- vember síðastliðinn. Móðir Eiríks var Guðrún Eiríksdótt- ir, veitingakona í Reykjavík og hótel- eigandi í Hafnar- firði, f. 17. desember 1888 á Járngerðar- stöðum í Grindavík, d. 1973 á Sólvangi í Hafnarfirði. Foreldrar Guðrúnar eru Eiríkur Ketilsson, f. 1862 í Kotvogi í Höfnum, d. 1898 á Járn- gerðarstöðum, útvegsbóndi, hreppstj. og sýslunefndarm., og kona hans Jóhanna Einarsdóttir, f. 1867 í Garðhúsum í Grindavík, d. 1958 í Reykjavík. Eiríkur flutt- ist bamungur með móður sinni til „Hvað er þetta, kenndu þeir þér ekkert meira en mér?“ Þetta var ein íyrsta setningin sem Eiríkur sagði við mig er ég byijaði að vinna hjá honum árið 1962, blautur bak við eyran úr Verslunarskólanum. Eiríki fannst kunnátta mín ekki upp á marga fiska, sem hún ekki var, enda ekld kennt mikið af „praktík" í Versló þá dagana. Ég tel það gæfu að hafa byrjað minn starfsferil hjá Eiríki Ketils- syni, manni sem sneið sig ekki eftir fjöldanum. Það var alltaf hressandi að mæta í vinnuna, lognmollan réði þar ekki ríkjum. Eiríkur var þekktur fyrir allt annað en meðalmennsku, hann var stærri en aðrir menn, og þá er ég ekki að tala um líkamsbygging- una. Hann var stórmenni í anda og orði. Af honum lærði ég að umgang- ast alla sem jafningja. Eiríkur gerði sér mannamun, þá hafði sá hinn sami unnið til þess að mati Eiríks. Kímnigáfan stendur upp úr í minningunni um Eirík KetOsson. Það var voðalega stutt í brosið hjá honum, og hann hafði yndi af því að segja sögur. Sögur af sér og félögum sínum og oft var þá ýkt og staðfært en allt í græskulausu gamni. Hann var hreinn hafsjór af sögum og bröndurum sem aldrei varð þurrð á. Þegar ég vann hjá Eiríki hafði hann aðsetur í Garðastræti 2, og við- skiptavinum var yfirleitt boðið í mat í Naustinu, hinum megin götunnar. Eiríkur tók ekld í mál annað en að bjóða viðskiptavinum sínum upp á „Rán“, en svo hét einn básinn í Naustinu, og voru allir ánægðir með þetta „rán“ Eiríks. Islands og ólst upp í Hafnarfirði og síðar Reykjavík. Hinn 25. maí 1958 kvæntist Eiríkur Hólmfríði Mekkinós- dóttur, yfirflugfreyju hjá Loftleiðum, f. 24. nóvember 1923 í Reykjavík, d. 3. jan- úar 1997, dóttur Mekkinós Björnsson- ar, kaupmanns í Reykjavík, f. 1900, og Dagmarar Þorláks- dóttur, f. 1899. Böm Eiríks og Hólmfríðar eru Guðrún Bima, f. 4. október 1958 í Reykja- vík, hennar sonur með Bjarna Guðbjömssyni er Eirfkur Húni, nemi, f. 1984 í París, Dagmar Jó- hanna, f. 20. febrúar 1961 í Reykjavík, gift Halldóri Hafdal Halldórssyni, f. 1959 í Reykjavík, og þeirra dóttir er Hólmfríður Ættir átti Eiríkur að rekja til stór- menna á Reykjanesi, m.a. Ketils í Kotvogi, og minnir hann mig alltaf á Reykjanesfjöllin, stór og mikil], nokkurs konar góður bjargrisi. Það er gott að minnast Eiríks Ketilsson- ar, það var gott að þekkja Eirík Ket- ilsson, það var gott að læra af Eirfld Ketilssyni. Garðar Jóhann. Það var 1948, að kynni hófust með okkur Eirfla Ketilssyni, þá á kaffi- húsum borgarinnar, sem við sóttum báðir mjög á yngri áram. Hittumst við alloft fram yfir 1960 og síðan end- umýjuðust þau kynni um 1979 saldr nálægðai- vinnustaðar okkar. Eirík- ur Ketilsson fæddist 1924 í Kaup- mannahöfn. Móðir hans átti hann ut- an hjónabands og bar hann föðumafn afa síns, en faðir hans mun hafa verið kunnur útgerðarmaður. Ólst Eiríkur upp í Hafnarfirði, þar sem móðir hans rak veitingastofu í Flygenringshúsi. I bekk með honum í bamaskóla þar, að ég heyrði hann segja frá, vora Þorlákur Jónsson og Guðjón Steingrímsson, síðar hæsta- réttarlögmaður. I gamansömum tón minntist hann þess, að í skólanum lék hann titilhlutverldð í „Sólarkóng- inum“, við góðar undirtektir, en Herdís Þorvaldsdóttir dóttur hans. Til Reykjavíkur fluttist Eiríkur með móður sinni 1937, en hún hafði síðan um árabil matstofu í Thor- valdsensstræti 6. Það sumar og hið næsta var Eiríkur sendisveinn hjá Garðari Gíslasyni, „á reiðhjóli með bögglabera". I íyrsta bekk Mennta- Kría, f. 1997 í Reykjavík. Áður átti Eiríkur soninn Ásgeir Hann- es, f. 19. maí 1947 í Reykjavík, með Sigríði Ásgeirsdóttur lög- fræðingi, f. 1927 í Reykjavík, dóttur Ásgeirs Þorsteinssonar, verkfræðings íReykjavík, f. 1898, og Elínar Hafstein, f. 1900. Eigin- kona Ásgeirs Hannesar er Val- gerður Hjartardóttir, f. 1951 í Reykjavík, og eru þeirra böm þijú, öll fædd í Reykjavík, Sigríð- ur Elín, háskólanemi, f. 1976, Sig- urður Hannes, Verslunarskólan- emi, f. 1982, og Sigrún Helga grunnskólanemi, f. 1989. Að ioknu námi í Flensborgar- skóla gekk Eiríkur í Verslunar- skóla Islands og útskrifaðist 1945. Hann var sölumaður um skeið hjá Stefáni Thorarensen lyfsala og stofnaði fljótlega eigin heildversl- un í Reykjavík og rak til dauða- dags ásamt ýmsum öðmm at- vinnurekstri. Eiríkur starfaði áratugum saman í röðum AA- manna. Útför Eiríks fer fram frá Frík- irkjunni í Reykjavík á morgun, mánudaginn 29. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 13.30. skólans á Akureyri, þar í heimavist, settist Eiríkur síðan, en „féll ekki í það kram“, að hann sagði frá, en minnisstæður var honum yngsti og kræfasti bekkjarbróðir hans þar, síðar kunnur prófessor. I Verslunarskóla Islands settist Eiríkur haustið 1943 og útskrifaðist úr honum vorið 1945. Sessunautur hans í skólanum var Þorbjöm Ein- arsson, Bubbi, er síðan rak verslun- ina Bubbi og Nonni í Keflavík og Sandgerði, og góðvinur Gisli Sig- urðsson, þá til heimilis á Laugavegi 26, er síðan starfaði hjá útgerðarfyr- irtæki á Seyðisfirði, en dó ungur. Strax að námi loknu setti Eiríkur upp innflutningsverslun, Landís. I fyrstu var hún til húsa í Thorvalds- ensstræti, en fluttist brátt í homhús Garðastrætis og Vesturgötu (í eigu Jóns Fannbergs), og síðan á Vatns- stíg. Heildverslun sína rak Eiríkur í liðlega hálfa öld, með góðum árangri fram á níunda áratuginn, fram yfir sextugt. Á þrítugsaldri var Eiríkur vín- hneigður, um of að hann sagði, en bætti gjarnan við: „Tíu dögum eftir að AA-samtökin vora stofnuð gekk ég í þau, og kalla ég mig elsta AA- manninn í Evrópu" í samtökunum starfaði Eiríkur drengilega, nær frá stofnun þeirra, en í þeim munu vera hátt á annað þúsund karla og kvenna. Eiríkur Ketilsson var liðlega með- almaður á hæð, þéttvaxinn, hafði hressilegan talanda og næma kímni- gáfu og kunni frá mörgu að segja, af mönnum og málefnum. Haraldur Jóhannsson. EIRIKUR KETILSSON + Sigþrúður Sig- urðardóttir fæddist í Holti í Nes- kaupstað 30. sept- ember 1922. Hún lést á Landspítalan- um 14. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Jóns- son frá Brekku í Mjóafirði og Guðrún Gísladóttir _ frá Gíslakoti á Álfta- nesi. Systkini Sig- þrúðar voru Jón Svan Sigurðsson, látinn; Hermann Sigurðsson, lát- inn; og Valur Sigurðsson. Sig- þrúður átti tvo syni. Þeir eru: 1) Leifur Örn Dawson, f. 22.11. 1943. Eiginkona hans er Camilla Ragnars og eiga þau tvö börn, Leif og Guðrúnu. 2) Sigurður Rúnar Jónsson, f. 9.10.1954. Eig- inkona hans er Marta Markús- dóttir og eiga þau tvær dætur, Sigþrúði og Jónu. Útför Sigþrúðar fór fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Sigþrúður lærði sauma í Englandi sem ung stúlka og voru þeir orðnir margir kjólarnir sem hún hafði saumað um dag- ana, en hún var fram- úrskarandi listræn og myndarleg í höndun- um. Hún rak verslun- ina „Ódýra markað- inn“ hér áður fyrr í nokkur ár, en hann var við Tjömina í Reykjavík. Ög hún var í mörg ár alltaf með bás í Kolaportinu, þar til nú fyrir stuttu. Bernska mín tengdist mjög föðursystur minni austur í Neskaupstað, en þeir vora ófáir kjólarnir sem hún saumaði á frænku sína í uppvextinum. Og var hún fastur punktur í tilvera minni. Fannst mér mikið til hennar koma. Ég gætti drengjanna hennar oft er þeir voru litlir snáðar. Lífið hennar frænku minnar var ekki alltaf dans á rósum, frekar en annarra Islendinga. Liðlega tvítug trúlofaðist hún ungum bandarísk- um liðsforingja, Alva Dawson, en örlögin höguðu því á þann veg að þau urðu ekki hjón. Og beið hún í mörg ár eftir því að hann sækti sig og son þeirra, Leif Örn, til íslands. Ur því varð ekki, og olli þetta frænku minni mikilli sorg. Mörgum árum síðar hóf Sig- þrúður sambúð með Jóni Finn- bogasyni frá Búðum á Snæfells- nesi. Áttu þau saman einn son, Sigurð Rúnar, og bjuggu þau sam- an í 18 ár. Síðar giftist Sigþrúður enskum manni, Wilfred John Peberdy, en hann lézt fyrir nokkrum árum. Það era nokkur ár síðan ég og frænka mín vorum saman í viku á Jersey í Englandi. Síðan var farið til Parísar í viku og það markverð- asta skoðað, en frænka mín var mikil heimskona og gaman að ferð- ast með henni. Var þetta mjög söguleg ferð. Ég sé frænku mína fyrir mér í heimsborginni, fyrir framan Sigurbogann og Eiffelturn- inn í París, einnig siglandi á Signu, en þannig vil ég muna hana, glæsi- lega heimskonu. Sonum hennar, tengdadætram, barnabörnum og bróður sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Far þú í friði og hafðu þökk fyrir allt. Þín bróðurdóttir, Sigrún Jónsdóttir. SIGÞRÚÐUR SIG URÐARDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.