Morgunblaðið - 28.11.1999, Page 38

Morgunblaðið - 28.11.1999, Page 38
-'38 SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA HJÁLMTÝSDÓTTIR, Hæðargarði 20, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti, fimmtudaginn 25. nóvember. Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju mánu- daginn 6. desember kl. 13.30. Sigurður Guðmundsson, Hjálmtýr Axel Guðmundsson, Guðrún B. Tómasdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Ásta Hjálmtýsdóttir, Jóhann T. Axelsson, Harpa Björg Hjálmtýsdóttir, Hanna María Hjálmtýsdóttir, Guðrún Ása Hjálmtýsdóttir og langömmubörnin. Sigurður Sigurðsson, Lilja M. Óladóttir, Einar B. Hróbjartsson, Sigurþór Y. Ómarsson, Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJÖRG HAUKSDÓTTIR, Dísarborgum 9, Reykjavík, lést fimmtudaginn 25. nóvember á líknardeild Landspítalans. Jarðarförin auglýst síðar. Kristján Andri Guðjónsson, Kristín Berglind Oddsdóttir, Kolbeinn Már Guðjónsson, Ingunn Mjöll Birgisdóttir, Arnar Bergur Guðjónsson, Ingunn Rós Kristjánsdóttir, Björg Sóley Kolbeinsdóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR H. JÓNSSON fyrrverandi forstjóri BYKO, Efstaleiti 10, Reykjavík, lést á Landakotsspítala að morgni mánu- dagsins 22. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 29. nóvember kl. 15.00. Peim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Heimahlynningu Krabba- meinsfélags íslands. Helga Henrýsdóttir, Jón H. Guðmundsson, Berta Bragadóttir, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir, Sigfinnur Þorleifsson, Þórunn Guðmundsdóttir, Björk Guðmundsdóttir, Sjöfn Guðmundsdóttir, Ellen Ingibjörg Árnadóttir, Anna Árnadóttir, Guðrún Árnadóttir, Helga Dagný Árnadóttir, Árni Þór Árnason, Ingvar A. Guðnason, Jón Sigurmundsson, Nielsen Kai Nielsen, Sigurður Marteinsson, Orri Hlöðversson, Guðný Egilsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. + Maðurinn minn, faðir, fósturfaðir og bróðir, HJÖRTUR M. SVAVARSSON, Langholtsvegi 11, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 30. nóvember kl. 15.00. Sólrún Sigurðardóttir, Davíð Örn Hjartarson, Ingvi Arnar Halldórsson, Gísli Guðmundsson, Kristín Svavarsdóttir, Sveinn Svavarsson, Árni G. Svavarsson, Hulda Jónsdóttir og fjölskyldur. Lokað Frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Vegna útfarar INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR verður skólinn lokaður frá hádegi mánudaginn 29. nóvember. Skólameistari. JAKOB H. RICHTER + Jakob H. Richter fæddist á ísafirði 17. september 1906. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 21. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Stefán J. Richt- er, f. 27.9. 1879, d. 15.7. 1963, og Ingi- björg Magnúsdóttir, f. 3.11. 1884, d. 25.7. 1975. Systkini hans eru: Magnúsína I. Richter, f. 9.12. 1907, d. 26.3. 1909; Gunnar Stefán Richter, f. 9.12. 1908, d. 13.5. 1971; Magnúsma I. Olsen, f. 28.5. 1911; Aðalsteinn M. Richter, f. 31.10. 1912; Kristján Richter, f. 15.4. 1915, d. 5.11. 1936; Óskírð Richter, f. 2.11. 1916, d. 28.3. 1917; Guðfinna Richter, f. 8.11. 1918, d. 30.3. 1920; Finnur Richter, f. 29.2. 1920, d. 2.12. 1989; og Guðrún A Richter, f. 21.5. 1921, d. 8.12.1981. Jakob kvæntist Gytliu Richter 2.5. 1931. Hún lést 30.11. 1989. Börn: Stefán Richter, f. 27.9. 1931; Sigrún Richter, f. 14.5. 1933, d. 25.2. 1937; Krisljana Richter, f. 6.5. 1936; Guð- mundur Richter, f. 1.12. 1941; og Sigrún Richter, f. 29.6.1948. títför Jakobs fer fram frá Frfkir- kjunni í Reykjavík á morgun, mánudaginn 29. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 10.30. Hvernig skyldi Jakobi Helga Richter hafa verið innanbrjósts þegar hann sigldi með strandílutn- ingaskipinu inn á Reykjavíkurhöfn áríð 1925? Hann var átján ára gam- all. Að baki lágu æsku- og uppeldis- árin heima á Isafirði en framundan voru kynni við ókunnugt fólk, erfitt nám og starf í skipasmíði og fram- andi umhverfi höfuðstaðarins. Sennilega hefur söknuðurinn eftir heimahögum horfið, að minnsta kosti í bili, fyrir eftirvæntingu ungl- ingsins sem gekk léttum skrefum upp bi-yggjuna til móts við nýtt líf. Eitt er víst. Jakob hefur ekki grun- að að kynslóð_ hans ætti eftir að færa þjóðlíf íslending til mestu framfara, hagsældar og fjölbreytni frá upphafi vega. Þessi kynslóð þurfti að laga sig að gerbreyttum viðhorfum á öllum sviðum og nýrrí heimsmynd sem tók breytingum á hverjum áratug tuttgustu aldarinn- ar að ekki sé minnst á byltingar- kennda stökkbreytingu sem seinni stríðsárin fluttu með sér. Þetta krafðist ekki aðeins að kynslóðin gæti tileinkað sér breytt viðhorf og nýja verkþekkingu heldur einnig að hún varðveitti menningararf og dýrmætustu lífsgildi þjóðarinnar og flytti þau til okkar og síðari af- komenda. Jakob var merkur full- trúi þessarar kynslóðar og stóðst þær erfiðu kröfur sem gerðar voru til hans. Hann var einn þeirra sem fleygði verktækni fram og lagði sinn drjúga skerf til þeirra atvinnu- hátta sem við njótum nú. Gæfa hans var sú að fá í fararnesti marga af þeim mannkostum sem eru sí- gildir á hvaða öld sem lifað er og hann varðveitti og nýtti þá kosti á lífsgöngunni. Reyndar var uppeldisstaður Jak- obs, Isafjörður, enginn kotungsbær heldur einn af uppgangsstöðum landsins þar sem verslun, útgerð, fiskvinnsla og sterk menning var í hvað mestum blóma, stjómmálin voru í ólgandi gerjun og jafnvel er- lendir straumar í mannlífi og at- vinnuháttum þóttu sjálfsagðir. Þetta hafði sín áhrif á Jakob eins og aðra jafnaldra hans á Isafirði. En þrátt fyrir uppganginn voru fæstir sterkefnaðir og þurftu flestir að sýna mikinn dugnað og aðhaldsemi til þess að sjá fjölskyldum sínum farborða. Vinnudagurinn var lang- ur og strangur og launin ekki há þegar metta þurfti marga munna. Síðan komu tímabil þegar skortur var á ýmsum vörum svo sem í heimsstyrjöldinni fyrri. Það þótti sjálfsagður hlutur að allir sem vettlingi gátu valdið, ungir sem gamlir, hefðu einhvern starfa og léttu þannig undir í framfærslu heimilisins og þeir þurftu ekki að vera býsna margra ára til þess að geta talist valda vettlingi. Börn unnu með foreldrum sínum svo fljótt sem þau þóttu valda verki. Sum heimili reyndu að drýgja bú- skapinn með því að hafa eina kú í fjósi eða áttu öruggan fisk úr báti Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110 Netfang: augl@mbl.is þegar róið var. Það var því aldrei skortur en vel þurfti að fara með. Þetta var sá heimur sem Jakob ólst upp við í Tangagötu 6 ásamt systkinum sínum. Móðir hans, Ingi- björg, var heima og sá um börnin og heimilið en faðir hans, Stefán, vann við smíðar bæði í bátum og á verkstæði í landi. Æskuleikir Jak- obs voru við höfnina og náðu skip og smíðar snemma áhuga hans enda vann hann með föður sínum og kom fljótt í ljós að Jakob var lag- hentur og útsjónarsamur verkmað- ur. Miklir kærleikar voru með Jak- obi og foreldrum hans en þeirra minntist hann þó oftast með nokk- uð ólíkum hætti. Móðir hans var honum mild og hlý en faðir hans hefur sennilega veitt honum nokk- uð harðan aga og fannst mér það hafa mótað nokkuð viðmót Jakobs á fullorðinsárum. Uppvaxtarárin, bæði leikir, starf og fólk á ísafirði voru Jakobi hugstæð og sagði hann okkur margt þar frá. Hann færði okkur lifandi myndir af horfinni veröld um leið og við kynntumst honum sjálfum betur. Þannig rifj- aði hann upp þá löngu mánuði sem hann var í sveit eins og nú er kallað, fjarri heimili sínu inni í Djúpi og á Snæfjallaströnd, og án þess ástrík- is sem böm þurfa. Þar sat hann barnungur yfir fé og gekk til erf- iðra verka en svengdin var stund- um svo mikil að hann laumaðist í fiskhhjallinn til þess að seðja sár- asta hungrið. Hann sagði okkur frá kolaskortinum á fyrri stríðsárunum pg mótekjunni inn á dal innan við Isafjörð þar sem tekin var mógröf að sumri en mórinn fluttur á sleða heim í Tangagötu um veturinn. Með lifandi hætti brá, hann upp mynd af lífi barnanna á Isafirði sem þyrptust um fyrstu gosdrykkja- flöskuna, ropvatn eins og þau köll- uðu það, og skiptu henni milli sín með teskeiðum og einni lítilli sögu af erfiðri sendiferð sem hann var sendur í að heiman með nesti handa Gunnu frænku sem unnið hafði við að breiða fisk allan daginn niðri í Neðsta. A miðri leið sat fyrir Jak- obi grimmur hundur og Jakob kom kjökrandi heim. Móðir hans tók ekki af honum nestið og setti aðra til verksins heldur fylgdi honum vel á leið framhjá hundi og öðrum hættum sem gátu beðið lítils drengs. Næmi móðurinnar og lær- dómur drengsins frá þessu litla at- viki var meðal þess sem gerði Jak- ob að farsælum manni. Jakob vann allan sinn starfsaldur frá átján ára aldri og fram yfir átt- rætt á sama stað, í Slippfélaginu í Reykjavík, fyrst við útivinnu en síð- an á trésmíðaverkstæðinu þar sem hann var verkstjóri og loks sá hann um sagir, bitjárn og ýmis sérsmíða- verkefni í fínni trévinnu. Jakob var frábær smiður, óbilandi starfsmað- ur, heiðarlegur og vandvirkur. Kröfuharðastur var hann á eigin verk og vildi leysa vel úr fyrir alla en hann gat hins vegar verið nokk- uð seintekinn, jafnvel ögn þurr á manninn ef honum þótti ástæða til. Hann hafði mikinn áhuga á við- gangi Slippfélagsins og skipasmíða í Reykjavík. Voru honum falin þar vandasöm verkefni m.a. að sigla til Englands á stríðsárunum til þess að ganga frá og læra meðferð margra nýrra trésmíðavéla sem settar voru niður í Slippfélaginu. En vinnan var erfið. Jakob var ár- risull og vinnudagarnir voru mjög langir og víst er um það að oft hefur Jakob komið þreyttur heim að kvöldi þó að hann fengi sér alltaf hvíld með þvi að koma heim til Gythu í hádeginu og leggja sig síð- an stuttlega. Ég kom/yrst á heimili Jakobs og Gythu á Ásvallagötu 39 þegar ég var sextán ára árið 1964 en þá hóf- ust kynni okkar Sigrúnar dóttur þeirra og síðar eiginkonu minnar. Þar var mér strax afar vel tekið og urðu þau hjón og börn þeirra bestu Erfisdrykkjur 6 UriUAgohwM GAPi-míi Dolshraun 13 S.555 4477 ♦ 555 4424

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.