Morgunblaðið - 28.11.1999, Side 40
40 SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, bróður, tengda-
sonar og mágs,
KRISTJÁNS EINARS ÞORVARÐARSONAR
sóknarprests,
Álfhólsvegi 87,
Kópavogi.
Sérstakar þakkirtil starfsfólks 11E og 11G Landspítala.
Guð blessi ykkur.
Guðrún Lára Magnúsdóttir,
Tómas Arnarson,
Þorvarður Kristjánsson,
Kristrún Kristjánsdóttir,
Ástrós Kristjánsdóttir,
systkini og aðrir aðstandendur.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur
hlýhug og vináttu við andlát og útför elsku-
legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
VIBEKE HARRIET WESTERGÁRD,
Hlaðbæ 4,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild B7 á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Ann Andreasen, Þórarinn Ólafsson,
Vibeke Þorbjörnsdóttir, Kristinn Bjarnason,
Garðar Þorbjörnsson, Ásdís Tómasdóttir,
Elna Þorbjörnsdóttir, Gunnar Jóhann Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýju í okkar
garð vegna fráfalls móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
JÓHÖNNU B. ÞÓRARINSDÓTTUR.
Þuríður G. Ingimundardóttir,
Sigþrúður Ingimundardóttir,
Hallfríður Ingimundardóttir,
Björg R. Ingimundardóttir,
Þóra Sigurgeirsdóttir
og fjölskyldur.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
eiginmanns míns og föður okkar,
JÚLÍUSAR SIGURÐSSONAR,
Hvassabergi 14,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Landsþítalans
og heimahjúkrunar Sólvangs, Hafnarfirði.
Lilja Jónsdóttir,
Elísabet Guðbjörnsdóttir,
Ingi Rafnar Júlíusson,
Jón Páll Júlíusson.
+
Þökkum af alhug þeim er sýndu okkur samúð
og hlýju við andlát og bálför systur okkar og
mágkonu,
, RAGNHEIÐAR ÁRNADÓTTUR ROGICH,
Las Vegas,
Nevada, USA.
Elín Árnadóttir, Gunnar Stefánsson,
Elísabet Árnadóttir Möller, Jóhann Möller,
Guðbjörg Pálsdóttir
og fjölskyldur.
INGIBJÖRG JÓNA
JÓNSDÓTTIR
tlngibjörg Jóns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 5. desem-
ber 1927. Hún lést á
heinúli sínu í
Reykjavík 20. nóv-
ember siðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Helga Jóns-
dóttir, f. 2. ágúst
1886, d. 2. septem-
ber 1961, og Jón Frí-
mann Friðriksson, f.
3. desember 1866, d.
6. desember 1930.
Ingibjörg var yngst
níu systkina en þau
eru nú öll Iátin nema tvær systur,
þær Sigurlaug og Jórunn.
Ingibjörjg giftist 26. mars 1949
Hilmari Agústssyni, verslunar-
manni í Hafnarfírði, f. 16. mars
1928, d. 3. apríl 1970. Foreldrar
hans voru Lilja Kristjánsdóttir
og Agúst Jóhannesson. Hilmar
og Ingibjörg eignuðust þtjár
dætur: A) Hildur, sjúkraliði, f.
22. ágúst 1947. Hún er gift Vikt-
ori Aðalsteinssyni, fyrrv. flug-
sljóra. Hún á þrjú börn: Bryn-
hildi, gifta Ralph Porter og eiga
þau tvær dætur, Stephanie Ingu,
og Isabellu Aldísi; Hilmar, f. 15.
maí 1971, og Jón Gunnar, f. 25.
mars 1975. Hann á einn son, Arn-
ór Daða. B) Lilja,
kennari og farar-
stjóri, f. 27. apríl
1952. Hún og Þórð-
ur H. Olafsson,
skrifstofustjóri í
umhverfísráðuneyt-
inu, eiga tvær dæt-
ur: Ingibjörgu, f. 5.
desember 1972, og
Ragnhildi, f. 1.
október 1979. C)
Helga, kaupmaður,
gift Jóni Ólafssyni,
stjórnarformanni.
Þau eiga þrjú börn:
Kristján, f. 6. apríl
1977; Friðrik, f. 25. desember
1984, og Katrínu, f. 8. september
1989.
Seinni maður Ingibjargar er
Hafsteinn Guðjónsson, fram-
kvætndasljóri hjá Vélsmiðju
Jens Arnasonar. Foreldrar hans
voru Guðjón Guðmundsson og
Sigríður Bjarnadóttir.
Ingibjörg vann lengst af við
verslunarstörf og síðustu 13 árin
rak hún skólaverslun nemenda í
Fjölbrautaskólanum í Ármúla.
Utför Ingibjargar fer fram frá
Hallgrímskirkju á morgun,
mánudaginn 29. nóvember, og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Elsku hjartans mamma.
Því hvað er ástar og hróðrar dís,
og hvað er engill úr paradís
hjá góðri og göfugri móður?
(M. Joch.)
Þú varst engum lík. Ekki bara
móðir heldur besta vinkona okkar,
sálusorgari og félagi í dagsins önn
og amstri. Viska þín, þekking og
einstakt umburðarlyndi var þeirrar
gerðar að við bárum ótakmarkað
traust til þín og ræddum við þig um
allt, sem á dagana dreif. Léttleiki
þinn, frábær kímnigáfa og frásagn-
arlist gerðu allar samverustundir
að gleðistundum, sem gerðu tilver-
una bjartari.
Þú varst sérlega ráðagóð og um-
hyggju þinni og hjálpsemi voru
engin takmörk sett. Þú komst alltaf
færandi hendi, varst boðin og búin
að rétta hjálparhönd og leggja þitt
lóð á vogarskálamar, allt frá hinu
smæsta til hins stærsta, þú færðir
alla hluti til betri vegar, varst frið-
söm og fljót að koma auga á já-
kvæða þætti lífsins.
Eftir að við misstum föður okkar
varst þú kjölfestan í lífi okkar, okk-
ar skjól og hlíf í stormum og stríð.
Andlát þitt, óvænt og fullkomlega
ótímabært, gerir kveðjustundina
helsára. En það ræður enginn sín-
um næturstað og því verðum við að
hlíta, hversu sárt sem það nú er. Nú
er það okkar að standa vörð um þau
gildi, sem þér voru helgust, og hafa
að leiðarljósi allt það sem þú
kenndir okkur og miðlaðir af ást
þinni til okkar dætra þinna. Við
elskuðum þig af öllu hjarta og
minningin um elsku bestu mömmu í
heimi verður okkur huggun í djúp-
um söknuði og harmi.
En bæri ég heim mín brot og minn harm,
þú brostir af djúpum sefa. -
Þú vógst upp björg á þinn veika arm;
þú vissir ei hik eða efa.
I alheim ég þekkti einn einasta barm,
sem allt kunni að fyrirgefa.
(E. Ben.)
Hildur, Lilja, Helga.
Elsku hjai'tans Ingibjörg mín,
ekki grunaði mig þegar við kvödd-
umst síðast fyrir nokkrum vikum
að okkur væri ekki ætlað að hittast
aftur. Og þó. Ég hafði óræða til-
finningu fyrir því að þessi kveðju-
stund væri með einhverjum hætti
öðruvísi en hinar fyrri og mér
fannst ég þurfa að gefa þér eitt-
hvað. Það reyndist vera skilnaðar-
gjöfin. Ég hefði kannski líka átt að
skilja að eitthvað bjó undir þegar
þú sagðh’, án þess að útskýra það
nánar, að þú værir ekki viss um
hvort þú yrðir með okkur að fagna
aldamótum á gamlárskvöld. En
mér er nokkur vorkunn að skiln-
ingsleysinu. Þú varst full af lífsfjöri
og þrótti'eins og venjulega og hafð-
ir meira að segja ákveðið að fara í
skemmtiferð til útlanda nokkrum
dögum síðar. Og í þeirri ferð hef-
urðu örugglega verið hvers manns
hugljúfi og hrókur alls fagnaðar
eins og alltaf og alls staðar.
Það var eins og ákveðinni kjöl-
festu hefði verið kippt úr lífi fjöl-
skyldunnai’ allrar þegar okkur
barst sú harmafregn símleiðis til
London, snemma á laugardags-
morgni fyrir rúmri viku, að tengda-
móðir mín hefði látist skyndilega
þá um nóttina. Öllum öðrum frem-
ur hafði hún haldið þessari fjöl-
skyldu saman og haft alla hennar
þræði í hendi sér. Og mér sjálfum
var hún miklu meira en tengdamóð-
ir. Hún var mér líka vinur, velunn-
ari og stuðningsmaður á hverju
sem gekk í lífsins ólgusjó. Hún var
mér líka sem raunveruleg móðir og
að vissu leyti uppalandi. Þegar ég
var að gera hosur mínai’ grænar
fyrir Helgu fyrir nærri aldarfjórð-
ungi kom ég inn á heimili Ingi-
bjargar sem renglulegur og fremur
óásjálegur hortittur. Hún hafði
strax áhyggjur af holdafari mínu, -
bar í mig mat og, ef ekki vildi betur,
færði hún sjálf kræsingarnar af
diski í munn. Og þótt ég hafi ekki
beinlínis vaxið undir hennar vernd-
arvæng þá dafnaði ég þar svo sann-
arlega.
Þegar við Helga hófumst handa
við að byggja upp fyrirtæki okkar
var vinnudagurinn langur og frí-
stundirnar fáar. Aldrei þurftum við
þó að hafa áhyggjur af börnunum, -
amman var alltaf til staðar og hljóp
ævinlega undir bagga með ráðum
og dáð. Helga sagði stundum að
tengdamamma væri ljósmóðir Skíf-
unnar. Hún var raunverulega
miklu meira en það. Hún hafði líka
til að bera ótrúlega hæfileika til að
telja í okkur kjarkinn þegar á móti
blés og síðan að samgleðjast okkur
í velgengni þegar það átti við. Hún
gat alltaf séð jákvæða þætti í öllum
hlutum, - líka þeim sem við fyrstu
sýn virtust neikvæðir. Henni var
eðlislægt að hugsa alltaf fyrst um
aðra áður en kom að henni sjálfri.
Og það voru ekki bara við í fjöl-
skyldunni sem nutum þessara eðl-
iskosta heldur allir í kringum hana,
- ekki síst börn og unglingar. Hún
annaðist um árabil skólaverslun í
Fjölbrautaskólanum í Armúla og
þar, eins og annars staðar, hændist
unga fólkið að henni í stórum stíl.
Hún var fljót að finna hver þeirra
áttu undir högg að sækja og tók
þau undir sinn verndarvæng. Þeim
sem ekki gátu borgað íyrir bitann
sinn gaf hún að borða fyrir eigin
reikning. Og þegar nemendurnir í
Armúlaskóla fréttu af andláti henn-
ar um daginn var litlu búðinni lokað
og logandi kertum raðað í kringum
hana. Þannig tjáðu þau hug sinn til
þessarar einstöku konu.
Ingibjörg var víðlesin og marg-
fróð heimskona, þar var hvergi
komið að tómum kofunum. Hún
ferðaðist mikið og drakk í sig
menningu og siði annari’a þjóða.
Einkum og sér í lagi áttu þó íslensk
ljóð hug hennar og hjarta. Hún
kunni ógrynni af ljóðum og gat far-
ið með heilu bálkana á góðum
stundum ef svo bar undir.
Eftir að hafa misst fyrri eigin-
mann sinn fyrir nærri þrjátíu árum
varð það tengdamóður minni mikið
lífslán að kynnast fáeinum árum
síðar Hafsteini Guðjónssyni, sem
hefur verið lífsförunautur hennar
æ síðan. Hann gekk dætrunum í
föðurstað og barnabörnunum í af-
astað. Hann er steyptur í sama
manngæskumótið og Ingibjörg og
hefur ávallt verið mér stoð _og
stytta og ástríkur tengdafaðir. Ófá
voru hjálparhandtökin hans við
húsbyggingu okkar og fleira og
betri, blíðari og þolinmóðari afa
gátu börnin ekki fengið.
Elsku Ingibjörg, það er komið að
þungbærri kveðjustund. Ég vil af
öllu hjarta þakka þér fyrir alla hlýj-
una, góðvildina og stuðninginn sem
þú veittir mér persónulega, Helgu
og börnunum. Ég mun aldrei
gleyma fallega brosinu þínu þegar
við kvöddumst síðast, - það er sú
mynd af þér sem ég mun varðveita
meðan ég lifi. Við skulum kveðjast
með ljóðinu sem okkur báðum þótti
svo vænt um:
Þig sem í ijarlægð fjöllin bakvið dvelur
og fagrar vonir tengdir lif mitt við,
minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar
er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá.
Heyrirðu ei, hvem hjartað kallar á?
Heyrirðu storminn, kveðju mína ber?
Þú fagra minning eftir skildir eina,
sem aldrei gleymi, meðan lífs ég er.
(Cæsar)
Hugur okkar allra verður hjá þér
í fjölskylduboðinu um aldamótin, -
boðinu sem þú sagðir mér að þú
kæmist ekki í.
Jón Ólafsson.
Elsku amma. Á stundu sem þess-
ari er erfitt að finna réttu orðin.
Margar minningar koma upp í hug-
ann. Minningar úr barnæsku frá
þeim tíma sem við áttum saman.
Ég í fanginu á þér og þú syngjandi
iyrir mig og segjandi sögur. Þú
hafðir svo mikið yndi af því að
syngja. Þakka þér fyrir að trúa á
okkur Bud, þegar flestir efuðust,
honum þykir svo vænt um þig líka.
Það er mér svo mikils virði hversu
stolt þú varst af okkur og öll skipt-
in, sem þú lagðir á þig langt ferða-
lag til Bandaríkjanna til að vera
með okkur. Þú varst svo ánægð
með litlu nöfnu þína, Stephanie
Ingu, og ekki varstu minna hrifin af
Isabellu litlu þegar þú hittir hana í
sumar. Við þökkum Guði fyrir þann
tíma með þér. Þú kallaðir okkur
alltaf „elsku litlu stúlkumar þínar í
Ameríku".
Amma, ég mun alla tíð muna þig:
fallega, stolta, sterka, syngjandi og
gefandi; sérstaklega þeim sem
minna máttu sín. Ég sakna þín.
Hvíldu í Guðs friði.
Þín
Brynhildur.
Elsku amma. Hvað gerðist eigin-
lega? Það er svo erfitt fyrir okkur
að skilja af hverju þú ert ekki leng-
ur hjá okkur. Það var algjörlega
óhugsandi að þú yrðir ekki alltaf
hér til þess að segja okkur hvernig
hlutirnir eiga að vera. Það var svo
margt sem þú áttir eftir að útskýra
fyrir okkur en það sem þú hefur
þegar kennt okkur verður ómetan-
legt veganesti fyrir okkur á lífsleið-
inni.
Það er svo margt sem kemur í
hugann þegar við lítum til baka. Þú