Morgunblaðið - 28.11.1999, Side 50

Morgunblaðið - 28.11.1999, Side 50
* ;i) SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA í DAG Einn fóstu- dagur í viku Jólafasta og langafasta eru hluti af s _ Islands sögu. Stefán Friðbjarnarson staldrar við föstuhald, saltfísk, hagsæld og hungur. í DAG, 28. nóvember, hefst aðventan eða jólafastan. Hún spannar fjórar síðustu vikurnar fyrir jól, fæðingarhátíð Krists. Óg skrifandi um föstuhald verð- ur að staldra við lönguföstu, föstutímann milli öskudags og pálmasunnudags. Loks ber að nefna okkar vikulega föstu- dag, sem er „leif af eld- fomri, viku- legri hollustu- föstu“, segir í bók Árna Björnssonar, Hræranlegar hátíðir. Elzta föstu- hald er rakið til hollustu- hátta. Það þótti hyggilegt af heilsufarsá- stæðum að setja sér regl- ur um matar- æði, eins og fólk gerir raunar enn í dag, hver með sínum hætti. Hagræn sjónarmið landsfeðra réðu og stundum ferð. Gæta þurfti þess að vissar matarteg- undir gengju ekki of skjótt til þurrðar. Fleira kom til. Hebrear bönnuðu allt kjötát í 40 daga fyrir páska, síðustu vikurnar fyrir sauðburð, en í fyrndinni vóm páskar uppskeruhátíð hirð- ingja. Þeir urðu síðar minning- arhátíð Gyðinga um flóttann frá Egyptalandi. Með kristnum þjóðum era þeir höfuðhátíð til minningar um upprisu Jesú Krists. Föstur vóm og viðhafðar í kristnum sið. Páskafasta krist- inna manna, þ.e. 40 daga fasta, var komin í fastar skorður á 3. eða 4. öld e.kr. Hún sótti fyrir- mynd til frásagna um 40 daga föstu Jesú í eyðimörkinni og jafnlangrar föstu Móses enn lengra aftur í tíma á Sínaifjalli. Fastan var misströng eftir þjóð- um og tímaskeiðum. Föstubann- ið náði þó alltaf til kjöts. Helztu ákvæði um langaföstu og föstu- hald almennt hér á landi er að fínna í Kristinna laga þætti, sem lögtekinn var 1120 til 1130 og síðar Kristnirétti Áma biskups Þorlákssonar frá 1275, sem gilti um land allt fram yfir miðja 14. öld. „Hefðbundið bann við neyzlu kjötmetis á langaföstu virðist hafa verið í gildi sem óskráð lög lengi eftir siðbreyt- ingu,“ segir í bókinni Hræran- legum hátíðum Meginþorri íslendinga hefur löngu lagt af föstuhald. Það kemur þó mjög við sögu okkar, afkomu og efnahag, fyrr á tíð - og um okkar daga. Föstuhald rómversk-kaþólskra þjóða, eink- um við Miðjarðarhafið, hefur Barn í hörðum heimi. „markaðssett" íslenzkan saltfisk með miklum ágætum, ef svo má orðum haga. Saltfiskur (bacalao) héðan þykir bera af annarri sambærilegri vöru þar um slóð- ir. Það heyrir og til sögu okkar að snemma á þriðja áratug ald- arinnar neituðu Spánverjar, langstærstu saltfiskkaup- endur okkar, að endurnýja viðskipta- samning við okkur, nema leyfður yrði innflutningur á borðvínum hingað. Flestra mat er að sá gjörn- ingur hafi öðr- um fremur brotið á bak aftur áfengis- bann, sem hér ríkti á árunum 1915 til 1935. Föstuhald, hvort heldar af hagrænum, heilsufarsleg- um eða trúar- legum ástæðum, er verðugt íhugunarefni. Það kallaði á stað- festu og ögun, bæði þjóða og einstaklinga, sem meira mætti vera af í dag en raun ber vitni um. Föstuhald getur að vísu far- ið út í öfgar, eins og svo margt annað, en það þjónar áreiðan- lega jákvæðum tilgangi þegar hagsýni og hyggindi ráða ferð. Ofát og offita er stórt heilsu- farslegt vandamál hjá flestum velmegunarþjóðum um okkar daga. Lyf og leiðir til megrunar virðast vera góð söluvara og gróðavegur í velferðarríkjum, ekkert síður en „bacalao" á Pýreníuskaga. Það er sjálfsagt ekki við hæfi að flokka megran- armeðferðir undir nútíma föstu- hald, þótt heilsufarslegt mark- mið sé af sama toga. En utan hagsældarlandamæra betur settra þjóða býr „hungraður heimur". Þar deyr fólk unnvörp- um úr næringarskorti á öld menntunar, fjölmiðlunar og tækni. Það er raunar ekki ýkja langur tími síðan að hungUr- veruleikinn var og íslenzkur veruleiki. Af þessum sökum er ekki úr vegi að hagsældarfólk fasti hálf- an föstudag - jafnvel heilan - fjórar Jólaföstuvikur - og láti andvirði einnar máltíðar - jafn- vel tveggja - ganga til „hins hungraða heims“ fyrir milli- göngu Hjálparstofnunar kirkj- unnar. Það væri í anda hans sem aðventan og jólin eru helguð; hans, sem sagði, að hver greiði þeim gerður sem hjálpar þarfnast - væri sér gerður. Einn föstudagur í hverri jóla- föstuviku. Það væri hóflegur en góður ásetningur. VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakkir til Morgunblaðsins og Flugleiða DAGANA 17.-21. nóvem- ber stóð Morgunblaðið, í samstarfi við Flugleiðir, fyrir fjórðu áskrifenda- ferðinni til útlanda; að þessu sinni til Washington DC. Undirritaðan, sem ásamt konu sinni var þátt- takandi, langar að bera fram bestu þakkir til þeirra sem að þessari fróð- legu og skemmtilegu ferð stóðu og tala þá vonandi fyrir hönd annarra ferða- félaga. Allt lagðist á eitt til að gera þessa ferð ánægju- lega; þægilegt flug með ágætri umönnun áhafnar; sól og blíðviðri alla dagana; elskuleg fararstjórn Karls Blöndals, blaðamanns Morgunblaðsins, auk ann- arra aðstoðarfararstjóra, sem gerðu sér far um að koma til móts við margvís- legar óskir og þarfir ferða- hópsins. Séð eftir á má með sanni segja að dagskrá ferðar- innar hafi fullkomlega staðist og held ég að al- menn ánægja hafi ríkt meðal þátttakenda. M.a. var farið í skoðunarferð um borgina, Hvíta húsið, Capitol og söfn heimsótt, leikhúsferð, körfuknatt- leikur, farið í Arlington- kirkjugarðinn, veitinga- staðir sóttir og farið í verslanir. Ekki má gleyma frá- bærri móttöku sendiherr- ans okkar, Jóns Baldvins, og starfsfólks hans. Þáði hópurinn þar ágætar veit- ingar í hinum nýju húsa- kynnum sendiráðsins og hlustaði á fróðlegt erindi um tilurð og sögu Was- hingtonborgar, sem sendi- herrann hélt. Síðasta daginn, til kl. 5, höfðu menn frjálsan tíma. Við hjónin, ásamt nokkr- um úr hópnum, ákváðum að sækja messu í elstu blökkumannakirkju Wash- ington, St. Augustine, sem auk þess telst vera móður- kirkja svartra kaþólikka í Bandaríkjunum. Kirkja þessi er þó líka sótt af hvítu fólki vegna gospel- söngs á sunnudögum. Þetta er heillandi og áhrifamikið sambland af kaþólskri litúrgíu og svartri hefð. Athöfnin var hrífandi með skírn, ein- söng, ræðu og kórsöng, sem náði hámarki í lok messunnar, er kórinn söng faðirvorið af miklum innileik. Enginn okkar held ég að hafi farið ósnortinn út úr þessu fal- lega guðshúsi. Þarna fannst mér trúin verða að félagslegri upplifun á áhrifaríkan hátt. Þökk sé Morgunblaðinu og Flugleiðum fyrir ógleymanlega daga! Með kveðju til farar- stjóra og ferðafélaga. Geir R. Tómasson. RÚV - sjónvarp HJÁ þessu merka sam- eignarsetri okkar lands- manna hófst fyrir nokkru sú siðbót að Ieiða aftur til öndvegis orðið góða „þökk“ og hætta notkun hinnar óþörfu slettu „takk“. Nú að liðnum degi Jónasar og ísl. tungu hefur aftur slaknað á í þessu efni. Því er hér farið fram á að heimamenn RUV haldi vöku sinni og siðbót- inni áfram. RUV á að efla ísl. menningu og „menning er að gera hlutina vel“. HVÞ SKAK Umsjiín Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á opnu móti í Bad Wiessee í Þýska- landi í nóvember. Alexand- er Shabalov (2.565), Banda- ríkjunum, var með hvítt, en Rússinn Sergei Smagin (2.580), hafði svart og átti Ieik. 16. - Rxg3! (Nú ætti hvíta staðan að hrynja, því 17. Bxg3 er svarað með 17. - Hxfl+! og síðan fell- ur hvíti riddarinn á d3) 17.Db3 - d5? (Rétt var 17. - Bxd4+! 18. cxd4 - Rxd4 19. Rce5+ - Rxb3 20. Rxg6 - Rxal og svartur vinnur) 18. Bxg3 - Bxd3 19. Rd2 - Bxfl 20. Dxd5+ - Kh8 21. Hxfl - Dd3 22. Hg2 - Hxfl+ 23. Rxfl Þrátt fyrir mistökin í 17. leik stendur svartur ennþá til vinnings, en hann missti hér af rétta leiknum og tapaði skákinni um síðir. A þriðjudaginn sjáum við lok skákarinnar. Með morgunkaffinu Ast er... ...að fylgjast með h vernig gengur. TM Reg U.S. Pat. Off. — all rights reserved (c) 1909 Los Angetes Times Syndcate Mér finnst að maður eigi alltaf að byggja upp svolitla spennu og eftirvæntingu á fyrsta stefnumóti. Yíkverji skrifar... (Laus við 56 Laus við 30 ára húðvandamál - Nýtt Iíf!! -1- D VINKONA Víkverja segist ný- lega hafa verið á ferð um klukkan átta að morgni í nágrenni Laugamesskóla. Þar liggur gang- braut yfir Reykjaveg, milli sund- lauganna og horasins á Kirkjuteig og Reykjavegi. Hún ók til norðurs eftir Reykjaveginum, í myrkri og rigningu. Gatan var kolsvört og það glampaði á hana. Hún tók eftir því að bílamir, sem ekið var til suðurs, höfðu verið stöðvaðir við gangstétt- ina en í fljótu bragði segist hún ekki hafa séð að neinn væri að fara yfir á gangbrautinni. Hún kveðst alltaf dálítið smeyk í umferðinni þegar akstursskilyrði eru eins og þarna var og stöðvaði því bílinn og rýndi út um rúðuna, beint í sterk ljós bíl- anna sem voru á móti. Þá sá hún hreyfingu og af henni mátti ráða að tvö reiðhjól skutust yfir götuna. Og i þann mund sem þau voru að verða komin yfir skaust það þriðja út á götuna. Ekkert bai-nanna hafði end- urskinsmerki hangandi í fötunum sínum, hjólin voru ljóslaus og á þeim voru ekki heldur endurskins- merki. Hún segist ekki geta annað en þakkað Guði fyrir að ekki fór illa í þetta skiptið en hefur af því þung- ar áhyggjur að á þessum stað og öðrum í borg og bæ þar sem börn eiga leið um sé mörg slysagildran. xxx VINUR Víkverja fékk á dögun- um umslag í pósti, þar sem í voru tveir fimm þúsund króna seðl- ar og bréf. í bréfinu sagði meðal annars að það hafi sennilega verið sumarið 1995 eða 1996 að bréfritari bakkaði lítillega á bíl þess sem hann sendi bréfið, en bíllinn stóð þá kyrr- stæður við fjölsótt hús í borginni. „Mig minnir að þú hafir sagt að við- gerðin hafi kostað um 7 þús. kr. Hélt þú myndir senda mér gíróseðil eða reikning, en það er nú engin af- sökun. Hef munað eftir þessu annað slagið, en ekki gert neitt í því. Fjár- hagurinn kannski verið í þrengra lagi lengstan part, lítil vinnan fram- an af og síðan skilnaður. Þetta er heldur engin afsökun. Hvað um það, hér kemur loks greiðslan og biðst ég afsökunar á þessum seinagangi, sem er í rauninni fáránlegur.“ Vinur Víkverja kveðst eiginlega fyrir löngu hafa verið búinn að gleyma atvikinu, en sendingin hafi komið sér skemmtilega á óvart. Heiðarleikinn getur tekið á sig ýms- ar myndir. ARNI Finnsson sendi Víkverja bréf vegna pistilsins fyrir viku, þar sem furðu var lýst á því hvernig 14 framkvæmdastjórar náttúru- verndarsamtakanna WWF, staddir á fundi hinum megin á hnettinum, gætu haft skoðun á skýrslu Lands- virkjunar, vegna Fljótsdalsvirkjun- ar, fáeinum dögum eftir að hún kom út á íslensku. Víkverji fullyrti meðal annars að skýrslan væri nokkur þúsund blaðsíður, en það er rangt. „Skýrslan sjálf er 143 blaðsíður að lengd, auk fylgigagna, sem eru u.þ.b. 180 blaðsíður í allt,“ segir Árni. Síðan segir hann m.a.: „Hér fellur Víkverji í sömu gryfju og hann álítur framkvæmdastjóra WWF hafa fallið í. Nefnilega, hann hefur ekki lesið bréf það sem sent var forsætisráðherrum íslands og Noregs, auk umhverfisráðherrum beggja landa, iðnaðarráðherra Nor- egs, utanríkisráðherra Islands og Norsk Hydro.“ Rétt er að Víkverji hafði ekki les- ið bréfið en treysti heimildamanni sínum, sem hann hefði betur ekki gert. Eftir að hafa lesið hluta bréfs framkvæmdastjóranna á ensku er ljóst að Ámi hefur rétt fyrir sér. Fjórtánmenningarnir taka skýrt fram að þeir geti ekki myndað sér skoðun á innihaldi skýrslunnar, en telji hins vegar vitaskuld að ekki verði hægt að líta á hana sem óhlut- drægt mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar. FULL ástæða er til þess að vekja athygli á því að í dag kl. 10 hefst kantötuþáttaröð Halldórs Hauks- sonar á útvarpsstöðinni Klassík FM 100,7. Þetta mun vera fjórða árið í röð sem Halldór býður upp á slíka þætti á aðventunni. I þáttunum kynnir hann hinar yndislegu kan- tötur snillingsins Johanns Sebasti- ans Bachs, þættir síðustu ári voru fyrsta flokks og engin ástæða til að efast um að svo verði einnig nú. Þættirnir verða alltaf endurfluttir sama dag kl. 22.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.