Morgunblaðið - 05.12.1999, Side 8

Morgunblaðið - 05.12.1999, Side 8
8 SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Byggðamálin mmT\ ■GMC7(\JO. Þetta er allt í lagi Palli minn, dundaðu þér bara áfram í listinni, ég lýk við að urða restina. AkranesH<fJ3ofgfÍFðÍnga. Borgamesi. Blómstufvellir. Hellissandi. Guðni HéUlgrímsson, Grundarfirði. Ásubúð. Búðardal. V»«tfirðir KJUL^áiiáilUUiJ Goirseyrarbúöin, Patreksfiröi. Pokahorniö, Tálknafiröi. Straumur, ísafiröi. Rafverk, Bolungarvlk. Norðuiiand: Kf. Steinprlmsfjaröar, Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Sportmyndir, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Elektro co. ebf., Dalvík. Radionaust, Akureyri. Nýja Filmuhúsið, Akureyri. öryggi, Húsavík. Urö, Raufartiöfn. Austurtand: Vopnaflröinga, Vopnafiröi. Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Verslunin Vlk, Neskaupstaö. Kf. Stööfiröinga. Kf. Fáskrúösfiröinga, FáskrúÖsfiröi. KASK Djúpavogi. KASK, Höfn, Suðuríand: Klakkur, Vík. Mosfeil, Hellu. Árvirkinn, SeMossi. Rás, Poriákshöfn. Geisli, Vestmannaeyjum. Foto, Vestmannaeyjum. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósbogii Keflavlk. Rafborg, Grindavlk. Jólapakkaleikur Fyrsta spurning af sex. Nefndu tvö vörumerki sem Bræðurnir Ormsson selja? A. AEG og Nikon. * B. Pioneer og Olympus. C. Sharp og Nintendo. Svörin og svarseðillinn er að finna í Jólablaði heimilisins, útgefið af Bræðrunum Ormsson sem dreift var með Morgunblaðinu síðastiiðinn fimmtudag. Þegar þú hefur svarað öllum spumingunum skaltu klippa svarseðilinn út, fylla hann út og senda hann eða koma með til okkar í Lágmúla P ' 8 eða til umboðsmanna um land alit. Skilafrestur rennur út á hádegi á aðfangadag jóla. Þrjátiu glæsilegir vinningar! ^ 1. Pioneer hl]ómtækjasamstæða NS9 69.900 kr, 2. AEG þvottavél W 1030 59.900 kr. 3. Olympus C-830 stafræn myndavél 49.900 kr. 4. AEG uppþvottavél 6280 59.900 kr. UultllJldU IIGl 5. SHARP heimabíósamstæða 671 39.900 kr. 6. Pioneer DVD-spilari 525 39.900 kr. voPPÓrVal ég 7. Bosch hleösluborvél 14.900 kr.8. Nikon myndavél Zoom 400 18.400 kr. > 9. AEG Vampyrino ryksuga 9.900 kr. 10.-14. Nintendo 64 leikjatölva 8.900 kr. 1 "'XÍV' ~ 5.-19. Game Boy Color leikjatölva 6.900 kr. _ 11 20.-30. Nintendo Mini Classic leikir 990 kr. KM Mt Vertu með í jóiapakkaleiknum, « heildarverðmæti | H |*** vinninga er um | x 4 500.000 kr. v ia300Váfn°ryksu9a 0 \ % /•**/•* Lengjanltyt sogrdr dfe A , .* Fiinmtalt ftltarðkerfl olyMpi Jólatréð á Ingólfstorgi Gjöf frá Ósló Kristín Einarsdóttir dag klukkan 16.00 verður kveikt á jóla- trénu frá Ósló, sem að þessu sinni stendur á Ingólfstorgi en hefur áð- ur ætíð staðið á Austur- velli. Þetta er í fertug- asta og áttunda sinn sem Óslóborg sýnir Reykvík- ingum það vinarbragð að senda þeim jólatré. Borg- arstjóri Reykjavíkur, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, veitir trénu við- töku en það afhendir sendiherra Noregs, Kjeíl Halvorsen. Athöfnin hefst á Ingólfstorgi klukkan 15.30 með leik Lúðrasveitar Reykjavík- ur. Kristín Einarsdóttir er framkvæmdastjóri Miðborgar Reykjavíkur. „Þessi athöfn er árviss viðburður eins og þegar hefur komið fram og ævinlega hefur norskt-íslenskt barn tendrað ljósin og þannig verður það líka nú. Þess má geta að eftir að kveikt hefur verið á trénu syngur Dómkórinn jóla- sálma og jólasveinar koma í heimsókn og skemmta væntan- lega einkum yngri borgurunum undir öruggri stjórn Askasleikis (sem er í nánum tengslum við Ketil Larsen leikara)." - Hvers vegna er jólatréð frá Ósló á Ingólfstorgi núna? „Það er vegna þess að eins og Reykvíkingar og aðrir hafa tek- ið eftir hafa verið miklar fram- kvæmdir á Austurvelli undan- farið ár og þær standa enn. Svo er önnur ástæða að leiksyið" jólasveinanna, þak gamla Isa- foldarhússins, er ekki lengur til staðar, en þaðan hafa jólasvein- arnir skemmt börnunum undan- farin ár. Núna nota þeir leik- sviðið sem er á Ingólfstorgi. Þannig verður þetta í ár, en hvað seinna verður mun koma í ljós á sínum tíma. Ég vil taka það fram að það verður eigi að síður myndarlegt jólatré á Aust- urvelli þótt það verði varla eins glæsilegt og tréð frá Ósló.“ - Hvar er Óslóartréð höggvið? „Tréð er höggvið innan borg- armarka Ólóar í Nordmarka, sem margir íslendingar þekkja sem hafa verið í Ósló. Þar er mjög gott skíðasvæði. Aðrar borgir sem fá jólatré frá Ósló eru Washington, London, Ant- werpen og Rotterdam. Þess má geta að mikið samstarf hefur verið á milli íslands og Noregs í gegnum tíðina í skógræktarmál- um, til dæmis um það er norska húsið (Thorgeirsstaðir) í Heið- mörk sem reist var 1954. Það hús heitir eftir fyrsta sendi- herra Noregs á íslandi, Thor- geir Andersen Rysst, sem var mikill íslandsvinur og áhuga- maður um skógrækt. Jólatréð okkar frá Ósló núna er 13 metr- ar á hæð og hafa jólatrén þaðan verið af svipaðri stærð nokkuð lengi. Þessi hæð er miðuð við að tréð komist í 40 feta gám, sem eru stærstu gám- arnir, en áður en slíkt viðmið kom til hafa trén frá Ósló kannski verið hærri.“ - Hvaðan koma önnur jólatré sem standa hér og þar um borg- ina? „Þau eru nú þrjátíu og eitt talsins víðs vegar um götur og torg. Þau eru keypt af Land- græðslusjóði og eru flest úr Skorradalnum. Þau eru þriggja til níu metra há.“ ► Kristín Einarsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1949. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Laugarvatni 1969 og líf- fræðiprófi frá Háskóla íslands 1975. Cand. real.-prófi í lífeðlis- fræði lauk hún frá Háskólanum í Ósló 1979. Hún starfaði sem kennari og vísindamaður hjá Há- skóla íslands til 1987 þegar hún var kosin á Alþingi fyrir Kvenna- listann í Reykjavík þar sem hún sat tvö kjörtímabil. Eftir það var hún um tíma framkvæmdastjóri Félags háskólakennara og starf- aði einnig hjá Lyfjaþróun. Núna er Kristin framkvæmdastjóri Miðborgar Reykjavíkur. Hún er gift Kristjáni Má Sigurjónssyni verkfræðingi og eiga þau tvo syni og eitt barnabarn. -Hvernig gengur að fá frið með trén ? „Það hefur ekki verið mikið um það að undanförnu sem bet- ur fer að ljósin á trjánum séu eyðilögð. Fólk kann að meta að reynt er að skreyta borgina fyr- ir jólin. Borgararnir eru greini- lega orðnir meðvitaðri um um- hverfi sitt, það endurspeglast líka í að fólk er í æ ríkari mæli farið að skreyta garða sína og hús. Rekstraraðilar í miðborg- inni hafa einnig greinilega tekið höndum saman og lagt sig fram um að prýða miðborgina, mér finnst miðborgin sjaldan hafa verið fagurlegar skreytt en núna. Fólk er kannski að hugsa til árþúsundamótanna og margir eru líka meðvitaðir um að árið 2000 er Reykjavík menningar- borg. Þess má geta að hluta af jólaskreytingunum verður breytt í venjulegar skreytingar og þannig fá ljósin að lifa fram undir vorið.“ - Munu kannski einhver jóla- tré“ standa áfram og verða eins- konar menningartré"? „Ég býst ekki við að greni- trén verði látin standa áfram en ljósin í öðrum trjám verða látin loga og ef til vill verð- ur bætt við ljósum í stærri tré í borginni. Mig dreymir t.d. um að fá ljós í birkitrén á Austurvelli sem minna okkur á menningarhlut- verk borgarinnar og tilvalið væri að tendra þau 29. janúar þegar Reykjavík - menningar- borg 2000 verður formlega sett. Ég vona að aðrir sem eiga falleg tré í görðum sínum fari að þessu fordæmi og leggi þannig áherslu á menningarhlutverk Reykjavíkurborgar árið 2000.“ Sumar skreyt- ingar lifa fram á vorið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.