Morgunblaðið - 05.12.1999, Side 11

Morgunblaðið - 05.12.1999, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999 11 færari við erlenda banka og kleift að veita fólki og fyrirtækjum ódýr- ari þjónustu. „Eg vii engin skilaboð senda um einn sameiningarkost umfram ann- an. Ég vil að þau boð komi frá markaðnum," segir viðskiptaráð- herra. Nánar spurður hvað við er átt segir hann að stjómendur fjár- málafyrirtækja, ekki aðeins bank- anna heldur einnig lífeyrissjóða, verðbréfafyrirtækja og trygginga- félaga, séu betur færir um að meta það en ráðuneytið hvemig best sé að efla fyrirtækin og treysta í sessi. Rétt sé að matið á því hvemig mesta hagræðingin náist fram verði gert í fyrirtækjunum og meðal eig- enda þeirra. Varðandi þátttöku rík- isins sem meirihlutaeigenda tveggja banka segir viðskiptaráðherra að ef menn komi fram með hugmyndir um skynsamlegar aðgerðir sem full- nægi skiiyrðum ríkisins muni hann beita sér fyrir nauðsynlegum heim- iidum svo þær nái fram að ganga. Svör ríkisvaldsins við kröfum um stefnumörkun ríkisins virðast því skýr. Sagt er við stjómendur banka og annarra fjármálafyrirtækja: Við vOjum hagræða. Undirbúið málið og við skulum vinna að framgangi skynsamlegra aðgerða. 60% hlutdeild á bankamarkaði Eignir viðskiptabanka og spari- sjóða vom alls um 446 milljarðar kr. í lok síðasta árs, vaxtatekjur þeirra námu 32,6 milljörðum og starfs- menn vom um 2700. Landsbanki ís- lands er stærsti banki þjóðarinnar, samkvæmt þessum mælikvörðum, með 32-35% hlutdeild. íslandsbanki er annar stærsti bankinn með 24-26% hlutdeild, þá sparisjóðimir með 21-23% samanlagt og að lokum Búnaðarbankinn með 20-21% hlut- deild. Sameiginleg hlutdeild Lands- bankans og Islandsbanka á íslenska bankamarkaðnum er því rétt innan við 60%, eða nærri þrefalt meiri en keppinautanna hvors um sig. Ef tveir stærstu bankamir renna saman verður aðstaða þriðja bank- ans, í þessu tilviki Búnaðarbankans, og sparisjóðanna erfið. Ekki verða sömu möguleikar til hagræðingar hjá þeim og stóri bankinn ætti að verða með yfírburðastöðu í sam- keppninni. „Það sér hver maður í hendi sér, að með því yrði samkeppnismarkað- urinn eyðilagður. Við verðum að gera það upp við okkur hvemig þjóðfélag við viljum skapa. Við höf- um búið við frjálst hagkerfi þar sem semkeppnin hefur ráðið. Því yrði stefnt í voða,“ segir einn af forystu- mönnum sparisjóðanna. Bendir hann á að sameinaður Lands- og Is- landsbanki hefði yfirburðastöðu, nefnir reyndar allt að 65% markaðs- hlutdeiid, og réði yfir 70-80% af gjaldeyrisviðskiptum þjóðarinnar. „Aðrir aðilar á markaðnum myndu ekki geta átt frjáls viðskipti, verð- myndun krónunnar færi fram innan veggja þessa banka. Ég stórefa það að nokkur þjóð sé tilbúin að afhenda einum viðskiptabanka vald til að ráða gengi gjaldmiðilsins." Menn úr Islandsbanka og Lands- banka sem rætt er við telja að það sé of mikil einfóldun að líta á hlutdeild á bankamarkaðnum þegar verið er að athuga stöðu sameinaðs banka og samkeppnisástæður ættu ekki að þurfa að útiloka neinn sameiningar- kost. Vekja þeir athygli á því að greina verði hina ólíku þætti fjár- málamarkaðarins í sundur, þar sem auk banka og sparisjóða starfi tryggingafélög, lífeyrissjóðir, Ibúð- arlánasjóður og fjármögnunarleigur, auk þess sem fyrirtæki eigi kost á að leita eftir viðskiptum við erlendar fjármálastofnanir. Þannig sé aðeins um 25% af spamaði landsmanna ávaxtaðui- í Islands- og Landsbanka. Mikil samkeppni sé í útlánum og hlutur þessara banka ekki stór þeg- ar litið er á markaðinn í heild. Ekki er hægt að deila um það að sameinaður banki hefði yfirburða- stöðu í gjaldeyrisviðskipum og í greiðslumiðlun. Menn úr herbúðum hans neita því þó alfarið að hann myndi ráða gengi íslensku krónunn- ar. Segja að Seðlabankinn sé öflug stofnun, fylgi ákveðnum vinnuregl- um og grípi inn í atburðarásina ef á þurfi að halda. Engin ástæða sé til að efast um að það verði gert áfram. Markaðsvirði* 20,6^3^- ÍgniM9^J0L5i!í- Vaxtatekjuf e,7tggjg; Fjöldi starfsm. 637 LANDSBANKI #. MÁ V X SPARISJÓÐIR (27) n Markaðsvirði* 26,4 ma.kr. Eignir 1998 158ma.kr. Eignir 1998 92ma.kr. Vaxtatekjur 10,5 ma.kr. Vaxtatekjur 7,4 ma.kr. Fjöldi starfsm. 904 Fjöldi starfsm. 584 Sameiginleg hlutdeild Landsbank- ans og íslandsbanka á íslenska bankamarkaðnum er því rétt innan við 60%, eða nærri þrefalt meiri en keppinautanna hvors um sig. Ef tveir stærstu bankarnir renna saman verður aðstaða þriðja bank- ans, í þessu tilviki Búnaðarbank- ans, og sparisjóðanna erfið. Sameinaður banki verður með stór- an hluta greiðslumiðlunar í landinu á sínum vegum og á meirihlutann í greiðslukortafyrirtækjunum. Telja talsmenn hans vel koma til greina að selja hlut í þessum fyrirtækjum og benda jafnframt á að samkeppni sé að aukast með tilkomu nýrra sjálfstæðra kortafyrirtækja. Ágæt tækifæri á markaðnum Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbankans, telur að bankinn gæti starfað áfram, miðað við núverandi forsendur, þótt sameinaður Lands- og Islandsbanki yrði vissulega mjög öflugur á markaðnum. Pálmi Jóns- son, formaður bankaráðs, segir að stjórnendur og bankaráðsmenn Búnaðarbankans hafi viljað halda honum sem sjálfstæðri stofnun. Hins vegar sé ljóst að staða bank- ans yrði erfið ef svo færi að stærstu bankamir sameinuðust. Telur hann koma til greina að gera ýmsar ráð- stafanir til að bankinn haldi viðun- andi samkeppnisstöðu. Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra segir að vissulega eigi að ríkja samkeppni á fjármálamark- aðnum en í því sambandi þurfi að líta vítt yfir sviðið, meðal annars til samkeppni erlendis frá. Hann seg- ist ekki hafa áhyggjur af því þótt til yrði stór eining við sameiningu ís- lenskra banka. Þeir sem þar yrðu utan við myndu leita og finna leiðir til að ná jöfnuði á nýjan leik. Einn af áhugamönnum um sameiningu Landsbanka og Islandsbanka tekur í svipaðan streng: „Það þarf enginn að styrkja Búnaðarbankann. Ef hann telur sér ógnað þá grípur hann til ráðstafna. Það eru ágæt tækifæri á markaðnum til þess.“ Hugmyndir um að jafna stöðuna Komið hefur til tals að jafna að- eins stöðuna á bankamarkaðnum eftir samruna tveggja stærstu bankanna með því að færa eignir frá Landsbankanum til Búnaðar- bankans. Hefur verið nefnt í því sambandi að Búnaðarbankinn fengi að kaupa eignarhlut Landsbankans í tryggingafélögunum VÍS og LÍFÍS, verðbréfafyrirtækið Lands- bréf og ef til vill fleiri eignir. Pálmi Jónsson segir að þessi atriði og fleiri gætu komið til álita en þörfn- uðust meiri umræðu. Landsbankinn á sem kunnugt er 50% í tryggingafélögunum og hefur bankinn haft samvinnu við þau um sölu trygginga.Ymsir af þeim stjórnendum Lands- og íslands- banka sem rætt var við vegna þess- arar greinar telja vel koma til greina að undanskilja eignarhlutinn í VÍS/LÍFÍS í hugsanlegri samein- ingu og á sumum var að heyra að æskilegt væri að losa um tengsl bankans og tryggingafélagsins. Annað gildir um Landsbréf, Landsbankamenn telja af og frá að selja verðbréfafyrirtækið. Bent er á að Landsbréf séu orðin hluti af dag- legum rekstri og stjórnun Lands- bankans og ekki gott fyrir bankann að skijja þar á milli. Hinn sameinaði banki myndi reka tvö öflug verðbréfafyrirtæki, VÍB og Landsbréf. Búnaðarbankinn hef- ur byggt upp eigin verðbréfadeild sem hefur stuðlað mjög að vexti bankans og sparisjóðirnir reka sem kunnugt er Kaupþing. Ljóst er að Búnaðarbankinn myndi styrkja sig verulega með kaupum á Landsbréf- um. VÍS í Búnaðarbankann? Stjómmálin eru ekki langt undan þegar rætt er um endurskipulagn- ingu bankakerfisins, bæði flokksleg og viðskiptaleg. Markaðsvirði Landsbankans á hlutabréfamarkaði er rúmir 26 milljarðar kr. um þess- ar mundir og virði Islandsbanka 20-21 milljarður. Miðað við þennan mælikvarða og aðra myndu núver- andi eigendur Landsbankans eign- ast meirihlutann í fyrirtækinu sem yrði til með sameiningu þeirra tveggja. Að lokinni sölu hlutabréfa í lok ársins mun ríkissjóður eiga eftir 72% í Landsbankanum. Hins vegar myndi ríkið aðeins eiga um 40% í hinum sameinaða banka og núver- andi hluthafar fslandsbanka yrðu með heldur stærri hlut, eða tæp 44% samkvæmt núverandi mark- aðsgengi. Þótt stofn eigenda íslandsbanka sé úr þremur ólíkum áttum, meðal annars úr verkalýðshreyfingunni, tengist hann í hugum margra hægri öflunum í þjóðfélaginu, ekki síst vegna fjárfestinga ýmissa fyrir- tækja í hlutabréfum hans. Þannig eru Sjóvá-Almennar og Eimskip meðal stórra hluthafa. Kannski þess vegna hafa heyrst raddir um að styrkja þurfi ítök fyrirtækja sem tengjast Framsóknarflokknum frá fornu fari annars staðar á banka- markaðnum, ef tií þess kæmi að Landsbankinn sameinaðist íslands- banka. Hugmyndin um sölu Landsbank- ans á eignarhlutnum í VÍS gæti fall- ið að þessu, og þá sérstaklega ef nú- verandi meðeigendur Landsbank- ans að fyrirtækinu keyptu hlut bankans og tryggingafélagið sam- einaðist síðan Búnaðarbankanum. Myndu núverandi helmingseigend- ur VÍS/LÍFÍS ná með því ráðandi hlut í Búnaðarbankanum, ef eignar- aðildin yrði að öðru leyti dreifð. Þess ber að geta að Sjóvá-Almenn- ar eiga töluverðan hlut í íslands- banka og sumir viðmælendur telja að það gæti orðið erfitt fyrir hinn nýja banka að vera í jafn nánu eigna- og viðskiptasambandi við annað tryggingafélag eins og Landsbankinn er nú í við VÍS. Þeir bankamenn sem rætt var við vegna þessarar greinar neituðu því að annarleg pólitísk sjónarmið hefðu áhrif á atburðarásina. Einn sagði að miklar breytingar hefðu orðið á markaðnum á síðustu árum, viðskiptaleg og nútímaleg sjónar- mið réðu ákvörðunum. Yngri menn- irnir hugsuðu ekki eftir pólitískum línum. Fjárfestar litu á eign sína í bönkum sem fjárfestingu sem ætti að skila arði og gerðu fyrst og fremst kröfu um að reksturinn skil- aði hagnaði. Sem dæmi um þetta var nefnt að stjómendur Sjóvá-AJ- mennra trygginga gætu enga úr- slitakosti sett varðandi hugsanlegt samstarf hins sameinaða banka við VIS eða önnur tryggingafélög. „Ég tel að Búnaðarbankinn eigi að vera sjálfstæður gagnvart póli- tískum flokkum og þannig hefur hann starfað um langan tíma. Það yrði mikil afturför og ekki mér að skapi ef á því yrði einhver breyt- ing,“ segir Pálmi Jónsson, banka- ráðsformaður. Telur Pálmi líklegt að ef til þess kæmi að VIS færðist til Búnaðarbankans myndi það ger- ast með kaupum bankans á eignar- hlut Landsbankans í fyrirtækinu. Samstarfið ekki þróast Mörkin milli starfssviða banka og tryggingafélaga eru ekki eins skýr og áður og það hefur leitt til þess að víða erlendis hafa bankar og trygg- ingafélög sameinast. Hér virðast skiptar skoðanir meðal banka- manna um það hvert beri að stefna. Menn sem tengjast samstarfi Landsbankans og VIS telja að sam- vinna þeirra hafi gengið ágætlega, eins langt og hún nær. Það vekur hins vegar athygli að samstarfið hefur ekki þróast út í nána samvinnu eða sameiningu sem myndi auka hagkvæmni í rekstri fyr- irtækjanna þótt hagræðið yrði aldrei neitt í líkingu við þann spamað sem næðist með sameiningu almennra viðskiptabanka. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins hafa meðeig- endur Landsbankans í VIS verið opnir íyrir hugmyndum um að stíga þetta skref og nýta þannig betur þau tækifæri sem felast í samtengingu stærsta banka landsmanna og eins stærsta tryggingafélagsins. Lands- bankinn bindur mikið eigið fé í eign- arhlut sínum í VÍS/LÍFIS sem ekki hefur skilað honum nægum arði. Telja sumir af stjómendum bankans að þessi fjárbinding standi vexti bankans fyrir þrifum. Nú á hvor eignaraðili nákvæm- lega helming í tryggingafélögunum. Vandasamt er að vinna að fram- gangi mála í slíku samstarfi, ef eig- endurnir eru ekki algerlega sam- stiga. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur Landsbankinn lagt til að VIS verði skráð á almennum hlutabréfamarkaði með það í huga að Landsbankinn minnkaði eignar- hlut sinn. Rétt er að rifja upp í þessu sambandi að Helgi S. Guð- mundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, lagði eitt sinn til að Landsbankinn hreinlega seldi eign- arhlut sinn í tryggingafélögunum. Búnaðarbankinn og sparisjóðirnir Aðrir möguleikar til að mynda mótvægi við nýja risabankann virð- ast ekki raunhæfu’, miðað við stöðu mála í dag. Sparisjóðimir 27 gætu gegnt lykilhlutverki í því efni en sameiginleg markaðshlutdeild þeirra og Búnaðarbankans er lið- lega 40%. Rekstrarfyiúrkomulag sparisjóðanna og sú staðreynd að þeir eru margar og ólíkar peninga- stofnanir hefur staðið í vegi þess að þeir gætu orðið þátttakendur í sam- runa banka. Forsvarsmaður spari- sjóðs segir vaxandi skilning á því að sparisjóðunum verði gefinn kostur á því að breyta sér í hlutafélög, líkt og gerst hafi víða á Norðurlöndunum. Vinna við þetta væri því miður mjög skammt á veg komin hér. Sparisjóð- irnir gæti þó og þyrftu að sameinast innbyrðis. Telur hann hugmyndina um sameiningu sparisjóðanna og Búnaðarbankans mjög áhugaverða. Sparisjóðirnir sýndu sem kunn- ugt er áhuga á að eignast FBA að fullu og sameina dótturfélagi sínu, Kaupþingi. Spennufall varð í því máli eftir söluna á FBA og þráður- inn virðist ekki hafa verið tekinn upp eftir þær breytingar sem orðið hafa á eignarhaldi Fjárfestingar- bankans. Sameining íslandsbanka og Bún- aðarbankans hefur oft komið til um- ræðu en sameiginleg markaðshlut- deild þeirra er nálægt 45%. Þess ber að geta að stjómendur og banka- ráðsmenn Búnaðarbankans hafa ekki sýnt mikinn áhuga á samein- ingu við aðra. Þeir hafa haft þá stefnu að reka bankann sem sjálf- stæða stofnun og byggja hann upp innanfrá. Þeir taka íram að umræð- ur um aðild Búnaðarbankans hafi yf- irleitt verið tengd íslandsbanka, annaðhvort um sameiningu bank- anna eða kaup Islandsbanka á Bún- aðarbankanum, en rótgróin andstaða er af einhveijum ástæðum við slíkt innan Búnaðarbankans. í því sam- bandi er nefrit 8 milljarða króna til- boð Islandsbanka í hlutabréf ríkisins í Búnaðarbankanum á síðasta ári. Forsvarsmenn bankans töldu þá allt of lágt verð boðið og nú geta þeir bent á að markaðsvirði bankans er orðið um 18 milljarðar. Þeir segjast aldrei hafa útilokað aðra möguleika, til dæmis sameiningu við Lands- bankann, en þeir hafi ekki komið til. I þessu sambandi má geta þess að þótt Landsbankinn og Búnaðar- bankinn hafi þar til nýlega verið að fullu í eigu sama aðiia, íslenska ríkis- ins, hefur þeim aldrei tekist að vinna almennilega saman, til dæmis með samræmingu útibúaneta sinna. Sa- meinaður Lands- og Búnaðarbanki yrði lítið smæm eining er Lands- og Islandsbanki og efalítið kæmu fram sömu raddir um yfirburðastöðu á markaðnum. Sá er munurinn að rík- ið yi'ði meirihlutaeigandi og má með rökum halda því fram að sameining þeirra myndi hægja á einkavæðingu ríkisbankanna. Tíðindi á næsta ári Ljóst er af þessari yfirferð að bú- ast má við tíðindum úr bankaheim- inum á næsta ári. Miðað við hljóðið í mönnum er rétt að gera ráð fýrir að stjómendur Landsbankans og ís- landsbanka láti fyrst reyna á það hvort grundvöllur er fyrir samruna tveggja stærstu bankanna enda virðist það skila mestum árangri. Tíminn verður að leiða í ljós tii hvers sú vinna leiðir og hvort meiri- hlutaeigandi Landsbankans, ís- lenska ríkið, fellst á niðurstöðuna. Aðstæður á markaðnum hljóta síð- an að ráða því hversu lengi ríkið á stóran hlut í nýja bankanum. Gangi þetta eftir þurfa þeir sem eftir er á markaðnum, Búnaðarbankinn og sparisjóðirnar, vafalaust að gera eitthvað róttækt til að verða ekki undir í samkeppninni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.