Morgunblaðið - 05.12.1999, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HERJflÐ Á
KJARNORKUÚRGANG
JARÐSKJALFTA
Þegar Ragnheióur Böðvarsdóttir hélt upp á aldarafmæli sitt á dögunum
var það tilefni tveggja bræöra, barnabarna hennar, til aó koma til
íslands og hitta vini og vandamenn. Annar þeirra, Guðmundur
Böðvarsson, er einn fremsti sérfræöingur Bandaríkjastjórnar í losun á
geislavirkum úrgangi, og hinn, Reynir Böðvarsson, er sérfræðingur við
Háskólann í Uppsölum og hefur umsjón með viðamiklum
jarðskjálftarannsóknum, m.a. hér á landi, sem miða að því að spá fyrir
um jarðskjálfta og stærð þeirra. Guðmundur Guðjónsson hitti þá bræður
og fræddist um hvaö helst er á döfinni í vísindum þeirra og starfi og
varð þess vísari að þaö er æði margt og merkilegt.
Það var að auki fremur kostulegt að spjalla við tvo
Islendinga þar sem annar talaði íslensku með „gamli
landurin“-hreim þar sem r-in eru svona allt að því
horfín og hinn söng íslenskuna að sænskum hætti.
Þeir segja að fjölskyldan hafi nýverið vegið og metið
hvor héldi betur íslenskunni og útkoman var sú að
það væri Reynir. Það eru ekki nema tvö ár á milli
þeirra bræðra en þeir virka alls ekki sérlega líkir.
Kannski það sé vegna þess að annar, Guðmundur, er
skeggjaður. Þeir eru báðir fæddir í skólahúsinu að
Ljósafossi við Sog, Reynir árið 1950, Guðmundur árið
1952. Faðir þeirra er Böðvar Stefánsson, sem þá var
skólastjóri Barnaskólans á Ljósafossi, en móðir
þeirra var Svava Eyvindsdóttir sem rak mötuneyti
skólans. Drengirnir ólust upp í sveitinni og telja sig
búa að því uppeldi. Skólagangan má kallast hefðbund-
in fram að og með menntaskóla. En þá skildi leiðir
svo um munar. Má segja að í þeirra tilviki hafí menn
farið hvor í sína áttina í bókstaflegum skilningi, enda
endaði annar þeirra í austri og hinn í vestri.
Úr steinsteypurannsókn-
um í kjarnorkuúrgang
Guðmundur Böðvarsson.
GUÐMUNDUR var
kominn til náms með
fullum styrk við há-
skóla í Norður-Karólínu eftir
stúdentsprófíð heima á Fróni
en leiddist þar. Loftslagið átti
ekki við hann og hann afréð
að ljúka fjögurra ára námi á
tveimur árum til að losna hið
fyrsta. Það gekk eftir, en þá
fékk hann boð frá öðrum
skóla sem leist vel á piltinn.
Gallinn var bara sá, að skólinn
var einnig í Norður-Karólínu
og námið var við steinsteypu-
rannsóknir. Guðmundur var
allan tímann með í kollinum
að verkfræði væri sitt fag og
hann var að auki jarðfræði-
lega sinnaður og hafði hugsað
sér að vinna við jarðhitarann-
sóknir. Að nema steinsteypu-
rannsóknir var því nokkur
kúvending. Hins vegar var
boðið gott og Guðmundur sló
til. Hann lauk því námi og
kom síðan heim til Islands þar
sem hann starfaði við Rann-
sóknastofnun byggingariðn-
aðarins á annað ár... við
steinsteypurannsóknir! Og
Guðmundur gerði gott betur
þennan stutta stans, lagðist í
íþróttamennsku og var valinn
í landslið bæði í körfuknatt-
leik og blaki.
En áður en hann kom heim
hafði prófessor einn við
Berkley-háskóla, Paul
Witherspoon að nafni, haft
samband við hann og boðið
honum stöðu við Lawrence
Berkley National Laboratory,
þar sem margvíslegar rann-
sóknir fara fram, m.a. jarð-
hitarannsóknir. „Hann var
svo almennilegur þessi mað-
ur, að ég mátti meira að segja
hringja í hann hvenær sem er,
að nóttu sem degi, og það
„kollekt". Þar að auki var hér
Ioks komin rannsóknarstaða á
því sviði sem vakti áhuga
minn. Það var ekkert vanda-
mál þótt ég ætlaði heim í
steypurannsóknirnar. Staðan
beið mín þegar ég kysi að
snúa aftur vestur um haf,“
segir Guðmundur. Það var ár-
ið 1977 sem hann hélt aftur til
Bandaríkjanna og árið 1981
sem doktorsritgerðinni vai-
lokið. Hún snérist m.a. um
reiknimódel í flæði og hita,
hugmyndafræðilegum skoð-
unum á jöfnum um flæði í
jarðhita og notkun reiknilík-
ana byggðum á gögnum og
rannsóknum m.a. við Kröflu
og Olkaria í Kenía.
Guðmundur hefur lengi
haldið tengslum við Island
m.a. með því að halda úti jarð-
hitarannsóknum við Kröflu og
á Nesjavöllum og hann hefur
enn fremur notað frítíma sinn
til að sinna verkefnum á veg-
um SÞ, m.a. á Filippseyjum, í
Eþíópíu og Kenía, en aðal-
starfí hans átti eftir að vera
annar. Fyrir áratug eða svo
var hann ráðinn á vegum
Bandaríkjastjórnar sem sér-
fræðingur í förgun á kjam-
orkuúrgangi. Arið 1985 ákvað
bandaríska þingið að komið
væri að því að taka á málefn-
um geislavirks úrgangs og
rannsóknarhópur var ráðinn
til að finna og rannsaka þrjá
mögulega urðunarstaði.
„Þessi úrgangur hefur ver-
ið að hlaðast upp síðustu árin
og það skapar mikla hættu.
Honum þarf að koma vel fyr-
ir. Honum verður ekki eytt og
tryggja verður sem best að
hann geymist og valdi engi’i
hættu næstu tugi eða hundrað
þúsund árin. Lengra fram í
tímann er ekki hugsað. Þetta
er ekki stórt að rúmmáli, upp-
safnaður haugur Bandaríkj-
anna nemur t.d. aðeins 40.000
tonnum og allt klabbið kæm-
ist inn í bygginguna hjá Orku-
stofnun. Aðrar þjóðir eru
einnig í vanda með sinn úr-
gang og fylgjast grannt með
því sem við erum að gera,“
segir Guðmundur.
Grafíð í jörðu
Guðmundur segir að besta
lausnin sé að grafa geislavirk-
an úrgang í jörðu á heppileg-
um stað. Spurningin sé aðeins
sú hvaða staður sé heppilegur
og þó að rannsóknarhópur
hans hafí fundið heppilega
staði er ekki sjálfgefið að íbú-
um í nágrenni slíkra staða séu
sammála um það. Fáir eða
engir vilji búa í námunda við
urðunarstaði geislavirks úr-
gangs.
„Rannsóknirnar okkar snú-
ast þó einkum um að ganga
svo frá málum að lítilli sem
engri hættu stafi af úrgangin-
um. Hann er settur í stálhylki
sem eyðast ekki og síðan er
grafíð ofan í jörðina eða inn í
fjall. Rannsóknir okkar á und-
anförnum árum hafa einmitt
miðað við Yucca Mountain,
sem er fjall í Nevada-eyði-
mörkinni. Aður hafa komið
fram hugmyndir um að grafa
úrgang af þessu tagi í jökla,
t.d. á Grænlandsjökli, m.a.
hafa íslenskir aðilar stungið
upp á því. Það myndi hins
vegar aldrei ganga upp, því
svo miklum hita stafar af úr-
ganginum, að hann myndi
bræða frá sér jökulfargið.
Vatn er sem sagt óæskilegt
þar ,sem urða skal sh'kan úr-
gang, en erfitt er að grafa
djúpt í jörðu án þess að fínna
vatn. Við þurfum þá að mæla
hversu mikið vatnsrennslið
er; eru það 170 millílítrar á
ári, eða tíu millílítrar? Því
minna því betra, því vatn tær-
ir og leysir upp umbúðirnar
þótt langan tíma taki. Við
þurfum þannig að reikna út
hversu lengi það vatn sem
fyrir er er að tæra upp stálið.
Dugar það í hundrað þúsund
ár? Einnig, þeim mun minna
sem vatnsfiæðið er, þeim mun
lengri tíma tekur það kjarn-
orkuúrganginn að berast í
vatnsból sem notuð eru af
mönnum. Það liggur í augum
uppi að slíkir útreikningar eru
gífurlega flóknir og ekki
hristir fram úr erminni."
Miklu til kostað
Það er búið að kosta miklu
til, segir Guðmundur, 6,5
miUjörðum dollara síðustu
fímmtán árin, en þó hefur
ekki verið tekin endanleg
ákvörðun um Yucca Mounta-
in. „Þetta þykir vera góður
staður, það vitum við og árið
2001 mun orkumálaráðherra
Bandaríkjanna kynna stöðu
mála fyrir forsetanum sem
tekur ákvörðun um hvort best
sé að gera þetta að Yucca
Mountain. Eftir það kemur
Nevada-ríkið til með að mót-