Morgunblaðið - 05.12.1999, Page 26
26 SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Bankastjóri og yfirlæknir Blóðbankans segir starfsemina gefa þjóðfélaginu og almenningi
gífurlegan arð, mælt með lífsgæðum og öryggi heilbrigðisþjónustunnar. Og fé sem varið sé til uppbyggingar
þjónustunnar og aukinnar kynningar og fræðslu til almennings gefi mikla ávöxtun
Besta jólagjöfin í ár væri
BLOÐGJOF
Hví ekki að strengja þess heit við árþúsunda-
mót að leggja reglulega inn í Blóðbankann?
Skapti Hallgnmsson velti þessu fyrir sér og
ræddi við Svein Guðmundsson bankastjóra.
Má ég
gefa
blóð?
FÓLK gefur ekki blóð við fyrstu
komu í Blóðbankann. Þá er farið
yfir heilsufarssögu viðkomandi,
blóðþrýstingur og púls mældur og
blóðprufur teknar. Fjórtán dögum
síðar má svo gefa blóð, ef allt hef-
ur reynst með felldu við rannsókn
blóðsins.
Sveinn Guðmundsson leggur
áherslu á að langflestir sem komi
og vilji gefa blóð séu mjög frískir
og ekkert sé því til fyrirstöðu að
þeir gefi en alltaf sé eitthvað um
að fólki sé vísað frá. „Við búum á
svæði þar sem lifrarbólga er ekki
algeng, en erlendis er það algeng
ástæða frávísunar blóðgjafa, að
þeir reynist vera með lifrarbólgu
B eða C. HlV-veiran er án efa af
svipaðri tíðni hér og á Norður-
löndunum,“ segir Sveinn.
Ymsar ástæður
„Því er ekki að neita að við
þurfum að vísa allmörgum frá á
ári hverju, líklega einhverjum
hundruðum manna - sumum tíma-
bundið, oft vegna smávægilegra
kvilla. Suma teljum við ekki þola
það, heilsu sinnar vegna, að gefa
blóð og mörgum þurfum við að
vísa frá vegna lyfjagjafa, hás blóð-
þrýstings, lungnasjúkdóms eða
nýlegra aðgerða. Við þurfum oft
að vísa fólki frá vegna tilfallandi
lyfjagjafar, notkun á geðlyfjum
hefur til dæmis aukist mjög en
þeir sem taka þau mega ekki gefa
blóð. Þá geta blóðfitulækkandi lyf
haft þau áhrif að viðkomandi megi
ekki gefa. Þá krefjumst við þess
að eitt ár líði frá því að fólk fær
sér húðflúr áður en það gefur blóð,
vegna ákveðinnar hættu á lifrar-
bólgu, en jafnvel verður hægt að
minnka það niður í hálft ár með
auknu öryggi í þeim málum.“
Karlar mega gefa blóð með
þriggja mánaða millibili en fjórir
mánuðir verða að líða á milli hjá
konum.
Átta í
„fullri
vinnu" við
að gefa
ÁÆTLAÐ er að hver blóðgjafi
eyði klukkustund í það að gefa í
hvert skipti; að klukkutími líði þar
til hann leggur af stað til þess arna
og þar til hann er kominn til baka
aftur. „Ég hef gantast með það að
segja megi að átta séu í fullu starfi
við það að gefa blóð á Islandi á
degi hverjum! Og þá er enginn
dauður tími. Sumir koma í frítíma
sínum, til dæmis eftir vinnu, sumir
koma með góðu leyfi vinnuveit-
anda síns í vinnutíma og enn aðrir
nota matartíma. En undir öllum
kringumstæðum er þetta verulegt
framlag og afar mikilvægt. Bresk
rannsókn vakti athygli á því að
þetta framlag blóðgjafa og fyrir-
tækja væri eitt hið dýrmætasta til
heilbrigðisþjónustunnar," segir
Sveinn. „Þetta er algjörlega- end-
urgjaldslaust; við gefum fólki að
vísu gott kaffi, brauð og súpu í há-
deginu. Svo erum við með rjóma-
tertu á afmælinu okkar og bjóðum
upp á kakó á Þorláksmessu! Sé
miðað við tímann sem fer í þetta
og meðaltekjur er ljóst að framlag
blóðgjafa og atvinnurekenda er að
minnsta kosti nokkurra milljóna-
tuga virði.“
ARÐUR af rekstri Blóð-
bankans er gríðarlegur,
segir Sveinn yfirlæknir og
bankastjóri. Þessi arður
verður þó ekki mældur samkvæmt
hefðbundnum lögmálum hagfræð-
innar, en Sveinn segir viðhorfsbreyt-
ingu nauðsynlega til að heilbrigðisyf-
irvöld og almenningur geri sér grein
fyrir þeim verðmætum sem hér um
ræðir og hve mikið fyrirbyggjandi
starf sé unnið innan veggja stofnun-
ainnnar í þágu almennings.
Afskaplega mikilvægt er að ávallt
sé næg innistæða á „reikningum"
þessarar merkilegu bankastofnunar.
Sveinn segir slíkt ekki sjálfgefið, þó
margir virðist halda það, alltaf sé
brýn þörf á fleiri blóðgjöfum.
Viðhorf
Virkir blóðgjafar hérlendis eru
10-12 þúsund, sem hver um sig gef-
ur að meðaltali í eitt og hálft skipti á
ári. „Þetta eru um fjögur prósent
þjóðarinnar, sem er svipað hlutfall
og í nágrannalöndunum,“ segir
Sveinn og upplýsir aðspurður að þeir
sem þurfa blóð árlega séu líklega
þrjú til fjögur þúsund.
Allir sem eru frískir á aldursbilinu
18-65 ára mega gefa blóð og því
blasir við að fjöldamargir gera það
ekki, sem gætu. „Oft er það vegna
þess að fólk hefur ekki heyrt af Blóð-
bankanum eða þekkir ekki nauðsyn
þessa - veit ekki að við þurfum
50-70 blóðgjafa á hverjum degi.
Mjög öflugt kynningarstarf þarf til
að ná til fólks, kynning kostai' pen-
inga og þess vegna á það að vera jafn
sjálfsagt að við birtum opnuauglýs-
ingar í Morgunblaðinu og förum í
stórar sjónvarpsherferðir viku eftir
viku eins og FBA. Það á að vera jafn
sjálfsagt að Blóðbanki auglýsi til að
laða að viðskiptavini og að ríkisrek-
inn banki - eins og FBA var þá -
geri það, til að skapa sér ímynd. En
sjáum við það í því ljósi? Hvað þykir
yfirvöldum heilbrigðismála?"
Heilbrigðiskerfið og fjármál virð-
ast sjaldan nefnd í sömu andránni
nema á neikvæðum nótum; hversu
oft er ekki rætt um hallarekstur á
þessum vettvangi? Niðurskurð, lok-
un deilda og þar fram eftir götunum.
Þarna er komið að viðhorfsbreyting-
unni sem bankastjórinn nefndi: „Við
skulum líta blóðbankaþjónustu og
aðra heilbrigðisþjónustu þeim aug-
um að peningum varið til markvissr-
ar uppbyggingar sé varið til þess að
kaupa ákveðin lífsgæði fyrir almenn-
ing, fullvissu um öryggi og góða heil-
brigðisþjónustu í takt við væntingar
almennings."
Sveinn heldur áfram: „Af hverju
er húsnæði Blóðbankans tötraleg-
asta bankahúsnæði landsins? Segir
það eitthvað um viðhorf okkar og
forgangsröðum í þjóðfélaginu? Slík-
um spumingum þurfa heilbrigðisyf-
irvöld að svara, ekki bara mér, held-
ur almenningi og íslenskum blóð-
gjöfum, sem þolinmóðir og fullir
hjálparvilja koma og hjálpa sjúkum
með því að gefa blóð. Það verður að
búa vel að þessari starfsemi.“
Hann segir nauðsynlegt að kanna
nýjar leiðir í fjármögnun heilbrigðis-
kerfisins og mikil nýsköpun hafi
raunar átt sér stað síðustu misseri,
eftir að Magnús Pétursson tók við
sem forstjóri ríkisspítalanna. „Ein
þeirra leiða sem hann hefur vakið
máls á er að Blóðbankinn verði sjálf-
stæðari í rekstri en hingað til; að við
verðum sérstök rekstrareining í heil-
brigðiskerfinu í stað þess að vera lítil
deild á spítalanum. Við erum með
víðtæka þjónustu út um allt land og
þessi hugmynd er í raun viðurkenn-
ing á því lykilhlutverki sem Blóð-
bankinn gegnir og að hún verði að
vera í lagi. Almenningsviðhorfið hér
er svipað og erlendis, fólk reiknar
með því að blóðbankaþjónustan sé í
lagi. Hér þarf að verða samskonar
viðhorfsbreyting hjá heilbrigðisyfir-
völdum og hefur orðið á liðnum ára-
tug í mörgum nágrannalöndum okk-
ar. Tökum Kanada sem dæmi; í kjöl-
far margskonar áfalla og málaferla á
níunda áratugnum vegna HIV og
lifrarbólgu C þá öxluðu heilbrigðisyf-
irvöld ábyrgð sína og hafa sett blóð-
bankaþjónustuna í forgangshóp við
uppbyggingu heilbrigðisþjónustunn-
ar. Hér á landi þarf blóðbankaþjón-
ustan að fá sambærilegan sess og
forgang og í nágrannalöndunum,
sem við viljum bera okkur saman
við.
Starfsfólk Blóðbankans hefur ekki
setið auðum höndum, metnaðarfull
uppbygging á gæðakerfi á grunni
ISO 9002-staðalsins með uppstokkun
aðferða og vinnuferla hefur átt sér
stað. Magnús Pétursson hefur á
fyrsta starfsári sínu stutt þetta starf
og fyrrverandi og núverandi land-
læknir sömuleiðis, en heilbrigðisyfir-
völd að öðru leyti telja sig með ein-
hverjum hætti vera stikklrí. En svo
er ekki, þetta er á ábyrgð æðstu yfir-
valda heilbrigðismála eins og hlið-
stæður nágrannalandanna sýna.
Heilbrigðisráðuneytið hefur sýnt á
liðnum árum að metnaðurinn er fyrir
hendi, og ráðherra hefur margoft
sýnt velvild sína í garð starfseminn-
ar. En það er eins og eitthvað sé
fólki þar mislagðar hendur í for-
gangsröðun og verkstjórn. Við von-
um að ráðherra muni beita sér í því
að leiðrétta það og koma blóðbanka-
þjónustunni á blað í forgangsröðun
heilbrigðismála til næstu ára og ára-
tuga. Væntingar almennings um ör-
ugga og góða blóðbankaþjónustu
kalla á skjótar aðgerðir ráðuneytis-
ins.“
Þegar blaðamaður spyr hvort pen-
ingar séu fyrir hendi til að auglýsa
eftir viðskiptavinum segist Sveinn
telja bankann og blóðgjafana eiga
það margfalt inni hjá þjóðfélaginu að
myndarlega sé að því staðið að koma
upp nægilega stórum hópi blóðgjafa
sem hægt sé að grípa til, bæði í dag-
legu starfi og eins við sérstakar að-
stæður, sem kunna að koma upp.
„Þess vegna er viðhorfsbreyting
nauðsynleg: fólk þarf að skynja að
hér er unnið mikið fyrirbyggjandi
starf í þágu almennings. Blóðbanki
er nokkuð sem við gætum aldrei ver-
ið án og ef þessi viðhorfsbreyting
verður - bæði meðal stjórnvalda og
almennings - óttast ég ekki vand-
ræði á næstu áratugum. Ef staðið er
mynduglega að aðbúnaði blóðbanka-
þjónustunnar, bæði hvað varðar hús-
næði, starfsfólk og fjármögnun, þá
höldum við sterkri ímynd og getum
sinnt öryggi og gæðum."
Framboð minnkar,
eftirspurn eykst
Því er spáð víða erlendis, til dæm-
is í Englandi, á meginlandi Evrópu
og í Bandaríkjunum, að blóðgjöfum
eigi eftir að fækka samtímis því að
öldruðum fjölgar og þar með blóð-
þegum. Að þeir verði færri en nauð-
syn krefur og Bandaríkjamenn
reikna í-aunar með að strax á næsta
ári muni línur um framboð og eftir-
spurn skerast, að sögn Sveins. „Þeir
árstímar koma reyndar að starfsfólk
Blóðbankans er alveg upp fyrir haus
að kalla inn okkar fínu blóðgjafa.
Sumir geta þá verið í leyfum eða
lasnir eða bundnir af einhverjum or-
sökum og þá náum við við ekki nógu
mörgum inn daglega. Þá fer geysileg
vinna okkar starfsfólks í það að ná í
fólk. En með því að vitneskja al-
mennings verði meiri myndi þetta
veitast okkur auðveldara."
Gífurlegt verðgildí
Rekstrarkostnaður Blóðbankans
eru 350-400 milljónir króna á ári, að
sögn Sveins. „Við fáum hráefnið
ókeypis og verðgildi blóðsins er því
ekki bara þessar 400 milljónir sem
við höfum lagt í að framleiða öruggt
og gott blóð fyrir þjóðina og að eiga
nægilegan lager.
Við höfum verið með fólk í því að
hringja í blóðgjafa eða senda þeim
bréf og það kostar milljónir á ári.
Þegar við verðum sjálfstæðari mun-
um við verja meiri peningum til
kynningarstarfa; við vitum að verja
þarf meira en tíu milljónum í það á
ári að ná til fólks. Við erum ekkert
frábrugðnir öðrum markaðsfyrir-
tækjum hvað það snertir. Efniviður
og tæki til okkar starfa eru kostnað-
arsöm. Kostnaður við pokana sem
við töppum blóði á og ýmislegt í
tengslum við það er 30 milljónir,
tækjabúnaðurinn sem við notum er
háþróaður og þarf að endurnýjast á
þriggja til fimm ára fresti, hið
minnsta. Kostnaður við búnaðinn
skiptir milljónatugum. Vehuskimun-
in kostar 12 milljónir á ári, það að
hvítkornasía blóðhluta kostar í dag
tíu til tólf milljónir á ári og við sjáum
að þróunin erlendis er sú að það
verði aukning á því þannig að á
næstu einu til tveimur árum má bú-
ast við að þessi kostnaður aukist
verulega; jafnvel um 20-40 milljónir,
ef við ætlum að halda í við það sem
er að gerast í nágrannalöndunum.
Gæðaeftirlitið, sem við höfum byggt
upp mjög ötullega á síðustu tveimur
árum, kostar ekki undir tíu milljón-
um; við erum með starfsfólk sem
metur gæði blóðhlutanna og sér til
þess að leggja til hliðar blóðhluta
sem uppfylla ekki öll gæðaskilyrði
með tilliti til öryggis. I þessum tölum
er ekki meðtalinn kostnaður vegna
vinnu starfsmanna, sem eru vel
menntaðir og sérþjálfaðir. Það er
mikill auður fólginn í góðu starfs-
fólki, og verja þarf miklum fjármun-
um í þjálfun og símenntun þess, ella
fara mikil verðmæti forgörðum. Við
verðum að temja okkar þá hugsun
varðandi blóðbankaþjónustu og ann-
að í heilbrigðisþjónustunni að við sé-
um raunverulega ekki að eyða pen-
ingum heldur að kaupa verðmæti.
Gæðastarf í heilbrigðisþjónustu
miðar að því að gera hlutina rétt frá
upphafi og koma í veg fyrir mistök.
Mistök eða óvænt óhöpp eða uppá-
komur í blóðbankaþjónustunni geta
haft afdrifaríkar aíleiðingar, kostað