Morgunblaðið - 05.12.1999, Síða 30

Morgunblaðið - 05.12.1999, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Islenskur upplýsingabanki um heilbrigðismál, NetDoktor.is tekinn til starfa á Netinu Q9 eyrnalæki ^ I G°nnar Skrifstof; ogefnaskiptasjú^^ 3 Bæklunariæknir 5 Halldór Jóhannsst Skurðl. og Hannes Pétursson Braskurölækningar Geðfeekrtr Helgi Jónsson leltingarsjúkdómar Gigtarteekningar Helgi Sigurðsson Skurðlækningar og æöaskuri ;on rramkvæmdastjóri Hifdur Haröardó^**1 Kvensjúkd^ Geislagreinmg Hilmar Taugalækningar Höskuidur ieinafræÖ1 Iðunna Geölæknir j£gn| Morgunblaðið/Kristinn Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Vefmiðlunar ehf. kveðst ala með sér draum um að vefsíðan NetDoktor.is verði því sem næst tæm- andi upplýsingabanki um heilbrigðismál og tengist íslensku heilbrigðiskerfí styrkum böndum. VIÐTOKUR FRAMAR VONUM FORKÓLFA msapn/simmiF Á SUNIMUDEGI ► Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Vefmiðlunar ehf., fæddist í Reykjavík 1963 en segist þó vera ofurlítill ísfirð- ingur í sér eftir að hafa búið þar á unglingsárunum. Eftir hefð- bundna skólagöngu lá leiðin til V-Berlínar en þar lauk hún MA-námi í fjölmiðlafræðum með stjórnmálafræði og félags- fræði sem aukafóg frá Freie Universitat í Berlín árið 1992. Meðfram námi og uppalandahlutverki þeyttist Jóna Fanney á sumrin um fjöll og firnindi Islands með erlenda ferðamenn sem leiðsögumaður. Að námi loknu starfaði hún sem blaðamaður, kynningarfulltrúi skiptinemasamtaka AFS og sem fram- kvæmdastjóri landgræðslusamtaka 1997-99. í stjórn Vefmiðl- unar ehf. sitja þeir Björn Tryggvason svæfíngalæknir, Ólafur Bjarnason geðlæknir og Rafn Ragnarsson lýtalæknir. eftir Sindra Freysson FYRIRTÆKIÐ Vefmiðlun ehf. tók til starfa síðasta vor og hóf hinn 19. nóvem- ber síðastliðinn að starf- rækja upplýsingabanka um heil- brigðismál á Netinu sem nefnist NetDoktor.is. Jóna Fanney Frið- riksdóttir, framkvæmdastjóri Vef- miðlunar ehf., segir að móttökur almennings hafí komið forsvars- mönnum íýrirtækisins í opna skjöldu og telji sérfræðingar á þessu sviði að um metaðsókn sé að ræða. Lengri viðdvöl en ytra „NetDoktor.is á sér danska fyr- irmynd og eru sambærilegar vef- síður nú starfræktar í alls sjö Evr- ópulöndum og hafa þær átt miklu fylgi að fagna. I mánuði hverjum heimsækja 250 þúsund notendur dönsku vefsíðuna, eða um 5% þjóð- arinnar, og miðað við það hlutfall ættu heimsóknir á vefinn okkar að vera um 15 þúsund á mánuði. En ekki aðeins hafa heimsóknir und- anfarnar tvær vikur verið tvöfalt fleiri hlutfallslega en hjá Netdokt- or.dk, sem hófu þennan rekstur, heldur dvelst fólk lengur inni á vefnum okkar en í Danmörku. Gestir okkar staldra við í 15 mínút- ur að meðaltali, sem er allt að þrefalt lengri viðdvöl en tíðkast hjá flestum öðrum vefsíðum á Netinu, og þremur mínútum lengur en hjá Dönum,“ segir hún. „Við hyggjumst halda áfram á sömu braut og bæta enn frekar við okkur. Miðað við höfðatölu er net- notkun íslendinga meiri en allra annarra Evrópulanda og hún er helmingi meiri en í Danmörku, þannig að mér fínnst eðlilegt að telja næg sóknarfæri til viðbótar. Þá sýna rannsóknir að á þessu ári hafa 196 milljónir manna í heimin- um aðgang að Netinu, og því spáð að árið 2003 verði þessi tala komin upp í um hálfan milljarð manna, þannig að Netið verður almenn- ingseign í stöðugt meira mæli.“ Hún bendir á að rannsóknir sýna að ungt, menntað fólk sé í hópi þeirra sem noti Netið mest, og sé það því óneitanlega mjög kraftmik- ið verkfæri til að ná til þessa hóps. Þá bjóði Netið jafnframt upp á möguleikann á að brúa ólík mennt- unarstig hjá einstaklingum. „Heilbrigðismál eru víðfemur málaflokkur en draumurínn er að vefsíðan okkar verði með tímanum því sem næst tæmandi upplýsinga- banki og tengist íslensku heilbrigð- iskerfí styrkum böndum. Læknar og annað fagfólk sem við höfum rætt við hafa verið mjög jákvæðir í garð Netdoktor.is, og segjast jafn- vel geta nýtt vefsíðuna í starfí sínu, t.d. bent sjúklingum á vissar grein- ar til að fá nánari upplýsingar en þeir hafa tíma og ráðrúm til að veita. Ég verð raunar að segja að við renndum blint í sjóinn hvað varðar viðtökur fagfólks innan heil- brigðisstéttarinnar. Það kemur því ánægjulega á óvart Það hversu vel fagfólk tekur vefsíðunni. Þeir sem ég hef rætt við líta þetta jákvæðum augum og sem viðbót sem e.t.v. getur gagnast þeim í starfi.“ Hugmynd sem náð hefur útbreiðslu Jóna Fanney segir að íslenska vefsíðan sé með svipuðu sniði og fyrirmynd hennar í Danmörku, bæði hvað varðar útlit og efnisval. „Danirnir hafa náð mikilli út- breiðslu með þessari hugmynd og auk íslands hafa verið opnaðar vef- síður í Bretlandi, Þýskalandi, Sví- þjóð, Noregi og Austurríki. Að mörgu leyti er vefsíðan evrópsk í anda og talsvert ólík upplýsinga- bönkum af þessu tagi í Bandaríkj- unum, þar sem auglýsingamennsk- an er ráðandi. Við kaupum hönnun- ina af Dönunum og höfum aðgang að öllu þeirra efni, megum þýða það og nýta að vild. Við hér á ís- landi munum þó halda okkar sjálf- stæði og þróa vefsíðuna samkvæmt íslenskri þjóðarvitund. „Rúm tvö ár eru síðan Danirnir opnuðu formlega NetDoktor þar í landi. Þeir hafa því haft tíma til að þróa síðuna og eru byrjaðir með ýmsar nýjungar sem við stefnum á að taka upp á okkar arma og að- laga íslenskum staðháttum. Þeir bjóða t.a.m. upp á að þeir sem skrá sig fái sendan tölvupóst á hverjum degi með nýjustu upplýsingum á heilbrigðissviði. Ég veit um þó nokkuð af fólki sem starfar innan heilbrigðisgeirans hér á landi sem nýtir sér þessa þjónusta Dananna. Þessi þjónusta er ókeypis eins og raunar allur aðgangur að vefsíðu NetDoktor. Kostnaður við hana er hins vegar greiddur með auglýs- ingum og framlögum styrktaraðila. Hvað lyfjaauglýsingar varðar lýtur vefsíðan sömu reglum og prent- miðlar, þar má að sjálfsögðu ekki auglýsa lyfseðilskyld meðul. Stefna okkar er að hafa fáar auglýsing ar en fágaðar enda um þannig mála- flokk að ræða að vanda þarf vel til“ segir Jóna Fanney. Upplýsingar staðfærðar Þrátt fyrir náið samstarf við Dani segir Jóna Fanney að Vef- miðlun ehf. leggi mikinn metnað í að staðfæra allar þær upplýsingar sem á vefsíðunni er að finna. Björn Tryggvason svæfingalæknir, for- maður Vefmiðlunar ehf., tekur í sama streng og kveðst gera sér vonir um að vefsíðan muni öðlast talsverða þýðingu í fræðslu og upp- lýsingagjöf til almennings um heilsuvernd. Hann segir NetDokt- orinn þá ekki síður vera til dægradvalar, þar sé að finna ýmis- legt sér til skemmtunar sbr. sjálfskönnunarprófin og hnitmiðað- ar greinar um hin ýmsu málefni. Notendur hafi möguleika á að koma að hugmyndum um efni og tjá skoðanir sínar. „Við teljum að mest af danska vefnum eigi allt eins við á íslandi og sé að mestu óháð þjóðerni og landamærum. Við leggjum þó einnig ríka áherslu á að bjóða upp á íslenskt efni og kynna nýjungar á sviði heilbrigðismála hérlendis sem erlendis. í framtíðinni mun ís- lenskt efni fara vaxandi og það verður sjálfsagt ráðandi að lokum. Þannig eiga tölulegar upplýsingar sem birtast á NetDoktor.is íýrst og fremst við um ísland,“ segir Bjöm. „Við vonumst til að vefsíðan verði •sjálfsagður þáttur í viðleitni al- mennings til að taka aukna ábyrgð á eigin heilsu." Á meðal þeirra þátta sem eru séríslenskir á NetDoktor.is má nefna kafla sem kallast Vegvísir, og skiptist í 18 hnappa eða val- möguleika. Þar er m.a. að finna upplýsingar um öll sjúkrahús á landinu, heilsugæslustöðvar, apó- tek og opnunartíma þeirra, lista yf- ir alla íslenska lækna hérlendis og erlendis, listi yfir hátt í hundrað fé- lagasamtök sem tengjast heilbrigð- ismálum, upplýsingar um málefni aldraða og fatlaðra og réttindi sjúkinga, svo að eitthvað sé nefnt. „Fæstir læknar hafa eigin heima- síður og því vísum við ekki inn á slíkt enn sem komið er, en við stefnum hins vegar á að netföng lækna verði sett inn á þessa síðu óski þeir eftir því. Við stefnum á að auka þjónustu á þessu sviði til muna og vonandi verður hægt að panta tíma hjá fagfólki í gegnum okkur," segir hún. Pistlar um umtöluð mál Til að laga upplýsingarnar á Netdoktor.is að íslenskum aðstæð- um enn frekar, hefur verið ákveðið að Islendingar riti vikulegan pistil sem birtist á síðunni. Sigurður Guðmundsson landlæknir opnaði NetDoktor.is formlega 19. nóvem- ber sl„ en í kjölfar hans hafa þeir Rafn Ragnarsson lýtalæknir, sem jafnframt á sæti í stjórn Vefmiðl- unar ehf., og Guðmundur Vikar Einarsson, yfirlæknir og sérfræð- ingur í þvagfæraskurðlækningum, skrifað pistla, en þeir birtast jafn- an á föstudögum. „Við skiptum út pistlum á hverj- um föstudegi. I síðustu viku skrif- aði Rafn um brjóstastækk anir kvenna og pistiil Guðmundar Vik- ars sem nú birtist á vefsíðunni fjallar um risvandamál eða getu- leysi karla, þannig að segja má að fyrstu pistlarnir fjalli um mál sem margir íslendingar hafa áhuga á. Mér finnst brýnt að fólk leiti ekki eingöngu á vefsíðuna vegna ein- hverra kvilla, heldur að þar verði að finna greinar og lifandi umræðu um það sem er efst á baugi í þjóð- félaginu hverju sinni í heilbrigðis- málum. Þess vegna er að finna á henni margvíslegar heilsutengdar greinar, sjálfspróf varðandi áfeng- isnotkun, þunganir og offitu svo eitthvað sé nefnt. Auk þess sem málaflokkum eins og kynh'fí og samlífi eru gerð góð skil, ásamt þvi sem fólk er hvatt til heil brigðara lífernis,“ segir Jóna Fanney. íslenska lyfjabókin birt á Netinu Vefmiðlun ehf. keypti nýlega út- gáfurétt íslensku lyfjabókarinnar sem hefur komið út frá árinu 1985 og birtist efni hennar á NetDokt- or.is., þ.á.m. sérstakir kaflar um einstaka lyfjaflokka, náttúrumeðul og nýjungar í lyfjameðferð. Jóna Fanney segir augljóst að fólk geti þannig sparað sér mikla fyrirhöfn við leit að upplýsingum um lyf. Þá er unnt að uppfæra breytingar á innihaldslýsingu lyfja jafnóðum og bæta við og taka þau lyf út sem ekki eru lengur á markaði. „Þessi aðferð auðveldar okkur sömuleiðis að tryggja að við endur I 1 l

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.