Morgunblaðið - 05.12.1999, Síða 36

Morgunblaðið - 05.12.1999, Síða 36
36 SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÁSTA HJÁLMTÝSDÓTTIR frænku minni vildi ég að hún væri gestur okkar þegar elsti sonurinn vai’ð stúdent. Það þótti Astu ekki gott og vildi fá að vera í eldhúsinu þar sem hún kynni best við sig. Hún hafði gott samband við systk- ini sín og fylgdist vel með systkina- bömum sínum og lét sér annt um fjölskyldur þeirra og sýndi öllum um- hyggju. Ef einhver tími leið frá því að hún heyrði frá mér þá hringdi hún til að heyra af okkur og fá fréttir. Ævin- lega hafði hún frá einhverju skemmtilegu að segja og fréttir að færa frá öðrum úr fjölskyldunni Eg varð líka vör við að fólk leitaði til hennar því hún hlustaði og tók þátt í sorgum þess. Hún var glaðvær, hafði góða frá- sagnargáfu og það var gaman að vera með henni og gott að koma til hennar því það var alltaf kátt í kringum hana. I mörg undanfarin ár höfum við farið að vorlagi að setja niður blóm á leiði forfeðra okkai' í gamla kirkjugarðin- um við Suðurgötu og síðan farið á kaffihús á eftir. Ég hlakkaði alltaf til þessara ferða því hún var ung í anda og hver ferð varð að ævintýri. Frá- sagnir hennar af smáatvikum úr dag- lega lífinu m-ðu þannig í hennar munni að allir gátu hlegið mikið við að hlusta á. Hún var alltaf tilbúin að vera með í því sem bauðst og þar sem skemmti- legt var og þegar hún átti kost á að vera í aukahlutverki í kvikmyndinni Bíódagar hikaði hún hvergi og þó að hún væri þreytt á meðan á upptökum stóð kvartaði hún aldrei en naut þess að vera með. Hún var þakklát manneskja og mat mikils hjúkrunarfræðing heima- hjúkrunar sem hjálpaði henni í veik- indum Guðmundar og þakklát fyrir alla aðstoð, sem þeim var veitt. Leyfi ég mér að þakka það sem starfsmenn heimahjúkrunar Heilsugæslustöðv- arinnar í Fossvogi veittu henni í lang- an tíma. Henni fannst hún vera lánsöm og var ánægð með hlutskipti sitt í lífinu. Hún átti góðan mann, og áttu Guð- mundur og hún notalegt heimili og var vel og rausnarlega tekið á móti þeim sem þangað komu. Synirnir voru hennar stoð og stytta og hún var mjög stolt af bamabörnunum og barnabamabörnunum. Þau sýndu henni mikla ástúð og virðingu alla tíð og er sú ræktarsemi þeim til mikils sóma.. Oft minntist hún á hve vænt henni þótti um Guðrúnu tengdadótt- ur sína, sem var henni sem besta dóttir og góð vinkona. Með aðstoð fjölskyldunnar og ekki síst Sigurðar sonar síns annaðist hún Guðmund í veikindum sínum heima fyrir og lést hann þar. Sjálf var hún vel em og sæmileg til heilsunnar þar til hún veiktist 8. ágúst sl. og komst hún ekki heim eftir það. Við í Bauganesi 26 söknum Ástu og sendum okkar bestu kveðju til fjöl- skyldu hennar. María V. Heiðdal. Fimmtudagurinn 25. nóvember var bjartur og fallegur dagur, heið- skír himinn og vetrarsólin skartaði sínu fegursta. Þennan dag fórst þú í þitt hinsta ferðalag, elsku amma mín. I gegnum þá miklu sorg sem yfir mig helltist sé ég þó þá gleði að nú em þjáningar þínar á enda og þið afi emð aftur saman, að eilífu. Það er svo skrítin tilhugsun að þú sért ekki leng- ur á meðal okkar. Þú sem varst svo stór partur af lífi mínu og eftir á að hyggja hlýt ég að hafa haldið að þú myndir alltaf vera á þínum stað til þess að samgleðjast mér þegar vel gekk, standa við bakið á mér þegar eitthvað bjátaði á og til að réttlæta þegar ég gerði vitleysur. Eg var svo heppin að vera skírð í höfuðið á þér og þó að þú værir öllum barnabömum þínum hin besta amma fékk nú litla nafnan að njóta örlítilla forréttinda. Minningamar um þig em margar, elsku amma, flestar tengdar mat, hlátri og góðmennsku. Þú sagðir allt- af að þegar ég myndi skrifa um þig minningargrein myndi ég kvarta undan því að þú hefðir alltaf verið að reyna að troða í mig mat en hvernig er hægt að kvarta undan rjómarönd- inni með karamellusósunni, þinni ein- stöku sviðasultu, svínakjötssósunni, heimagerða ísnum og öllu hinu sem gerðu það að verkum að þú var-st dá- sömuð um allan bæ og þó víðar væri leitað. Alltaf varstu jafn skemmtileg og er skemmst að minnast frænkufé- lagsboðsins í sumar þar sem til um- ræðu komu nektrarbúllur bæjarins, þú hélst nú að þú gætir farið að vinna á svona stað og því til staðfestingar stóðstu upp og tókst nokkur spor öll- um þínum hláturmildu ættingjum til mikillar gleði. Einnig er mér ofarlega í minni ferðin til London sem þú, ég, mamma og Hanna amma fórum í til að fagna 70 ára afmælinu þínu. Þar var mikið hlegið en brandari ferðar- innar var án efa þegar þú, eftir að við höfðum eitt kvöldið verið að borða á pastastað, sem þér fannst nú tæplega matur, tókst í höndina á þjóninum við brottför, varðst eitt sólskinsbros, hneigðir þig niður í gólf og sagðir: „thank you for the hænsnaskít." Ef ég man rétt pissuðu nú eitthveijir í sig af hlátri þetta kvöld. Góðmennsku þinni voru engin tak- mörk sett. Hvort sem það voru þínir nánustu, ættingjar, vinir, nágrannai' eða lítil munaðarlaus börn í bama- þorpum á Indlandi, allir áttu sinn stað í hjarta þínu og þú vaktir yfir velferð okkar allra. Alltaf vissir þú hvað allir voru að gera, hvar allh' voru og upplýsingunum miðlaðir þú svo áfram. Verður þessarai' upplýs- ingaþjónustu þinnar án efa sárt sakn- að. Én það er varla hægt að tala um þig án þess að minnast á afa því sam- rýndari hjón er varla hægt að ímynda sér. Við fráfall hans fyrir tæpum fjór- um árum misstir þú mikið en þú og þín kunna röggsemi breyttuð svefn- herberginu í „meyjarskemmu" og þú barst harm þinn í hljóði en oft talaðir þú um hvað þú hefðir verið lánsöm að eiga svona góðan lífsförunaut. Þú kaust að hafa afa heima og hugsa um hann eftir að hann veiktist og sjálf fékkstu að vera heima þar til að heilsan brást. Hvorugt hefði verið mögulegt ef Sigga frænda hefði ekki notið við. Af sinni einstöku nákvæmni annaðist hann ykkur og á hann allar mínar þakkir fyrir. Elsku amma, nú þegar kveðjust- undin er runnin upp langar mig að þakka þér fyrir allt, eldur minning- anna mun oma okkur um ókomin ár. Guð geymi þig. Þín Ásta. Elsku amma mín. Mér fannst leið- inlegt þegar þú dóst því ég var búin að gera jólakort handa þér. Ég fór að gráta þegar þú dóst, ég sakna þín svo mikið. Eg veit að þú ert alltaf að horfa á mig. Það var svo gaman að fara með þér í Hagkaup því þú keypt- ir alltaf nammi. Þú varst skemmtileg- asta amma mín. Ég veit að þér h'ður vel hjá Guði. Kveðja. Guðrún Björg. Ég elskaði hana ömmu svo mikið, hún var svo góð og gaf mér svo mikið. Ég græt örugglega dag eftir dag. Hún var svo falleg og bjó í fallegu húsi með mjög flottum garði. Ég var oft að leika mér þar og hún horfði á mig og þegar ég kom inn beið hún eftir mér og gaf mér fallegar rósir og svo tók hún mynd af mér með þær. Ég elskaði hana svo mikið og þegar mamma sagði mér að hún væri mjög veik fór ég að gráta og ennþá meira þegar hún gat ekki talað. Mér fannst svo sorglegt að horfa á hana, hún var svo gömul og þá var tími að deyja. Líf mitt breyttist þegar hún dó. ÓlöfÝr. • Fleiri minningargreinar um Ástu Hjálmtýsdóttur bíða birtingar og munu birtast íblaðinu næstu daga. INGIBJÖRG JÓNA JÓNSDÓTTIR tlngibjörg Jóna Jónsdóttir fædd- ist í Reykjavík 5. des- ember 1927. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 20. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgrímsk- irkju 29. desember. Hún Imma vinkona er dáin, svo ótrúlegt sem mér finnst það. Ekki hún, svona kraft- mikil og full af lífs- orku. Það var manni svo fjarri að hugsa um dauðann í sambandi við hana, jafnvel þótt hún væri nýbúin að vera í geislameðferð sem maður taldi vera gerða í örygg- isskyni, enda sagðist hún ekki finna fyrir neinum neikvæðum áhrifum af henni og hélt sínu striki eins og ekkert hefði í skorist og gekk enn til vinnu sinnar í Fjölbrautaskólan- um við Armúla þar sem hún hafði stjórnað nemendaversluninni sl. 14 ár. Þar er nú stórt skarð fyrir skildi og skrýtið að sjá ekki Ingibjörgu þar innanbúðar. Imma hafði yndi af ferðalögum og hafði þar öll skilningarvitin opin og missti aldrei af neinu sem mark- vert var. Eitt sinn sagði hún mér að þegar hún færi í ferðalög til út- landa, þá væri ísland með öllu sem þar er, strax að baki um leið og hún væri komin í flugstöðina. Þá væri áfangastaðurinn og allt honum við- komandi henni efst í huga, svo trúað gæti ég að hún vinkona mín komi til með að hafa nóg að gera við að skoða sig um í nýjum heimkynn- um, jafn fróðleiksfús og hún var. Hún var líka talsverður sagnfræð- ingur í sér og vissi til dæmis allt um konungsættir Evrópu og gat rakið þær frá A-Ö. Þar kom nú enginn að tómum kofanum. Sumir halda því fram að okkur sé skammtaður tími hér í jarðlífinu strax við fæðingu og ef það er rétt þá var hennar tími útrunninn. Við höfðum báðar áhuga á dulræn- um málum og umræð- ur þess efnis bar oft á góma hjá okkur og ein- mitt það að ekki yrði feigum forðað né ó- feigum í hel komið. Við vorum vinkonur frá barnsaldri og á svo löngum tíma, sem er nú liðlega 60 ár og manni finnst ekki vera svo óskap- lega langur þegar litið er til baka, þá myndast þrjúfanleg tengsl sem ekki slitná. Óneitanlega voru sam- skiptin ekki jafn tíð og áður meðan vík var milli vina, en nú þegar ég var nýflutt í bæinn aftur urðu þau strax sem fyrr, okkur báðum til mikillar ánægju og ætluðum við að gera þetta og fara hitt saman eftir hátíðar og í náinni framtíð. Hún hringdi til mín að morgni af- mælisdagsins míns þann 19. nóvem- ber til að óska mér til hamingju með afmælið og talaði um að alltaf saxaðist á tímann, og þar sem hún gat ekki heimsótt mig vegna heim- boðs sem hún hélt þá um kvöldið og var fyrirfram ákveðið, þá ákváðum við að hittast daginn eftir. En margt fer öðruvísi en ætlað er, við ráðum í rneyta lagi þeirri stund sem er að líða. í gegnum öll árin höfum við aldrei sleppt því að hittast á af- mælisdögum hvor annarrar og ekki hefði hvarflað að mér að ég ætti ekki eftir að hitta vinkonu mína heila og káta á næsta afmælisdegi hennar 5. desember. Þess vegna VALGERÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR + Valgerður Sigur- jónsdóttir fædd- ist á Galtalæk, Landsveit, Rangár- vallasýslu, 4. nóvem- ber 1955. Hún lést 26. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar lienn- ar voru Sigríður Sveinsdóttir húsmóð- ir á Galtalæk, f. á Skaftárdal á Síðu 24.1. 1914, og Sigur- jón Pálsson bóndi á Galtalæk, f. 9.9. 1911 á Búlandsseli í Skaft- ártungu, f. 30.3. 1997. Þau hjón voru síðustu ábúendur á Söndum í Meðallandi ásamt föður og fósturmóður Sig- urjóns. Valgerður var yngst átta systk- ina, en þau eru Páll, f. 17.7. 1944; Jón, f. 14.3. 1946; Sveinn, f. 1.10. 1947; Margrét, f. 2.2. 1949, Guð- rún, f. 29.4. 1950, Sigurjón, f. 13.6. 1951, og Gréta, f. 23.4.1953. Árið 1976 giftist hún Axel Guð- mundssyni, f. 17.1. 1952, hann lést af slysförum 1981. Þeirra börn: 1) Minning um kæra móður mun okkar styrkja geð, svo hjálpi Herrann góður héma sem deildi og réð. Herrann sem líf móður leiða vann langt inn á aðrar brautir, sendi oss líkn með sorgum hann sem létt getur kvöl og þrautir. Hlú þú að veikum hlynum, hlífþeim er sorginslær, líkn hennar lifandi vinum, leiði þá hönd þín kær. (Páll Sigurjónss.) Elsku mamma okkar. Við þökkum Guðmundur Páll, f. 9.11. 1976, sambýlis- kona Eva Karen Guðbjörnsdóttir, f. 10.12. 1979, þeirra sonur Daníel Freyr, f. 1999, fyrir á hann Dagbjörtu Heiðu, f. 1998. 2) Sigríður Anný, f. 25.7. 1978, sambýlismaður Júl- íus Rafn Júlíusson, f. 1976, þau eiga eina dóttur, f. 1999, ós- kírð, fyrir á hún Marlenu Valgerði Jagúsíak, f. 1996. Sambýlismaður Valgerðar frá 1982 Sigurbergur Stefán Kri- stjánsson lést af slysförum 1991. Þeirra börn: Kristján Gísli, f. 3.10. 1984, og Grétar, f. 30.5. 1990. Eft- irlifandi eiginmaður Valgerðar er Sigmundur Felixson, f. 15.3.1950. Þau hófu sambúð 1996 og giftu sig 15.8.1998. Utfór Valgerðar fer fram frá Seljakirkju á morgun, mánudag- inn 6. desember, og hefst athöfnin klukkan 13.30. þér allt sem þú hefur verið og veitt okkur. Þinn kærleikur er gjöf sem aldrei gleymist. Geymi þig góður Guð. Börnin þin. Elsku Valgerður, ég trúi því varla enn að þú sért farin. Mér finnst sem það hafi verið í gær að ég sat og spjallaði við þig um lífíð og tilver- una, en það var eitthvað sem við gerðum oft. Ég var 11 ára þegar ég kynntist henni Siggu Anný og þá þér um leið. Hjá þér vora dyrnar alltaf opnar, á nóttu sem á degi, og stend ég ávallt í þakkarskuld við þig fyrir það. Ég man ekki til þess að hafa séð langar mig til þess að þessar línar birtist á þeim degi, í minningu hennar, en þær eru aðeins örlítið brot af þeim sjóði sem ég geymi. Þessa dagana reikar hugurinn aftur í tímann þegar við sem telpur sátum við eldhúsborðið hjá annarri hvorri okkar og skiptumst á glans- myndum, dúkkulísum og leikara- myndum, og við sem ungar konur, tæplega tvítugar, áttum okkar fyi'stu börn með tveggja mánaða millibili og spásseruðum á góðviðr- isdögum saman í bæinn með barna- vagnana. Imma og Sigga, svo oft nefndar í sama orðinu og oft vissi fólk sem nauðaþekkti okkur ekki, hvor var hvor, og hefur jafnvel komið fyrir fram á þennan dag. í gegnum tíðina leituðum við hvor til annarrar í blíðu og stríðu, og Imma fann alltaf ráð sem dugði og hennar góðu ráða held ég að öll hennar fjöl- skylda hafi fengið að njóta. Hún var einstök móðii' og amma. Imma eignaðist þrjár mannvæn- legai' dætur með fyrri eiginmanni sínum, Hilmari Agústssyni frá Hafnarfirði. Hann andaðist langt um aldur fram, rúmlega fertugur. Nokkrum árum seinna kynntist hún seinni manni sínum, Hafsteini Guð- jónssyni, sem reynst hefur dætrum hennar og dætrabörnum sem besti faðir og afi, svo til fyrirmyndar má teljast. Þau hjón voru höfðingjar heim að sækja. Imma hafði mjög gaman af því að vera innan um fólk og naut sín þá vel hennar leiftrandi kímni og skemmtilega frásagnar- gáfa, sem henni var gefin í svo rík- um mæli. Hún var hnarreist og höfðingleg og sópaði af henni hvar sem hún fór. Hennar er sárt saknað af öllum sem henni kynntust, en við getum huggað okkur við það að hún fékk að fara þjáningarlaust á sínu eigin heimili í öimum eiginmanns síns. Enda þótt það sé sárt fyrir þá sem eftir lifa, kýs ég að líta á það sem einskonar umbun af hálfu forsjón- arinnar eftir vel unnið ævistarf. Að lokum þakka ég minni kæru vin- þig í súru skapi lengur en í nokkrar mínútur enda man ég þig sem yndis- lega manneskju sem var stöðugt brosandi og að stríða öðrum. Og það var ekki sjaldan sem maður varð fyrir stríðninni í þér. Líf þitt var sjaldan dans á rósum eins og við sem þekkjum þig vitum vel. En elsku Valgerður, ef einhver hefði átt skilið hamingjuríkt og áhyggjulaust líf þá hefði það verið þú. Sama hvað á gekk stóðstu alltaf og studdir þína nánustu jafnvel þótt þú vissir betur. Þér fannst að hver og einn ætti að læra af sínum mis- tökum og er það aðeins einn gullmoli sem ég hef frá þér meðferðis út í líf- ið. Það var fyrir réttu ári að allt virt- ist ganga þér í haginn, þú giftist frá- bærum manni og fékkst fregnir af barnabörnum sem senn kæmu í heiminn, meiri hamingju er varla hægt að öðlast. Þá komu fregnirnar um veikindi þín og ætlaði ég ekki að trúa því, ekki hún Valgerður, hún er alltaf svo hress. Við það að vita að þú sért farin veit ég að lífið fer ekki allt- af eins og við höldum og vil ég þakka Guði fyrir þann tíma sem ég fékk með þér hér á jörð. Þú varst einstök vinkona og fyrirmynd mín í svo mörgu. Takk fyrir allt. Ég sendi einnig mínar dýpstu samúðaróskir til þeirra Siggu, Gumma, Kristjáns, Grétars og Evu Karenar. Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar, svo er það Simmi - Guð blessi þig og styrki á þessum erfiðu tímum. Dísa. Elsku Valgerður mín. Það er ótrúlegt að þú skulir hafa verið burtu tekin, frá fjölskyldu og vinum í blóma lífsins. Manni fannst alveg komið nóg af harmleik sem þú og þín börn hafa orðið að þola. Vegir Guðs eru órannsakanlegir og okkur mönnum trúlega ekki ætlað að skilja hann, nema að litlu leyti. Þú varst svo hamingjusöm eftir að þið Simmi fóruð að búa og giftuð ykkur í fyrra, þá héldum við að raunum lífsins væri lokið, alla vega um ókomin ár, en það reyndist nú öðru nær. Því

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.