Morgunblaðið - 05.12.1999, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 05.12.1999, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999 37 MINNINGAR " konu okkar löngu vináttu og fel hana Guði. Afram líður aldafans á engu er hægt að slaka. Eitt augnablik í ævi manns aldrei fæst til baka. (Sigríður Árnadóttir frá Svanavatni) Sigríður Eyjólfsdóttir (Sigga vinkona). Kæra Ingibjörg, með nokkrum orðum langar okkur að kveðja þig. Við kynntumst þér þegar við stund- uðum nám við Fjölbrautaskólann við Ái'múla og leiðir okkar lágu saman, þar sem við vorum sjoppust- jórar undir þinni leiðsögn. Og því- líkri konu höfðum við aldrei kynnst, svo glöð og kát, full af lífskrafti að við vorum vissar um að Ármúlaskóli myndi hafa þig lengur hjá sér. En svo kom kallið og þú hefur lagt upp í ferðalagið, sem fyrir okkur öllum liggur að lokum og er okkur Ijúft að minnast allra góðu stundanna sem við áttum í litlu sjoppunni. Að lok- um viljum við koma þökk til þín frá útskriftarnemum vorið 1999 fyrir alla hjálpina í garð okkar. Takk fyrir allt saman. Fjalladrottning móðir mín! mér svo kær og hjartabundin; sæll ég bý við brjóstin þín, blessuð aldna fóstra mín! Hér á andinn óðul sín öl!, sem verða á jörðu fundin. Fjalladrottning, móðir mín, mér svo kær og hjartabundin! Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga! Engið, fjöllin, áin þín - yndislega sveitin mín! heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga! (Sig. Jónsson frá Arnarvatni.) Eva Ásgeirsdóttir, Bryndís Mjöll Sævarsdóttir. virðast engin takmörk sett hvað er lagt á suma. Þú greindist með bráðahvítblæði í vor. Lyfjameðferð gekk vel og þú varst alltaf svo bjartsýn og dugleg með dyggan stuðning eiginmanns sérstaklega og fjölskyldunnar. En það dugði ekki til. Þér var ætlað annað hlutverk. Við vorum miklar vinkonur alla tíð, fyrst i skólanum til margra ára, skrifuðumst á, hittumst og gerðum að gamni okkar. Þegar við Sveinn bróðir þinn fórum að vera saman þá varst þú mikið ánægð með það, það væri sko gáfulegra heldur en vera með einhverjum öðrum. Ég trúi því varla að við eigum aldrei eftir að hlæja saman. Við áttum svo margt ógert sem við vorum búnar að skipuleggja. Mér fínnst að ég hafi misst hluta af sjálfri mér með þér. Minningin verður aldrei frá okkur tekin sem þekktum þig. Ósk mín til eiginmanns þíns og barnanna um ókomna framtíð er þessi: Verði ávallt gatan greið, gæfu til að hljóta. Gifta ríki á lífsins leið, ljóma dagsins njóta. Elsku Simmi, Guðmundur Páll, Sigga Anný, Kristján Gísli, Grétar, aðrir ættingjar og vinir. Innileg- ustu samúðarkveðjur til allra með Guðs blessun og styrk. Elsku Valgerður, hafðu hjartans þökk fyrir samveruna. Við sjáumst þótt síðar verði, hvíl í friði og friður Guðs þig blessi. Þín Sigurbjörg Elimarsdóttir. Handrit afmælÍB- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. BJORN JÓNASSON + Björn Jónasson fæddist í Reykja- vík 12. september 1928. Hann lést á líknardeild Land- spftalans mánudag- inn 29. nóvember. Foreldrar hans voru Jónas Björnsson, f. 13. júní 1897, d. 22. apríl 1983, og Dag- björt Oktovía Bjarna- dóttir, f. 21. okt. 1896, d. 19. janúar 1969. Systkini Björns eru Sigríður, f. 11. nóv. 1923, ída, f. 21. maí 1925, Ilerdís Bjarney, f. 3. ágúst 1926, Ágúst Frankel, f. 21. júlí 1930, og hálfbróðir Karl Ottó Karlsson, f. 5. sept. 1920. Fósturs- ystir (systurdóttir) Díana Nancy Herberts, f. 27. maí 1943. Hinn 5. júlí 1950 kvæntist Björn Sesselju Einarsdóttur, f. 29. sept. 1928, d. 9. júní 1972. Foreldrar hennarvoru Einar Þorsteinsson, f. 8. des. 1870, d. 7. maí 1956, og Helga Guðmundsdóttir, f. 10. júií 1886, d. 22. mars 1948. Börn Björns og Sesselju eru: 1) Einar Helgi, f. 19. júlí 1948, börn hans; Margrét Huld, f. 5. jan. 1973, maki Árni Þór Jóns- son, barn þeirra, An- íta Rún, f. 29. maí 1995, Helga Björk, f. 15. ágúst 1973, og Ágúst Freyr, f. 23. janúar 1979. 2) Dag- björt, f. 2. nóv. 1950, börn; Leon Sebran Kemp, f. 11. maí 1972, og Joseph Björn Kemp, f. 26. maí 1977. 3) Herdís, f. 5. júní 1953, maki Bjarni Geir Alfreðsson, f. 30. maí 1951, börn; Rakel Guðrún Magn- úsdóttir, f. 2. okt. 1973, Björn Salvador Kristinsson, f. 6. okt. 1978, og Bjarney Bjarnadóttir, f. 6. feb. 1992. Björn starfaði á sinum yngri ár- um við sjómennsku og við stjórn- un vinnuvéla en siðustu árin sem verkstjóri hjá Eimskip. Útför Björns fer fram frá Foss- vogskirkju á morgun, mánudag- inn 6. desember, og hefst athöfnin klukkan 15. Það er mér afar erfítt að setjast niður og skrifa minningargrein um jafn góðan og elskaðan mann sem hann tengdó minn var, en oft reynist það besta leiðin til að vinna sig frá sorg og eftirsjá. Það sem mér er efst í huga er ég horfi til baka er að það hefur aldrei slegið skugga á okkar samband þrátt fyrir það að við vær- um afar ólíkar persónur. Á síðustu árum tók tengdó þátt í öllu því sem við hjónin vorum að brambolta en hann valdi að kalla það „geggjaðar hugmyndir“. Þrátt fyrir veikindi sín kvartaði tengdó aldrei og oft gekk hann að sjálfum sér í vinnu án þess að láta aðra finna fyrir því. Stutt var í húmorinn hjá tengdó og minnist ég þess þegar hann og fleiri opnuðu veð- banka á upplýsingatöflunni á BSI, en þar stóð, „hvort kallinn (ég) væri orð- inn 100 kg eður ei“ og skildi ég þá að þetta voru vinsamleg tilmæli frá hon- um um að ég ætti að fara í megrun sem stendur að vísu enn. Þegar ég spurði hann hvort þetta væri hans verk þá hnippti hann í Óla Hauk og glotti á sinn einstaka hátt. Það er söknuður í hjörtum fólksins sem starfar í Árnesti og BSÍ, en þar gekk hann undir nafninu „tengdó", svo tengdur var hann öllu okkar fólki. Það gekk nú stundum svo langt að sölumenn komu og heyrðu jafnvel fjóra starfsmenn kalla á hann undir nafninu tengdó og fór svo að hjá mörgum þeirra gekk hann ætíð undir því nafni. Þegar ég tók yfir rekstur Ámestis var tengdó mættur, þegar ég tók við rekstri BSI var hann mættur og þannig hefur það einnig verið þegar við Herdís höfum verið í flutningum alltaf var hann boðinn og búinn til að hjálga enda kunni hann ekki að segja nei. í veikindum hans dró verulega úr starfsorku hans en oft komu góðir dagar á milli og þannig var um síð- ustu páska þegar við vorum að breyta í Árnesti. Ekki var að því að spyrja, hann var mættur til að hjálpa og ekki kvartaði hann, frekar vann hann upp verk annarra ef því var að skipta. Það má nú segja um mig að ekki hef ég verið mikill maður til hreyfing- ar og útiveru en þessu tókst nú mín- um ástkæra tengdafóður að breyta.. Hann hafði sérstaka lagni á því að fá mig til að gera vissa hluti eins og að yrkja garðinn og slá en það gerði hann með athugasemdum eins og: „Bjarni ég held að maðurinn við hlið- ina sé farinn að slá hjá sér.“Sama má segja um veiðiskapinn sem hann hafði gaman af, svo ekki sé talað um jeppadelluna sem hann kom inn hjá mér, en bílar og bílaviðskipti voru sérstakur kafli í okkar vinskap. Alltaf þegar við fórum að skoða bíla þá hafði hann þann skrítna ávana að sparka fast í dekk bílana og gera síð- an athugasemd um þá í framhaldi af því. Skemmst er að minnast þess þegar við skoðuðuðum jeppa einn fyrir okkur hjónin og hringdum í Herdísi til að segja henni að við vær- um búnir að finna þennan fallega svarta jeppa til kaups sem síðan reyndist vera grænn á lit enda vorum við báðh- litblindir. Þegar komið var að samningaviðræðum um verð þá hvarf tengdó alltaf af vettfangi enda þoldi hann illa að hlusta á aðfarir mínar við bílasala. Hvað veiðiskapinn varðar þá kom hann þeirri dellu inn hjá mér með því að gefa mér stöng, síðan hjól og ann- an búnað sem þarf til þess að stunda veiðar. Þetta hafði þau áhrif á mig að áður en ég vissi, var stöngin komin í ána og hann við hlið mér. Um daginn tók ég eftir því að ég var farinn að setja handklæðið mitt og sundskýlu yfir höfuðpúðann á bílnum mínum en það var einn af þeim háttum sem hann hafði á. Það var ekki bara það að sundfötin ættu að vera klár í bíln- um, því sama gilti um veiðigræjurnar og skíðin, allt átti að vera klárt ef tækifæri gæfist til þess að stunda uppáhalds sportið. Samband Herdísar og tengdó var mjög náið og fullt af kærleika og ást svo fólk tók eftir því, það sama má segja um samband hans við hana Bjarney okkar sem nú saknar afa mikið. Hvað hana varðar þá tókst tengdó að gera það sem engum hefði tekist, en það var að gera okkur Bjarney að „ný-KR-ingum“ og fór Bjarney á alla heimaleiki KR í sum- ar. Ég er einnig viss um að á dagskrá tengdó var að koma skíðunum á lapp- irnar á mér og er ég viss um að ef honum hefði enst aldur til þá hefði það tekist fyrr en síðar. Égbið Guð að blessa Herdísi mína, Dagbjörtu, Einar og aðra ættingja og vini við fráfall þessa öðlings sem tengdó var og megi Guð varðveita minninguna í hjörtum ykkar. Ég veit að algóður Guð hefur tekið á móti þér, tengdapabbi minn, á þeim stað sem engir sjúkdómar eru og ég veit að við hittumst að nýju. Blessuð sé minning Björns Jónas- sonar. Bjarni Geir. Elsku Búddi. „Einstakur" er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólargeisla eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur" lýsir fólki sem stjómast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og þeirra skarð verður aldrei fyllt. „Ein- stakur" er orð sem best lýsir þér.“ (Jerri Fernandez). Hvíldu í friði. Kolbrún Jóhannsdút tir, Sigmar B. Ámason. Mánudaginn 6. desember verður borinn til grafar góður drengur, fé- lagi og vinur, hann Búddi. Kynni okk- ar hófust um 1985 er ég fór að starfa í kringum Eimskip. Þar hitti ég fyrir kurteisan, glettinn og lipran skeggj- aðan mann, fljótlega fékk ég að vita að þetta var hann Búddi. Osjálfrátt laðaðist ég að honum og leitaði oftast til hans, vegna starfs míns, með að fá lausn minna mála, í stóru sem smáu. Aldrei man ég eftir því að fá annað viðmót en lipurð, og oftar en ekki fylgdi glettni og spaug með í kaupbæti. Það var svo ekki fyrr en árið 1991 að ég kynntist Búdda fyrir utan vinn- una. Þá fór ég að ferðast með jeppa- klúbbnum Eimujeppum sem Búddi og fleiri aðilar höfðu sett á stofn. Þá fyrst fékk ég tækifæri til að kynnast hans innri manni. Ekki minnkaði virðing mín fyrir honum við það. Þessi ábyi'gðarfulli, en þó létti félagi, var og verður alltaf einstakur í mín- um huga. Jeppinn var hans líf og yndi og hafði hann unun af því að ferðast um hálendið og skoða landið. Engin ferð var farin án Búdda - því hann hafði það mikilvæga hlutverk með höndum í ferðunum að sjá um að grilla ofan í mannskapinn. Hvort sem var í stór- hríð eða sólskini, alltaf stóð Búddi vaktina við grillið. Hans skarð verður vandfyllt. Síðasta jeppaferðin sem við fómm saman í var sumarið 1998 er við ás- amt fleirum góðum félögum fórum í langferð norður fyrir jökla. Þá ferð var Búddi búinn að skipuleggja lengi og tilhlökkunin var mikil. I þessari ferð kom í Ijós að Búddi gekk ekki heill til skógar, en ekki var vitað þá hversu alvarleg veikindi hans voru. Alltaf gerði hann sem minnst úr þess- um veikindum sínum og vildi sem minnst um þau tala. Þrátt fyrir að hann væri fársjúkur fékk hann bróð- ur sinn og son til að koma með sér dagsstund inn í Þórsmörk sl. vetur til að hitta okkur félagana í Eimujepp- um. Þetta sýndi vel æðruleysi hans og viljastyrk í veikindunum. Ég og Anna viljum þakka þér, vin- ur, fyrir þá allt of stuttu samleið sem við áttum saman í lífinu. Við sem átt- um eftir að fara í svo margar ferðir saman. Það mun ekki verða, en við erum þess fullviss að þú munt samt sem áður fylgja okkur á þinn hátt. Elsku Herdís, Einar, Dagbjört og aðrir ástvinir, innilegustu samúðar- kveðjur frá okkur Önnu. Gunnar Þór Árnason. Fallinn er frá traustur og góður drengur. Fallinn fyrir sjúkdómi sem hann barðist hetjulega við. Við hjónin kynntumst Búdda, eins og hann var kallaður í okkar hópi, á vinnustað okkar Hf. Eimskipafélagi íslands í Reykjavík. Búddi var ein- stakur persónuleiki. Hann var yfir- vegaður og skipti afar sjaldan skapi og var alltaf jákvæður. Hann var bæði áreiðanlegur og samviskusam- ur og væri Búddi beðinn um að taka að sér ákveðið verkefni, þá þurfti ekki að hugsa um það meir, það var sama sem afgreitt. Síðustu árin sem Búddi vann hjá Eimskipi, en hann lét af störfum sakir aldurs, þá sá hann um alls kyns þjónustu á umráðasvæði Eimskips í Sundahöfn. Þessi verkefni voru mörg og komu úr ýmsum áttum og mörg hver ekki auðveld úrlausnar. Búddi var þúsundþjalasmiður og*~ góður verkmaður, en honum leiddist öll skriffinnska. Einu sinni sem oftar hafði Búddi mikið að gera og verk- efnin mörg. Þá var hann beðinn um að skrifa niður verkefnin til að ekkert gleymdist, en hann svaraði að bragði að miðanum gæti hann týnt en hausnum ekki. Búddi var einn af stofnendum jeppaklúbbsins Eimujeppar og einn af burðarásum þess klúbbs til dauða- dags. Hann hafði mjög mikinn áhuga á fjallaferðum og var mikill útilífs- maður, gekk á skíðum og á fjöll í sín- um frístundum. Jeppaklúbburinn vai' hans líf og yndi. Hann var allt í öllu, hann var yfirkokkur klúbbsins og hafði umsjón með öllum þeim búnaði sem klúbburinn hafði yfir að ráða. Búddi var með í öllum ferðum klúbbsins á meðan heilsan leyfði og var hrókur alls fagnaðar í þessum ferðum. Skarð hans í þessum félags- skap verður seint fyllt og margir munu sakna þessa góða félaga sem öllum þótti vænt um. Minningarnar um Búdda munu lifa og verða rifjaðar upp um ókomin ár úr myndasafni fjölskyldunnai'. Búddi hefur farið sitt síðasta ferðalag í þessum heimi og við óskum þess að hann geti nú ferðast í nýjum heimi án takmarkana. Við hjónin þökkum fyrir það tækifæri að fá að kynnast Búdda, þessum ósér- hlífna, brosandi og glaða manni og þökkum þær ánægjustundir sem við áttum saman. Við vottum vinum og ættingjum hans okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Bjöms Jónas- sonar. Hólmfriður Pálsdóttir, Svavar Ottósson. Hér sit ég og sakna þín sárt, elsku afi minn, því nú ert þú horfinn á brott úr lífi okkar. Mér þykir leitt, elsku afi minn, hvað við kynntumst seint, en þær stundir sem við áttum saman era mér ómetanlegar. Ráðin og hvatningarn- ar sem þú veittir mér verða veganesti um ókomna tíð. Minnisstæðast er mér hvað þú varst lífsglaður maður, vildir öllum vel og varst alltaf tilbúinn til þess að rétta öðrum hjálparhönd. Þú varst alltaf stoltur af mér og talaðir mikið um það. Við áttum mjög góðar stundir á Fljótt og Gott þar sem við unnum saman. Þú varst svo ungur í anda að fæstir trúðu því að þú værir afi minn. Síðastliðið föstudagskvöld þegar ég kom til þín lástu í rúminu svo kval- inn og veikur. í smástund rankaðir þú við þér og sýndir mér viðbrögð um gleði, loksins var Rakel komin. Þótt ekki hafi verið mikið um orð þá litlu stund sem við áttum saman, þá sögðu augun þín allt sem þurfti að segja. Elsku afi minn, ég hugsa mikið til þín og ég veit að þér líður nú vel. Ég sakna þín sárt. Ég veit að þú munt halda áfram að fylgjast með mér þó að þú sért farinn. Mér þykir rosalega vænt um þig og ég mun geyma þig í hjarta mér. Rakel G. Magnúsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugi-ein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.