Morgunblaðið - 05.12.1999, Side 40
40 SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Sjöfn Egilsdóttir
fæddist í
Reykjavík 31. júlí
1937. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 24. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Egill H. Jónsson,
bakarameistari, f.
8.11. 1912, d. 30.12.
1972 og Soffía
Bjarnadóttir, f.
, 18.2. 1907, d. 27.1.
1987. Systkini
Sjafnar eru: Guðjón
Agnar Egilsson, f.
3.12. 1932, Sigurbjörn Egilsson,
f. 1.12. 1941, Egill Egilsson, f.
8.12. 1944 og Bjarni Egilsson, f.
7.2. 1946.
Eftirlifandi eiginmaður Sjafn-
ar er Gunnar Már Hauksson,
bankamaður, f. 2.8. 1937. Þau
giftust 8.11. 1958. Þeirra börn
eru: a) Brynja Gunnarsdóttir, f.
9.12. 1958, maki Eirik Liland.
Börn þcirra: Gunnar, f. 2.12.
1984, Óðinn, f. 16.11. 1988 og
Eva, f. 8.5. 1993. b) Haukur
Gunnarsson, f. 6.8. 1960, maki
Auður Lilja Arnþórsdóttir. Börn
þeirra: Sólveig, f. 19.3. 1983,
Gunnar Már, f. 16.9. 1989 og
Hvað getum við sagt? Hvað getum
við gert? Hvemig reiðir okkur af?
Þessar spumingar bijótast um í hug-
um okkar. Við fyllumst reiði og sorg,
við eigum svo erfitt með að sætta
okkur við að hún Sjöfn sé horfin frá
okkur.
Hvernig verður vinahópurinn,
badmintonhópurinn okkar, þegar
fcsvona stórt skarð er höggvið í hann.
Hún var einstök kona með stóra
sál og stórt hjarta. Alltaf var nóg
pláss í Urðartúni hjá Sjöfn og Gunn-
ari, hvort sem komu þar ungir eða al-
draðir. Það var henni mikils virði að
vera í húsinu sínu svo börnin og
bamabömin gætu átt þar athvarf
þegar þurfti með.
Fyrir allmörgum ámm stofnuðum
við badmintonhóp sem samanstóð af
fjórum ungum mönnum og eiginkon-
um þeirra. Þeir spiluðu saman af eld-
móði áram saman.
Lífið var ljúft og við ferðuðumst
mikið saman og kenndum bömunum
okkar hvað gaman var að búa í tjöld-
um á sumrin. Þegar ungu mennimir
-jfjórir bættu á sig áram dró úr hlaup-
unum með badmintonspaðana, samt
var hópurinn síungur og bundumst
við enn sterkari böndum. Fóram við
nú að halda aðalfundi badmintonfé-
lagsins eina helgi á sumri þegar nótt-
in var björtust og var það mikið til-
hlökkunar-efni að gista saman í
sumarhúsum. Ur þessum ferðum
eigum við góðar, ógleymanlegar
minningar, sem enginn tekur frá
okkur. Við gætum sagt svo ótal
margt en það látum við ógert því það
gæti fyllt heila bók, enda era slíkar
minningar bara milli vina.
Við verðum að halda áfram göngu
lífsins sem okkur var ætluð. Við verð-
um að sætta okkur við lífið í sínum
.breytileika. Við skulum reyna að
r gráta ekki, því hún Sjöfn hefði ekki
viljað það.
Nú er hún farin fyrst af okkur til
nýrra heima sem við ekki þekkjum.
Hún var aldrei hrædd við að kanna
eitthvað nýtt og leiðbeina okkur hin-
um. Slíkt æðraleysi sem hún sýndi
þegar augljóst var að hverju stefndi
var einstakt. Hún tók einn dag í einu
og gerði það besta sem hægt var
hveiju sinni.
Elsku Gunnar Már, Hörður, Egill,
Soffía, Haukur og Brynja, við vonum
að góður Guð styrki ykkur og fjöl-
^skyldurnar ykkar og huggi í þessari
miklu sorg.
Við skulum muna að ekkert él er
svo dimmt að ekki birti upp um síðir.
Badmintonhópurinn.
Fallin er lrá mannkostakona í
blóma lífsins. Ótrúlegt hvað skammt
áer milli lífs og dauða. Ekki hvarflaði
Vala, f. 13.2. 1992.
c) Soffía Gunnars-
dóttir, f. 3.9. 1964,
maki Filippo de
Esteban. Þeirra
synir: Vincent Már,
f. 2.10. 1988 og
Marcel Þór, f. 27.8.
1990. d) Egill Gunn-
arsson, f. 9.2. 1966,
maki Gígja Svavar-
sdóttir. Þeirra
börn: Þóra Björg
Gígjudóttir, f. 9.5.
1987, Sjöfn, f. 22.5.
1995 og Svavar, f.
21.2. 1997. e) Hörð-
ur Gunnarsson, f. 7.8. 1968,
maki Doris Juchli.
Að loknu gagnfræðaprófi hóf
Sjöfn störf hjá Verzlun Gunn-
þórunnar Halldórsdóttur. Árið
1956 var hún við enskunám í
London. Hún var heimavinnandi
húsmóðir í 25 ár. Eftir að hafa
komið börnunum 5 á Iegg hóf
hún störf á endurhæfingardeild
Landspítalans þar sem hún
starfaði til dauðadags.
Jarðarför Sjafnar verður gerð
frá Langholtskirkju mánudag-
inn 6. desember og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
að mér, þegar ég hitti Sjöfn síðast, að
svostuttværieftir.
Hún bar sig alltaf vel og kvartaði
aldrei þótt þjáð væri.
Við Jón höfum notið þeirrar gæfu
að eiga Gunnar og Sjöfn í hópi okkar
nánustu vina í 40 ár. Vinahópurinn,
sem kallar sig gjarnan „Ungmenna-
félagið“, hefur átt saman óteljandi
yndislegar samverastundir. Ég
minnist sumardaga, þegar börnin
okkar vora lítil, og „Ungmennafélag-
ið“ heimsótti okkur í Laufás. Allir
hjálpuðust að við heimilisstörf og
heyskap í veðurblíðunni. Þá var líka
rennt fyrir lax eða siiung í Fnjóská.
HvflDdr dýrðardagar.
Eftir að við fluttum suður var farið
í útilegur og útiverannar notið.
I þrjá áratugi hefur hópuninn okk-
ar sótt leiksýningar saman og farið
síðan heim til einhvers okkar á eftir,
spjallað um leikverkið eða hvað ann-
að yfir kaffibolla og krásum.
Síðustu árin höfum við að auki far-
ið á tónleika saman okkur öllum til
mikillar ánægju.
Margra stunda minnumst við úr
Urðartúni með gleði og þakklæti.
Matarboðin þar vora í sérflokki, þar
réð frumleiki, gleði og einstök matar-
gerðarlist. Þau hjónin vora einstak-
lega samhent í öllu sem þau tóku sér
fyrir hendur og samlíf þeirra kær-
leiksríkt. Það er mannbætandi að
umgangast slíkt fólk og eiga vináttu
þess.
Fátt er meira virði í lífinu en sönn
vinátta. Vinátta Sjafnar var heil og
sönn.
Hún var óvenju vel gerð kona á
alla lund, gáfuð, hugmyndarík, heil-
steypt, réttsýn, glaðlynd og bjartsýn.
Ég bið góðan Guð að styrkja
Gunnar, bömin þeirra og alla ástvini.
Þau hafa misst mikið.
Hanna Pálsdóttir.
Augnfró, umfeðmingsgras, engja-
rós, lækjardepla og dúnurt era dæmi
um falleg nöfn á jurtum, sem við get-
um fundið á sumardegi, ef við leitum
á réttum stöðum utan við alfaraleið.
Þar lifa þær lífi sínu sumarlangt,
bera blóm sín og fræ og lúta síðan í
gras að hausti, seint eða snemma eft-
ir því hvemig vetur sest að.
Er það ekki við hæfi, að þessi ynd-
islegu blóm með þeirra fögra nöfnum
skuli læðast djúpt að úr minni mínu,
þegar ég vil minnast Sjafnar Egils-
dóttur, vinkonu okkar hjóna til ára-
tuga? Hún var þess konar blóm.
En Sjöfn var einnig merk myndar-
kona, sem skilaði miklu ævistarfi,
þótt ævi hennar yrði ekki lengri.
Fimm uppkomin börn þeirra Gunn-
ars Más og fjölskyldan öll era til
marks um það.
En við vinirnir, sem fylgdumst
með þessari frjóu og gefandi fjöl-
skyldu, bæði álengdar og nær, eign-
uðumst hlutdeild í skemmtilegri ver-
öld. Ætíð var hlutur Sjafnar lagður
til mála með slíku hæglæti en jafn-
framt alúð og hlýju, að öllum leið vel.
Nú hafa hörð og ótímabær haust-
hret fellt þetta blóm okkar. Við, sem
eftir eram getum ekkert gert nema
strengt þess heit að leita uppi falleg
blóm í haga næsta sumar, ef við þá
eigum þess kost, og láta í þeim lifa
minninguna um þessa elskulegu
konu, sem við höfum verið svojgæfu-
söm að eiga vegferð með. Eg og
Bergljót kona mín deilum söknuðin-
um með öllum þeim, sem Sjöfn Egils-
dóttur hafa kynnst og sendum Gunn-
ari Má og fjölskyldunni allri okkar
einlægustu samúðarkveðjur. Megi
þeim gefast styrkur til að takast á við
þann harm, sem að þeim er kveðinn.
Jón Sigurðsson.
Þau era orðin yfir fjöratíu árin síð-
an við kynntumst Sjöfn Egilsdóttur,
bakaradóttur af Öldugötunni. Hún
var þá orðin kærastan hans Gunna
Más og upp frá því hófust löng og góð
kynni. Við hittumst oft, fóram í bíó
saman og létum okkur dreyma um
framtíðina. Það var svo á haustdög-
um ársins 1958 að við fréttum að þau
Sjöfn og Gunni hygðust ganga í
hjónaband hinn 8. nóvember sama
haust. Þetta gladdi okkur mjög því
við höfðum einnig tekið ákvörðun um
giftingu á þeim sama degi. Þetta
gekk síðan eftir og þar með varð 8.
nóvember dagurinn okkar allra sem
við síðar á lífsleiðinni héldum ævin-
lega hátíðlegan. Við hittumst jafnan
til skiptist heima hvort hjá öðra á
þessum degi og þegar vora stóraf-
mæli var haldið til Parísar og London
en frá þeim góðu stundum era til
myndir af okkur öllum saman, teknar
með sjálfvirkri myndavél á þrífæti.
Hversdagslífið sneristum að Sjöfn
og Gunni ólu upp sín fimm börn en
við okkar þrjú. Þegar við bjuggum í
New York þá komu Sjöfn og Gunni
með yngra settið, Egil og Soffíu, og
vora nærri okkur í nokkra mánuði.
Eftirminnilegustu samverustundirn-
ar vora samt í Sveðjukoti við Langá í
gamla daga og Hólaskjóli á síðari ár-
um. Svona hefur þetta alltaf verið og
nú er einn stofninn úr þessum hópi
fallinn langt fyrir aldur fram.
Við héldum í vonina um að Sjöfn
myndi sigra sjúkdóminn á sinn
hljóða og hógværa hátt, eins og hún
hafði áður gert fyrir allmörgum ár-
um. Hún var prúð og hæversk í fasi
og hin mesta hófsmanneskja til orðs
og æðis en hún hafði ríka kímnigáfu
og hafði gaman að græskulausu
gríni. Hún var húsmóðir á stóra
heimili þar sem alla tíð var mikill
gestagangur. Við minnumst af
hlýhug hversu gaman var að koma í
kvöldkaffi á Stýrimannastíginn í
gamla daga og seinna í Urðartúnið.
Þá var oft þröng á þingi við kaffiborð-
ið og víst að margir eiga margar góð-
ar minningar frá þessum dögum.
Við vottum Gunna og fjölskyld-
unni okkar innilegustu samúð. Bless-
uð sé minning Sjafnar Egilsdóttur.
Lára og Þorgeir.
Það mun hafa verið vorið 1958 sem
Sjöfn Egilsdóttir kom inn í líf okkar,
fjölskyldunnar í Urðartúni við Laug-
arásveg. Sjöfn og Gunnar bróðir okk-
ar vora nákvæmlega jafngömul og
við yngri systkin hans voram hug-
fangin af þessari verðandi mágkonu
okkar. Hún var falleg stúlka, grann-
vaxin, skolhærð og bláeyg, hlédræg
og svolítið seintekin, en glettin, hlý
og umhyggjusöm þegar komið var
inn úr skelinni. Við höfðum eignast
hjartfólgna stóra systur.
Áður en varði vora Gunnar og
Sjöfn búin að leigja sér íbúð vestur á
Stýrimannastíg, stofnuðu þar heimili
og eignuðust hvert barnið á fætur
öðra. Það var mikið ævintýri að fylgj-
ast með þessum litlu, myndarlegu
frændsystkinum okkar þegar þau
vora að vaxa úr grasi og unun að sjá
hvemig Sjöfn sinnti þeim á sinn
kyrrláta hátt. Það var eins og hún
hefði aldrei gert annað en að annast
ungbörn.
Þegar þau fluttust síðan í Urðar-
tún vora börnin orðin fimm að tölu og
mikið líf og fjör í bænum. Geta má
nærri að í svo stóram systkinahópi
yrðu árekstrar og þyrfti bæði að
stilla til friðar og um leið leyfa hverju
að njóta sín á sinn hátt. Rólegt og
ákveðið var þessum fimm grislingum
kennt að taka tillit hver til annars.
Það var til dæmis í minnum haft
hvernig stríðni elsta sonarins var
haldið í skeíjum. Þar sem hann gat
alls ekki stillt sig um að stríða litlu
systkinum sínum var þeirri reglu
komið á að hann mætti bara stríða
þeim á fimmtudögum! Þetta var eitt
dæmi um þá glettni og það rólyndi
sem einkenndi barnauppeldið.
Þegar við sjálf stofnuðum heimili
var ekki ónýtt að eiga Sjöfn að. Það
var sama hvert vandamálið var, ef
bömin vora að gera manni lífið leitt,
ef stórveisla var í uppsiglingu eða ef
eitthvað hafði farið úrskeiðis við mat-
seldina eða kökubaksturinn, var æv-
inlega hringt í Sjöfn og hún gaf góð
ráð. Og fyrir kom að hún tók systur-
böm Gunnars í fóstur þegar á þurfti
að halda, t.d. vegna utanfara og nutu
krakkarnir þess út í æsar. Öllu tók
hún af þeirri ró og jafnaðargeði sem
einkenndi hana. Ef henni hins vegar
þótti við ganga of langt lét hún okkur
ekki vaða yfir sig.
Gunnar og Sjöfn voru þrítug búin
að eignast öll sín börn og 15 árum
seinna voru ungamir famir að fljúga
úr hreiðrinu. Þá hófst nýr kapítuli í
lífi þeirra þegar þau gátu farið að
sinna sínum eigin áhugamálum. Þau
voru mjög samrýnd og einstaklega
góðir félagar alla tíð og áttu samleið í
öllu sem þau gerðu. Sjöfn var sérlega
rausnarleg og ræktarsöm. Hugul-
semi hennar kom vel fram í því hve
vel hún sinnti ævinlega tengdamóður
sinni, bæði á sorgar- og gleðistund-
um.
Sjöfn var frábitin allri væmni og
tilfinningasemi og lýsti það sér vel í
veikindum hennar allt til hinstu
stundar. Hún sýndi fullkomið æðra-
leysi og reyndi frekar að styrkja og
styðja sína nánustu. Andlát hennar
er okkur öllum í fjölskyldunni óbæt-
anlegur persónulegur missir. Hún er
skyndilega hrifin burt, löngu íyrr en
nokkurn gat granað. En saman við
sorgina fléttast glaðar og góðar
minningar frá 40 ára samfylgd.
Nanna, Halla, og Þorleifur.
Það vora miklar sorgarfréttir sem
bárast okkur miðvikudaginn 24. nóv-
ember. Ekki vora það samt óvæntar
fréttir eins og veikindi Sjafnar höfðu
þróast síðustu vikur. Alltaf er samt
reynt að halda í vonina, það er svo
erfitt að sætta sig við vondu tíðindin.
Kynni okkar fjölskyldnanna era orð-
in löng. Þegar Stefán hóf störf í Bún-
aðarbanka Islands haustið 1958 var
þar fyrir frændi hans Gunnar Már.
Báðir ungu mennirnir að hefja lífs-
starfið og höfðu þá þegar fundið lífs-
föranauta sína. Þeir tóku lífinu tveim
höndum með ábyrgð og bjartsýni á
framtíðina. Sjöfn, hans Gunnars, sá-
um við fyrst þetta haust. Við hitt-
umst á málverkasýningu Jóns Þor-
leifssonar, frænda þeirra Gunnars og
Stefáns. Frá fyrstu stundu hófst vin-
átta okkar sem staðið hefur óslitið og
án nokkurs skugga öll þessi ár.
Samverastundirnar hafa verið
margbreytilegar og breyst í áranna
rás. Fyrstu árin, þegar barnahópur-
inn var í kringum okkur var farið,
ásamt fleiri vinum, í nokkrar útileg-
ur. Á þeim áram vora það líka banka-
ferðirnar og bankaskemmtanirnar
sem voru vinsælar. Alltaf voru þau
Sjöfn og Gunnar ómissandi félagar.
Á seinni áram höfum við, ásamt fleira
góðu fólki, notið þess að fara saman í
leikhús og á tónleika. Öll þessi sam-
skipti hafa gefið okkur Stefáni mikið.
Hún Sjöfn okkar hafði svo marga
góða kosti sem prýddu hana. Hún
hafði til að bera þá alúð og hlýju sem
laðaði að henni alla sem henni kynnt-
ust.
Þeirra kosta nutum við vinir henn-
ar í ríkum mæli og þá ekki síður hann
Gunnar Már, börnin þeirra fimm og
öll stórfjölskyldan. Nú þegar söknuð-
ur og tregi er okkur vinunum þeirra
efst í huga kemur einnig í hugann
þakklæti fyrir allar góðu stundimar
og árin sem við höfum átt saman.
Arnþrúður Arnórsdóttir.
SJÖFN
EGILSDÓTTIR
Kveðja frá samstarfsfólki
á Endurhæfingardeild
Landspitalans.
Sjöfn Egilsdóttir hóf störf sem að-
stoðarmaður sjúkraþjálfara á endur-
hæfingardeild Landspítalans sum-
arið 1983. Hún starfaði óslitið við
deildina þar til fyrir rúmum þrem
vikum. Starf aðstoðarmanns sjúkra-
þjálfara kiæfst þess, að sá er því sinn-
ir sé leikinn í mannlegum samskipt-
um. Hann þarf að geta sýnt þeim sem
eiga um sárt að binda samúð og skiln-
ing en jafnframt þarf hann að hvetja
þá til að takast á við verkefni þrátt
fyrir sársauka og erfiðleika. Sá vegur
sem þarna þarf að feta getur verið
þröngur og ekki alltaf auðrataður.
Sjöfn fetaði þennan veg af fullkomnu
öryggi. Hún var góður verkmaður en
það sem skipti ekki minna máli bæði
fyrir skjólstæðinga hennar og okkur,
sem með henni störfuðum, var hlýja
hennar og léttleiki sem við nutum allt
til loka. Gilti þá einu hverjir hennar
eigin erfiðleikar vora. Allt frá upp-
hafi starfa hennar hér var hún einn af
elstu starfsmönnum deildarinnar.
Fyrir yngri starfsmenn var gott að
leita til hennar og njóta góðs af lífs-
reynslu hennar, sumum okkar var
hún sem önnur móðir.
Síðustu mánuðina gekk Sjöfn ekki
heil til skógar, kraftar henn minnk-
uðu jafnt og þétt en hún stóð meðan
stætt var. Aldrei kvartaði hún þótt
okkur, sem með henni voram, dyldist
ekki að hún þurfti á öllu sínu að halda
til að ljúka dagsverkinu. Hún var
söm við sig og sýndi okkur öllum
sömu alúð og elskulegheit og hún
hafði alltaf gert.
Þau hjón Sjöfn og Gunnar vora
einstaklega samhent. Þau tóku fullan
þátt í félagslífi deildarinnar og var þá
ekkert kynslóðabil sýnilegt. Við
þökkum Gunnari fyrir vináttu í gegn
umárin.
Að leiðarlokum þökkum við fyrir
að hafa átt þess kost að starfa með
Sjöfn, njóta þess að kynnast þessari
konu sem með hógværð og ljúf-
mennsku átti sinn þátt í að skapa ör-
yggi og traust meðal starfsmanna á
endurhæfingardeildinni. Hennar er
sárt saknað.
Við sendum Gunnari, Brynju,
Herði, Soffiu, Hauki, Agli, tengda-
bömum og bamabömum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Samstarfsfólk.
Látin er, langt um aldur fram, kær
samstarfskona okkar á Endurhæf-
ingardeild Landspítalans, Sjöfn Eg-
ilsdóttir. Lát hennar bar brátt að,
hún gekk enn til fullra starfa fáeinum
dögum fyiir andlát sitt. Alvarlegur
sjúkdómur hafði fyrr á árinu tekið
sig upp, en eftir erfiða meðferð var
talið að komist hefði verið fyrir mein-
ið. Við fögnuðum því endurkomu
Sjafnar til fyrri starfa í sumar og
töldum víst að hún yrði með okkur
lengi enn. Hún er okkur mikill harm-
dauði. Sjöfn var hæglát kona en hún
hafði afar góða nærveru. Margii-
sjúklinga okkar og raunar einnig
samstarfsfólk naut lífsvisku hennar
og mannkærleika á erfiðum stund-
um. Þessu flíkaði Sjöfn ekki, við
fregnuðum það eftir krókaleiðum.
Við samstarfsfólkið sendum Gunn-
ari, börnum þeirra og öðram ástvin-
um Sjafnar okkar innilegustu samúð-
arkveðjur. Þau hafa misst mest en
ríkidæmi vinnustaðar er að eiga slíka
starfsmenn og við söknum Sjafnar
mjög.
Gísli Einarsson.
Kalliðerkomið
kommernústundin
vinaskilnaðarviðkvæm stund
(V. Briem.)
Mér flugu þessar ljóðlínur í hug
þegar ég settist niður til að skrifa
þessi fátæklegu kveðjuorð til vin-
konu okkar Sjafnar Egilsdóttur.
Kynni okkar Jórannar og Gunnars
Más og Sjafnar vora löng og náin og
það er erfitt að sætta sig við Sjöfn sé
horfin frá okkur í blóma lífsins.
í hartnær þrjátíu ár höfum við
fjórir spilafélagar hist, skemmt okk-
ur og notið góðgjörða en upp úr þess-
ari spilamennsku spratt náinn vin-
skapur milli fjölskyldnanna. Við
gerðum okkur oft glaðan dag saman
og árlega hittumst við við veiðar og
veisluhöld í Langá á Mýram Það var