Morgunblaðið - 05.12.1999, Síða 42

Morgunblaðið - 05.12.1999, Síða 42
42 SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999 P--------------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HOLMFRIÐ UR * ÞÓRHALLSDÓTTIR + Hólmfríður Þór- hallsdóttir fædd- ist i Laufási í Bakka- dal við Arnarfjörð 17. ágúst 1930. Hún lést 26. nóvember sfðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Marta Guðmunds- dóttir, f. 27. júlí 1901, d. 13. maí 1987 og Þórhallur Guð- mundsson, f. 9. febr- úar 1900, d. 30. júní 1987 og eignuðust þau níu börn. Eftirlif- andi eru: Margrét, Guðrún, Sigurður, Ragnar, Krist- björg og Guðmunda. Árið 1949 giftist Hólmfríður Ól- afi H. Jónssyni skipafræðingi, f. 27. apríl 1927, d. 24. nóvember 1984. Foreldrar hans voru Her- þrúður Hermannsdóttir húsmóðir og Jón Eiríksson skipstjóri. Börn Hólmfríðar og Ólafs eru: 1) Stein- þór, f. 8. júlí 1950. Börn hans eru Geir, f. 24. apríl 1976 og Kristín Ólöf, f. 9. nóvember 1973. Dóttir hennar er Kolfinna L. Guðnadótt- ir, f. 1. desember 1992. Sambýlis- kona Steinþórs er Guðrún Hreins- dóttir og eru dætur hennar Véný og Una Guðmundsdætur. 2) Þór- hallur, f. 15. maí 1952. Börn hans og eiginkonu hans Gróu Dagmar- ar Gunnarsdóttur eru Jón Gunn- ar, f. 27. janúar 1976 og Einar Karl, f. 19. apríl 1980. 3) Einar Jón, f. 21. aprfl 1954. Börn hans og eiginkonu hans Aðalbjargar Lúth- ersdóttur eru Ólafur Lúther, f. 15. desember 1975 og Hugi Freyr, f. 15. maí 1981. 4) Þorgeir Ólafsson, f. 18. febrúar 1956. Börn hans eru 'vElín Hrund, f. 10. maí 1973. Dóttir hennar er Diljá Helga Guðmun- dsdóttir, f. 9. desember 1997. Þóra, f. 18. aprfl 1981 og Finnur Torfi, f. 24. septem- ber 1989. Eiginkona Þorgeirs er Anna Margrét Guðjóns- dóttir og eru börn hennar Hildur Björgvinsdóttir og Haukur Björgvins- son. 5) Sigrún Ólafs- dóttir, f. 13. júlí 1963. Sonur hennar er Ólafur Jóhann Sigurðsson, f. 3. apr- fl 1987. 6) Arnar Már, f. 5. maí 1966. Börn hans og eigin- konu hans Heigu Lárusdóttur eru Ástrós, f. 31. maí 1993 og Sólrún, f. 18. janúar 1997. 7) Hólmfríður Ólöf, f. 20. aprfl 1968. Hólmfríður og Ólafur fluttust til Svíþjóðar árið 1949 og bjuggu þar í tvö ár. Árið 1955 fluttust þau til Kópavogs og bjuggu þar til æviloka að undanskildum árunum 1972-1973 er þau bjuggu á Spáni. Hólmfríður lauk gagnfræða- prófi frá Laugarvatni árið 1947 og stundaði leiklistarnám í Reykjavík. Stúdentsprófi lauk hún árið 1983 og stundaði nám í sagnfræði og spönsku í Háskóla íslands um hríð. Hún var einn af stofnendum Leikfélags Kópavogs og lék og starfaði með félaginu um áratuga skeið. Þá lék hún í nokkrum kvikmyndum og sjón- varpsmyndum. Hún starfaði sem leiðsögumaður, var kennari á Vopnafirði einn vetur, starfaði fyrir tímaritið Veru og Félag leið- sögumanna og frá árinu 1983 var hún bókavörður hjá Bókasafni Kópavogs. Utför Hólmfríðar fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 6. desember og hefst athöfnin klukkan 13.30. Látin er í Reykjavík langt um aldur íram írú Hólmfríður Þórhallsdóttir. Með örfáum orðum viljum við hjónin minnast þessarar mætu og stór- brotnu konu, sem við kynntumst fyrst fyrir einum 27 árum, er eiginmenn- irnir störfuðu saman á Siglingamála- stofnun ríkisins. Fyrir rúmum 25 ár- um stofnuðum við okkar sameiginlega fyrirtæki, Skipatækni ehf., sem eiginmaður Hólmfríðar, 01- afur H. Jónsson skipafræðingur, stjómaði í rúm 10 ár, eða þar til hann -Jþst aðeins 57 ára gamall, fyiir ná- kvæmlega 15 árum. Þó svo töluverður aldursmunur væri á okkur, var okkar samstarf ávallt mjög gott og farsælt. Hólmfríður studdi mann sinn af sínum alkunna krafti alla tíð. Tölu- verð samskipti voru milli heimila okk- ar á þessum ái-um, farið í ýmsar ferðir saman og ýmislegt gert sameigin- lega. Þau Olafur höfðu fyrir stóru heimili að sjá, en alltaf var Fía hress og kát þó verkefnin væru mörg sem hennar biðu. A seinni árum höfum við ekki hist oft, en mikið þótti okkur hjónunum vænt um heimsókn hennar og barna hennar á 25 ára afmælisfagnaði fyrir- tækisins sl. sumar. Hún virtist hress jgg kát og þannig viljum við minnast þessarar stórbrotnu konu, sem við kveðjum í dag. Við hjónin vottum bömunum og öðrum aðstandendum innilega samúð okkai-. Edda og Bárður. Kvöldskinið gullna dofnar senn og dvín, dagsljósið verður óðum rauðar glætur. Laufþreytu trjánna leggur inn til þín þig langar ekki framar að vaka um nætur. (Ó.J.S.) Það var nú á haustdögum sem sam- starfskona okkar á Bókasafni Kópa- #ogs, Hólmfríður Þórhallsdóttir, fékk þann dóm að komið væri að leiðarlok- um á hennar göngu meðal okkar. Fréttinni tók hún með ótrúlegu æðru- leysi og sýndi okkur enn og aftur þann styrk sem hún bjó yfir. Hólmfríður var glæsileg kona og hafði yfirbragð þess sem kemur fram af öryggi og sjálfstrausti. Hún hafði arákinn áhuga á bókmenntum og list- um og starfaði í mörg ár í Leikfélagi Kópavogs. Einnig lék hún í nokkrum íslenskum kvikmyndum. Hólmfríður var menntaður leið- sögumaður og hin mikla þekking hennar á landinu og sögu þjóðarinnar nýttist henni vel í starfi. Hennar stærsta framlag liggur þó í stórum og myndarlegum bamahópi sem var hennar líf og yndi. Það fór ekki framhjá okkur sem unnum með henni hversu bömin og bamabörnin vom henni kær. Þau áttu hug hennar oghjarta. Nú hefur sólguð aftur ægi hitt og undið hinstu geisla í rauðan hnykil, þvegið í öldum þræði sína alla. En dökkbrýnd nóttin ber við belti sitt að blárri höllu dagsins nýjan lykil. Og enginn veit hvað í þeim sölum býr sem opnast þegar húmið burtu snýr og stjaman bjarta bliknar yfir hjalla. (Ó.J.S.) Nú að leiðarlokum þökkum við liðnar samvemstundir með Hólmfríði og sendum bömum hennar, tengda- bömum, bamabörnum og ástvinum öllum, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Samstarfskonur. Hólmfríður Þórhallsdóttir mág- kona mín verður til moldar borin á morgun. Fía, eins og hún var ávallt kölluð, lést eftir stutta sjúkrahúslegu hinn 26. nóvember sl. Það var á mínum yngri ámm þegar lífið blasti við sem ég kynntist Fíu og Óla. Tilvonandi kona mín, Kristbjörg, bjó þá hjá þeim hjónum í Kópavogin- um, þangað sem ég vandi komur mín- ar til fundar við mína heittelskuðu. Mér var strax vel tekið á heimili þeirra hjóna og bundumst við þar vin- arböndum sem entust alla tíð, en Ól- afur lést árið 1984. Átti ég margar gleðistundir á heimili þeirra hjóna með konuefni mínu og við litum til framtíðar björtum augum. Við Kristbjörg gengum í hjóna- band og héldum til útlanda til lang- dvalar. Þann tíma vorum við ávallt í bréf- legu sambandi við Fíu og Óla og fylgdumst með vexti fjölskyldnanna og þroska barnanna. Eftir að heim kom hélst þetta nána samband, enda var heimili þeirra Fíu og Óla ung- dómsheimili konu minnar og okkur ávallt opið. Þetta kom svo berlega í ljós í þeirri ástúð sem hún sýndi þeim hjónum og bömum og fékk svo ríku- lega endurgoldið. Fía var mér ávallt kær vinur sem gott var að ræða við. Hreinskilnin var henni einlæg og hún fór ekki í felur með skoðanir sínar. Hún tók gjaman þátt í opinskáum umræðum þar sem hún naut sín vel vegna þeirrai- víð- tæku kunnáttu og þekkingar sem hún bjó yfir. Fía var mjög vel gefin, nám- fús og forkur til vinnu, hvort sem var á líkamlega eða andlega sviðinu. Hún ól upp sjö böm þeirra Óla, oft við erf- iðar aðstæður og þrengingar. Hún lét aldrei bugast þó í móti blési og hélt áfram að mennta sig eftir því sem hún losnaði frá bamauppeldinu. Fía talaði erlend tungumál sem hún nýtti sér til leiðsagnar erlendum ferðamönnum um landið eftir að hafa lokið námi í leiðsögn. Sem leiðsögumaður ferðað- ist hún um landið, las mikið af þjóð- legum fróðleik og var því gagnkunn- ug náttúm og sögu landsins, enda mikill Islendingur í sér. Fía las mikið og kunni vel við sig innan um bækur eins og hún á kyn til. Því er ekki að undra að hún hafi sóst eftir starfi á bókasafni þar sem hún starfaði hin seinustu ár. Eg mun ávallt minnast þess bros- hýra og hlýja viðmóts sem Fía sýndi mér alla tíð. Milli okkar ríkti djúp vin- átta með gagnkvæmri virðingu sem ekki þurfti mörg orð til að laða fram. Þessa vináttu met ég mikils og mun búa að henni í minningunni um ást- kæra mágkonu. Börnum Fíu, tengdabömum, bamabörnum og barnabarnabömum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur og megi almættið leiða þau í gegnum sorgina. Óskar Maríusson. Nú komið er að kveðjustund, kæra tengdamóðir. í tæp 30 ár höfum við átt samleið sem einkennst hefur af vinsemd og virðingu. Þegar litið er yfir farinn veg er margs að minnast. Lífshlaup þitt var stórbrotið, engin meðalmanneskja þar á ferð. Þú laðað- ir að þér fólk á öllum aldri með áhuga þínum á mannlegum örlögum, mikilli þörf á að vita meira um það sem efst var á baugi hjá þér hverju sinni og virðingu fyrir bókmenntum. Þú varst sífellt að bæta við þig þekkingu um menningu lands okkar og náttúru og miðla til okkar. Þú vannst margra sigra á þínum lífsferli. Ekki þarf að telja þá upp. Hver sem þekkti þig mun geta minnst einhverra slíkra, hver með sínu lagi. Síðustu vikurnar sýndir þú mikla einurð og ró þótt vit- að væri hvert stefndi. Hver dagur var sigur og þú hélst áfram að undirbúa okkur fyrir það sem koma skyldi. Nú hafið þið tengdapabbi samein- ast að nýju eftir 15 ára aðskilnað. Ég veit að hann hefur tekið á móti þér með opnum örmum. Hvfl í friði, kæra tengdamóðir. Eg þakka þér allt; og enn þótt ekki alaugun sjái leiðir háar sonanna beztu, sem að treysta sannlega verði að þjóðarranni, veit eg og skil eg samt, í sveitum svo muni vakna öld, að rakni hnúturinn versti og bömin beztu blessi landið, firrist grandi. (Jónas Hallgr.) Aðalbjörg. Stór kona er fallin frá. Tengdamóð- ir mín, Hólmfríður Þórhallsdóttir, er látin eftir stutta en snarpa sjúkdóms- legu. Við Þorgeirvorum stödd suður í Mflanó, undii- berum himni í glaða- sólskini að hlusta á erindi um framtíð- aruppbyggingu menningarsvæðis borgarinnar, þegar símtal barst að heiman og okkur tilkynnt um andlát- ið. Andartakið var á einhvem hátt táknrænt fyrir Hólmfríði enda var hún einstaklega menningarlega sinn- uð og velti fyrir sér framtíðinni ekki síður en fortíðinni. Hún var stór kona í víðasta skilningi þess orðs. Hávaxin og glæsileg, andinn stór og nærveran sterk. Flest það sem hún tók sér fyrir hendur var gert af stórhug. Lífs- hlaupið einkenndist af krafti, fram- takssemi og oft og tíðum mikilli fram- sýni. Hún var yfirleitt ekkert að tvínóna við hlutina og krafturinn sem með henni bjó síðustu mánuðina sem hún lifði veitir okkur, sem eftir lifum, kjark til að takast á við sorgina. Hún bar nafn með rentu. Hólmfríður var fædd og uppalin á Laufási í Arnarfirði sem var annálað menningarheimili. Þar vora bækur og þær fylgdu henni alla ævi enda var hún sérlega víðlesin. Hún var sannur Vestfirðingur og fáum hef ég kynnst á lífsleiðinni sem mér hefur þótt eins mótaðii- af þeirri náttúru sem þeir ól- ust upp í. Hún var allt í senn svo stór og hrjúf en um leið svo blíð og um- lykjandi. Hvatvís var hún og fyrir þá sem ekki þekktu hana gat það virkað fráhrindandi. En faðmurinn var svo stór að allir sem þangað sóttu fundu kærleika. Og þeir voru margir - böm, barnaböm, tengdabörn, systkin og vinir. Það var alltaf fólk í kringum Hólmfríði. Vegir okkar lágu fyrst saman fyrir tæplega fjórum áram. Á þeim tíma sem liðinn er náðum við að kynnast nokkuð en ég held að óhætt sé að segja að báðar hafi langað til að kynn- ast betur enda áttum við margt sam- eiginlegt. Við gáfum okkur góðan tíma til að ræða um Vestfirði og þá sérstaklega æskustöðvar hennar í Amarfirði. Ætluðum auðvitað að fara þangað við fyrsta tækifæri. Kvenna- baráttuna, sem hún tók virkan þátt í, ræddum við líka svo ekki sé talað um umhverfismál en eitt af síðustu verk- um hennar var að skrá sig á undir- skriftalista umhverfisvina Fljóts- dalsvirkjunar. Við ræddum um bækur, sögu og svo auðvitað málefni líðandi stundar enda ræddi Hólmfríð- ur málefni frekar en menn. Hugurinn var síkvikur fram á síðustu stundu og áformin stór. Ég sé fyrir mér blikið í augunum sem aldrei hvarf þrátt fyrir að aldurinn færðist yfir. Ég kveð þig með þakklæti fyrir allt og allt. Anna Margrét. Góð vinkona mín og fyrrverandi samstarfskona, Hólmfríður Þórhalls- dóttir, hefur nú gengið lífsins veg á enda. Síðasti spölurinn reyndist ekki auðveldur þar sem hún hafði undan- fama mánuði glímt við óvæginn sjúk- dóm. En enginn ræður sínum nætur- stað. Það læddist að mér sá grunur þeg- ar við kvöddumst síðast, að það ætti eftir að verða okkar síðasta kveðju- stund. Samt kvaddi hún mig með faðmlagi og brosi á vör, þrátt fyrir veikindi sín og ætluðum við að hittast bráðlega aftur. Þannig var Hólmfríð- ur alltaf - brosmild og stutt í hlátur- inn sem gaf okkur hinum svo mikið. Ég kynntist Hólmfríði þegar ég hóf störf á Bókasafni Kópavogs fyiir nokkrum áram. Ég sá fljótlega að þar fór prýðiskona og sú kona var mörg- um kostum gædd. Hún var falleg og heillandi í viðmóti auk þess að hafa góða kímnigáfu. Hún var mikil tungu- málamanneskja, talaði spænsku reip- rennandi og leysti auðveldlega úr þeim tungumálaörðugleikum, er spænskumælandi gestir heimsóttu safnið. Hún var fróð samstarfskona, unni lestri góðra bóka og hafði mörgu að miðla til okkar hinna. Á áram áður starfaði Hólmfríður við fararstjórn erlendis og var ávallt ljúft að hlusta á frásagnir hennar af þeim ævintýrum sem hún upplifði á því tímabili ævi sinnar - og oft var mikið hlegið. Hólmfríður átti einnig sinn þátt í menningarlífi í Kópavogi, var meðlimur í Leikfélagi Kópavogs, auk þess sem hún lét ekki sitt eftir liggja í kvikmyndaleik. Hólmfríði og Olafi, eiginmanni hennar, sem lést fyrir allmörgum ár- um síðan varð sjö bama auðið. Hún dró ekki dul á hve stolt hún var af þeim og ræddi oft um þau með aðdá- un og virðingu. Þegar ég kom á heimili Hólmfríðar leyndi sér ekki að þar bjó listfeng kona. Hún var saumakona af Guðs náð og saumaði fatnað sem og fagur- skreytta dúka. Hún vildi þó gera lítið úr þeim hæfileikum sínum og sagði þá einfaldlega sprottna af þörf hér áður fyrr. Hún átti sérlega fallegt heimili og fagrir hlutir prýddu umhverfi hennar og þá gesti sem hana heim- sóttu umvafði hún af hjartagæsku og hlýju. Með Hólmfríði Þórhallsdóttur er gengin mikil sómakona sem var næm á samferðafólk sitt og umhverfi. Fjöl- skyldu hennar og aðstandendum öll- um votta ég mína dýpstu samúð. Megi góður Guð blessa minningu hennar. Ragna G. Ragnarsdóttir. Það var sólbjartur síðsumardagur þegar ég sá Fíu mágkonu mína fyrst. Þau stóðu þarna í stofunni heima á Laugarnesvegi, hjá foreldram mín- um, Ólaíúr Hreiðar, bróðir minn og hún þessi glæsilega stúlka og þau geisluðu af hamingju. Ég var þá nokkuð innan við fermingu og mér fannst að ég hefði aldrei _séð fallegra par. Myndin af þeim Óla og Fíu greyptist í huga mér og býr þar enn. Hún var há og grönn með tinnusvart hár og beinhvíta húð og bar sig af reisn. Þau vora á leið til Svíþjóðai- til námsdvalar og þau vora svo glöð og bjartsýn. Á þeim árum vora ekki eins tíðar ferðir milli landa eins og nú og því sá ég þau ekki fyrr en þau fluttust aftur til landsins nokkram áram seinna. Þá var Steinþór fæddur og Þórhallur fæddist skömmu síðar hér á landi. Litla fjölskyldan var að koma sér fyrir í nýjum heimkynnum og fjöl- skyldan stækkaði reglulega á tveggja ára fresti þegar Einar Jón og síðan Þorgeir bættust í hópinn. Þetta vora kröftugir og fjöragir strákar sem mörgum hefði þótt nóg að höndla. En þeim hjónum var ætlað meira ríki- dæmi því sjö áram síðar fæddist stúlka sem fékk nafnið, Sigrún og síð- an kom Arnai' Már og svo Hólmfríður Ólöf og þóttumst við nú skilja að með nafngiftinni væri verið að segja takk fyrir öll þessi heilbrigðu böm. Og það reyndist rétt, börnin vora orðin sjö og þau hafa öll fengið tækifæri til að mennta sig og þróa sinn eiginn per- sónuleika en era fyrst og fremst góð- ir, sterkir og hæfileikaríkir einstakl- ingai'. Sjö er heilög tala, svo það var harla gott, og stórfjölskyldan mín gladdist og þakkaði fyrir að eignast allt þetta frændfólk og vini. Þau hjónin vora áfram glöð og bjartsýnin og kærleikurinn fleytti þeim áfram í öllum þeim mörgu mis- munandi erfiðu þorskaverkefnum sem lífið óhjákvæmilega reynir fólk á. Það má nærri geta að oft hafi verið vandasamt að láta enda ná saman hjá svona stórri fjölskyldu, en Fía hafði erft vestfirska eiginleika Mörtu móð- ur sinnai' sem hafði reynslu af bam- margri fjölskyldu, að vera nýtin og nægjusöm. Fía pijónaði og saumaði á listrænan hátt og hafði einstakt lag á að búa til hollan og góðan mat úr litlu og vitnaði þá oft til móður sinnar. Þar að auki var hún listakokkur. Hún hafi drakkið i sig erlend áhrif, sérstaklega frá Svíþjóð og síðar frá Spáni, þar sem þau hjón bjuggu um hríð með þrjú yngstu börnin sín og þessi áhrif bii'tust í matartilbúningi og heimilis- haldi, ekki síst jólahaldi sem þau höfðu sérstakt lag á, en einnig í alls- kyns menningarþáttum svo sem bók- menntum og ljóðlist. Fía var glaðlynd og létt í skapi og hafði einkar skemmtilegan hlátur. Hún tók gestum ætíð vel hvemig sem á stóð sem varð til þess að fjöldi manns „kom við“ á heimilinu þeirra svo stundum var þar eins og félags- miðstöð enda var Óli ekki síður skemmtilegur. Fíu var margt til lista lagt og þó ótrúlegt megi sýnast gaf hún sér sér tíma til að taka þátt í fé- lagsstarfi í Kópavogi þar sem þau hjón bjuggu lengst af, lék með Leik- félagi Kópavogs og síðar í nokki-um kvikmyndum sér til gamans. Þegar henni gafst tími til fór hún í öldunga- deildina í Menntaskólanum við Hamrahlíð og útskrifaðist stúdent 1983, um leið og eldri dóttii' hennar, þá orðin 52 ára gömul. Það var sann- arlega einn af mörgum stóram dög- um í fjölskyldunni. Það var Fíu mikið áfall þegar Óli veiktist alvarlega og var kallaður bui-t í nóvember 1984, allt of fljótt aðeins 57 ára, eftir mjög erfið veikindi. Hann var öllum mikill harmdauði en sárast- m- var missir barnanna og Fíu en samband þeiira var ætíð einstakt. En Fía var hugrökk og kjarkmikil og miklaði ekki hlutina fyrir sér þrátt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.