Morgunblaðið - 05.12.1999, Qupperneq 50
50 SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA
I DAG
Maður -
Musteri
Þjóðin lofsöng Guð sinn í litlum
torfkirkjum í þúsund ár. Stefán
Friðbjarnarson fjallar um það.
Musteri Guðs er heilagt,
og þér eruð það musteri.
(Páll postuli)
LANDNAMA getur tíu land-
námsmanna á ströndu hins yzta
hafs, ströndinni frá Höfðaströnd
í Skagafírði til og með Siglufirði.
Þeir vóru norskir, gauzkir,
sænskir og suðureyskir, afkom-
endur Ragnars loðbrókar,
Hörða-Kára, Haralds víkings,
Upplendingajarla. Einn þeirra
var kvæntur dótturdóttur Kjar-
vals Irakonungs. I þeirra hópi
var og Hrafna-Flóki, sem settist
að í Fljótum. Óvíða á landinu var
jafnlítið svæði numið af jafnmæt-
um mönnum frá jafnmörgum
löndum.
Guðríður Þorbjarnardóttir,
kona Þorfinns karlsefnis Þórðar-
sonar, var af Höfðaströnd. Hún
kemur mjög við sögu í umræðu
líðandi stundar um komu nor-
rænna manna til Ameríku. Guð-
ríður og Þorfinnur fóru héðan til
Grænlands og þaðan til Norður-
Ameríku fyrir um það bil þúsund
árum. Snorri sonur þeirra fædd-
ist í Ameríku, fyrstur hvítra
manna. Heimkomin bjuggu þau
að Glaumbæ í Skagafirði. Guð-
ríður, sem var kristin kona, fór
og suðurgöngu, þ.e. pílagríms-
ferð til páfans í Róm. Hún var
víðförulust íslenzkra kvenna um
sína daga.
Margir af þessu svæði hafa
skiiið eftir sig spor í Islands
sögu. Meðal þeirra er Fjölnis-
maðurinn Baldvin Einarsson frá
Hraunum í Fljótum, sem gaf út
tímaritið „Ármann á Alþingi".
Hann lézt árið 1833, aðeins 27
ára gamall. Bergur Thorberg
landshöfðingi (1884 og til dauða-
dags) fæddist að Hvanneyri í
Siglufirði 1829. Nær í tíma er
Ólafur Jóhannesson, forsætis-
ráðherra, fæddur í Fljótum. Enn
má nefna „athafnaskáldin"
Pálma Jónsson, stofnanda Hag-
kaups, frá Hofi á Höfðaströnd og
Guðmund Jónsson, stofnandi
BYKO, úr Fljótum. Fleiri mætti
til tína.
Hjaltadalur er á austurmörk-
um þessa svæðis. Að Ási í
Hjaltadal reisti Þorvarður Spak-
Böðvarsson kirkju árið 984, sext-
án vetur fyrir kristnitöku árið
1000. Önnur kirkja í dalnum rís
þó hærra í Islands sögu, sjálf
Hóladómkirkja. Allar götur síð-
an Norðlendingar fengu eigin
biskupsstól árið 1106 fara þeir
„heim til Hóla“ þegar dómkirkj-
an söguríka er heimsótt. Að Hól-
um situr nú annar tveggja
vígslubiskupa okkar.
Skammt innan við Hofsós, þar
sem nú er Vesturfarasafn, er
jörðin Gröf. Þar bjó um og eftir
aldamótin 1600 Guðmundur
Hallgrímsson og synir hans,
Hallgrímur og Pétur. „Sá Pétur
var faðir séra Hallgríms Péturs-
sonar skálds, og má vera, að
Hallgrímur sé fæddur í Gröf,
þótt það sé ekki fullvíst,“ segir
Kristján Eldjárn forseti í bæk-
lingi um Grafarkirkju. Grafar-
kirkja er ein af sex torfkirkjum
sem varðveizt hafa. Önnur sögu-
fræg torfkirkja er handan (vest-
an) fjarðarins, Víðimýrarkirkja.
Víðimýri var í lok 12. aldar eitt af
höfuðbýlum Asbirninga. Elzta
timburkirkja landsins, sem enn
stendur, er Knappsstaðakirkja í
Fljótum, byggð 1834. Knapps-
staðir vóru landnámsjörð Þórðar
knapps, sænsks manns, er settist
að í Fljótum, ekki langt frá
(Yzta) Mói, þar sem Hrafna-
Flóki bjó.
í litlum torf- og timburkirkj-
um söng fólkið á ströndu hins
yzta hafs Guði sínum lof og dýrð
um aldir og bar fram bænir um
daglegt brauð, kærleika og frið.
Þar þáðu og áar okkar heilög
sakramenti. Já, þessi lágreistu
musteri vóru haldreipi kynslóð-
anna og griðastaðir í hörðum
heimi norðurhjarans. Þau vóru
og nánast einu samkomustaðir
landsmanna öldum saman. Hlut-
ur þeirra í íslands sögu er mikill
og merkilegur. Hann má ekki
gleymast söguþjóðinni, sem þarf
að þekkja bakland sitt og rætur.
Já, þessi litlu musteri, gerð úr
grjóti og torfi, mega ekki gleym-
ast. Torfkirkjumar, sem enn
standa, þarf að varðveita vel.
Það fer vel á því að þær gegni
áfram hlutverki í trúarlífi þjóðar
og einstaklinga. Það er stutt að
fara fyrir fólk á höfuðborgar-
svæðinu í torfkirkju Arbæjar-
safns. Torfkirkjan sú er vin í
hraða og mýrarijósum tækni- og
tölvualdar. Þar er gott að vera
einn með sjálfum sér. Og þar er
kjörið að ganga í heilagt hjóna-
band, ef fólk hefur slíkt í hyggju,
og bera böm til skímar.
Ennú síður má það musteri
gleymast sem sérhvert manns-
bam er. Páll postuli sagði: „Vitið
þér eigi, að þér eruð musteri Guðs
og andi Guðs býr í yður? Musteri
Guðs er heilagt, og þér eruð það
musteri." Eða eins og segir á öðr-
um stað: „Musteri mynda oss ber.
- Musterið það erum vér.“
Höfundur er fyrrvernndi blaða-
maður við Morgunblaðið
VELVAKAMII
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til Fóstudags
Dapurlegar
fréttir
ÞAÐ voru dapurlegar
fréttir í útvarpinu í morg-
un. Reyndar skelfilegar, ef
sannar eru. Nýnasistar og
fleiri glæpamenn eru orðn-
ir svo illvígir að hvorki lög-
regla né dómarar þora að
ganga að þeim eins og lög
og venja gera ráð fyrir. Og
á vefsíðum þeirra eru þessi
skilaboð: „Við tökum það
sem við viljum, og ef ein-
hver fer að ybba sig ja -
þá!“ það virðist sem sé að
hinn frjósami og fyrrum
gjöfuli akur skandinavískr-
ar velferðar og velmegun-
ar, sé ekki bara farinn að
bera þyrna, þistla og arfa,
heldur spretti þar nú ban-
eitraðir sveppir. Kannski
væri enn betri samlíking
að segja að þarna væri á
ferðinni illkynja æxli, sem
nauðsyn væri að skera
burt sem allra fyrst, með-
an það er skurðtækt. Og
þá má búast við að þurfi að
gera sársaukafulla aðgerð.
Það er vægast sagt dapur-
legt að ávöxtur tækni, vel-
ferðar og velmegunar í
Skandinavíu, sem litið var
til sem fyrirmyndar um
mestalla veröld, skuli vera
svo hroðalega skemmdur.
En lítum þá okkur nær!
Hvað um hina „meintu"
fíkniefnasala sem raunar
er búið að sanna glæpina
á? Sem steypa með köldu
blóði fjölda unglinga í ævi-
langa ógæfu og hörmung-
ar?
Eru þeir ekki sama teg-
und eiturjurta? Og er þeim
nokkur vorkunn, að vera í
einangnjn,- lengi!
Kristján Arnason, Skálá.
Auglýsingafé til góð-
gerðarmála
MIG langar að lýsa hrifn-
ingu minni á ákvörðun yf-
irmanna Bónuss fyrir að
gefa peninga er áttu að
fara í auglýsingar fyrir
fyrirtækið til góðgerðar-
mála núna þegar jólin eru
að nálgast. Ég er svo rosa-
lega mildð jólabarn í mér
að ég afber varla þá hugs-
un að fólk geti ekki ýtt
áhyggjum sínum til hliðar
um jólin og haft það gott
með fjölskyldu eða öðrum
ástvinum. Ég efast nú
samt um að það hafi ein-
tóm góðmennska legið að
baki þessari ákvörðun
Bónussmanna, því í raun-
inni er þetta líklegast ein
besta auglýsing sem þeir
hafa komið með til þessa.
En ef þetta leiðir til þess
að enn fleiri geti notið jól-
anna get ég ekki gert ann-
að en hrópað húrra fyrir
þeim! Ég get samt ekki
annað en vonað að fleiri
einstaklingar og fyrirtæki
fari að fordæmi þeirra og
reyni að leggja sitt af
mörkum við að hjálpa þeim
sem eru hjálpar þurfi.
Með fyrirfram þökk og
ósk um gleðileg jól.
Berglind
Guðmundsdóttir.
Tryggingastofnun
BÖÐVAR hafði samband
við Velvakanda og vildi
koma á framfæri kvörtun,
vegna Tryggingastofnunar
ríkisins. Hann er krabba-
meinssjúklingur og hefur
verið að bíða eftir örorku-
skírteini. Þegar hann hafði
samband við stofnunina
var sagt að það væri búið
að senda það í pósti. I
millitíðinni lendir hann í
árekstri og getur ekkert
nýtt sér afsláttinn, sem
hann hefði annars fengið,
ef hann hefði verið búinn
að fá skírteinið. Einnig
hefði hann getað nýtt sér
afsláttinn á göngudeild
krabbameinssjúklinga.
Fósturmóðir hans hringdi
í Tryggingastofnun og
kannaði málið. Þá kom í
ljós að það var ekki byrjað
á því að útbúa skírteinið,
en það hafði samt verið
sagt við hann hálfum mán-
uði áður, að það væri farið
í póst.
Hann segir að vottorðið
hafi komið frá lækni 13.
okt., örorkumat írá trygg-
ingalækni 19. nóv. og skír-
teinið var tilbúið 23. nóv.
Hann fékk skírteinið afhent
1. des. og þá var það búið
að liggja einhvers staðar á
stofnuninni í átta daga og
fannst ekki þótt margoft
hefði verið spurst fyrir um
það. Munaði engu að hann
fengi ekld bætur fyrir des-
ember vegna þessa.
Hvers konar afgreiðsla
er þetta eiginlega? Honum
finnst þjónustan hjá þeim
fyrir neðan allar hellur.
Tapað/fundið
Flíspeysa týndist
GRÆN flíspeysa, sem er
fóður innan úr úlpu, týnd-
ist á milli Hólahverfis og
Plastprents á Fosshálsi í
október. Skilvís finnandi
hafi samband í síma
567 5799. Peysunnar er
sárt saknað.
Morgunblaðið/Kristinn
Víkverji skrifar...
JOHN Barnes hefur verið einn
besti knattspyrnumaður Eng-
lendinga á síðustu áratugum. Hann
lék með Liverpool á hátindi ferils
síns og marga leiki fyrir landslið
Englands. Víkverji er að lesa
sjálfsævisögu Barnes, sem nú er yf-
irþjálfari Glasgow Celtic í Skotlandi,
og þar er um athyglisverða bók að
ræða fyrir margra hluta sakir. Bar-
nes er þeldökkur og lýsir gífurlegum
kynþáttafordómum í bók sinni. Lýs-
ingar af framkomu leikmanna og
áhorfenda á knattspyrnuleikjum í
Englandi eru ekki fagrar, en hann
segir meinið ekki einskorðast við
knattspymu heldur sé kynþáttahat-
ur mikið vandamál í bresku þjóðfé-
lagi. Og ástæðuna megi að miklu
leyti rekja til fáfræði.
Faðir Barnes starfaði í utanríkis-
þjónustu Jamaíka (þar sem John er
fæddur og alinn upp fyrstu árin) og
bjó fjölskyldan því í fínu hverfí í
London þegai’ þangað kom. Dreng-
urinn varð mikill íþróttamaður strax
í æsku og hljóp mikið á kvöldin til að
æfa sig, en segir að lögreglunni hafi
ætíð fundist það sérstaklega grun-
samlegt að sjá svertingja hlaupa um
í íþróttagalla í umræddu hverfi og
oft hafi hún athugað hvað hann væri
að þvælast þarna!
Barnes segist aldrei hafa brugðist
illa við kynþáttahatri áhorfenda,
vegna þess að það væri nákvæmlega
það sem þeir vildu. „Það hefur
greinilega verið mikið að gera hjá
ávaxtasalanum á horninu," sagði
hann einu sinni við blaðamenn eftir
leik við nágrannana í Everton -
vegna þess að banönum hafði verið
kastað inn á völlinn að honum í gríð
og erg.
Hann gagnrýnir svertingja nokk-
uð í bókinni; til dæmis að margir
þeirra lýsi stolti yfir því að vera
svartir. „Ég er stoltur af því sem ég
er og það vill þannig til að ég er
svartur,“ segir hann. „Hvemig getur
einhver verið stoltur af því einu að
koma þeldökkur úr móðurkviði?“
Þeldökkir eru margir hverjir
óánægðir með þessa skoðun Barnes,
segir hann, en þeir verða hins vegar
að átta sig á því, að hans mati, að
ekki einungis hvíti maðurinn verði að
endurskoða afstöðu sína til málefna
kynþáttanna. Hinir þeldökku hafi
alls ekki alltaf rétt fyrir sér í þessum
efnum. Hvorir tveggju verði að læra.
x XXX x
AFAR athyglisvert var að lesa
ummæli Þórarins Ólafssonar í
Reykjavík í DV fyrir skömmu, en
hann hagnaðist um umtalsverða fjár-
muni við það að Siglfirðingur, frysti-
togari norður í landi, var seldur. Þór-
arinn, sem einnig var í fréttum
stuttu áður þegar hann og eiginkona
hans, Marta Bjarnadóttir, seldu
tískuverslunina Evu, sem þau höfðu
rekið í þrjátíu ár, segir svo frá í DV:
„Ég lagði peninga í þetta fyrirtæki
fyrir einum 15-20 ámm og tók þá
vissa áhættu. Mér leist vel á fyrir-
tækið sem bróðir minn og félagi
hans vora að stofna en að öðra leyti
hef ég ekki komið nálægt rekstrin-
um.“ Þórarinn átti 20% í fyrirtæk-
inu, skv. frásögn DV, þegar Þormóð-
ur rammi keypti 60% þess og þá kom
á daginn að fjárfesting Þórarins
hafði skilað honum 150 milljónum
króna.
„Persónulega finnst mér þetta
ekki réttlátt kerfi og alls ekki sann-
gjamt að menn geti efnast svona á
því að selja hlut sinn í sjávarútvegs-
fyrii-tækjum. Ég get ekkert að þessu
gert en hafði þó lagt sem svarar einu
íbúðarverði í Siglfirðing og menn
geta reiknað út hvernig hægt hefði
verið að ávaxta þá upphæð á öllum
þessum áram. Það er verra þegar
fólk sem aldrei hefur komið nálægt
sjávarútvegi er að fá kvótagróða í
arf. Sjálfur átti ég ekki mikla pen-
inga þegar ég fjárfesti í Siglfirðingi
en ég hafði trú á fyrirtækinu. Þarna
var um að ræða einn fyrsta frysti-
togarann á landinu.“ Fram kemur að
greiða þurfi 40% skatt af söluhagnað-
inum, þar sem seld voru hlutabréf í
fyrirtækinu en ekki kvóti. „Ég skila
því einhverju aftur til samneyslunn-
ar. Og hvað sem má segja um órétt-
látt kvótakerfi þá höfum við ekki
annað betra kerfi enn sem komið er.“
X XXX X
ÍKVERJA fannst athyglisvert að
heyra bandarískan vísindamann
lýsa því yfir í þætti Ómars Ragnars-
sonar um þjóðgarða í Sjónvarpinu fyr-
ir skömmu, að Geysir og næsta ná-
grenni hans væri viðbjóðslegasti stað-
m- á Islandi í dag. Umgengni þar hefði
verið slík, síðast þegar hann kom, að
hann og fleiri vísindamenn hefðu heit-
ið því að koma aldrei aftur að Geysi.
Maðurinn sagði að svo mikið rasl
hefði bæði verið ofan í hvemum og allt
í kring, að mikill ósómi væri að. Ljótt
er ef satt er, hugsaði Víkverji með sér.