Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
18. TBL. 88. ÁRG.
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Óbreytt vígstaða í Grosní
Pútín varar
við sprengju-
tilræðum
Grosní, Moskvu. AFP, AP.
STARFANDI forseti Rússlands,
Vladímír Pútín, sagði í gær að hætta
væri á að skæruliðar Tsjetsjena
gripu til hermdarverka í Rússlandi.
Síðastliðið haust fórust hundruð
óbreyttra borgara í tilræðum í rúss-
neskum stórborgum og kenndu
stjórnvöld Tsjetsjenum um þau.
Forsetinn minntist ekki á afdrif
rússneska hershöfðingjans Míkhaíls
Malofeyevs sem var yfirmaður herja
Rússa í norðurhluta Tsjetsjníu.
Skæruliðar, sem enn verjast í Gros-
ní, handsömuðu hann og hafa nú í
haldi á leynilegum stað, líklega utan
við borgina. ígor Sergejev, varnar-
málaráðherra Rússlands, sagði í
sjónvarpsviðtali að hershöfðinginn
hefði verið að kanna aðstæður á víg-
línunni í Grosní.
„Hann tók að sér óvenjulegt hlut-
verk sem hafði að markmiði að efla
baráttu herliðsins," sagði ráðherr-
ann en viðurkenndi að hann vissi
ekki hvort Malofeyev væri á lífi.
Einn af leiðtogum skæruliða,
Khattab, ofstækisfullur múslimi sem
talið er að sé ættaður frá Sádí-Ara-
bíu, sagði í gær í viðtali við sjón-
varpsstöð í Persaflóaríkinu Qatar að
ekki kæmi til mála að hefja nú samn-
inga um frið við Rússa. Tsjetsjenar
gætu barist til elífðarnóns, en ekki
væri víst að sama máli gegndi um
Rússa.
Hann var spurður hvort Tsjet-
sjenar myndu gera árásir í rússnesk-
um borgum en svaraði aðeins að orr-
ustan færi nú fram „í Tsjetsjníu en
ekki utan héraðsins“.
Lögðu undir sig þinghúsið
Um 1500 andstæðingar ríkisstjórnarinnar í Ekvador
lögu í gær undir sig þinghúsið í höfuðborginni, Qui-
to, og lýstu yfir myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fólk-
ið var flest úr röðum indíána, frumbyggja landsins,
og ruddist í gegnum gaddavírsgirðingar og röð
varðmanna. Um 10.000 manns umkringdu síðan
húsið; þingið var ekki að störfum. Nokkrir hermenn
tóku þátt í aðgerðunum en yfirmenn hersins sögðu
að hann yrði trúr forsetanum, Jamil Mahuad, sem
hefur verið hart gagnrýndur siðustu daga, m.a. fyr-
ir að ætla að tengja gjaldmiðil Ekvadors við Banda-
ríkjadollar. Efnahagur landsins er slæmur, þjóðar-
framleiðsla hefur minnkað um sjö prósent og
verðbólga er um 60 prósent.
AP
Mariela Quintana, fjórða f.v., og Raquel Rodriguiez, þriðja f.v., ömmur
Elians Gonzalez.við komuna til Kennedyflugvallar í gær. Með þeim eru
fulltrúar bandarískra kirkjusamtaka.
Kúbverski
drengurinn
• •
Ommurnar
reyna að
hafa áhrif
Havana, Washington. AP.
ÖMMUR kúbverska flóttadrengsins
Elians Gonzalez flugu til Bandaríkj-
anna í gær til að reyna að hafa áhrif á
þróun forræðisdeilunnar sem mynd-
aðist í kjölfar þess að Elian fannst á
reki á gúmmíslöngu fyrir utan
strönd Flórída í lok síðasta árs. Þær
Raquel Rodriguez og Mariela Quin-
tana lentu í New York þar sem þær
munu hitta Charles Rangel, þing-
mann demókrata, sem lagst hefur
gegn því að Elian verði sendur til
föður síns á Kúbu.
Delfin Gonzalez, einn ættingja
Elians, sagði að drengurinn yrði ekki
sendur til New York að hitta ömmur
sínar. Þeim væri velkomið að heim-
sækja Elian til Miami, en yrði ekki
leyft að taka hann með sér heim.
At sönnun-
argagnið
Njósnadeilur Rússa og Pólverja
Níu reknir heim
London. The Daily Telegraph.
LÖGFRÆÐINGURINN Stephen
Rich í Bretlandi varð að fara fram
á frest hjá dómara eftir að hundur
át mikilvægt sönnunargagn í dóms-
máli sem hann vann að. En afsökun
Richs hljómar á við þær sem skóla-
krakkar kynnu að veita fyrir að
hafa ekki unnið heimavinnuna sína.
Rich var að gæta hundar vinar
síns á sama tíma og hann undirbjó
málsvörn fyrir skjólstæðing. Rich
skildi hundinn eftir einan í vinnu-
herberginu eitt augnablik, en þeg-
ar hann sneri aftur var tíkin Nalla
vafin inn í myndbandspólu úr eftir-
litsmyndavél og var í óða önn að
rífa spóluna í sig.
„Þetta var mjög neyðarlegt og
dómarinn virtist ekki mjög hrif-
inn,“ sagði Rich, en málinu var
frestað þar til nýtt afrit hefði verið
tekið af myndbandinu.
Moskvu. AFP.
RÚSSNESK stjórnvöld ráku í gær
úr landi níu pólska sendiráðs-
starfsmenn og var ljóst að um var
að ræða svar við því að Pólverjar
ráku á fimmtudag níu Rússa úr
landi fyrir njósnir. Ástæðan fyrir
brottrekstri Pólverjanna var einn-
ig sögð vera njósnir.
Pólska stjórnin sagði á fimmtu-
dag að leyniþjónusta landsins hefði
„flett ofan af og fundið sannanir
fyrir umfangsmiklum njósnum er
beindust gegn hagsmunum Póll-
ands og hópur rússneskra borgara
með stöðu stjórnarerindreka stóð
fyrir“.
Formaður upplýsinganefndar
pólska þingsins, Jozef Gruszka,
sagði að njósnirnar hefðu einkum
beinst að efnahagslegum og
stjórnmálalegum þáttum. Málið er
alvarlegasta deila sem upp hefur
komið í samskiptum landanna
tveggja eftir hrun kommúnismans.
Fyrr í gær hafði Ivan Ivanov, ut-
anríkisráðherra Rússlands, heitið
„hörðum og viðeigandi" viðbrögð-
um vegna aðgerða pólskra stjórn-
valda. Hann sagði brottreksturinn
vera ögrun. „Ég veit ekki hver tók
ákvörðunina. Var það stjórnin í
Varsjá eða var hún tekin að skipun
einhvers annars aðila?“ spurði ráð-
herrann.
Talsmenn rússnesku leyniþjón-
ustunnar sögðu að Pólverjar væru
aðeins að vinna sig í álit hjá Vest-
urveldunum. „Þeir myndu aldrei
hafa tekið svona ákvörðun upp á
eigin spýtur,“ sagði einn þeirra.
Klima reyn-
ir stjórnar-
myndun
Vín. AFP, AP.
THOMAS Klestil, forseti Austurrík-
is, fól í gær Viktor Klima, kanzlara
og leiðtoga austurrískra jafnaðar-
manna, að halda áfram umleitunum
um myndun nýrrar ríkisstjórnar,
eftir að samkomulag um endumýjun
stjórnarsamstarfs jafnaðarmanna
og íhaldsmanna fór út um þúfur í
fyrrinótt.
Klestil hafnaði ekki með öllu til-
lögu Klimas um að reyna að mynda
minnihlutastjórn eftir að ný stjórn
Jafnaðarmannaflokksins (SPÖ) og
Þjóðarflokksins (ÖVP) reyndist and-
vana fædd þegar slitnaði upp úr við-
ræðum flokkanna um skiptingu
ráðuneyta vegna krafna Þjóðar-
flokksmanna um ákveðnar umbætur
á sviði ríkisfjármála og félagsmála.
Á miðvikudag hafði verið tilkynnt að
flokkarnir tveir hefðu náð samkomu-
lagi um nýjan stjórnarsáttmála,
þremur og hálfum mánuði eftir að
þingkosningar fóru fram í landinu.
Klima staðfesti í gær að hann væri
hættur að reyna að koma á formlegu
stjórnarsamstarfi sem hefði örugg-
an þingmeirihluta á bak við sig. „Eg
ætla að einbeita mér að því núna að
setja þessa minnihlutastjórn á lagg-
irnar, með öðrum orðum, þessa rík-
isstjórn sem jafnaðarmenn veita for-
ystu en nýtur ekki þingmeirihluta,"
sagði kanzlarinn í sjónvarpsviðtali.
Stjórnmálaskýrendur eru flestir á
einu máli um að slík minnihluta-
stjórn geti ekki gert sér vonir um
langa lífdaga og Klima viðurkenndi
sjálfur að hann teldi ólíklegt að hún
héldi velli heilt kjörtímabil.
Haider vill meirihlutastjórn
Mistakist Klima ætlunarverk sitt
mun það gera stjórnmálakreppuna í
Austuníki enn alvarlegri og koma
hinum hægrisinnaða Frelsisflokki
Jörgs Haiders í lykilaðstöðu, en
skoðanakannanir sýna að hann hef-
ur aukið stuðning sinn meðal kjós-
enda í ljósi vandræðagangs flokk-
anna tveggja sem hafa verið saman
við völd undanfarin 13 ár. Frelsis-
flokkurinn fékk næstflest atkvæði í
þingkosningunum 3. október sl.
Haider sagði á blaðamannafundi í
gær að hann og hans menn fylgdust
grannt með framvindu mála. „Það
verður að reyna til þrautar alla
möguleika á að koma saman starf-
hæfum meirihluta,“ sagði hann.
„Einn möguleikinn á öruggum
meirihluta er blá-svart stjómar-
samstarf [þ.e. milli Frelsisflokks og
Þjóðarflokks], og ég tel að við ættum
að skoða hann vandlega núna. Það
væri líka í samræmi við vilja kjós-
enda,“ sagði Haider.
■ „Kerfisskelfirinn“ Haider/26
MORQUNBLAÐIÐ 22. JANÚAR 2000