Morgunblaðið - 22.01.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.01.2000, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Daimler- Chrysler leggur aukinn metnað í vetnisverkefnið Miinchen. Morgunblaðið. ÁFORM Daimler-Chrysler um að taka þátt í tilraunaverkefni um að vetnisstrætisvagnar verði látnir aka til reynslu á leiðum Strætisvagna Reykjavíkur hafa styrkst við heim- sókn íslenskra aðila, sem vilja taka þátt í verkefninu, til Þýskalands. Sagði Páll Kr. Pálsson, stjómarfor- maður fyrirtækisins Islenskrar nýorku, sem stofnað var utan um verkefnið, í gær að það mætti meðal annars þakka því að Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, skyldi vera með í för. Páll sagði að tilgangur ferðarinnar til Þýskalands hefði verið tvíþættur: ,Annars vegar var ætlunin að kynna verkefnið fyrir þeim aðilum, sem við stefnum að því að taki þátt í fjár- mögnun þess, og ég tel að það hafi tekist vel. Allir væntanlegir fjár- mögnunaraðilar voru með í för og ég sé ekki betur en þeir séu ánægðir. Hins vegar var tilgangurinn að veita þessum áformum aukið vægi í augum stjómenda Daimler-Chrysler, sem er í fararbroddi í þessu verkefni og sér um veigamestu þætti þess, og það að hafa Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra með í för skóp greinilega traust og virðingu fyrh- verkefninu hjá þeim.“ Bílaframleiðandinn Daimler- Chrysler, Shell Hydrogen, dótturfyr- irtæki olíufélagsins Royal Dutch/ Shell Group, orkufyrirtækið Norsk Hydro og Vistorka, sem er eignar- haldsféjag íslenskra fjárfesta og á 51% í íslenskri nýorku, undirrituðu samning í febrúar á Hðnu ári um að rannsaka möguleikana á að láta vetni koma í stað olíu á íslandi og skapa þar með fyrsta vetnissamfélagið á jörðinni. Klaus-Dieter Vöhringer, sem starfað hefur hjá Daimler í 32 ár og situr nú í 14 manna stjórn Daimler- Chrysler, ræddi á fimmtudag við ís- lenska hópinn, sem í em, auk fulltrúa rfldsstjómar íslands, aðilar frá Reykjavíkurborg, Landsvirkjun, Skeljungi, Alþingi, Vistorku og Is- lenskri nýorku og sagði eftir það að hann hefði fulla trú á að takast mætti að gera ísland að fyrsta vetnissamfé- laginu. Páll kvaðst telja að þessi ferð myndi tryggja metnaðarfulla þátt- töku Daimler-Chrysler í vetnisverk- efninu og hann hefði þegar í þessari ferð orðið var við það. Ætla að gefa sig óskipta í verkefnið „Við emm reyndar ekki eini aðil- inn, sem þeir stefna að því að vinna að svona verkefni með, en við emm hins vegar fyrst,“ sagði hann. „Það er allt- af þannig að sá sem er fyrstur nýtur forskotsins, en um leið em aðilar á borð við Daimler-Chrysler svolítið varkárir og vilja kannski ekki leggja allt undir. A síðasta stjómarfundi Is- lenskrar nýorku vom þeir þess vegna frekar varkárir um það hvað þeir myndu setja í verkefnið. Nú hins veg- ar liggur það fyrir eftir þessa ferð að þeir ætla sér að setja í verkefnið allt, sem lýtur að þeirra hlut í verkefninu, vagnana, alla tækni, sem þeim fylgir og allt viðhald og þjónustu og búnað í kringum það. Þeir ætla að gefa sig óskipta í þetta verkefni og leggja um leið mfidð upp úr þessari félagslegu og efnahagslegu rannsókn á áhrifum vetnissamfélagsins, sem þeir ætla að dreifa víðar. Ymsir utanáliggjandi verkþættir koma því sterkar inn eftir þessa ferð.“ Jón Björn Skúlason, fram- kvæmdastjóri íslenskrar nýorku, kvaðst telja að þessi kynnisferð hefði nýst vel og bætti við að hann vonaði að þær upplýsingar, sem komið hefðu fram í kynnisferðinni, auðvelduðu þátttakendunum að taka ákvörðun. ■ Verður vetni/6 Belta- og ljósa- notkun könnuð ÞEIR létu það ekki á sig fá þótt á móti blési í veðri, lögreglumennimir Ágúst Birgisson og Aðalsteinn Aðal- steinsson, sem vora við umferðareft- irlit í Þverholti í Mosfellsbæ fyrir hádegi í gær. Snjóa hefur að mestu leyst í hlý- indunum að undanförnu og þeir fé- lagar era því aftur komnir á bifhjól- in sín góðu. „Það er afar óvenjulegt að hægd. sé að nota hjólin við um- ferðarlöggæslu áþessum árstíma," segir Ágúst. Hjólin voru tekin inn í hús þegar fennti sem mest í haust og undir jólin, en Ágúst viðurkennir að það sé reglulega gott að geta feykst um á þeim í höfuðborginni svo langt á undan áætlun. Lögreglan í Reykjavík hefúr stað- ið fyrir átaki og sinnt eftirliti við fjölmargar götur undanfaraa daga. Sérstaklega hefur Ijósabúnaður bif- reiða verið kannaður, en einnig bíl- beltanotkun og hvort ástandsskoðun hafí verið sinnt með lögbundnum hætti. „Við vorum í býtið á Hofsvallagöt- unni í Reykjavík og þar urðum við fyrir miklum vonbrigðum með bíl- beltanotkun ökumanna. Um 40% vora óspennt í bflum sfnum og það er allt of mikið. Fólk kemur með af- sakanir af ýmsu tagi, en staðreyndin er sú að beltanotkun er lögbundin og nú er ökumaður einnig ábyrgur fyrir notkun allra farþega í bifreið sinni, yngri en 15 ára. Við brotum á slíku liggja talsverðar fjársektir," segir Agúst. Hann nefnir ýmsar út- gáfúr af skýringum ökumanna á beltaleysinu, en minnisstæðast hafi verið þegar maður einn bar því við að hann væri bara með bflinn í láni! Um 130 ökumenn hafa verið tekn- ir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Reykjavíkurlögieglunnar frá ára- mótum og þá hefur borið á því að undanförau að ökumenn stærri bfla beiti aukaljósabúnaði við akstur. Þeir félagar sögðu í gær að slíkt væri með öllu ólöglegt; engin ljós megi loga með aðalljósunum þótt látið sé hjá líða að gera athugasemd- ir við hefðbundinn dagljósabúnað bifreiða. „Okumenn eru fullkæru- lausir varðandi Ijósabúnaðinn og allt of algengt er að sjá „eineygða" bfla á götunum. Það er eins og fólk átti sig ekki fyllilega á mikilvægi þess að hafa öll öryggisatriði í lagi - alltaf.“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Með öku- skírteini sem rann út 1983 LÖGREGLAN í Kópavogi stöðvaði þrjá ökumenn í fyrra- kvöld sem reyndust ökurétt- indalausir. í tveimur tilvikum var um það að ræða að bráðabirgða: ökuskírteini var útrunnið. I þriðja tilvikinu reyndist öku- skirteinið hafa runnið út fyrir sautján árum. Umrætt ökuskírteini var gef- ið út árið 1973 og gilti til ársins 1983. Samkvæmt lögum sem tóku gildi 1988 bar viðkomandi að endumýja skírteinið og fá fullnaðarskírteini sem gildir þar til ökumaður er sjötugur. Þá voru tólf ökumenn kærðir fyrir að nota ljóskastara sem ekki er leyfilegt að nota í þétt- býli. Með Morgunblaðinu í dag er dreift blaði frá Heklu, „Stór- sýning í Heklu 22. og 23. jan- úar“. Hexa ehf. sækir á Bandaríkjamarkað í vor með íslenskar ullarvörur Glittir í 100 millj- óna samning FYRIRTÆKIÐ Hexa ehf. í Kópa- vogi undirbýr nú sókn á bandarískan markað með ullarvörur og hyggst skrifa undir sölusamninga við banda- ríska og kanadíska aðila fyrir a.m.k. 100 milljónir króna í vor. Að sögn Jóhanns Christianssen, forstjóra Hexa, byggist markaðs- sóknin ekki síst á viðskiptasambönd- um Tómasar A. Holtons og Vestur- íslendingsins Peggyar Olsen. Jóhann kveður forsvarsmenn Hexa bjartsýna á að ná samningum við verslunarkeðju vestanhafs sem nefn- ist Norströms, en í keðjunni eru 65 stórverslanir í dýrari kantmum víðs vegar um Bandaríkin. „Við förum beint inn í innsta kjama samnings- aðila hjá Norströms fyrir tilstilli Peggyar Olsen, og emm því bjartsýn- ir á framhaldið," segir Jóhann. „Markmið okkar er að loka sölusamn- ingum um mánaðamótin mars-apríl en tfl að þeir náist þarf að þróa vöra- Knu fyrir aðila sem sýnt hafa áhuga á innflutningi íslenskra vara. í febrúar verður síðan send út sölunefnd með framleiðsluprafur og er markmið hennar að koma á samningum við bandarísk og kanadísk fyrirtæki.“ Vestur-íslendingurinn Peggy 01- sen var stödd hérlendis fyrir skömmu m.a. til að kanna íslenskar vörur, af- kastagetu fyrirtækja og fleira og hitti þá m.a. iðnaðarráðherra og landbún- aðarráðherra að máli. Hún hefur mik- inn áhuga á málefnum íslands og hef- ur þvi lagt sitt af mörkum til að greiða götu Hexa vestanhafs. Hún hefur átt gott samstarf við eigendur og inn- kaupastjóra Norströms og hafa tals- menn keðjunnar lýst yfir áhuga á að kaupa íslenskar framleiðsluvörui- fyr- ir haustlínu sína árið 2000. Tómas Holton, sem selt hefur ís- lenskar ullarvörur til Bandaríkjanna um árabil, kom nýlega úr tveggja mánaða ferð um Bandaríkin þar sem hann kynnti sér markaðshorfurnar vegna sóknar Hexa og hlaut hann góðar viðtökur hjá fyrrum viðskipta- vinum sínum. Jóhann Christianssen segir mikla vinnu framundan við lokaundirbún- ing markaðssóknarinnar sem ljúka þurfi á skömmum tíma en mikill hug- ur sé í mönnum vegna hins góða með- byrs sem endurspeglist í viðbrögðum markaðarins og þeirri alvöra sem býr að baki hjá kaupendum. Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is lul mTOUi'iMLIfrafii íslendingar leiknir sundur og saman í Rijeka / B1 Vala Flosadóttir stökk 4,30m í Þýskalandi / B6 Sérblöð í dag mmMm ALAUGARDO LESBé MORGUIVBLAÐSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.