Morgunblaðið - 22.01.2000, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 11
FRÉTTIR
Blendin viðbrögð við gagnrýni utanríkisráðherra á fjármálastofnanir
Fjármálamarkaðurinn þjón-
ustugrein í harðri samkeppni
FORSVARSMENN fjármálastofn-
ana bregðast misjafnlega við þeirri
hörðu gagmýni á útlánastefnu þeirra
sem Halldór Ásgrímsson, utanrflds-
ráðheiTa og formaður Framsóknar-
flokksins, lét falla á opnum stjórn-
málafundi Framsóknarfélags
Reykjavíkur sl. fimmtudagskvöld.
Halldór vék þar að hættu á vaxandi
verðbólgu og sagði m.a.: „Og það
skiptir öllu máli hvemig við hegðum
okkur sem einstaklingar, að við látum
ekki ginnast af gylliboðum fjármála-
markaðarins, sem nú er aðallega að
bjóða fólki lán og reyna að koma lán-
um inn á hvem einasta Islending, al-
veg niður í skólakrakka. Ég verð ekki
mikið var við að þessar miklu
fjármálastofnanir séu að predika
sparnað en ég verð hins vegar mikið
var við að þær em að auglýsa og
koma út lánum við öll möguleg og
ómöguleg tækifæri. Auðvitað bera
þessir aðilar einhverja ábyrgð."
Samkeppnin farið út í öfgar
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbanka Islands, segir að
ekki sé hægt að gera ágreining við
sumt í máli ráðherra, en er þó þeirrar
skoðunar að gagnrýni hans sé of eins-
leit; fjármálastofnanir hafi t.d. lagt
mikla áherslu á margvísleg spamað-
arform fyrir viðskiptavini sína og þær
auglýsingar hafi verið mun meira
áberandi en auglýsingar um útlán.
„Það hefur verið innleidd sam-
keppni á fjármálamarkaði og af henni
leiðir að aðilar á markaðnum auglýsa
nú þjónustu sína í auknum mæli. Að
mínu mati hafa komið upp tilvik þar
sem samkeppnin hefur gengið út í
öfgar og á síðasta ári hvarflaði að mér
að auglýsingaherferðir um ný form
útlána og nýjar tegundir greiðslu-
korta væri ekki beinlínis sú mynd
samkeppninnar sem ákjósanlegust
væri. Að því leyti get ég tekið undir
orð ráðherra, en því fer fjarri að
Landsbankinn hafi hvatt einstaklinga
til óeðlilegrar lántöku,“ segh’ Halldór.
Að hans mati hefur Landsbankinn
þvert á móti sýnt mjög aðgætna út-
lánastarfsemi, einkum á seinni helm-
ingi síðasta árs. „Þar má segja að við
höfum stigið á bremsuna og t.d. varð
engin aukning í útlánum okkar síð-
asta ársfjórðunginn. Með þessu tel ég
að við höfum sýnt mikla aðgæslu og
fulla ábyrgð.“
Halldór segir að fjármálastofnanir
hafi hvatt mjög til sparnaðar á síðasta
ári og í Landsbankanum hafi slíkt
m.a. verið gert með eilítið meiri
vaxtahækkun á innlánum en útlán-
um, en þó aðallega með bættu fram-
boði sjóðalausna, svo sem Fortuna-
sjóðunum. Hins vegar viðurkennir
hann að sér hafi fundist einstaka fjár-
málastofnanir ganga fulllangt í sam-
keppninni, ekki síst þar sem stjórn-
völd og Seðlabankinn hafi hvatt mjög
til aðgæslu í útlánum í ljósi ríkjandi
árferðis.
„Því er ekki að leyna að Sparisjóð-
h-nir hafa verið mjög áberandi í
auglýsingum, ekki síst í tengslum við
nýjar tegundir korta og breytt form
og kjör útlána. í Landsbankanum
hefur sú stefna hins vegar verið mót-
uð að höfuðáhersla sé lögð á lang-
tímasamskipti við viðskiptamenn
bankans og þeim sé þannig veitt
heildarfjármálaþjónusta. í þeim sam-
skiptum höfum við lagt mikla áherslu
á reglubundinn spamað fólks og al-
menna íyrh'hyggju í fjármálum. Það
er hvorki erfiðara né auðveldara að fá
lán í Landsbankanum nú en áður,
reglurnar hafa ekkert breyst,“ sagði
Halldór.
Þjónustugrein í
harðri samkeppni
Guðmundur Hauksson, sparisjóðs-
stjóri Sparisjóðs Reykjavflau- og ná-
grennis, segir að gagnrýni Halldórs
Asgrímssonar sé hörð, en hún sé jafn-
framt á mjög röngum grunni byggð.
„Islenskar fjármálastofnanir hafa
verið að laga sig að því umhverfi sem
erlendis hefui' tíðkast undanfai'in ár.
Stutt er síðan við fengum að vinna í
sama umhverfi og þar gefst og að
bjóða sambærilega þjónustu og á
sama hátt og þar gerist,“ segir hann.
Fjármálamarkaðurinn hér á landi
er þjónustugrein í harðri samkeppni,
að sögn Guðmundar. „Því er eðlilegt
að hún sé boðin viðskiptavinum, rétt
eins og í hverri annarri atvinnugrein.
í þessum efnum, eins og öðrum, verð-
ur fyrst og fremst að höfða til ábyrgð-
ar einstaklingsins á sjálfum sér og
eigin neysluvenjum. Þeir sem telja að
einstaklingum sé ekki treystandi í
þessum efnum eru að tala fyrir þjóð-
félagsformi sem er liðið undir lok.“
Guðmundur bætir því við að sér
finnist mikið skorta á að unnið sé í að
byggja upp þekkingu einstaklingsins
á fjármálamarkaðnum, t.d. gegnum
menntakerfið. „Ég tel að hver einasti
unglingur ætti að fá fræðslu í fjármál-
um, því þau eru orðinn svo ríkur þátt-
ur í daglegu lífi fólks,“ segir hann.
Aðspurður um gagnrýni ráðherra
á gylliboð um útlán í stað spamaðar,
segir Guðmundur að staðreyndin sé
sú að stjómvöld hafi beint spamaði
fólks annað en til innlánsstofnana.
„Stjórnvöld hafa gert öðram
spamaðarformum hærra undir höfði,
t.d. lífeyrissparnaði og hlutabréfa-
kaupum. Á sama tíma er innláns-
stofnunum gert erfitt fyrir með bind-
ingu á innlánum í Seðlabanka á lágum
vöxtum og erfiðum lausafjáiTeglum,“
sagði Guðmundur.
Á ekki við um Búnaðarbanka
Stefán Pálsson, bankastjóri Bún-
aðarbankans, segist ekki geta tekið
gagnrýni Halldórs til sín eða Búnað-
arbankans.
„Við höfum alls ekki hvatt til útlána
í auglýsingum okkar. Ég hef litið yfir
auglýsingar okkar frá maí á síðasta
ári og i þeim höfum við alls ekki hvatt
til almenning til lántöku. Við höfum
auglýst nokkuð fasteignalífeyri, sem
er þjónusta okkar við eldri borgara,
og eins rýmkuðum við reglur um
sjálfskuldarábyrgð á yfirdráttarlán-
um í Heimilislínunni, rétt eins og
stjórnvöld höfðu hvatt til,“ sagði
hann.
Valur Valsson, bankastjóri Is-
landsbanka, baðst undan því að ræða
ummæli utanríkisráðherra.
Tillaga um
mislæg gatnamót
Vísað til um-
fjöllunar við
endurskoðun
aðalskipulags
MEIRIHLUTI borgarstjórnar
samþykkti á fundi sínum í fyrra-
kvöld að vísa tillögu borgarfulltrúa
sjálfstæðismanna um mislæg
gatnamót Kringlumýrarbrautar og
Miklubrautar til umfjöllunar við
endurskoðun aðalskipulags Reykja-
víkur sem nú stendur yfir og ráð-
gert er að ljúka á þessu ári. Sjálf-
stæðismenn létu bóka að þeir teldu
ljóst af afgreiðslu málsins að R-list-
inn treysti sér ekki til að bregðast
þegar við því erfiða umferðar-
vandamáli sem skapast hefði á
gatnamótunum.
Sjálfstæðismenn segja úrlausn
vandans ekki þola hik en fulltrúar
R-listans benda hins vegar á að um-
ferðarskipulag borgarinnar verði
tekið heildstætt til skoðunar við
endurskoðun aðalskipulags Reykja-
víkur sem fram fer á þessu ári og
það væru ábyrgðarlaus vinnubrögð
að taka ein tiltekin gatnamót út úr
þeirri heildarskoðun. Fram kom í
máli Kjartans Magnússonar, borg-
arfulltrúa Sjálfstæðisflokks, að
Miklabraut er tjónamesta gata
landsins. Sjóvá-Almennar hafa gert
skýrslu um tjón á Miklubraut á ár-
unum 1994 til 1999. Af niðurstöðum
skýrslunnar má áætla að á þessu
tímabili hafi um 750 manns slasast
og tæplega 5.200 bílar skemmst eða
eyðilagst í 2.500 tjónum á götunni.
Kjartan sagði að talið væri að
mislæg gatnamót myndu fækka
slysum og óhöppum um 50 til 60%.
:
. ■ ■ ■ ■
■ '
sím! 4613000*