Morgunblaðið - 22.01.2000, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 22.01.2000, Qupperneq 28
28 LAUGAKDAGUR 22. JANÚAR 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Eldur logar í bil sem talið er að baskneskir aðskilnaðarsinnar hafi sprengt í Madrid í gærmorgun. Tilræðis- mennirnir eru taldir hafa flúið á bflnum eftir sprengjutilræðið sem varð spænskum undirofursta að bana. ETA talin hafa hafíð nýja hrinu hermdarverka Undirofursti ferst í sprengjutilræði Fjármálahneyksli CDU í Þýzkalandi Málshöfðun gegn Kohl sögð hugsanleg Berlfn. AFP, Reuters. Madrid. AP, AFP. SPRENGJÚR sprungu í tveimur bflum í íbúðahverfi í Madrid í gær- morgun og talið er að aðskilnaðar- hreyfing Baska, ETA, hafi staðið fyrir tih-æðunum. Undirofursti í spænska hemum lét lífið í annarri sprengingunni. Sprengjutilræðin hafa valdið miklum óhug meðal Spánverja og óttast er að þetta sé upphafið að nýrri hrinu hermdar- verka baskneskra aðskilnaðarsinna, sem ákváðu nýlega að ijúfa 14 mán- aða vopnahlé sitt. Fyrri sprengjan sprakk við fjöl- býlishús um 800 m frá knattspyrnu- leikvangnum Vicente Calderon í vesturhluta spænsku höfuðborgar- innar. Lögreglan sagði að hinn látni væri 48 ára undirofursti, Pedro Ant- onio Blanco Garcia, sem var kvænt- ur og tveggja barna faðir. 14 ára stúlka særðist í sprengingunni og þrír aðrir vegfarendur fengu taugaáfall. Talið var að sprengjan hefði verið sprengd með fjarstýringu þegar undirofurstinn gekk framhjá bfln- um. Sjónarvottur sagði að tveir menn á þrítugsaldri, sem hann taldi hafa fylgst með bflnum, hefðu hlaupið í burtu eftir sprenginguna. 40 mínútum síðar sprakk önnur sprengja í bfl nálægt leikskóla í sama hverfi. Enginn særðist í þeirri sprengingu. Vegfarendur urðu skelfingu lostnir vegna sprenginganna og hlupu í dauðans ofboði frá bflunum. Lögregluþyrlur flugu yfir borgina í leit að grunsamlegum bflum og sporhundar voru notaðir við leit að tilræðismönnunum í grennd við bfl- ana. Lögreglumenn stöðvuðu einnig bfla á leið frá höfuðborginni í von um að finna tilræðismennina. Lögreglan taldi að tilræðismenn- irnir hefðu notað seinni bílinn sem sprakk til að flýja eftir fyrri spreng- inguna. Liðsmenn ETA nota oft tvo bfla í sprengjutilræðum sínum, sprengja þá öfluga sprengju í öðrum og aka á brott í hinum og sprengja SKRIFTASTOLL hefur verið opn- aður fyrir netnotendur sem geta nú létt á sálu sinni með því að játa brot sitt í þartilgerðum ramma á Skrifta- foðurvefsíðunni. „Þetta er á milli þín og Guðs og einkalíf þitt er að fullu virt,“ segir í kynningu á vefsíðunni, sem er rekin af Premier Christían-útvarpsstöð- inni. Engrar yfirbótar er krafist á hann síðan til að valda ringulreið. Lögreglu- og björgunarmenn voru á leiðinni að fyrri bflnum þegar seinni sprengjan sprakk. Rúmlega tíu bflar skemmdust en ekki urðu miklar skemmdir á húsum. Fjölskyldur hermanna búa í mörgum íbúðanna í hverfinu. Blanco Garcia bjó nálægt tilræðis- staðnum og nágrannar hans sögðu að hann hefði oft farið í heilsubótar- göngu um hverfið á morgnana áður en hann fór í vinnuna. Hann starfaði í fjármáladeild höfuðstöðva hersins í miðborg Madrid. Yfirvöld voru viðbúin sprengjutilræði ETA rauf 14 mánaða vopnahlé sitt 3. desember og sagði ástæðuna þá að friðarviðræður við spænsk stjórnvöld hefðu ekki borið árangur. Lögreglan fann 1.700 kg af sprengi- efni í tveimur sendibflum á leið til höfuðborgarinnar í lok desember og vakti það grunsemdir um að ETA væri að undirbúa nýja hrinu hermd- arverka. „Við óttuðumst að þetta myndi gerast,“ sagði borgarstjóri Madrid, Jose Maria Alvarez Del Manzano. „Við vorum á varðbergi. Það kemur okkur ekki á óvart að þetta hafi gerst, en við erum undrandi yfir dagsetningunni og staðnum." Jaime Mayor Oreja innanríkis- ráðherra varaði fyrr í vikunni við að hætta væri á sprengjutilræðum og taldi að ETA myndi reyna að raska kosningabaráttunni vegna þing- kosninganna á Spáni 12. mars. ETA berst fyrir sjálfstæðu ríki Baska í norðurhluta Spánar og suð- urhluta Frakklands og hefur orðið hartnær 800 manns að bana frá 1968. Her- og stjómmálamenn hafa oftast verið skotmörk þeirra. Fjöldagöngur boðaðar í mótmælaskyni Sprengjutilræðið olli miklum óhug meðal Spánverja og stærstu síðunni og ekki er boðið upp á sam- skipti við prest, en netsyndarar eru fullvissaðir um að syndajátningar þeirra verði ekki geymdar. Rómversk-kaþólska kirkjan hefúr fordæmt síðuna. „Syndajátning get- ur ekki farið fram símleiðis, með tölvupósti eða með hjálp staðgeng- ils,“ var haft eftir talsmanni kaþ- ólsku kirkjunnar. stjómmálaflokkar og verkalýðssam- tök landsins boðuðu í gær til fjölda- göngu í miðborg Madrid á hádegi á morgun, sunnudag, til að mótmæla þeirri ákvörðun ETA að hefja hermdarverkin að nýju. Hreyfing baskneskra friðarsinna boðaði einn- ig mótmælagöngur víða í Baskahér- uðunum í kvöld. Baskneska stjómin ákvað í gær að rifta samstarfssamningi við Herri Batasuna, stjómmálaflokk ETA, vegna tilræðisins. Samningur- inn var undirritaður 18. maí á liðnu ári og gerði Baskneska þjóðar- flokknum, sem er ekki með meiri- hluta á baskneska þinginu, að stjóma með stuðningi Herri Bata- suna. Talsmaður Herri Batasuna kvaðst harma dauða undirofurstans en bætti við að „öll hin ráðandi stétt“ á Spáni bæri einnig ábyrgð á tilræðinu þar sem hún hefði ekki af- stýrt því með því að koma nægilega til móts við kröfur aðskilnaðarsinna í friðarviðræðunum. OPINBERT ráð sem fylgist með starfsemi og samkeppni fjarskipta- fyrirtækja í Bretlandi, Oftel, hyggst hraða enn aðgerðum til að efla fijálsa samkeppni og kynnti áætlun þess efnis á þriðjudag. Verður m.a. aflétt ýmsum hömlum og einnig mun ráðið bera breska markaðinn og verðlag á honum saman við það sem gerist í öðrum löndum, segir í tilkynningu á heimasíðu ráðsins. Rásir fyrir næstu kynslóð farsíma, svonefnd UMTS- kerfi, hafa verið boðnar upp í Bret- landi, á Spáni og í Finnlandi. Framvegis verður í meira mæli treyst á að bresku fyrirtækin í at- vinnugreininni gæti þess sjálf að bijóta ekki samkeppnisreglur og ljóst er að ráðið mun að nokkru hverfa frá lögregluhlutverkinu sem það hefur sinnt. Framkvæmdastjóri Oftel, David Edmonds, segir að um sé að ræða mestu umskipti í stefnu Oftel frá því að ráðið hóf störf fyrir 15 árum. Fyrst í stað hafi verkefnið verið að opna markað sem hafi verið FLOKKSFORYSTA Kristilegra demókrata í Þýzkalandi (CDU) er nú að athuga hvort forsendur séu fyrir því að flokkurinn höfði mál á hendur Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlara, til að þvinga hann til að greina frá vitneskju sem hann býr yfir um hneykslismálin sem nú skekja flokk- inn. Vonast flokksforystan til að upp- lýsingar þaer sem Kohl hefur hingað til neitað að láta af hendi gætu orðið til að binda enda á hneykslismálin. Wolfgang Scháuble, arftaki Kohls sem formaður CDU, sagði í gær að einnig væri hugsanlegt að Kohl yrði rekinn úr flokknum eða að hann yrði krafinn fyrir rétti um að greiða flokknum skaðabætur. Heiner Geissler, fyrrverandi framkvæmda- stjóri CDU, sagði í sjónvarpsviðtali á fimmtudagskvöld að flokkurinn væri að skoða lög, þar sem kveðið er á um að yfirmanni tilteldns félagsskapar eða stofnunar sé óheimilt að liggja á upplýsingum um hana. A fundi hjá flokksdeild CDU í Bremen í gærkvöldi ítrekaði Kohl að hann myndi ekki gefa upp nöfn þeirra sem létu honum í té meintar ólöglegar greiðslur í leynilega sjóði flokksins, þar sem hann hefði heitið greiðendunum nafnleynd. En Kohl háður einokun en nú verði áhersla lögð á virka samkeppni. Neytendur muni njóta sömu vemdar og fyrr, en reglumar verði ekki jafn umfangs- miklar. „Oftel mun ekki lengur ýta undir samkeppni þar sem hún er þegar fyr- ir hendi en halda áfram að vinna gegn aðgerðum sem hamla sam- keppni og einnig vinna að því að neytendur fái nægilega vemd.“ Edmonds segir að með nýjum að- ferðum við eftirlit verði fyrirtækjun- um ætlað að auðvelda neytendum að bera saman verðlag og gæði þjón- ustu auk þess sem þau eigi að vinna saman á sviðum þar sem slíkt sam- starf komi neytendum til góða. Þáttaskil urðu einnig 12. janúar þegar frestur rann út til að bjóða í fimm fjarskiptarásir í Bretlandi sem ætlaðar em fyrir þriðju kynslóð far- síma, sem nefnd er tækniheitinu UMTS, segir í The Guardian. Búist er við að þessi nýja gerð geti flutt gögn 200 sinnum hraðar en þeir staf- hefur viðurkennt að hafa tekið við allt að tveimur milljónum marka, andvirði um 75 milljóna króna, í slík framlög á fimm síðustu valdaámm sínum, 1993-1998. CDÚ á yfir höfði sér að greiða milljónir marka í sektir fyrir að brjóta lög um fjármögnun stjóm- málaflokka. Fleiri áföll Sjálfsvíg háttsetts starfsmanns flokksins, sem sá um fjármála- umsýslu þingflokksins, hefur gert illt verra, og daglega berast fréttir af nýjum hliðum á fjármálahneykslinu. í gær greindi Roland Koch, forsætis- ráðherra Hessen og héraðsleiðtogi CDU þar, frá því að fjórar milljónir marka, andvirði 152 milljóna króna, væm týndar úr sjóðum flokksdeildar CDU í Hessen. Þá gerðist það einnig í gær, að fyrrverandi aðstoðarráð- herra, þingmaðm'inn Agnes Húr- land-Búrling, sagði af sér for- mennsku í vamarmálanefnd þingsins vegna ásakana um mútuþægni. Tengjast ásakanimar samningum sem gerðir vom í stjórnartíð Kohls um yfirtöku franska olíurisans Elf- Aquitaine á olíuvinnslustöð í Leuna í Austur-Þýzkalandi árið 1992. rænu farsímar sem nú eru í notkun. Einnig verði gæði tals betri, band- vídd meiri og myndsímar verði svo hagkvæmir að þeir muni ryðjast inn á markaðinn. Blaðið segir að þetta sé síðasta tækifæri sem erlend fyrirtæki fái til að hasla sér völl á breska markaðn- um, nema þau kaupi risa á borð við Vodafone eða BT Cellnet. Vonist iðn- aðarráðuneytið til að fá hálfan annan milljarð punda, um 170 milljarða króna, fyrir leyfin sem boðin em upp. Ein af rásunum fimm verður tekin sérstaklega frá fyrir aðila sem ekki er fyrir á breska markaðnum. Spánveijar hafa einnig efnt til uppboða á rásum íyrir UMTS- fjarskipti og buðu sex aðilar 1 þær, að sögn AFP-fréttastofunnar. Er Deutsche Telekom meðal þeirra. Finnar vom fyrstir Evrópuþjóða til að bjóða upp rásir af þessu tagi. Þjóðverjar munu gera slíkt hið sama í júní, hefur fréttastofan eftir þar- lendum stjómvöldum. Vefræn syndajátning London. Reuters. Reuters Helmut Kohl ávarpar fund tryggra fylgismanna sinna í Bremen í gær. Aukið frelsi á breskum símamarkaði Rásir fyrir UMTS-síma boðnar upp
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.