Morgunblaðið - 22.01.2000, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 29
ERLENT
Norskur blaðamaður sakaður um njósnir
Ósló. Morgunblaðið.
N eitar öllum
sakamiftum
BLAÐ AMAÐUR norska blaðsins
Stavanger Aftenblad, Stein Viks-
veen, hefur verið sakaður um að
hafa stundað njósnir fyrir leyni-
þjónustu Austur-Þýskalands,
Stasi, á árunum 1962-1989. Viks-
veen, sem starfar í Brussel, er
gefið að sök að hafa látið Stasi í
hendur leynileg skjöl Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) og
Iiggfur einnig undir grun um að
hafa veitt upplýsingar um norsk
varnarmál. Verði Viksveen, sem
neitar sakargiftum, fundinn sek-
ur um njósnir á hann yfir höfði
sér allt að 15 ára fangelsi.
Samkvæmt frásögn Stavanger
Aftenblad var Viksveen fyrst yf-
irheyrður árið 1998 vegna grun-
semda um að hafa stundað njósn-
ir fyrir Stasi. Hann segir að sér
hafi þá verið gefið að sök að hafa
hitt austur-þýskan leyniþjónustu-
mann, Rössler, í borginni Linz í
Austurríki og að Rössler hafi bor-
ið við að hafa tekið við skjölum af
Svensteen á áttunda áratugnum.
Viksveen neitar því að hafa
nokkurn tima komið til borgar-
innar og segist aðeins þekkja
einn mann að nafni Rössler og sá
sé norskur ljósmyndari. Hann
segist heldur aldrei hafa haft
undir höndum leynileg skjöl af
nokkru tagi.
Aldrei komið til Rostock
Fyrr á þessu ári birti danska
Extrabladet frétt um að það hefði
heimildir fyrir því að norskur
njósnari sem gengi undir dul-
nefninu „Lanze“ hefði njósnað
fyrir Stasi. Norska blaðið Ver-
dens Gang hefur sagt að „Lanze“
sé norskur blaðamaður sem
norska öryggislögreglan (POT)
hafi leitað um árabil. Samkvæmt
frásögn blaðsins hafi njósnarinn
haft kennitöluna XV/5368/62 í
skjölum Stasi og vísi tvær siðustu
tölurnar til ársins þegar hann
gekk í þjónustu Stasi. Dagblöð í
Noregi hafa ennfremur haldið
því fram að „Lanze“ muni hafa
gengið Stasi á hönd við hátíða-
höld í borginni Rostock árið 1962.
Extrabladct segir að njósnarinn
hafi afhent Stasi 400 skjöl, þ.á m.
leyniskjöl um norsk varnarmál.
Viksveen segir í samtali við
Stavanger Aftenblad að hann
hafi aldrei til Rostock komið og
því síður tekið þátt í hátíðahöld-
um þar. Hann segir einnig að lög-
reglan hafi haft mikinn áhuga á
að vita hvort bróðir hans, Thor,
hafi látið hann hafa gögn eða
upplýsingar. Thor starfaði um
tíma sem persónulegur aðstoðar-
maður Knut Frydenlund, meðan
sá síðarnefndi gegndi embætti ut-
anrikisráðherra í Noregi.
Húsleit óheimil?
Viksveen hefur verið fréttarit-
ari fyrir nokkur norsk blöð í
Brussel undanfama áratugi og
hefur starfrækt skrifstofu fyrir
þessi blöð á heimili smu.
4. nóvember á síðasta ári fram-
kvæmdu belgískir og norskir lög-
reglumenn húsleit í íbúð Sven-
steens í Brussel og á sama tíma
einnig í íbúð sem hann á í Staf-
angri. Lögreglan lagði hald á
fjórar tölvur í íbúðinni í Brussel,
bækur með heimilisföngum og
fleiri gögn. Síðan hefur tölvunum
verið skilað eftir að skjöl geymd í
minni þeirra höfðu verið afrituð.
Samtök ritstjóra á norskum
dagblöðum hafa mótmælt húsleit-
inni þar sem húsakynnin í Bruss-
el séu skrifstofa ritstjórnar fyrr-
nefndra blaða. I Noregi gilda lög
sem takmarka leyfi lög-
regluyfirvalda til að gera húsleit
í skrifstofum fjölmiðla.
Skíðasamfestingar • Skíðaúlpur • Skíðabuxur • Vetrarúlpur
Barnaúlpur® Dúnúlpur® Húfur* Vettlingar• lceblue sett(jakki
og buxur) • Eróbikk fatnaður frá Adidas og Nike
og margt, margtfleira.
k t
Póstsendum samdægurs.
Opið mánud. - föstud. kl. 10 -18, laugard. kl. 10 -16.
i'JL JLv,‘ ■ ^ J2I12I
VVun ide//.
'tf.
UTILIF
. * WW
t
GLÆSIBÆ
Sími 545 1500 • www.utilif.is
Noregur
Angelsen
lætur af
embætti
Ósló. Morgunblaðið.
KJELL Magne Bondevik, forsætis-
ráðherra Noregs, tilkynnti í gær að
Peter Angelsen hefði látið af emb-
ætti sjávarútvegsráðherra í norsku
ríkisstjóminni.
Að sögn Bondeviks óskaði Angels-
en eftir því að hætta sem ráðherra í
október á síðasta ári en ákvað í sam-
ráði við Bondevik að bíða með það
þar til nú. Bondevik sagði á frétta-
mannafundi í gær að full sátt ríkti
innan stjórnarinnar um málið.
Við embætti sjávarútvegsráð-
herra tekur Lars Peder Brekk, fyrr-
verandi varaformaður Miðflokksins.
Hann er frá Norður-Þrændalögum
og er framkvæmdastjóri útgerðar-
fyrirtækis þar.
Angelsen, sem er 65 ára, bakaði
sér óvinsældir hér á landi vegna and-
stöðu sinnar við veiðar íslenskra
fiskiskipa í „Smugunni".
ÞÚ GETUR jtfuu
SPARAÐ
ÞÚSUNDIR
Gleraugnaverslunin
SJÓNARHÓLL
HAFNARFIRÐI & GLÆSIBÆ
Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á fslandi
Breytinga- I
skeíðið og t
Heilsa karla
saman á
Breytíngaskeiðið
“Bókm er auSlesm, gefitrgóð ráðþerm konum sem nálgast
breytingaskeiðið eða hafa náðþví - ég tnœli með henni. ”
Vibeke Mannicbe, Leknir
Jyllands-Posten/Morgenavisen.
“Þetta er bók sem ég held að sé nauðsynleg
jýrir allar konur eldri en 40 ára að lesa. ”
Kolbrún Bjömsdóttir, grasalæknir.
eftir Ruth Appleby, smáskammtalækni
Fjallað er um breytingaskeiðið á Verð
raunhæfan hátt. Rakin eru ítarlega ")
þau vandamál, sem geta komið upp “
og viðeigandi lausnir kynntar.
\J\r invævji
TÍU SKREF TIL BETW LÍKAMA
OG BETRA LÍFS
Heilsa karla
eftir Joe Armstrong,
Magnús Scheving sknfar formáia.
Sumir karlar geta verið mjög ábyrgir á ýmsum sviðum *'
tilverunnar en gjörsamlega kærulausir þegar kemur að þeirra eigin
heilsu. Þessari bók er ætlað að benda körlum á að þeir þurfa að
huga að heilsunni. Bókin hentar öllum, konum sem körlum.
"Þessa bók ættu allir karbnerm að tilemka sér, þá myndi heilbrigðis-
kostnaður samfélagsins Lekka vertdega. Auðlesin og ódýr bók. ”
Elsa Gade, BT Sendag.
Þetta er bók fyrir alla sem vilja
komast í form, bæta útlitið og auka
vellíðan. Oprah og Bob lýsa þeim
erfiðleikum, sem tengjast því að ná
kjörþyngd sinni og viðhalda henni.
Lestu bókina, það er byrjunin á
breyttu líferni.
r UKLAu útgáfa I TVEIMUR LÖNDUM
Ármúli 29 • 108 Reykjavík • pilot@mi.is • s: 568 7054 • gsm: 898 7054 • f: 568 7053
Meilða karla
Lífið í jafnvægi