Morgunblaðið - 22.01.2000, Page 37
+■
þegar hún tók að sér markvöVslu á
íþróttahátíð skólans - ekki er líklegt
að neinn samnemenda hennar og
tæplega foreldrar þeirra hafí verið
fæddir þegar Ansa stóð á milli
stanganna og varð Færeyjameistari
með Dúgvunni. „Ja, það voru nokk-
urs konar útiverudagar og ýmislegt
gert sér til dundurs en allir verða að
taka þátt í einhverju. Við völdum að
leika fótbolta og ég var sett í markið
því ég hélt að hlaup um allan völl
myndu ekki henta mér en þegar á
leið skellti ég mér fram á völlinn,“
sagði Ansa og var ekki laust við að
vottaði fyrir stolti. Hún sagðist
hvergi smeyk við að vera í markinu,
en var henni ekki hlíft? „Nei, því fór
nú fjarri og ég fékk sko að heyra það
ef illa gekk því stelpurnar öskruðu á
mig: reyndu að hreyfa þig þarna í
markinu," bætti Ansa við en þegar
hún var spurð um árangur virtist
heyrnin hverfa og tími til að taka
upp önnur mál.
Fólk þarf að huga
að fótum sínum
Þegar talið barst að faginu var
ljóst að hún hafði unnið heimavinn-
una sína og eftir að hún opnaði stof-
una í Gullsmára 13 sagðist hún sjá
að það rík væri þörf fyrir sitt fag.
„Það er gott fyrir fólk að leiða hug-
ann að ástandinu á fótum sínum,
best er að geta unnið fyrirbyggjandi
verk en fólk er alltof seint í að hugsa
um heilsuna og því miður stundum
einfaldlega of seint. Hjá körlunum
er skótískan alltaf á svipuðum nót-
um en við konurnar höfum stiklað
um á háu hælunum því við þurfum
að elta tískuna og gátum það þegar
við vorum yngri. I dag þarf fólk sem
stendur í fæturna svo til allan dag-
inn að huga vel að fótum sínum en
það er svo sem ekkert nýtt því til
dæmis lét Lúðvík sextándi sérstaka
menn hugsa um ástand fóta hjá her-
mönnum sínum,“ sagði fótaaðgerð-
arfræðingurinn, rauk upp í hillu til
að ná í bók og sýna myndir af því.
Blaðamaðurinn bjóst á hverri
stundu við að verða skellt í stólinn,
rifinn úr skóm og sokkum til að út-
skýra fræðin nánar en það gerðist
ekki - því miður. Ansa bætti við að
svo væru aðrir sem kæmu þegar
vandamálin væru þegar komin. „Það
er líka ágætt að fólkið komi þó seint
sé og svo eru aðrir sem vilja láta
nostra við sig og spjalla í leiðinni um
heima og geima.“ Þá var bara eftir
lokaspurningin: Hvað hyggstu taka
þér fyrir hendur þegar þú verður ní-
ræð? „Við sjáum bara til með það en
ég er til í að skoða allt, jafnvel að
skella mér til Noregs aftur,“ sagði
Ansa Súsanna hugsi og það var ekki
annað að sjá en henni væri fyllsta al-
vara.
Tvær stúlkur í fjölbrautaskólanum í Sandefjoid - önnur er 16 ára og
hin 61 árs.
minnstu máli hvort ég næði að klára
skólann eða ekki, mig langaði að
fara og hefði ekki skammast mín þó
að ég hefði komið heim með skottið á
milli lappanna því ég greip tækifær-
ið og lét verða af því,“ sagði Ansa
ákveðin en það var ekki langt í
spaugið því hún bætti við glottandi.
„Reyndar runnu á mig tvær grímur
þegar á hólminn var komið en þá
sögðu börnin mín að ef ég drifi mig
ekki skyldi ég eiga þau á fæti.“
Og Ansa sér ekki eftir því að hafa
drifið sig. „Ég vildi heldur ekki naga
mig í handarbökin síðar. Heilsan var
í góðu lagi, ég rétt rúmlega sextug
og það getur verið að ég gefist ekki
svo auðveldlega upp en það á ekki
bara að horfa á aldurinn og það er
stundum slæmt þegar fólk, sem er
mun yngra, barmar sér. Sjálf gæti
ég ekki hætt að vinna og vissi varla
hvað ég ætti að gera af mér en það
er nauðsynlegt að fólk beri virðingu
fyrir vinnu sinni,“ bætti Ansa við af
þunga en það létti yfir henni þegar
hún var spurð hvort námsferli henn-
ar væri lokið. „Ég væri þess vegna
til í að læra meira, þá helst að taka
einhver námskeið en veit ekki hvort
það yrði framhald í Noregi. Aftur á
móti er barn í okkur öllum og við
eigum að rækta það. Heimurinn fer
líka sífellt minnkandi og mér finnst
ekki merkilegt að fara að læra til
Noregs, þetta er líklega svipað og
fyrir suma að fara í fjölbrautaskóla í
Breiðholtinu."
Ansa sagðist mega til að að láta
flakka með dæmisögu um viðbrögð
fólks. „Þegar barst í tal að ég væri í
Noregi að læra sagði fólki við mig:
voðalega ertu nú dugleg, tókstu fjöl-
skylduna með? Ég svaraði sem var
að karlinn væri heima á íslandi og
þá hváðu margir: hvað segirðu, og
skildir þú hann eftir heima - voða er
hann duglegur. Mér þótti viðhorfið
alveg kostulegt og sagðist búa með
fullorðnum manni, sem gæti vel séð
um sig sjálfur enda studdi hann við
bakið á mér.“
Fékk að heyra það í markinu
Ekki verður frá Önsu tekið að hún
sé ung í anda en hún gerði gott betur
Morgunblaðið/Sverrir
Ansa Súsanna Hansen á stofu sinni í Gullsmáranum í Kópavogi.
göngu sinni. Það er eins og þeir viti
hvað er handan næsta homs og
hvernig meðhöndla skuli hið
ókomna jafnt sem núið. Hispurs-
leysi þeirra gagnvart dauðanum og
vineskjan um að líf sé að þeim
hamskiptum loknum gerir fram-
göngu þeirra látlausa en ríka.
Draumur frá „Stúilý"
Ég missti manninn minn á síðasta
ári og yngsta son minn stuttu
seinna í bflslysi. Hann dreymdi
mjög sjaldan en sagði mömmu
draumana sína, því ég hef þótt
nokkuð glúrin að ráða drauma.
Meðal annars eftirfarandi draum
sem hann dreymdi tveim mánuðum
fyrir slysið: Hann stendur einhvers
staðar úti í náttúrunni, landslag
mjög fagurt, honum finnst að faðir
hans standi aftan til og til hliðar við
hann. Þeir horfa báðir út á stórt
vatn eða á, hann gat ekki gert sér
grein fyrir hvort var. Finnst honum
að ég komi akandi á vörubíl eða
pikkup, allavega pallbifreið og
gluða út í vatnið, þeir fylgjast með
ferðum mínum, feðgar. Það fór svol-
ítið í taugarnar á honum að faðir
hans var alltaf að spyrja: „Heldurðu
að hún mamma þín hafi það að
keyra yfir?“ Hann svaraði: „Það
veit ég ekkert um.“ „Ég veit bara að
ef mamma getur það ekki, þá getur
það enginn.“ í sama bili sá hann mig
koma á bflnum hinum megin við
vatnið. Það greip hann mikill fögn-
uður, hann var búinn að vera óskap-
lega hræddur um mig, því stundum
fór bfllinn í kaf og hann sá mig ekki,
en ég birtist alltaf aftur með fyrr-
greindum afleiðingum.
Ráðning
Semþáávorisunnahlý
sólgeislumlaukanærir
ogfffilkolliinnaní
óvöknuð blöðin hrærir,
svo vermir fógur minning manns
margt eitt smáblóm um sveitir lands,
frjóvgar og blessun færir.
(Jónas Hallgrímsson)
Skynjun manns og draumarnir
eru þannig gerð að maður veit ekki
alltaf sjálfur hvað þeir segja þótt til-
finningin skili manni sannindunum
og þar með óljósum grun um hvað
verða vill. Þannig lýsir draumurinn
því að sonur þinn hafi ósjálfrátt vit-
að hvað mundi koma fyrir hann og
verið undir það búinn á sinn hátt.
En draumurinn sem hann segir þér
er draumur hans um framhaldið af
ókominni framtíð, tímanum eftir
slysið og í honum sér hann (og segir
þér) hvernig þú klárar þig í gegnum
þá erfiðleika sem þú mætir í kjölfar
þessa mikla missis. Draumurinn er
því ósjálfráður styrkur hans til þín
fyrir framtíðina, nú. Faðir hans sem
kemur til hans í svefni er þarna
bæði sem stuðningur hans og hvetj-
andi kraftur. Það virðist eins og
hann komi þarna til að aðstoða son
sinn á leið en einnig til að árétta
getu þína til að kljúfa erfiðleika og
sorg. Þessi draumur er því mjög
sérstakur á sinn hátt, því í honum
felst stuðningur til þín nú og hvatn-
ing að halda þínu striki (pallbíllinn),
þá náir þú í höfn og uppskerir verð-
mæta reynslu.
• Þeir lesendur sem vilja fá drauma
sína birta og ráðna sendi þá með fullu
nafni, fæðingardegi og ári ásamt heim-
ilisfangi og dulnefni til birtingar til:
Draumstafir
Morgunblaðið
Kringlunni 1
103 Rcylgavík,
eða á heimasiðu Draumalandsins:
www.dreamland.is
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 37
Sunnudagar eru
fjölskyldudagar.
Kringlan er opin á sunnudögum
og þar finna allir í fjölskyldunni
eitthvað viö sitt hæfi.
FLESTAR VERSLANIR
frá lcl. 13.00 - 17.00
STJÖRNUTORG
skyndibita- og veitingasvæðið
frákl. 11.00 - 21.00
alla daga.
Abrir veitingastaðir og Kringlubíó
eru meó opiö fram eftir kvöldi.
Kri*\q(oo\
P fl R S E M /Á J fl R T fl Ð 5 L (E R
UPPLfSINERSlMI 568 7768 5KRIFST0FUSIMI 566 9268
F