Morgunblaðið - 22.01.2000, Qupperneq 44
44 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Stj örnur og
stj órnmál?
Það erkaft á orði að áðurhafi menn í
Washington dáðst að hinu Ijúfa lífi í
Hollywood, ekki síst kynlífinu, og að í
Hollywood hafi menn dáðst að valdinu í
Washington. Nú segja menn þessu öfugt
farið; í Hollywood horfi menn með að-
dáun til Ijúfa lífsins í Washington á
sama tíma og menn þar líti valdið í
Hollywood aðdáunaraugum.
Eftir Hönnu
Katrínu
Friðriksen
Fyrst var þess beðið
að bandaríska þjóð-
in fengi hláturskast,
en það kast kom
aldrei. Þá fóru
menn að velta fyrir sér af hverju
þetta þætti ekki fyndið. Þar með
fékk fjöldi fræðimanna nýtt
verkefni sem þeir helltu sér út í
VinunDE afkraftiog
Viununr áhugasvonú
er búið að
skilgreina
bandaríska
fjölmiðla,
bandaríska skemmtikrafta og
bandarískan almenning upp á
nýtt. Allt af því að þjóðin fékk
ekki hláturskast yfir hugsanlegu
forsetaframboði kvikmynda-
leikaranna Warrens Beattys og
Cybillar Shephard og milljarða-
mæringsins Donalds Trump
(sem telst eiginlega skemmti-
kraftur líka í augum bandarísku
þjóðarinnar). Aumingja Arnold
Schwarzenegger má ekki bjóða
sig fram til forseta Banda-
ríkjanna af því hann er ekki
fæddur þar í landi, svo hann
þarf að láta sér nægja að daðra
við hugsanlegt ríkisstjórafram-
boð í Kaliforníu.
Fleiri skemmtikraftar úr hópi
fræga fólksins vestra hafa verið
nefndir til sögunnar, svo sem
sjónvarpsþáttastjórnandinn
Oprah Winfrey (sem skartar
Óskarsverðlaunum) og nú síðast
kvikmyndaleikarinn Denzel
Washington. Þeim síðastnefnda
þykir hafa tekist svo vel til í nýj-
ustu mynd sinni að hann verði
að minnsta kosti tilnefndur til
Óskarsverðlauna, ef hann þá fær
ekki forsetaembættið. Æ, nei,
Óskarinn. Og ef það gengur eft-
ir, er hálfur sigurinn unninn.
Reyndar herma nýjustu viðtöl
við kappann að hann ætli að bíða
í önnur átta ár áður en hann
reynir við forsetaembættið.
Kannski vill hann nýta tímann
og safna nokkrum styttum.
Kannski þorir hann ekki í Warr-
en Beatty.
Það er haft á orði að áður hafi
menn í Washington dáðst að
hinu ljúfa lífi í Hollywood, ekki
síst hinu frjálsa kynlífi, og að í
Hollywood hafi menn dáðst að
valdinu í Washington. Nú segja
menn þessu öfugt farið; í Holly-
wood horfi menn með aðdáun til
ljúfa lífsins í Washington á sama
tíma og menn þar líti valdið í
Hollywood aðdáunaraugum.
Undanfarið hefur margt verið
ritað og rætt um ástæður þess
að fína og fræga fólkið í Banda-
ríkjunum sækist svo stíft eftir
frama'í pólitíkinni og þykir sjálf-
sagt að þjóðin veiti þeim braut-
argengi. Og ekki síður það að
þjóðin er þeim ekki endilega af-
huga. Sumir telja almenning
með þessu sýna þreytu sína á
mislitri hjörð stjórnmálamanna,
aðrir vilja kenna Mon-
icuhneykslinu um, enn aðrir
segja gegndarlausa dýrkun fjöl-
miðla á skemmtikröftum bera
mesta sök á þessari þróun.
I nýjasta hefti bandaríska
tímaritsins George er því haldið
fram, að nú sé að verða grund-
vallarbreyting á bandarískum
stjórnmálum, sem eigi sér lang-
an aðdraganda. Stjórnmál hafi
lotið ákveðnum lögmálum í hug-
um fólks. Frambjóðendur áttu
að vinna að því að ná frama inn-
an stjórnmálaflokka, þeir áttu að
byrja smátt en hyggja hátt. Ef
allt gekk að óskum náðu þeir
kjöri til þeirra starfa og em-
bætta sem hugur þeirra stóð til.
Að því loknu snerust stjórnmál-
in um ákvarðanir þeirra og
stjórnvisku. Auðvitað voru ýmis
hrossakaup í gangi, en grund-
vallarhugmyndin var sú, að í
heimi stjórnmálanna voru allar
mikilsverðar ákvarðanir teknar,
hvort sem þær lutu að því
hvernig skattpeningum al-
mennings var varið, eða hvernig
samskiptum við önnur ríki
skyldi háttað.
Samkvæmt þessum lögmálum
hefði enginn tekið mark á fram-
boði þess sem gekk með þing-
manninn í maganum, ef hann
lifði og hrærðist í skemmtana-
iðnaðinum, enda litið svo á að
hann hlyti að skorta nauðsyn-
lega reynslu og þekkingu til að
fást við pólitík. En stjórnmála-
menn stigu fyrsta skrefið yfir
brúna á milli þessara tveggja
heima. Með því að sækjast eftir
athygli fjölmiðla til að koma sér
og sínum hugðarefnum á fram-
færi voru þeir um leið farnir að
keppa við stjörnurnar um sviðs-
ljósið. Stjórnmálamönnum hefur
reyndar gjarnan verið legið á
hálsi fyrir að vera leiðinlegir
(þ.e. þeir tala um alvarleg og
þar með leiðinleg málefni). Slíkt
orðspor er ekki vænlegt til ár-
angurs í heimi þar sem allt
snýst um að vera hress. ímynd-
arfræðingar duttu niður á lausn-
ina og stjórnmálamenn fóru að
haga sér eins og skemmtikraft-
ar. Það þarf því kannski ekki að
undra að skemmtikraftarnir telji
sig allt eins hæfa til að leika
stjórnmálamenn.
Valdamesti þjóðarleiðtogi
heims, Bill Clinton, kýs að draga
upp saxófóninn í vinsælum
sjónvarpsþætti, Hillary, eigin-
kona hans og þingmannsefni,
aflar sér vinsælda með bröndur-
um í spjallþætti og Tipper Gore,
eiginkona varaforsetans og
frambjóðandans Als Gore, legg-
ur sitt af mörkum til að draga úr
því orðspori að makinn sé „leið-
inlegur", með því að tilkynna
þjóðinni að hann sofi nú nakinn.
Ef þjóðin vill á annað borð að
forseti þeirra sé umfram allt
skemmtikraftur og um leið
klappstýra sem stappar í þjóðina
stálinu, af hverju ekki að velja
alvöru skemmtikraft og fá jafn-
vel í kaupbæti hasarhetju sem
getur kippt öllu í liðinn upp á
eigin spýtur, alveg eins og í bíó?
MAGNEA
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Magnea
Guðmundsdóttir
fæddist á Blesastöð-
um í Skeiðahreppi í
Árnessýslu 20. júlí
1919. Hún andaðist á
Sjúkrahúsi Suður-
lands 9. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Guð-
mundur Magnússon,
bóndi á Blesastöðum,
f. 11. maí 1878, d. 20.
október 1972, og eig-
inkona hans, Kristín
Jónsdóttir húsfreyja,
f. 16. maí 1886, d. 2.
september 1971. Systkini Magneu
eru: 1) Jón, f. 14. mars 1911. 2)
Magnús, 17. september 1912, d.
29. júní 1997. 3) Hermann, f. 23.
ágúst 1913, d. 18. október 1980. 4)
Guðrún, f. 17. desember 1914, d.
22. mars 1997. 5) Elín, f. 10. jan-
úar 1916.6) Helga, f. 17. maí 1917.
7) Þorbjörg, f. 1. júlí 1918. 8) Ingi-
gerður, f. 1. febrúar 1921. 9)
Stúlka, f. 10. febrúar 1922, d.
sama dag. 10) Óskar, f. 1. júlí
1923, d. 31. október 1924. 11)
Svanlaug, f. 8. júlí 1924. 12) Ingi-
björg, f. 2. september 1925. 13)
Hrefna, f. 5. júlí 1927.14) Óskar, f.
5. maí 1929. Hálfsystir hennar
samfeðra er: 15) Laufey, f. 20.
mars 1920.
Hinn 9. nóvember 1946 giftist
Magnea Þorfínni Tómassyni öku-
kennara, f. 24. maí 1920 í Auðs-
holti í Biskupstungum, Árn. For-
eldrar hans voru Tómas
Tómasson, bóndi í Auðsholti, f. 9.
október 1874, d. 12. mars 1952, og
eiginkona hans Vilborg Jónsdótt-
ir, húsfreyja, f. 10.
október 1879, d. 22.
janúar 1960. Börn
Magneu og Þorfínns
eru: 1) Vilborg,
kennari, f. 14. ágúst
1947, gift Skúla Val-
týssyni viðskipta-
fræðingi og eiga þau
tvö börn. Þorfinnur,
íslenskufræðingur,
f. 21. mars 1971, í
sambúð með Krist-
rúnu Höllu Helga-
dóttur sagnfræðingi,
og eiga þau eina
dóttur, Emblu, f. 6.
aprfl 1997. Halldóra, nemi í við-
skiptafræði, f. 18. júní 1976 í sam-
búð með Erlendi Stefánssyni mat-
vælafræðingi. 2) Hjördís
leikskólakennari, f. 16. júní 1953,
gift Guðmundi Inga Karlssyni,
skilin, og eiga þau þtjú börn. Karl
sjúkraþjálfari, f. 10. apríl 1974, í
sambúð með Emih'u Borgþórs-
dóttur, ncma í sjúkraþjálfun.
Magnea Þóra, nemi í hönnun, f.
17. mars 1978, í sambúð með Þór-
arni Böðvari Þórarinssyni, nema í
Kennaraháskólanum. Elín nemi, f.
9. febrúar 1984. 3)Kristín fulltrúi,
f. 21. maí 1958, gift Kristni Páls-
syni trésmiði. Auk húsmóður-
starfa vann Magnea við sauma-
skap, m.a. hjá Daníel klæðskera.
Magnea stofnaði síðar ásamt fleir-
um saumastofuna Östru á Sel-
fossi. Magnea og Þorfínnur
þjuggu alla sina búskapartið að
Artúni 11 á Selfossi.
Útfor Magneu fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Harmafregn barst aðfaranótt 9.
janúar þegar okkur hjónunum var
tilkynnt andlát kæiTar tengdamóður
minnar, sem ég hafði haft samneyti
við og þekkt gjörla í yfir 30 ár. I val-
inn er fallin mikil hetja sem aldrei
heyrðist kvarta vegna eigin sjúk-
dóms, svo maður gleymdi því að hún
var búin að beijast við þennan illvíga
sjúkdóm í nærfellt tíu ár þegar kallið
kom. Magga, eins og tengdamóðir
mín var kölluð, féll frá í blóma lífsins
þrátt fyrir að vera orðin áttatíu ára
gömul. Maður varð ekki var við aldur
hennar fyrr en síðustu mánuðina
sem hún lifði, svo mikill var lífsþrótt-
ur hennar og lífsgleði.
Þegar ég fyrst kom á heimili
Möggu kynntist ég strax þeirri alúð
og vinsemd sem alltaf fylgdi tengda-
foreldrum mínum og síðar kynntist
ég af eigin raun hinni óvenjumiklu
hjálpsemi, sem þau ætíð sýndu öllum
sem hana vildu þiggja. Hámarki náði
þessi hjálpsemi þegar við hjónin
stóðum í byggingarframkvæmdum á
einbýlishúsi okkar, þá var alltaf at-
hugað hvort ekki þyrfti að gera eitt-
hvað, safna liði til að gera verkið auð-
veldara, því oft og tíðum komu
tengdaforeldrarnir með aukamann-
skap svo verkið gengi betur og aldrei
var slegið slöku við og máttu hinir
yngri hafa sig alla við til að hafa við
þeim „gömlu“ eins og þau voru oft
kölluð.
Upp í hugann koma ógleymanleg
ferðalög um sveitir landsins og um
óbyggðir þar sem alltaf var passað
upp á að nóg væri til að bíta og
brenna, málmkassi fullur af smurðu
brauði og flatkökum, „skrölta“-doll-
an sem ætíð var full af sælgæti fyrir
bæði yngstu og elstu ferðalangana.
Alltaf var vel skammtað þegar mat-
ur var annars vegar, sennilega ein-
hver arfur frá fyrri tíð þegar ekki
var sjálfgefið að allir hefðu nóg að
bíta og brenna. Ég minnist þess að
ætíð kallaði Magga á mig, þegar hún
var að baka pönnukökur, til þess að
leyfa mér að borða þær snarpheitar
af pönnunni, og alltaf var ég hvattur
til að athuga nú hvort ekki fyndust
jarðarber, en hvort tveggja vissi hún
að ég kunni vel að meta.
Ég er ekki viss um að tengdamóð-
ir mín væri hrifin af því að ég væri að
skrifa um hana eftirmæli, ef hún
gæti haft eitthvað um það að segja,
því svo var hún hógvær. Ég er hins
vegar viss um að hún hefur hlotið
góðar móttökur hinum megin landa-
mæra og ég er líka viss um að hún
mun ekki liggja á liði sínu þar.
í valinn er fallin kraftmikil, elsku-
leg, glaðleg tengamóðir mín, sem ég
mun alltaf sakna.
Far þú í friði.
Skúli Valtýsson.
Þétt faðmlög, kossar og hlátra-
sköll voru ávallt ugphafið að ánægju-
legri dvöl okkar í Ártúninu. Lífsgleði
þeirra hjóna og létt lund var smit-
andi og löðuðu þau unga jafnt sem
aldna til sín. Magga og Þorfinnur
kunnu svo sannarlega að njóta lífs-
ins. Umkringd vinum og ættmenn-
um nær daglega og með nóg af verk-
efnum fyrir höndum varð lífið líkt og
ein allsherjar skemmtun fyrir þeim.
Saman mynduðu þau hina fullkomnu
heild.
Þetta voru yndislegar stundir í
Artúninu. Nafnarnir eitthvað að
bardúsa saman í bílskúrnum. Við
Magga saman yfir kaffibolla í stof-
unni, skoðandi myndir eða rifjandi
upp uppvaxtarár hennar af Blesa-
stöðum. Hún var skemmtilegur
sögumaður og minningamar stóðu
mér sem Ijóslifandi fyrir hugskots-
sjónum. A meðan prjónaði hún,
saumaði eða heklaði og nýtti þannig
sérhveija stund sér til gagns.
Samheldni og takmarkalaus um-
hyggja fyrir náunganum einkenndi
þau hjónin. Ef þau fundu einhvem
hjálparþurfi eða ókláruð verk að
vinna vom Magga og Þorfinnur
mætt á svæðið sem einn maður. Þau
létu ekkert framhjá sér fara hvort
sem voru veikindi, viðgerðir, hús-
byggingar eða annað. Þeim féll
aldrei verk úr hendi og bókstaflega
elskuðu að hafa nóg fyrir stafni.
Verkefnin vom leituð uppi hvort sem
beðið var um aðstoð eða ekki.
Það var ógleymanleg gleðin sem
gagntók Möggu þegar við tilkynnt-
um henni að von væri á fyrsta lang-
ömmubarninu. Hún var ekki í vafa
um að Embla kæmi gagngert eftir
hennar pöntun. Þar fann hún sér
sannarlega nýtt viðfangsefni. Af-
raksturinn má sjá í uppfullum skáp-
um og skúffum af kjólum, göllum,
sokkum, vettlingum, húfum, peys-
um, leikföngum og svo mætti lengi
telja. Þegar skáparnir höfðu fyllst
var tekið að fata dúkkurnar upp. Allt
bjó hún þetta til í höndunum eins og
henni einni var lagið.
I margmenni var Magga hrókur
alls fagnaðar. Öll fjölskylduboð
hvort sem voru afmæli, þorrablót
eða jólaboð enduðu í dansi eða söng
að hennar beiðni. Það er mér minn-
istætt frá ættarmótinu í sumar þeg-
ar Magga hóf að syngja með systrum
sínum að Embla linnti ekki látum
fyrr en hún var komin í fremstu röð,
henni við hlið. Hún horfði aðdáunar-
augum á þessa fjörugu langömmu
sína og tók undir sönginn fullum
hálsi.
Síðustu vikurnar ágerðust veik-
indi Möggu og það var erfitt að horfa
á hana þjást. Hún lét sem ekkert
væri, hélt fullri reisn allt fram að
andláti og trúði því einlæglega að allt
færi á besta veg eins og ævinlega.
Þannig var Magga í hnotskurn. Ég
vildi óska að Embla hefði notið þess-
arar einstöku langömmu sinnar
lengur en við munum hjálpa henni að
viðhalda minningunni.
Elsku Þorfinnur, ég veit að sorg
þín er mikil en haltu áfram að njóta
lífsins eins og ykkur Möggu einum
var lagið.
Halla.
Sól í hjarta,
sól í sinni.
Sólúti,
sólinni.
Þessar línur lýsa vel lífsspeki
ömmu. Þær hafði hún yfir ef henni
fannst hallað á bjartar hliðar lífsins.
Hjá ömmu á Selfossi skein alltaf sól,
sama hvað Veðurstofan sagði. Heim-
ili ömmu og afa í Ártúni 11 skipar
stóran sess í lífi okkai'. Hljóðið í
hurðinni, hljómurinn í bjöllunni,
fagnandi fótatak, lykt af pönnukök-
um, kleinum og snúðum, allt voru
þetta vísbendingar um að notalegar
samverustundir væru í vændum.
I garðinum og gróðurhúsinu áttu
afi og amma margar af sínum bestu
stundum saman. Þar hafði amma
fegurðina að leiðarljósi en afi leitaði
nytseminnar. Rausnarleg og gjöful
voru þau á það sem úr moldinni óx.
Allir sem inn í gróðurhúsið ráku nef-
ið voru leystir út með rósavendi.
Þegar afi missti stjórn á klippunum
og útsprungnh’ sem óútsprungnir
knúpparnir fuku kom það í ömmu
hlut að standa á bremsunni.
Öll nutum við góðs af náðargáfum
ömmu, ekki síst af saumaskapnum.
Það skipti ekki máli hversu fáránleg-
ar hugmyndir barnabörnin komu
með að flíkum; alltaf gerði hún þær
að veruleika. Hvort sem fyrirmyndin
var mynd á plötuumslagi eða krot á
blaði var henni ekkert verk ofviða á
þeim vettvangi. Þegar frumhug-
myndir að flíkum komu fram fitjaði
amma oftar en ekki upp á trýnið,
svona eins og til málamynda. Það
leið þó ekki á löngu áður en hún var
horfin og lágvær niður saumavélar-
innar hljómaði innan úr litla her-
berginu.
Ómmu þótti gaman að vera í ná-
vist fólks og sérstaklega kunni hún
að meta þegar stórfjölskyldan var
samankomin. Þá þótti henni oftar en
ekki tilefni til að taka lagið og stíga
dans. Gleði hennar smitaði út frá sér
og í nærveru hennar þurrkaðist allt
kynslóðabil út. Á jóladag var öll fjöl-
skyldan samankomin í Ártúninu.
Borðið svignaði undan hangikjötinu
og í fyrsta sinn f mörg ár gátu allir
fjölskyldumeðlimir verið á Selfossi.
Ámma settist niður og varð að orði
hversu gott væri að sjá alla við borð-
ið. Það var sem hennar hinsta ósk
væri uppfyllt. Þrátt fyrir erfíðar
stundir undir lokin skein persónu-
leiki ömmu í gegn og allt fram á síð-
ustu stundu lét hún engan bilbug á
sér finna.
Lífsviðhorf og gildi ömmu hafa
veitt okkur veganesti sem ómetan-
legt hefur verið að njóta. Minningin
um ömmu á Selfossi er og verður sól
í hjarta okkar og sinni.
Þorfinnur, Karl, Halldóra,
Magnea Þóra og Elín.
Það er skammt stórra högga á
milli hjá fjölskyldunum frá Auðsholti